Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Erica Jong:
ISADORA.
Þýðing: Öli Hermanns.
Ægisútgáfan 1976.
ÞÁ ER hún komin út á fs-
lensku, bókin hennar Ericu
Jong: Fear of Flying. Isadora
heitir hún í þýðingu Öla Her-
manns og kápumyndin er ósköp
sakleysisleg líkt og engum
mætti detta í hug að hér sé ekki
venjulegur eldhúsreyfari á
ferðinni, heldur berorð saga,
klámsaga í margra augum.
Erica Jong skrifar eins og karl-
menn hafa skrifað um ástamál
sin, hún freistar þess að vera
frjáls í anda tímans og tekst
það að vissu marki. En frelsið
er jafn mikil blekking og bönd-
in, allar þvinganirnar og höftin.
Það finnur Isadora að lokum.
Þess vegna má með fullum rétti
segja að draga megi siðferði-
lega ályktun af sögunni, jafnvel
íhaldssama. Þetta er ekki saga
um ánægju kynlífs, heldur
vandamál þess. Um leið er
varpað ljósi á samfélagslegt
órétti, heimskulegt uppeldi,
þjóðfélag þar sem allir eru i
Hrædd
að
fljúga
tilgangslausu kapphlaupi um
það sem er einskis virði.
Isadora fer með manni sinum
á sálfræðingaþing i Vín. Þar
kynnist hún Adrian sem hún
ímyndar sér að geti' fullnægt
óseðjandi losta sinum. Adrian
er í rauninni getulaus nema um
sérstakar sviðsetningar ástalffs
sé að ræða, eiginmaðurinn hef-
ur getu, en er orðinn vélrænn í
hvílubrögðum sínum. Isadora
stingur af með Adrian, en þeg-
ar hann er orðinn leiður á
henni er snúið við i faðm eigin-
mannsins. Af nákvæmni er lýst
undanfara sambands þeírra
Isadoru og Adrians og inn á
milli eru rifjaðar upp minning-
ar Isadoru um misheppnað
hjónaband, tilviljunarkenndar
samfarir, sjálfsfróun, skáld-
skapargrillur, vandræðaleg fjöl-
skyldumál, gyðinglegan upp-
runa, kynþáttafordóma og
fleira. Vert er að hafa f huga
það sem Erica Jong skrifar um
kven- og karlrithöfunda:
„Áður en konur byrjuðu að
skrifa bækur, kom ekki fram
nema önnur hlið málsins. Álla
söguna hafa bækur verið skrif-
aðar með sæði en ekki tiða-
blóði. Þangað til ég varð
tuttugu og eins árs, bar ég full-
nægingar mínar saman við
Lady Chatterleys og velti fyrir
mér, hvað væri eiginlega að
mér. Varð mér nokkurntima
ljóst, að Lady Chatterley var i
rauninni karlmaður? Að hún
var í rauninni D.H. Lawrence?"
„Hvað vilja konur í raun og
veru? Freud óð reyk og komst
aldrei að neinni niðurstöðu að
gagni. Hvernig vilja konur láta
taka sig?“ Þannig spyr Isadora
eða Erica. Hugleiðingar hennar
um „óþvingaða dráttinn", sam-
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
farir samfaranna vegna, eru
skemmtilegar, en þegar henni
sjálfri býðst hann er hún ekki
reiðubúin á grípa tækifærið.
Hún er lömuð af þeim siðaboð-
um sem hún berst gegn, reglun-
um sem hefur verið hlaðið upp
kringum hana og valda geð-
flækjum hennar.
Ericu Jong tekst vel að lýsa
þessum mótsögnum í lífi Isa-
doru. Hún sýnir okkur inn í
hugarheim konu sem vill njóta
kynlífs, en er ekki fær um það
nema að litlu leyti, konu sem
vill vera frjáls, en hefur ekki
þroska til að notfæra sér frelsi.
Konuna innilokaða i hugar-
heimi sinum, bundna ómennsk-
um fjötrum leiðir hún fram f
nekt sinni. Hún er hrædd að
fljúga, hrædd að elska, hrædd
við öryggisleysið, hrædd við líf-
ið sjálft. Fangi er það orð sem
helst mætti nota um hana. Og
þessi fangi getur ekki án fang-
elsisins verið.
Isadora er innblásin skáld-
saga samin af góðum rithöf-
undi. Þessi bók er full af alls
kyns vitleysu eins og lífið er
sjálft. En hún segir okkur
margt sem vert er að vita og
það er ekki aðeins bundið við
kynlíf. EricaJongá margtsam
eiginlegt með Isadoru. Auk ým-
islegs annars er hún athyglis-
vert ljóðskáld. Sýnishorn skáld-
skapar hennar eru birt i bók-
inni, en þýðingar þeirra eru
gerðar af slíkum vanefnum að
engum skal ráðlagt að meta
ljóðin eftir þeim. Það er tölu-
verður galli að þýðing Öla Her-
manns gefur litla hugmynd um
mál og stíl Isadoru á frummál-
inu. Aftur á móti er ljóst að
þýðandinn getur þýtt sómasam-
lega ef hann vill. Ekki er ólík-
legt að hann hafi þurft að hraða
verkinu. Þýðjng og prófarka-
lestur vitna um að mikið hefur
legið á að koma bókinni út.
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON__________________
Kormákur Sigurðsson: 1
MOLDINNI GLITRAR GULL-
IÐ 223 bls. Skuggsjá. 1976.
1 kápuauglýsingu með þess-
ari bók er minnt á fyrri bækur
Sigurðar Haralz, Lassaróna,
Emigranla og Nú er tréfótur
dauður. Sigurður er ekki aðeins
þekktur vegna þessara bóka
heldur einnig fyrir að hafa lif-
að viðburðaríku lífi og má því
segja að ritstörf hans séu
sprottin upp úr söltum jarð-
vegi. Þessi bók — sumpart
skráð af Sigurði sjálfum en
mest af Kormáki Sigurðssyni
— inniheldur „endurminninga-
bort" eins og það er réttilega
orðað á titilblaði. Þetta eru
hvergi samfelldar endurminn-
ingar; því síður nokkuð sem
kalla mætti ævisögu, heldur
þættir um menn, sem Sigurður
hefur kynnst á langri ævi, og
málefni sem eru honum hug-
leikin: Málefnið er raunar eitt
öðru fremur, sem sé dulræn
reynsla hans sjálfs og annarra.
Ekki verður leitast við að
leggja hér faglegt mat á frá-
sagnir Sigurðar af því taginu,
um það munu aðrir dómbærari,
en aðeins staðhæft að í fáu njóti
sín betur frásagnarástríða Sig-
urðar. Án þess að hafa miklar
umbúðir um frásögur sínar
kann Sigurður þá list að gefa
þeim merkilegt og áríðandi
yfirbragð, láta lesandann hafa
á tilfinningunni að nú sé í
vændum nokkuð sem hann
megi engan veginn missa af —
hvernig fer þetta? Hvað verður
úr þessu? Og svo framvegis.
Sigurður kann líka að koma á
óvart. Hugsanlega sakir marg-
háttaðrar lífsreynslu sinnar er
honum nokkuð gjarnt að enda
sögu óvænt og byrja jafnóvænt
á annarri, eða nálgast frá-
sagnarefni frá óvæntum hlið-
um. Kaflafyrirsagnir gefa því
ekki ávallt fyllstu hugmynd um
það sem á eftir fer. Einn þáttur-
inn heitir t.d. Um sjómenn. Að
óreyndu býst maður við að nú
muni sögumaður segja frá
kynnum sínum af sjómönnum,
ef til vill einnig rekja ein-
hverjar endurminningar frá
eigin sjómennsku og segja eitt-
hvað almennt um starfið. I
fyrstu setningu kaflans kemur
hins vegar á daginn hvað sögu-
maður er að fara: „Allt frá
landnámstíð og fram á fyrri-
part þessarar aldar virðast
menn hafa lagt mikið upp úr
því sem þá dreymdi." Þarna er
sem sagt rakið hitt og annað
dulrænt og yfirskilvitiegt sem
borið hefur fyrir sjómenn i
starfi.
Sigurður Haralz
Helzti ókostur við frásagnir
Sigurðar e er sá að þær gerast
stundum endasleppar en því
fylgir sá meginkostur að þær
eru lausar við málalengingar,
að ekki sé talað um málæði.
Mannlýsingar hans eru sumar
nokkuð einhliða, aðrar gagn-
gerðari og fyllri. Góð er t.d.
frásögn hans af Jóni Norland
lækni. Jón var frá Hindisvík á
Vatnsnesi, bróðir Sigurðar sem
þar var lengi prestur og bóndi
og mörgum minnisstæður. Þá
segir Sigurður skemmtilega frá
nafna sínum Berndsen. Einu
sinni spurði Berndsen Haralz:
„Nafni minn, af hverju ertu
alltaf á beit á vegarbrúninni —
því ferðu ekki út á túnið, þar er
betri hagi?“ Þessu svaraði
Haralz svo: „Veit ég vel
sveinki, en það er bara með
mig, að mér er ekki sama hvaða
verði ég kaupi hvern hlut.“ Síð-
an þráttuðu þeir um þetta
nokkra stund. Berndsen sagði
honum að bisnessmaður mætti
ekki „fornærmast". Ennfremur
minnti hann á þá dapurlegu
Iífsreglu að „máður hefur
hvorki efni né getu til að láta
hjartað ráða nema einstaka
sinnum."
Þá er þarna þáttur um Guð-
brand í ríkinu sem gerði hvort
tveggja: að gefa Sigurði brenni-
vín og skrifa ótæpt Iof um eina
bók hans. Og þar með enda
þessar æviminningar. Er sögu-
maður þá búinn að koma víða
við og gefa lesandanum nóg til
að leggja á minnið.
Höfundurinn, Kormákur
Sigurðsson, segir í fyrsta kafla
bókarinnar: „Margir, sem
Sigurð hafa þekkt og hlustað á
hann segja frá, hafa haft á orði,
að gaman hefði verið að fá í bók
eitthvað af þeim frásögnum,
sem þeir telja, að hann hafi
haft á takteinum, óskrásettar.
Með bók þessari hefur verið
komið nokkuð til móts við þær
óskir — jafnframt hefur verið
leitazt við að halda frásögnun-
um sem „Sigurðarlegustum"
Að mínum dómi er þessi bók
góð viðbót við fyrri bækur
Sigurðar og hefur höfundur
þannig haft erindi sem erfiði.
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi:
Húsfreyjan Sandi, Guðrún Odds-
dóttir
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafnarfirði 1976.
Fyrir rúmum fjórðungi aldar
kom frá hendi Þórodds skálds
Guðmundssonar hin stórvel
samda og vel ritaða bók, Guð-
mundur Friðjónsson, ævi og störf.
Áður en hún kom út, þáði ég
heimboð Þórodds vestur í Reykja-
nes við Isafjarðardjúp, en þar var
hann skólastjóri, og átti ég þar
skemmtilega hálfsmánaðar dvöl.
Þá var hann að leggja seinustu
hönd á handritið af sinni merkis-
bók, og milli þess, sem við unnum
af kappi, ég að þýðingu á ritgerð-
um eftir hið ágæta skáld og
frelsisunnanda Arnulf Överland
og Þóroddur að sínu vandaða riti,
lásum við handrit hans saman og
ræddum bróðurlega, hvað kynni
að vera þar of eða van. Sannfærð-
ist ég vissulega um það, að hann
lagði mikla áherzlu á að vanda
sem allra bezt til verks síns, segja
sem rækilegast frá ævi, mótun og
störfum hins ágæta skálds, sér-
stæða mælskumanns og samvizku-
sama heimilisföður, forðast þó að
halla á aðra, en segja um allt og
alla það eitt, sem hann vissi sann-
ast og réttast.
Við, sem höfum haft verulega
kynni af Þóroddi og átt við hann
meira og minna samstarf, vitum
það gerla, að hann er manna rækt-
arlegastur og vill launa hverjum
og einum, sem hann telur sig eiga
gott að gjalda, eins vel og honum
sé framast unnt. Það er svo sízt að
undra, þó að hann hafi haft hug á
að heiðra minningu mætrar móð-
ur engu síður vel og virðulega en
hins þjóðkunna föður. Hún lífði
og starfaði að verulegu leyti í
skugga hins fræga bónda síns, en
mikill var hennar hlutur. Hún ól
eiginmanni sínum tíu sonu og
tvær dætur, og stundum stýrði
hún ein þessum hópi, veitti hop-
um ástúðlega umhyggju og móð-
urlega og milda ögun og sinnti
samtímis ailumfangsmiklu búi.
Hún tók ævinlega tillit til bónda
sins, aðstæðna hans, erfiðleika og
viðkvæmra skapsmuna, og hélt
samt virðingu sinni og mann-
dómsgerð gagnvart honum og
hverjum öðrum, sem kynni hafði
af henni og heimili þeirra hjóna.
Hún lifði hann í rúma tvo áratugi,
seinustu sextán árin sjúk og rúm-
liggjandi, en ávailt fram undir
sínar hinztu stundir síhugsandi
um hagi og velferð barna og
barnabarna, heimilisins bg þess
velunnara — og sífellt vökul um
þjóð sfna og framtíð hennar, að
svo miklu leyti sem hún fékk þar
um dæmt af skilríkum fregnum.
Þóroddur Guðmundsson
Rúmum tveimur árum áður en
hún lézt, kom ég með Þór, syni
mínum að Sandi, hafði aldrei
komið þar áður. Þegar við feðgar
höfðum notið þar risnu, gerði
Guðrún húsfreyja mér þau boð,
að hún vildi gjarnan, að ég kæmi
að sæng hennar. Þar dvaldist mér
allt að einni klukkustund, enda
sagði hún sitthvað, sem mér
fannst til um, en bezt minnist ég
þess frá samfundum okkar, að svo
var sem bjarma stafaði úr sjón-
döprum augunum — og yfir allri
ásjónu hennar væri heillandi
heiðríkja. Svo ber ég þá síður en
svo brigður á það, sem segir frá
síðusu ævidögum Guðrúnar hús-
freyju:
„Stundum gat hún látið sér fá-
ein orð um munn fara og minntist
á bjart ljós, sem hún sæi. Einnig
sagðist hún öðru hverju heyra
yndislegan söng.“
Þó að þessi bók sé aðeins 232
blaðsíður, en sú um skáldið á
Sandi 327, er þeim mun meira
lesmál á hverri síðu í þessari, að
það jafnar fyllilega metin.
Bókin hefst á alllöngu og um
sitthvað forvitnilegu forspjalli.
Þar verður það lesandanum ljóst,
hvað hefur leitt til þess, að Þór-
oddur hefur i bernsku fest allt að
því ofurást á móður sinni ogorðið
ævilangt tengdur henni þeirri
einstæðu ræktarsemi og tryggð,
sem lýsir sér í þessari löngu og
vandgerðu bók, þar sem sá mikli
fjöldi sendibréfa, sem móður og
syni fóru á milli, eftir að hann var
Bðkmenntir
eftir GUDMUND '
G. HAGALÍN
horfinn að heiman og þá ekki sízt,
þegar hún var orðin sjúklingur,
hefur reynzt honum ómetanleg
heimild. En í forspjallinu lætur
hann þess og getið, að honum
verður ljóst sem þroskuðum
manni, að í tvennu var Guðrúnu
húsfreyju áfátt, enda sannast
mála, að enginn er alger.
Bókinni er skipt í fjóra aðal-
þætti, sem heita Fósturdóttirin í
Garði, Eiginkona skáldsins við
Skjáifandafljót, Ekkjan við Aðal-
dalshraun og Við verkalok. Loks
er svo skrá yfir mannanöfn.
I fyrsta kaflanum er skýrt frá
ætt og uppruna Guðrúnar Odds-
dóttur, fósturforeldrum hennar
og þeim eina manni, sem hún
mun hafa orðið hrifin af, áður en
saman dró með henni og hinu
unga og sérstæða skáldi, sem varð
eiginmaður hennar og ævifélagi.
Og þar getur þeirra kynna skálds-
ins af giftri konu, sem urðu
kveikjan í hinni mjög svo um-
deildu skáldsögu, Ólöfu í Ási,
enda mun hún hafa verið fyrsti
forboði þess, að íslenzkum sagna-
skáldum yrði að viðfangsefni all-
nánar og lengi vel hæsta við-
kvæmar almenningi lýsingar á
ásta- og kynlífi karls og konu.
í hinum þremur aðalþáttum
bókarinnar er sem í þessum
fyrsta lýst fjölmörgu fólki af
skilningi og mannþekkingu, en
einnig er drepið þó ekki sé nema
lauslega á flesta þá, jafnt karla
sem konur, er að einhverju leyti
sýndu „ekkjunni við Aðaldals-
hraun“ vinarþel, en hve vandlega
bókarhöfundur gætir þess, að þar
sé helzt engum sleppt, sýnir
glögglega, hve mikils hann mat
allt, sem verða mátti hinni líkam-
lega vanheilu, en fram að hinztu
stundum andlega vökulu móður
hans til hugnunar eða heiðurs. I
bókinni er og svo víðtæk lýsing á
lifi fólksins á Sandi og lífsháttum
þess í í fulla sex áratugi, út í þær
verður ekki farið í þessu greinar-
korni, enda ber hæst svo sem
vænta mátti, allt það, sem lýsa má
sannri menningu, þroska og
hjartalagi hinnar öldnu hús-
freyju, en það kemur gleggst
fram í tilvitnunum bókarhöfund-
ar í þau hartnær ótrúlega mörgu
bréf til hans, sem hún skrifar eða
les fyrir allt fram á dánarár sitt.
En þau sanna vissulega það, sem
Þóroddur segir í lok forspjalls
síns:
„En væri hún spurð um viðhorf
sitt til trúar og tilveru, var svar
hennar efnislega á þessa leið:
Lífið er blessun og Guðs fjöf
ávinningur að hafa hlotið það og
einhver dásemd á bak við allt
saman."
Guðmundur Gíslason Hagalfn
„Lífið er bless-
un og guðs gjöf ’
/