Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
V erdhækkanir
og áhrif þeirra
Morgunblaöið skýrði frá því í fyrradag, að veruleg
veröhækkun heföi oröið á frystum fiski á Banda-
ríkjamarkaði að undanförnu. Er hér um að ræða 14%
hækkun á þorskflökum, 6% hækkun á þorskblokk, 8%
hækkun á ýsublokk og 4% hækkun á ýsu- og steinbíts-
flökum. Tekjuauki þjóðarbúsins vegna þessarar hækk-
unar nemur um 1,5—2 milljörðum króna á ársgrundvelli.
Þegar litið er á verðhækkanir á Bandaríkjamarkaði á
þessu ári kemur í ljós, að þorskblokk hefur hækkað um
50% í ár og þorskflök um 16,5%. Þá hefur það komið
fram í þessum fréttum, að veruleg söluaukning hefur
orðið á Bandaríkjamarkaði á þessu ári og hefur gengið
mjög á fiskbirgðir okkar og er ekki talið útlit á verulegri
framleiðsluaukningu, sem staðið gæti til frambúðar und-
ir þessari söluaukningu.
Hér er að sjálfsögðu um fagnaðartíðindi að ræða.
Lífskjör þjóðar okkar eru að verulegu leyti háö verð-
sveiflum á Bandaríkjamarkaði. Þegaý verð fer hækkandi
þar, batna lifskjörin hér og þegar verð fer lækkandi þar,
versna lífskjörin hér. Þetta er gömul saga og ný, sem við
skulum ekki gleyma. Sú umtalsverða verðhækkun, sem
orðið hefur á útflutningsverði afurða okkar á þessu ári
skapar að sjálfsögðu traustari grundvöll til kjarabóta en
áður hefur verið til staðar. Þó má ekki gleyma þvi að
hluti þessarar hækkunar hefur gengið og hlýtur enn að
ganga til þess að greiða fyrir umframeyðslu okkar á
undanförnum misserum, þegar þjóðarútgjöldin hafa í
raun verið meiri en efni hafa staðið til. Að öðru leyti á
þessi fiskverðshækkun, verði hún varanleg, að skapa
aukið svigsúm til kjarabóta í þjóðfélaginu.
Með sama hætti og þess er krafizt með rökum, að
almenningur sætti sig við skert lífskjör, þegar verðlag
fer lækkandi á útflutningsmörkuðum okkar, getur al-
menningur með nokkrum rétti krafizt þess að lífskjörin
batni með hækkandi verði. Á því byggist trúnaðartraust
milli launþega og atvinnurekenda að svo verði og milli
launþega og stjórnvalda í landinu.
En við skulum samt staldra við og íhuga okkar gang
áður en við sannfærum sjálf okkur um, að nú sé runninn
upp tími til nýrra veizluhalda. Reynslan hefur kennt
okkur, að verðsveiflur vestan hafs eru afar ótryggar og
lítt á þeim byggjandi til frambúðar. Þannig voru t.d.
kjarasamningarnir í febrúar 1974 m.a. byggðir á því, að
verðlag á útflutningsafurðum okkar hafi náð algeru
hámarki tveimur mánuðum áður. Á þeirri bjartsýni, sem
þessar verðhækkanir vöktu, voru þeir kjarasamningar
m.a. byggðir. En blekið var varla þornað á undirskriftum
samninganna, þegar verðfallið mikla hófst, sem boðaði
þá kreppu og erfiðleika í efnahagsmálum, sem við höfum
átt við að búa um nokkurt skeið.
Kjarasamningarnir 1974 voru þvi byggðir á sandi. Þeir
voru byggðir á verðhækkunum erlendis, sem stóðu ekki
nema stuttan tíma. í örfáa mánuði, eftir að kjara-
samningarnir voru gerðir, höfðu menn fullar hendur
fjár en síðan kom að því, að óhjákvæmilegt var að skerða
lifskjör almennings verulega. Þessi reynsla ætti að
kenna okkur nú að fara varlega í sakirnar. Enginn er
bættari, þótt gerðir verði nú kjarasamningar, sem
byggja á ýtrustu verðum og ýtrustu bjartsýni um það,
sem framundan er. Hyggilegra er að athuga vel sinn
gang og safna frekar sjóðum heldur en að taka áhættuna
af því að verða fyrir nýju áfalli með nýrri kjara-
skerðingu.
Þess vegna er nauðsynlegt, aó menn meti af skynsemi
og hyggindum þá stöðu, sem upp er komin með hækkandi
verði og gangi hægt um gleðinnar dyr. Vel má vera, að
þessar hækkanir reynist varanlegar og þá er vissulega
betri tími framundan í okkar litla samfélagi En fari svo,
að þessar hækkanir reynist aðeins tímabundnar er verr
af stað farið en heima setið ef menn rjúka nú til og ætla
að skipta upp ávinningi, sem ekki er enn kominn í
kassann.
Y oung sendiherra h já
SÞ og Brzezinski
öryggismálaráðgjafi
Plains, Georglu, 17. desember.
Reuter.
JIMMY CARTER hefur skipað
Andrew Young, fulltrúa-
deildarþingmann frá Georgfu,
sendiherra Bandarfkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum. Þetta er
f fyrsta sinn, sem blökkumaður
gegnir þessu embætti.
Þá hefur Carter skipað
Zbigniew Brzezinski sérlegan
ráðunaut í öryggismálum og
Charles Schultze formann ráð-
gjafanefndar í efnahagsmálum.
Andrew Young var áður fyrr
einn helzti samstarfsmaður dr.
Martins Luther Kings í barátt-
unni fyrir jafnrétti kynþátt-
anna. Hann hefur setið á þingi
sfðastliðin fjögur ár og hefur
fram að þessu látið í veðri vaka
að hann hefði mestan hug á að
gegna þingmennsku áfram.
Young hefur staðið ötullega við
hlið Carters allt frá upphafi
kosningabaráttu hans.
Zbigniew Brzezinski, sem nú
tekur við þvi embætti, sem
Henry Kissinger gegndi áður
Zbigniew Brzezinski
en hann varð utanríkisráð-
herra, er prófessor og sérfræð-
ingur I sovézkum málefnum við
Colombiu-háskóla. Brzezinski
er eindreginn í afstöðu sinni til
Andrew Young
Sovétrfkjanna og telur, að
Bandarikin hafi farið halloka
gagnvart Sovétrfkjunum í
„détente“-tilraunum. Hann er
af pólskum ættum.
Japan:
Tokýó — 17. desember — Reuter.
TAKEO Miki, forsætisráðherra
Japans, tilkynnti afsögn sfna í
dag. Er þvf tveggja ára valda-
ferli hans f skugga Lockheed-
hneykslisins lokið, en flokkur
Mikis, Frjálslyndi lýðræðis-
flokkurinn, beið ósigur f þing-
kosningunum fyrr f þessum
mánuði. Miki lýsti þvf yfir um
segir af sér
leið, að hann segði af sér for-
mennsku flokksins.
1 bréfi til flokksforystunnar
hvetur Miki til umbóta í flokks-
starfinu og þess, að dregið verði
úr áhrifum klíkusinna, auk
þess sem hann lýsir þvf yfir, að
halda verði áfram rannsókn á
Lockheedhneykslismálum.
Talið er víst, að við embætti
forsætisráðherra taki keppi-
nautur og flokksbróðir Mikis,
Takeo Fukuda. Þingflokkur
Frjálslynda lýðræðisflokksins
kemur saman til fundar 23.
desember til að velja eftirmann
Mikis. Hann verður förmlega
útnefndur daginn eftir, en bú-
izt er við þvf að nýr ráðherra-
listi verði birtur 25. desember.
Nixon og félagar skaðabóta-
skyldir vegna símhlerana
Washington — 17. desember
— Reuter
ALRlKISDÖMARI felldi f dag
þann úrskurð að Richard M.
Nixon, fyrrverandi Bandarfkja-
forseti, John Mitchell og Bob
Haldeman bæri að greiða ein-
um fyrrverandi starfsmanna
Hvfta hússins skaðabætur
vegna sfmhlerana. Dómarinn
úrskurðaði ekki hversu háar
skaðabætur hér yrði um að
ræða, en ákvörðun um það
atriði verður tekin á sfðari
dómstigum.
Starfsmaðurinn, Halperin að
nafni, stefndi fjölda annarra
yfirmanna sinna í Hvíta
húsinu, þar á meðal Kissinger,
sem var öryggismálaráðgjafi
forsetans þegar hleranirnár
hófust í mafmánuði 1969, en
Kissinger lagði þá fram lista
með nöfnum manna, sem
hugsanlegt var að staðið hefðu
fyrir þvi að trúnaðarmál bárust
út.
Kissinger var sýknaður af
ákæru Halperins, en þeir þrfr
sem fyrr eru nefndir voru
úrskurðaðir skaðabótaskyldir á
þeirri forsendu að hleranirnar
hefðu staðið miklum mun
lengur en nauðsynlegt var af
öryggisástæðum, eða f 21
mánuð, og hafi það verið að
undirlagi Nixons, Mitchells og
Haldemans.
Skreiðareftirspurn
eykst í Nígeríu
Hammerfest — 17. desember
— NTB
LlKUR eru á þvf að samkomu-
lag takist um skreiðarút-
flutning Norðmanna til Nigeríu
í byrjun janúar. Verðlags-
horfur eru þó mjög óljósar, og
Liðsmenn N-Kóreu-
mannanna dæmdir
Kaupmannahöfn — 17.
desember — Reuter
PÓLVERJAR tveir, sem voru f
vitorði með n-kóreönsku sendi-
ráðssmyglurunum f
Kaupmannahöfn, voru f gær
dæmdir f sex mánaða fangelsi,
auk þess sem eignir þeirra að
verðmæti 110 þúsund danskar
krónur, eða um 3.5 milljónir
fsl. króna, voru gerðar upp-
tækar.
Auk þessara tveggja voru
dæmdir þrír aðrir Pólverjar,
sem hlut áttu að ólöglegrasölu á
tollfrjálsum varningi frá N-
Kóreumönnunum. Þeir voru
allir sektaðir, en starfsmönnum
n-kóreanska sendiráðsins var
vfsað úr landi í október s.l. þar
sem erindreka erlendra rfkja
má ekki lögsækja samkvæmt
alþjóðlegum samningum.
framkvæmdastjóri norskra
skreiðarútflytjenda segir f
viðtali við Finnmark dagblad í
dag, að jafnvel kunni svo að
fara að hallarekstur verði á
þessum útflutningi. Eftirspurn
eftir skreið f Nígeríu fer
vaxandi, en Nígerfumenn hafa
keypt tæplega 70 af hundraði
skreiðarframleiðslu Norð-
manna, en framkvæmdastjór-
inn, Ove Roll, segir, að hugsan-
legt tap muni koma niður á
útflytjendum en ekki fram-
leiðendum, þar sem sala hafi
farið fram og uppgjör liggi
fyrir.
ERLENT