Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
— Haukur
Framhald af bls. 48
töku á Karli Guðmundssyni, Þóru-
felli 14, Reykjavík, og að þeirri
rannsókn verði beint að þvf að
upplýsa, hvort f þessu efni hafi
verið framið brot samkvæmt 131.
grein eða 132. grein laga nr.
19/1940. I því sambandi hefur
rannsóknin beinzt að hlut yðar,
hr. rannsóknarlögreglumaður, í
hinni meintu ólöglegu handtöku
og i ljós leitt, að framkvæmd
handtökunnar hafi verið undir
yðar stjórn. Ég tel rétt að þér
gegnið ekki störfum hér við
embættið meðan á rannsókn
stendur og eruð þér hér með
leystur frá störfum sem rann-
sóknarlögregluþjónn í
umdæminu frá og með deginum i
dag að telja, þar til öðru vísi
verður ákveðið. Þér munuð njóta
þeirra lögkjara varðandi launa-
greiðslur, sem lög um réttindi og
skyldur ríkisins og önnur laga-
fyrirmæli gera ráð fyrir. Afrit
bréfs þessa verður sent dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu ásamt
þeim gögnum sem fyrir liggja.
Jón Eysteinsson (sign).
Framangreint bréf móttekið i
dag, 17. desember 1976.
Haukur Guðmundsson,
Guðmundur Kristjánsson,
fulltrúi, vottur
Sigtryggur Árnason,
yfirlögregluþjónn, vottur
Morgunblaðið spurði Hauk að
því hvað hann vildi segja um
málið. Hann sagði: „Ég þykist vita
hvernig þetta hefur verið undir-
búið og hverjir hafa gert það. En
það kemur væntanlega i ljós
siðar. Ég hef ekkert verið
kallaður til yfirheyrslu i máli
þessu og það, sem mér þykir ein-
kennilegast, er, að fulltrúi sak-
sóknara, sjálfur vararíkissaksókn-
arinn, Hallvarður Einvarsson,
skuli vera viðstaddur allar yfir-
heyrslur í málinu. Slíkt er ekki
venjan, nema um morðmál sé að
ræða, eftir þvf sem ég veit bezt.
Ég mun bíða rólegur og fylgjast
með framvindu mála.“
Haukur sagði að lögreglumenn
hefðu boðað sig á fund bæjar-
fógetans í gærkvöldi. Þar hefði
verið lesið yfir honum fyrrnefnt
bréf og hann fengið það í hendur.
Siðan hefðu lyklar að skrifstofu
hans verið af honum teknir og
einnig lyklar að bil embættisins,
sem hann hafði til umráða.
— Samþykkt VÍ
Framhald af bls. 48
vinnumarkaðarins og rfkisvalds-
ins og mætti engan tíma missa í
þeim efnum.
Framkvæmdastjórn Vinnuveit-
endasambands Islands vill nú, 14
mánuðum siðar, ítreka þá stefnu,
sem fólst í fyrrgreindri ályktun,
og lýsir yfir því, að Vinnuveit-
endasambandið er hvenær sem er
reiðubúið að hefja viðræður um
þá skipan kjaramála, sem taka
skuli við að gildistíma núverandi
samninga útrunnum.
Þótt útlit sé fyrir, að umskipti
séu að verða til hins betra f efna-
hagsmálum þjóðarinnar, þá er
langt í frá, að þjóðarskútan hafi
rétt við. Verðbólgan verður
25—30% á árinu 1976 viðskipta-
hallinn er enn tæp 4% af þjóðar-
framleiðslu og greiðslubyrði
erlendra skulda er talin verða um
17% af útflutningstekjum áþessu
ári og gæti enn farið vaxandi á
næstu árum. Þá er á næsta ári í
bezta falli þess að vænta að halda
þeim viðskiptakjarabata, sem
fram er kominn. Og þrátt fyrir
hækkun útflutningsverðlags á
sjávarafurðum, hafa tilkostnaðar-
hækkanir innanlands og utan
verið slikar, að Þjóðhagsstofnun
segir i nýútkomnu yfirliti sfnu,
„Ur þjóðarbúskapnum", að það sé
áhyggjuefni, að lengra hafi verið
gengið í hækkun tekna í sjávarút-
vegi en jafnvel hækkandi verðlag
afurða leyfi.
Nýjustu verðhækkanir freð-
fisks á Bandaríkjamarkaði skipta
hér engum sköpum, þar sem
markaðshækkanir og gengissig
hafa ekki haft við innlendum
hækkunum og þvi komið f hlut
Verðjöfnunarsjóðs að tryggja
frystihúsunum hærra
útflutningsverð fyrir framleiðsl-'
una en markaðsverð hefur gefiðj
tilefni til. Sjóðurinn er tómur og
mun þessi verðhækkun þvf öll
ganga til að jafna núverandi halla
hans, en ekki renna til fiskvinnsl-
unnar.
A nýafstöðnu þingi Alþýðusam-
bands Islands var gerð ályktun,
þar sem þvá er slegið föstu, að
fuliar efnahagslegar forsendur
séu nú fyrir hendi til þess að
stórbæta almenn launakjör og að
óhjákvæmilegt sé að hækka
verkalaun mjög mikið þegar f
næstu kjarasamningum. Þessi
samþykkt þingsins er þeim mun
merkilegri þar sem Alþýðusam-
bandsþing ítrekaði jafnframt þá
grundvallarkröfu að dregið verði
úr verðbólgunni, enda er fullyrt I
ályktun þingsins að byrðunum af
verðbólgunni sé sífellt velt af
fullum þunga yfir á herðar
alþýðunnar.
Þvi miður verður ekki á þessu
sviði fremur en öðrum bæði
sieppt og haldið. Það kann engan
veginn góðri lukku að stýra að
gera hvort tveggja f senn að for-
dæma verðbólguna og setja fram
kaupkröfuhugmyndir, sem verka
myndu eins og olía á verðbólgu-
bálið. Þjóðhagsstofnun bendir á
það f fyrrgreindu yfirliti sinu, að
ef von eigi að vera til þess að
draga úr hraða verðbólgunnar á
næsta ári og koma jafnframt
stöðunni út á við f viðunandi horf,
þurfi að fara saman hóflegar
tekjuákvarðanir um mitt næsta ár
og aðhald í útgjöldum hins opin-
bera og lánveitingum.
Aðilar vinnumarkaðarins verða
að taka höndum saman um að
forða þjóðinni frá nýrri verð-
bólguholskeflu vegna þeirra
skelfilegu afleiðinga sem af henni
kynnu að hljótast.
— Jólaösin
Framhald af bls. 2
sem dæmi um söluna, aó þá hafa
skautar selzt tiltölulega lftið og er
það eflaust vegna þfðviðrisins f
vetur. Skiði og skíðavörur hafa
hins vegar selzt mjög vel og meira
en áður, sagði Jón Aðalsteinn.
— Við höfum ekki ástæðu til að
kvarta yfir dræmri sölu fyrir
þessi jól, sagði Haukur Gunnars-
son kaupmaður I Rammagerðinni.
— Fólk er greinilega farið að
snúa sér i auknum mæli að
islenzkum vörum. Það er litið með
aukinni virðingu á íslenzku vöru-
tegundirnar. Við erum mikið með
vörur, sem sendar eru til annarra
landa og f því sambandi eru
íslenzku vörurnar sérstaklega
vinsælar, sagði Haukur.
— Hvort fólk kaupir dýrari eða
ódýrari vörur en áður er erfitt að
segja til um, þetta er einstaklings-
bundið eins og alltaf og ég treysti
mér ekki til að dæma um þetta.
Hins vegar held ég að það sé ekki
sanngjarnt að kvarta og salan
varla minni en undanfarin ár,
sagði Haukur Gunnarsson.
— ösin hjá okkur hefur verið
viðráðanleg undanfarna daga og
af því dreg ég þá ályktun að jóla-
salan sé seinni i gang en oft áður,
sagði Aðalsteinn Kristinsson í
Leikfangaveri f gær. — Hvað söl-
una snertir er öruggt að fleiri
krónur hafa komið f kassann en
áður og ég held að við höfum selt
meira magn ef eitthvað er.
— Einvígi
Framhald af bls. 48
eftir þorskastrfðin, að þeir
treystu sér ekki til þess að
halda hér skákeinvfgi. Kvaðst
hann hafa mikinn áhuga á þvi
að tefla einvfgið við Fischer hér
á landi og bað Skáksambandið
að athuga möguleikana á þvf.
Var það gert en þá kom í ljós,
að búið var að ráðstafa einvfg-
inu til Bermuda, en bréf Horts
mun hafa verið heilan mánuð á
leiðinni hingað til lands.
Reyndar er talið fullvfst að
Fischer mæti ekki til einvígis-
ins, og mun þá Spasskf,
fyrrverandi heimsmeistari,
koma f hans stað.
Þegar þessi möguleiki var úr
sögunni, spurði FIDE hvort
Skáksambandið gæti tekið að
sér að sjá um einvfgið milli
Kortsnojs og Petrosjans, en
ekkert land hafði þá boðið f það
einvfgi. Er þetta mál nú f athug-
un eins og fyrr segir og hefur
Skáksambandið m.a. sent FIDE
spurningalista um ýmis atriði
og einnig kannað hér innan-
lands, hvort möguleiki er að
halda einvfgið hér, en þvf skal
vera lokið fyrir 1. aprfl n.k. Er
allt óákveðið ennþá f þessum
efnum, að sögn Einars. Svar
verður að gefa fyrir áramót og
ef það verður jákvætt, verða
keppendur að samþykkja
Island sem keppnisstað. Sagði
Einar að lokum, að ekki yrði
lagt út f neinn kostnað nema
fullvfst væri talið að einvfgið
yrði haldið hér.
Sem fyrr segir er þetta ein-
vfgi eitt fjögurra áskorendaein-
vígja og er það talið þeirra at-
hyglisverðast, þar sem
Petrosjan er Sovétmaður og
Kortsnoj landflótta frá þvf
landi. Hefur hann verið sviptur
öllum metorðum þar f landi og
Sovétmenn hafa auk þess
krafizt þess af FIDE, að
Kortsnoj verði sviptur öllum
skáktitlum og réttinum til að
taka þátt f heimsmeistara-
keppninni. Þessu hefur FIDE
algjörlega neitað, þar sem
menn hefðu til þessa unnið sem
einstaklingar en ekki fulltrúar
einhvers lands.
Petrosjan er fyrrverandi
heimsmeistari í skák og
Kortsnoj tefldi einvígi við
Karpov um heimsmeistara-
titilinn sfðast, svo að sjá má að
þetta eru tveir geysisterkir
skákmenn.
— OPEC
Framhald af bls. 1.
gagnrýndu rfkin 11 og hrósuðu
S-Arabfu og Sameinuðu fursta-
dæmunum. Harðasta gagnrýnin
kom frá Ford Bandarikjaforseta,
sem fordæmdi ákvörðun ríkjanna
11 og sagði að þau hefðu sýnt
algert ábyrgðarleysi og virt að
vettugi eyðileggjandi áhrif að-
gerða sinna. Hann sagði að S-
Arabar og Saneinuðu fursta-
dæmin hefðu sýnt stjórnvizku og
ábyrgð með aðgerðum sfnum.
Hins vegar mótast gagnrýnin
einnig af þvf óvissuástandi sem
skapazt hefur með klofningnum
innan OPEC, því að enginn
grundvöllur er til fyrir olfu-
kaupendur til að reikna út hvað
olíuverðshækkuin muni kosta þá.
Almennur léttir var meðal EBE-
þjóðanna og Japans yfir afstöðu
S-Arabfu og talið vist að ekki
takist að koma 15% hækkuninni í
gegn, en rfkin 11 ætla að hækka
olíuna um 10% 1. janúar og 5% 1.
júli, en S-Arabía og Sameinuðu
furstadæmin um 5% 1. janúar.
Jimmy Carter, kjörinn forseti
Bandaríkjanna, og Cyrus Vance,
utanríkisráðherraefni hans, hrós-
uðu báðir afstöðu S-Araba og
Sameinuðu furstadæmanna og
sögðust mundu senda stjórnum
landanna þakkarorðsendingu.
— Viðræður
í Brussel
Framhald af bls. 1.
Islands til athugunar og kvaðst
Tómas ekki geta skýrt frá inni-
haldi þess.
Eins og áður sagði hefur verið
boðaður nýr utanrfkisráðherra-
fundur rfkjanna níu innan Efna-
hagsbandalagsins á mánudag og
þriðjudag. Til þessa fundar er
boðað vegna þess að á fundinum
14. desember, þ.a.s. sfðastliðinn
þriðjudag mistókst gjörsamlega
að ná einingu um innri tilhögun
bandalagsins mistókst gjörsam-
lega að ná einingu um innri
tilhögun bandalagsins á fiskveiði-
málum. Sjö rfkjanna samþykktu
tillögur framkvæmdastjórnar
bandalagsins um kvótákerfi, en
Bretar og Irar voru andvígir þeim
tillögum og vildu einkalögsögu
með ströndum ríkja sinna, sem
einungis írskir og . brezkir
sjómenn hefðu aðgöngu að. A
meðan svo er og f raun er ekki
vitað, hver niðurstaðan innan
bandalagsins verður, er ekki hægt
að segja til um, hvað bandalagið í
raun getur boðið rfkjum, sem
standa utan þess. Sagt var i
BrUssel í gær að fremur góðar
vonir væru til þess að ráðherra-
fundurinn eftir helgi myndi ná
samkomulagi og ef sú yrði raunin
á, ættu málin að skýrast mun
betur eftir helgina. Verði þessi
ráðherrafundur hins vegar
árangurslaus sem hinir fyrri,
bendir allt til þess að enn þurfi
ráðherrarnir að hittast, þótt
naumur tfmi sé til stefnu þar til
fiskveiðilögsaga bandalagsins
verður færð út f 200 sjómílur hinn
1. janúar 1977.
Morgunblaðið hafði f gærkveldi
samband við Finn Olav
Gundelach, aðalsamningamann
Efnahagsbandalagsins, en hann
sagðist ekkert geta tjáð sig um
gang samningaviðræðnanna við
Island, fyrr en f fyrsta lagi á
mánudag.
— Flugvalla-
nefnd
Framhald af bls. 2
Þá leggur nefndin til að efnt
verði til samkeppni um hönnun
staðlaðra flugstöðva og tækja-
geymslna, er henti á íslenzkum
áætlunarflutvöllum. I tillögum
nefndarinnar er að finna tillögur
um framkvæmdaröðun verkefna,
og meðal stærri verkefnanna er
þar að finna eftirfarandi:
Flugstöðvar: 1. Reykjavfk, 2.
Vestmannaeyjar, 3. Sauðárkrók-
ur, 4. Hornafjörður, 5. Húsavfk, 6.
Patreksfjörður. Búnaður fyrir
næturflug: 1. Blönduós, 2. Vopna-
fjörður, 3. Vestmannaeyjar
(braut 04/22), 4. Reykjavfk
(braut 02/20, ný ljós), 5. Rif
(þarf að hækka flugbraut og
lengja um 170 m), 6. Stykkishólm-
ur (þarf að lengja flugbraut um
120 m), 7. Raufarhöfn (miðað við
800 m) 8. Þórshöfn (á nýjum 800
m flugvelli), 9. Kópasker (miðað
við 800 m). Malblkun flugbrauta,
akbrauta og hlaða: 1. Vestmanna-
eyjar, 2. ísafjörður, 3. Sauðár-
krókur, 4. Egilsstaðir, 5. Horna-
fjörður, 6. Húsavfk, 7. Patreks-
fjörður.
Þá gerar nefndin það að tillögu
sinni, að berist stjórnvöldum
beiðni um byggingu varaflugvall-
ar fyrir stórar millilandaflugvélar
þá verði gerð samanburðaráætlun
um fjarfestingar- og rekstrar-
kostnað slfks flugvallar við Egils-
staði, Húsavfk og Sauðárkrók, og
sú lausn valin, sem hagkvæmust
teldist. I þessu sambandi leggur
nefndin til að lendingargjöld
Keflavfkurflugvallar verði hækk-
uð til að standa straum af þeim
kostnaðarauka sem stór varaflug-
völlur myndi vafda umfram rekst-
ur innanlandsflugvallar á sama
stað.
Nefndin gerir einnig tillögu um
að gerð verði athugun á tæknileg-
um og fjárhagslegum þáttum f
sambandi við byggingu lftils, upp-
hitaðs flugskýlis á Reykjavíkur-
flugvelli, sem ætlað sé að leysa
vanda í sambandi við viðhalds- og
skoðunaraðstöðu minni loftfara,
og þá er að finna tillögu þess efnis
að farþegaskattur og tekjur af
frfhöfn Keflavíkurflugvallar
verði markaðir tekjustofnar sem
renni til flugmálastjórnar. Síðar
verður væntanlega getið frekar
skýrslu þessarar, en I henni er að
finna miklar og margvíslegar
upplýsingar um flugmál hérlend-
is.
— Bankaráðs-
kosningar
Framhald af bls. 3
ur fyrir Framsóknarflokk,
Friðjón Þórðarson, varaformaður
fyrir Sjálfstæðisflokk, Gunnar
Gfslason fyrir Sjálfstæðisflokk,
Helgi Seljan fyrir Alþýðubanda-
lag og Karl Árnason fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna.
Ef skipting flokkanna er dregin
saman skipa bankaráð Seðla-
bankans 2 sjálfstæðismenn, 1
framsóknarmaður, 1 alþýðu-
bandalagsmaður og 1 samtaka-
maður. I bankaráði Lands-
bankans er skiptangin þannig að
þar eiga sæti 2 sjálfstæðismenn, 1
framsóknarmaður, 1 alþýðu-
bandalagsmaður og 1 alþýðu-
flokksmaður. í bankaráði Utvegs-
bankans sitja 2 sjálfstæðismenn,
1 alþýðubandalagsmaður, 1
samtakamaður og 1 framsóknar-
maður. I bankaráði Utvegsbank-
ans sitja 2 sjálfstæðismenn, 1
framsóknamaður, 1 alþýðubanda-
lagsmaður og 1 samtakamaður.
Staðan á Alþingi, þegar til
bankaráðskosninganna kemur er
þannig að stjórnarflokkarnir,
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa að baki sér 42
þingmenn, en stjórnarandstaðan,
Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur
og Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, hafa að baki sér 18 þing-
menn. Hreinustu kosningalfkur,
ef stjórn stendur gegn stjórnar-
andstöðu verður þvf að hvor
stjórnarflokkanna fær 2 menn
kjörna í hvert bankaráð, en
Alþýðubandalag að öllum lfkind-
um einn mann. Þvf falla út full-
trúar Alþýðuflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna.
— Bukovsky
Framhald af bls. 1.
hennar yrði sleppt og hún, dóttir
hennar og dóttursonur ættu að
fylgja honum í útlegð. Sér hefði
verið sagt að komið yrði með son
hennar beint úr fangelsinu út á
flugvöll. Hún sagðist vera mjög
glöð, en vildi ekki svara öðrum
spurningum fréttamanna. Ekkert
hefur verið sagt um málið af
hálfu sovézkra yfirvalda, en
heimild f Moskvu hermdi að gefin
yrði út opinber tilkynning, er
Corvalan kæmi til Moskvu.
Diplómataheimildir f Moskvu
hermdu að samningaviðræðurnar
hefðu hafist fyrir mánuði sáðan f
aðalstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna f New York, en tillagan um
skiptin var fyrst borin fram f
október af Sakharovmann-
réttindasamtökunum f Kaup-
mannahöfn, en samtökin heita f
höfuð sovézka vfsindamannsins
og foringja sovézkra andófs-
manna Andrei Sakharov. Augusto
Pinochet forseti Chile lýsti þvf
svo yfir opinberlega f nóvember
að hann væri samþykkur tillög-
unni.
Bukovsky sem er 33 ára að aldri
var handtekinn 1971 fyrir að
senda upplýsingar til Vestur-
landa um að gagnrýnendur
sovézka stjornarfarsins væru
nauðugir sendir á geðveikrahæli.
Hann hefur undanfarna mánuði
verið í Vladimirfangelsinu rétt
fyrir utan Moskvu. Móðir hans,
sem er ekkja, sextfu og þriggja
ára, fékk að heimsækja son sinn í
ágúst og sagði þá að hann væri
niðurbrotinn maður og liti út eins
og fórnarlamb nauðungarbúða,
fársjúkur.
Talið er að ein ástæðan fyrir því
að honum var sleppt hafi verið að
leiðtogar, kommúnistaflokka á
Vesturlöndum gengu f lið með
samtökunum Amnesty Inter-
national f herferð fyrir því að
Bukovsky yrði látinn laus. Sovésk
yfirvöld brugðust illa við herferð-
inni ag sögðu að Bukovsky væri
ekki pólitískur fangi heldur
hreinn afbrotamaður. Þá hafa
kommúnistaþjóðir einnig unnið
að þvf undanfarið að fá Corvalan
sleppt úr haldi, en hann er einn af
hörðustu stuðningsmönnum
Sovétrfkjanna meðal komm-
únistaleiðtoga f S-Amerfku.
Heímildir f Moskvu sögðu f dag
að ekki væri hægt að segja fyrir
um hvort þetta samkomulag
kynni að verða fordæmi fyrir
fleiri slfkum, þar sem í hlut ættu
kommúnistaleiðtogar og vinstri-
menn, sem f haldi eru f S-
Amerfku.
Stjórn Chile bauð sovésku
stjórninni upp á það 1974 að eiga
fjöldaskipti á pólitfskum föngum,
en Sovétstjórnin hafnaði því boði
og sagði að engir pólistfkir fangar
væru f haldi í Sovétrfkjunum.
Talsmenn Amnesty Inter-
national f London sögðu f kvöld að
fulltrúar samtakanna myndu taka
á móti Bukovskyfjölskyldunni í
Sviss, en Mikhail 12 ára systur-
sonur Bukovskys, sem kemur með
honum er I sjúkrahúsi í Moskvu
með krabbamein í eitlum og mun
þurfa að leggja hann með hraði
inn f sjúkrahús í Sviss strax og
flugvélin lendir þar.