Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 22

Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 22
22 .MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 Sigurdagur 1. desember 1976: íslenzkt frumkvæði í f iskréttarmálum 1 fyrradag var frá þvf skýrt f fréttum að þann dag hefðu 11 erlend veiðiskip verið á tslandsmiðum, en að á sama tfma fyrir 5 árum hefðu erlend veiði- skip verið 116 talsins. Hugsanfegt er, að þessi frétt hafi farið framhjá mörgum lands- mönnum, en hér er um svo ein- stæðan atburð að ræða, að ekkí er hægt að láta undir höfuð leggjast að hafda þeirri staðreynd á loft, að tslendingar eru eftir áratuga- baráttu, búnir að hreinsa erlenda aðila svo til algjörlega út úr fslenzkri fiskveiðilögsögu. Með rökum, gegn vopnum höfum við unnið sigur og virðingu þjóða. Það er söguleg staðreynd, að á grundvelli stefnumörkunar núverandi ríkisstjórnar með þar af leiðandi aðgerðum, hefur tekizt að tryggja Islendingum full yfir- ráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið. Staðfesting þessi fólst m.a. i hinum svonefnda Óslóar- samningi, er Island og Bretland gerðu með sér 1. júní s.l. er hafði það í för með sér að brezk fiski- skip hurfu af fslenzkum fiskimið- um 1. des. 1976. Höfðu Eng- lendingar þá stundað veiðar hér við land í svo til samfellt 560 ár. 1. desember er þvf sem fyrr merkisdagur í sögu þjóðarinnan Sigurdagur eins og 1918, er fullveldi Islands var viðurkennt. En 200 mflna fiskveiðilögsaga hér við land hefur ekki aðeins merkilega þýðingu fyrir sögu Islands, heldur einnig fyrir heimsbyggðina. Frumkvæði * Islands Islendingar — hin fámenna þjóð — norður á hjara veraldar, tóku fyrstir Evrópuþjóða af skar- ið um nauðsyn 200 sjómflna fisk- veiðilögsögu og höguðu fram- kvæmdum samkvæmt því. Ef íslendingar hefðu ekki haft þetta frumkvæði, væri enn verið að kasta fiskréttarmálunum og afstöðunni og 200 mflna fiskveiði- lögsögu á milli manna á Haf- réttarráðstefnum S.Þ. einu sinni eða tvisvar á ári. Nú hefur það skeið í kjölfar aðgerða Islendinga, að hver þjóð af annarri, og ríkjasambönd eru einhliða að taka upp 200 sjómflna fiskveiðilögsögu: Bandarikin 1. marz 1977 Noregur 1. janúar 1977 Sovétrfkin hafa tilkynnt ákvörðun þessa efnis og EBE 1. janúar 1977 Allar eru þessar þjóðir l'A ári á eftir Islendingum f framkvæmd þessara mála, því eins og alþjóð man, gaf Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra út reglu- gerð um 200 mflna fiskveiðilög- sögu við Island 15. júlf 1975 og kom hún til framkvæmda 15. október sama ár. Forysta Sjálf- stæðisflokksins Það er eftírtektarvert, hvað Sjálfstæðisflokkurinn og forustu- menn hans koma mikið við sögu f landhelgismálum. Og það er einnig vert að benda á það hversu góður árangur næst jafnan f þessum málum, þegar tveir stærstu flokkar þjóðarinnar, Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn taka höndum saman til sóknar f landhelgis- málum. Þegar barátta liðinna ára er vegin og metin og horft er til framtíðarnnar, er hollt að minnast þess, með hvaða hætti þróun þessara mála hefur verið. Hverjir hafa markað stefnuna og lagt grundvöllinn að hinum miklu sigrum og tryggt að settu marki yrði náð? Þvf það er auð- vitað aðalatriðið. Þeir, sem þannig vinna hljóta helzt að hafa traust þjóðarinnar. Stefnan mörkud Fyrsta skrefið var stigið árið 1944 við myndun nýsköpunar stjórnarinnar, undir forsæti Ölafs Thors, þáverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins. Meðal helztu stefnumála þeirrar stjórnar var að vinna að rýmkun fiskveiðilandhelginnar og friðun á þýðingarmiklum upp- eldisstöðvum fisks. Framkvæmd þessarar stefnu- mörkunar krafðist mikils undir- búnings. Til þess að vanda hið bezta til þessa verks, réði Ólafur Thors, árið 1946, ungan þjóð- réttarfræðing í utanríkisráðu- neytið. Var það Hans G. Andersen, núverandi ambassador Islands f Bandaríkjunum. Hafði hann kynnt sér landhelgismál sér- staklega. I samræmi við tillögur Hans G. Andersen, voru gerð lög, sem staðfest voru hinn 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. Var þetta grundvallarlöggjöf sem allar siðari ráðstafanir Islendinga í fiskveiðilögsögumál- um hafa byggzt á. 1 framhaldi af þessari löggjöf var samningum við Bretland frá 1901 sagt upp sfðari hluta árs 1949. Straumhvörf 1952 Næsti stórviðburðurinn verður árið 1952, er Ólafur Thors, þáverandi sjávarútvegsráðherra f stjórn Steingríms Steinórssonar gaf út reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis Island og voru grunnlínur dregnar hvarvetna til friðunar flóum og fjörðum og 4. mílna landhelgi ákveðin frá þeim grunnlínum. Við þennaú atburð hinn 15. maí 1952, urðu straumhvörf í land- helgismálum Islendinga. Stefnan var mörkuð og vfsað á leiðina til frekari aðgerða eftir því sem þarfir og heill þjóðarinnar krefðist. Sfðan fóru vinstri ríkisstjórnir troðnar slóðir með 12 mílna út- færslunni 1958 og 50 mílunum 1972. Viðurkenning og friður En vinstri stjórninni tókst ekki að skapa frið um 12 mflna út- færsluna árið 1958. Það er ekki fyrr en árið 1961, sem viðreisnar- stjórninni tekst að fá viður- kenningu Breta fyrir þessari út- færslu og 3 árum sfðar, eru þeir komnir út fyrir 12 mílurnar. Sama sagan endurtekur sig við 50 mflna útfærsluna 1972. Vinstri stjórninni tókst ekki að skapa frið um þá útfærslu, né tryggja viður- kenningu fyrir henni. Bráða- birgðasamninginn frá 1973 skyldu Bretar sem vopnahlés- samning, er fæli ekki f sér viður- kenningu. Og ekki tókst að fá Vestur-Þjóðverja til að beygja sig fyrir einhliða rétti Islendinga til fiskimiðanna fyrr en núveranda rfkisstjórn gekk f málið. Vestur- þýzki samningurinn frá þvf f nóvember 1975 felur í sér ótvíræða viðurkenningu áþessum rétti. Með þeim samningi var brautin rudd og eftirleikurinn við Breta gerður auðveldari. 200 mílna fisk- veidilögsaga Enn kemur það f hlut Sjálf- stæðisflokksins í góðu samstarfi við Framsóknarflokkinn, að taka forustu í þessu mesta máli þjóðar- innar og leiða það til lykta á farsælan hátt, landi og þjóð til sæmdar. Eitt aðalatriðið í stefnuskrá rfkisstjórnar Geirs Hallgrfms- sonar, sem mynduð var sumarið 1974 var að færa fiskveiðilögsögu tslands út í 200 mflur árið 1975. Áður, eða f ágúst 1973 hafði Sjálfstæðisflokkurinn markað þessa stefnu. Sem fyrr er frá greint, kom það i hlut Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra að fram- kvæmahana. Við mikla erfiðleika var að stríða út á við. Sigur unninn Flestar voldugustu þjóðir heims voru ekki búnar að gera upp hug sinn til fiskveiðilögsögu- mála árið 1975 og sumar voru jafnvel fjandsamlegar. Fóru Islendingar ekki varhluta af þvf sem kunnugt er. Hófust nú lokaátökin við þær þjóðir, sem fjandsamlegastar voru. Reyndust Bretar sérstak- lega erfiðir — en fyrir harðfylgi og þrautseigju ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar tókst bæði að fá þá og Vestur-Þjóðverja til að viður- kenna samningsrétt og yfirráð tslendinga yfir fiskimiðunum innan 200 mflnanna. Aðrar þjóðir eins og Norðmenn veittu tslendingum beinan stuðning, Sovétríkin stóðu álengdar en Bandarfkin veittu Islendingum stuðing á bak við tjöldin á síðustu stigum hinna illvfgu átaka við Breta. 1. júlí 1976 var sigurinn unnin með samningnum í Osló. 30 ára baráttu lokið Baráttan um fiskimiðin við landið tslendingum til handa hófst á fyrsta ári lýðveldisins undir forustu þáverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins og henni lyktaði með endanlegum sigri rúmlega 30 árum sfðar undir forustu núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar. Er þessi sigur unninn í sameiginlegu átaki með Framsóknarflokknum og á utan- ríkisráðherra Einar Agústsson, mikinn og giftudrjúgan þátt í hinni farsælu lausn. Sögulega merkilegt atriði í harðri baráttu þjóðarinnar fyrir stækkun íslenzkrar fiskveiðilög- sögu er að núverandi rfkisstjórn réðist í mestu og erfióustu útfærsluna — úr 50 mflum í 200 mflur og tókst að tryggja frið um hana og fulla viðurkenningu, eftir eins árs harðvítuga baráttu. Verndun fisk- stofna 200 mílna fiskveiðilögsagan kallar á nýtt stöðumat í utanrfkis- stefnu Islendinga og samskiptum við aðrar þjóðir. Við höfum nú náð mikils- verðum árangri í deilum við aðrar þjóðir. Stefna Islands hef- ur sigrað í fisklögsögumálum. Afram verður haldið og lögð áherzla á vfðtækar friðunarráð- stafanir fiskstofna og að veiðar lúti vísindalegri stjórn. Lífsspurs- mál er að styrkja helztu fisk- stofna að nýju, en að mati fiski- fræðinga er ástand þeirra engan veginn sem skyldi. TARZANBÆKURNAR eru nú að koma út i nýrri útgáfu hjá Siglufjarðar- prentsmiðju, en alls eru hinar spennandi Tarzan- bækur 25 talsins. Tarzan snýr aftur er 2. bókin í bókaflokknum um Tarzan. I lok I. bókarinnar fékk Tarzan sannanir fyrir því að hantTer lá- varðurinn af Greystoke. Hann yfirgefur þvf skóginn og heldur Hagsmunir Islands og annarra ríkja er liggja að Atlantshafi fara saman f þeim efnum að byggja upp og viðhalda helztu fiskstofn- um í Norður Atlantshafi. Inn í það blandast óhjákvæmilega spursmálið um veiðiþol þeirra og nýtingu. Um þessi mál og önnur skyld, hljóta að fara fram viðræður milli þeirra þjóða er hagsmuna eiga að gæta. Á valdi Islendinga sjálfra íslendingar komast ekki hjá því að taka þátt í slíkum viðræðum, en það er að sjálfsögðu á valdi okkar Islendinga einna að ákveða, hvort eða með hvaða hætti til greina kæmi að heimila öðrum þjóðum fiskveiðar innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu f fram- tíðinni. I þeim efnum virðist ekki vera um mikið svigrúm að ræða til samninga. En í öllum viðræðum við erlendar þjóðir f þessum efnum sem öðrum, verður að sýna til- hlýðilegt raunsæi f mati á stöðu og hagsmunum þjóðarinnar í víð- tækum skilningi. Það lýsir miklu ábyrgðarleysi fyrir utan það að vera ómerkileg einföldun á stöðu Islands gagn- vart umheiminum að segja, að við aðrar þjóðir höfum við ekkert að ræða. Samofnir hags- munir íslands og annarra Evrópulanda Frjálst og fullvalda ríki verður að eiga friðsamleg og sjálfstæð samskipti við aðrar þjóðir á grundvelli gagnkvæmra samninga um hin ólfklegustu mál. Hagsmunir þjóða nú á timum eru svo samofnir og fjölbreytileg- ir, að raunverulega verður ekkert eitt atriði einangrað út af'fyrir sig og leyst með þeim hætti. Líta verður á gildi fleiri þátta er þýðingu hafa og meta sfðan stöðuna f heild og taka ákvarðanir samkvæmt því. I aldir hafa íslendingar verið f sterkum tengslum við Norður- löndin og Vestur-Evrópu. Rökrétt afleiðing þessa hefur verið sú, að þjóðlff á tslandi hefur mótazt af hinum nánu samskipt- um við þessar þjóðir í hagrænu-, menningar, félagslegu- og stjórn- málalegu tilliti. Hefur það reynzt Islendingum hagstætt frá þvf að við fengum stjórn eigin mála. Það hefur verið og er þvi enn vilji fslenzku þjóðarinnar að eiga hagkvæm samskipti við Evrópu- þjóðir. Þess vegna verður á hverjum tíma að gera ráðstafanar og samninga við þessar þjóðir sem aðrar eftir þvi sem við á með alhliða hagsmuni og lífshamingju Islendinga i huga. Viðræður Islands við Efnahags- bandalag Evrópu sem og aðrar þjóðir hljóta að grundvallast á þessu markmiði. til menningarinnar. En f frum- skógi menningarinnar eru ekki minni hættur en f hinum villta frumskógi Afríku og oft á Tarzan hreysti sinni og snarræði að þakka, að honum tekst að halda lffi. Tarzan snýr aftur fjallar um það þegar söguhetjan snýr aftur frá heimsmenningunni eftir margs konar ævintýri og leitar á sfnar gömlu slóðir á frumskógin- um, en þar bfða hans að sjálf- sögðu einnig margvíslegustu ævintýri. 01 01 01 01 01 01 Bingó kl. 3 í dag. Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr. 01 01 0 0 0 0 0 BIBlEnBlElElBlEIEISIElElElEIBlElElElElglEl Ræða Guðmund- ar H. Garðars- sonar, alþingis- manns, í útvarps- umræðum um landhelgismálið Tarzan snýr aftur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.