Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
11
Guðlaug Sveinbjarnardóttir
sjúkraþjálfari:
„Annar eins
maður og...”
Val manna til forystu í
félögum eóa stjórnmálaflokk-
um hefur löngum verið tengd-
ara einstaklingum þeim, er
bjóðast til forystu, en málefn-
um þeim er þeir teljast tals-
menn fyrir. Þessi staðreynd er
mörgum forystumanninum svo
vel kunn, að hann lætur sér
nægja slagorð og tilfinninga-
áslátt máli sínu til stuðnings i
stað málefnalegs rökstuðnings.
Því hærra sem komist er í stig-
anum, því minna eru menn
spurðir út úr og þeim mun
meira má láta frá sér fara af
rökleysum og rugli. Alltaf finn-
ast margir aðdáendur er telja,
að allt, sem frá leiðtoganum
komi, sé rétt. „Annar eins mað-
ur og Oliver Lodge fer ekki
með neina lygi.“
Grein Björns Jónssonar, for-
seta ASÍ og fyrrverandi ráð-
herra, sem birtist i Mbl. 14.
þ.m. er gott dæmi um réttmæti
ofangreindra þanka. Greinin
ber nafnið: „Viljirðu sví-
virða. . .“ og er innihald hennar
í megindráttum:
1) Það er lítt sæmandi
sjúkraþjálfara, er ritaði grein í
Mbl. 10. þ.m., að geta ekki unnt
gömlu fólki ókeypis þjálfunar
hjá Heilsuræktinni á kostnað
almennings og flutnings úr og í
þjálfun án endurgjalds.
2) Sjúkraþjálfarinn ætti að
skammast sín fyrir að vega „að
því ágæta fólki, sem árum sam-
an hefur lagt á sig ómælt ólaun-
að erfiði" að endurhæfingar-
málum.
3) Sjúkraþjálfarinn er fá-
fróður að vita ekki að Heilsu-
ræktin er sjálfseignarstofnun
en ekki einkafyrirtæki.
Ekki ætla ég að svara
þessum aðfinnslum Björns
Jónssonar, forseta ASl, utan
einni. Heilsuræktin er ekki
opinber stofnun. Fjármál stofn-
unarinnar er ekki samvinnu-
félag eða verkalýðsfélag. Hvað
er þá Heilsuræktin?
Samkvæmt lögum félagsins
Heilsuræktin getur enginn orð-
ið aðili að því félagi nema öll
stjórn félagsins sé sammála um
verðleika þess sem mælt er með
að verði félagi. Félaga ber að
kynna sér og breyta samkvæmt
fræðilegum grundvelli heilsu-
ræktar, Yoga og Judo. (Hvers á
islenska bændaglíman að
gjalda). Þeir sem standast kröf-
ur um réttan hugsunarhátt og
vinnuframlag í þágu félagsins
(sbr. 6. gr. laganna) mega velja
formann til 5 ára. Formaðurinn
velur sér tvo meðst jórnendur.
Það var af hreinni tilits-
semi, að ég kallaði Heilsurækt-
ina einkafyrirtæki. 1 raun væri
orðið „klíka“ miklu betur til
þess fallið að lýsa þessu félags-
formi og það er höfuðnauðsyn,
að þessu félagsformi verði
aldrei ruglað saman við frjáls
félagssamtök eins og t.d.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra.
Björn Jónsson, forseti ASl,
lætur aðalatriðum greinar
minnar ósvarað. Fé því, sem
islendingar hafa efni á að verja
til heilbrigðismála eru takmörk
sett. Fram hjá þessari stað-
reynd verður ekki komist. Ég
hef starfað sem sjúkraþjálfari í
14 ár og tel mig engariafsakanir
skulda Birni Jónssyni þótt ég
ræði um kjör og aðstæður fatl-
aðs fólks hér í Reykjavík. Og
því miður er staðreyndin sú, að
mikið vantar enn á, að fötluðu
fólki jafnt ungu sem gömlu sé
búin sú aðstaða til endurhæf-
ingar, sem nútíma þekking i
sjálfu sér ætti að gera því kleift
að njóta. Hvað réð því, Björn
Jónsson, að opinberir sjóðir
voru opnaðir og utanríkisráðu-
neytið virkjað 1 þágu Heilsu-
ræktarinnar á sama tíma og
þær opinberu og hálfopinberu
stofnanir sem sinna endurhæf-
ingu eru sveltar að fé og
sjúkraþjálfarar ríkisspítalanna
verða sjálfir að vera á snöpum
meðal kollcga erlendis eftir
vinnuafli til þjónustu fyrir
ríkissjóð? Hvað réttlætir þá til-
högun, að veikt gamalt fólk
greiði almennt fyrir endurhæf-
ingu en sæmilega heilbrigt fólk
67 ár og eldra fái ókeypis þjón-
ust á kostnað hins opinbera,
fari þeir til Heilsuræktarinn-
ar?
Það er í sjálfu sér athyglis-
vert, að Björn Jónsson, forseti
ASl, skuli fyrstur manna svara
grein minni og reyndar enn þá
athyglisverðara á hvern veg
skrif hans eru. Tilfinningar
virðast algerlega ráða ferðinni.
Við upphaf þings í haust fluttu
þrír fyrrverandi heilbrigðisráð-
herrar tillögu um að sundlaug
yrði byggð við Grensásdeild
Borgarspítalans. Öllum þessum
mönnum var það sammerkt að
hafa notið hjúkrunar á deild
þessari. Björn Jónsson, fyrrver-
andi ráðherra, segir í grein
sinni, að hann hafi notið
árangursríkrar meðferðar í
Heilsuræktinni að allir ættu að
gleðjast yfir. Frá ráðherratíð
allra þessara mætu manna
verður ekki minnst sérstaks
áhuga á málefnum fatlaðra. Því
liggur nærri að ætla að af tii-
finningaástæðum séu menn
þessir orðnir eins konar eigin
hagsmunamenn og búnir að
missa nauðsynlega sýn yfir
heilbrigðismálin sem heild.
Þeir eru reyndar um leið orðnir
lítt hæfir sem stjórnmálamenn
til að raða upp verkefnum i röð
eftir mikilvægi með tilliti til
þarfa þess samfélags, er þeir
búa í. Og verði framtíð Björns
Jónssonar sú að gerast talsmað-
ur „klíku“-athafna frekar en
samfélagsþjónustu þá má hann
að því vísu ganga, að „forseta"
nefni hans festist innan gæsa-
lappa.
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SlMI FRÁ SKIPTIBORDI 28155
PL. 112 plötuspilari meö
Ortofon hljóðdós.
Hljómtæki frá
Pioneer
tryggja gæðin
Staðgreiðslu-
verð
CS 313 hátalarar, sem skila
hreinum tón.
kr. 164.500,
Komið og hlustið í nýju hljómdeildinni.
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD