Morgunblaðið - 18.12.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.12.1976, Qupperneq 17
Jólaget- raun um umferd- armál ÞESSA dagana er verið að dreifa til allra skólabama I Reykjavfk á aldrin- um 6—12 íra jólagetraun um umferðarmðl. Ætlast er til, a8 bömin fari með getraunina heim til stn og leysi hana meS aðstoS foreldra. SkilastaSir eru lyfjaverslanir i borg- inni og Iögreglustö8vamar. A8 kvöldi Þorláksmessu verSur dregiS úr þeim lausnum, sem borist hafa. Til verSlauna em 175 bækur. Hin heppnu fá verSlaunin send heim á aSfangadag. ASstandendur þessarar getraunar eru lögreglan I Reykjavik og UmferSemefnd Reykjavikur. ÞETTA eru bækurnar, sem bfða hinna heppnu. Verðlaunin fá skólabörn heimsend á Þorláks- messu. MOEGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 17 A ÞESSARI mynd má sjá hinar nýju gerðir Ford-dráttarvélanna með „lúxushúsi“, og á myndinni er Einar Þorkelsson hjá Þðr hf. að afhenda Kristni Siggeirssyni bönda á Hörgslandi, Hörgslandshreppi, V-Skaft, fyrstu vélina af þessari gerð. Fékk Kristinn um leið rafeinda- armbandsúr að gjöf frá Þór af þessu tilefni, en Kristinn hefur ávallt verið með þelm fyrstu að tileinka sér nýja tekni þegar hún hefur borist, að sögn Einars. Mun þetta vera þriðja nýja Ford-dráttarvélin sem Kristinn eignast (sinni búskapartfð, 10 ár. (Ljósm. RAX) Ford-dráttarvél með „lúxushúsi,, ÞÓR hf., sem hefur umboð fyrir Ford-dráttarvélar kynnti í gær nýjar gerðir dráttarvéla. Voru það gerðirnar 4100, 4600, 5600 og 6600, og það er þeim öllum sammerkt að þær eru með svo- kallað „lúxushús". Hús þessi eru að sjálfsögðu öryggishús, en þau eru vönduð að frágangi, og eru öllu betri en þau hús sem hingað til hafa verið á dráttarvélum Fords. Hús þessi eru algerlega lokuð að sögr. Einars Þorkelssonar hjá Þór. Að sögn Einars eru þau einnig mjög mikið einangruð, nánast eins og venjuleg fólksbifreið, og gerir þetta að verkum, að hávaða og vélatitring er að mestu haldið utan dyra. Einar sagði að þessi nýju hús væru f raun og veru smíðuð sem hluti af dráttarvél- inni sjálfri, en þau grófsmfðuðu hús og þær öryggisgrindur sem áður gengu, og ganga reyndar enn, voru eins konar auka hlutir sem smellt var á. I húsum þessum er miðstöð, ásamt ferskloftsinntaki, og er viftan fjögurra hraða. Þá er tengdur þessu rúðublásari, svo koma má í veg fyrir hélu og móðu á rúðum, og er það til öryggis- auka. Einar sagði okkur ennfrem- ur að ferskloftsinntakið væri með sjálfhreinsandi sfum, og það, ásamt yfirþrýstingi f húsi, á að koma f veg fyrir allt ryk í lúxus- húsinu, að sögn Einars. Þá sagði Einar okkur að ökumannssætið væri stillanlegt, eftir stærð og þunga ökumanns. Palli var einn í heiminum er aftur komin á kreik HIN heimsfræga og vinsæla barnabók, Palli var einn f heimin- um, er nýlega komin út hjá Bóka- útgáfunni Björk f Reykjavfk, en hún hefur nú verið ófáanleg um margra ára skeið. Bókin hefur tvisvar áður komið út á fslenzku. Höfundur bókarinnar er Jens Sigsgaard, en hún kom fyrst út hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn árið 1942. Hún hefur verið þýdd á um 30 tungumál og er löngu kom- in í tölu klassiskra barnabóka. Arne Ungmann teiknaði mynd- irnar í söguna um Palla og eru þær f fjórum litum. Vilbergur Júliusson skólastjóri þýddi bók- ina á islenzku. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og er bókin f vönduðu og sterku bandi á góðum pappfr. íbúum Seltjarnar- ness gefið jólatré AFHENDING jólatrés, sem Kiwanisklúbburinn Nes gefur fbúum Seltjarnarnesbæjar, fer fram við Félagsheimili Sel- tjarnarness kl. 3.00 laugardaginn 18. desember. Jólatré þetta er sent frá vinaklúbbi Ness f Noregi, og er tréð höggvið rétt utan Óslóar. Sama fyrirkomulag hefur átt sér stað undanfarin ár. Segir í frétt frá Kiwanisklúbbn- um Nes að til að auka samskipti Nesodden og Seltjarnarness hafi norski klúbburinn boðið nokkr- um börnum til að dvalar f Noregi sl. sumar. Sem fyrr er sala flugelda fyrir áramót aðal fjáröflunarleið klúbbsins, og verður svo enn nú. Mun sala flugelda á vegum Ness verða f ár, sem venjulega, í and- dyri íþróttahússins á milli jóla og nýárs. <Ertu buxnctlcms 9 #? - Gallabuxurnar sem endast & endast ■ D /1 LAUGAVEGUR “2?-21599 BANKASTRÆTI ‘5?-14275

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.