Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
27
Jón Erlendsson skrifar frá Svíbióð:
Sænskur handknatt-
ieikur á uppleið
FYRIR nokkru átti ég þess kost
að ræða við Bertil Andersen, en
hann sér um þjálfun sænska
landsliðsins ásamt Danne Lind-
quist.
Þeir tóku við liðinu 1974 og
settu sér það takmark að verða
meðal átta beztu á heims-
meistarakeppninni 1978, en ráðn-
ing þeirra náði til þess tfma.
Sænskur handbolti var i nokkr-
um öldudal um þær mundir. Sviar
voru ekki eins hátt skrifaðir á
alþjóðlegum vettvangi og áður, en
heima fyrir fækkaði áhorfendum
ár frá ári.
öllum var ljóst að árangur
landsliðsins varð ekki bættur
verulega án þess að taka alla
starfsemina fyrir og því var ráðist
í:
— að bæta þjálfarafræðsluna,
— að endurskoða dómara-
fræðsluna,
Jón Erlendsson
— að auka og endurskoða
fræðslu leikmanna,
— að vinna að bættu samstarfi
við félögin og auka svigrúm
landsliðsins.
Þrír fyrstu þættirnir voru
fengnir sérstöku fræðsluráði, en í
því sátu báðir landsliðsþjálfararn-
ir. Mikið starf hefur þegar verið
unnið og árangur umtalsverður.
Nýtt fræðsluefni var samið fyr-
ir þjálfaranámskeiðin og starf-
semin endurskipulög, og nú er
unnið að endurskoðun námsefnis-
ins með tilliti til reynslu undan-
farinna ára.
Dómarafræðslan hefur verið
heldur lausari í reipunum, en
seinna i vetur á að taka þau mál
fyrir og leita úrbóta.
Fræðsla leikmanna hefur stór-
aukist. Með þvl að ná ungum leik-
mönnum saman í búðir af og til og
kenna þeim þar ákveðin atriði
næst samræmi sem auðveldar og
tryggir heildarþróunina. Þessi
starfsemi hefur gefist það vel, að
nú stendur til að auka hana og
byrja með yngri leikmenn en áð-
ur.
Samstarf milli félaga og land-
liðs hefur batnað. Félögin hafa
aukið og bætt þjálfunina og það
svo, að þess er farið að gæta i
aðsókn að leikjum, en áhorfendur
eru bezti mælikvarðinn á þann
leik sem boðið er upp á. Bezta
dæmið um þetta er i Stokkhólmi,
þar sem Hellas hefur fengið fleiri
áhorfendur á þremur fyrstu
heimaleikjunum i ár en þeir
fengu allt siðasta keppnistimabil.
Allar ,,gömlu“ kempurnar eru
komnar heim aftur og leggja sig
fram um að leika fyrir áhorfend-
ur, og það svo manni finnst stund-
um nóg um, en áhorfendur kunna
vel að meta.
Helzta vandamálið nú er að
ennþá setja félögin eigin hag ofar
hag landsliðsins, þótt nokkuð hafi
einnig áunnizt þar, og þá fyrst og
fremst með auknu og bættu
skipulagi.
Hópurinn, sem I upphafi var
orðaður við landsliðið, var nokk-
uð stór. Nokkrir féllu strax út,
höfðu ekki áhuga eða aðstöðu.
Aðrir stóðust ekki þær kröfur
sem gerðar eru til handknattleiks-
manna I fremstu röð nú orðið.
Fljótlega varð því eftir harðsnú-
inn kjarni, sem sýndi að hann gat
og vildi vinna saman og hafði þá
leikreynslu sem nauðsynleg er ef
ná á varanlegum árangri. 1 skjóli
þessa kjarna hefur siðan verið
hægt að reyna nýja leikmenn, ef
ástæða hefur verið til.
Liðið, sem farið verður með til
Austurríkis í febrúar, hefur þeg-
ar verið ákveðið, að öllu forfalla-
lausu, þótt engin nöfn hafi verið
birt.
Árangur landsliðsins hefur ver-
ið ærið misjafn. Fyrsta árið var
erfitt, liðið tapaði þá leik eftir
leik. A siðasta ári var árangurinn
hins vegar góður I heild, þótt ekki
tækist að komast á Ólympiuleik-
ana. 1 haust hefur árangurinn
verið mjög góður. I byrjun nóv.
lék liðið þrjá leiki á þremur dög*
um og vann alla. Fyrst var leikið
við Dani en siðan tveir leikir við
V-Þýzkaland. Leikjanna við Þjóð-
verjana var beðið með nokkurri
eftirvæntingu, þvi Júgóslavinn
Stenzel hefur annazt þjálfun
þeirra siðastliðið ár. Búizt var við
að Stenzel kynni að koma eitthvað
á óvart. Svo varð þó ekki, Þjóð-
verjarnir léku að vísu góðan og
harðan leik eins og áður, en
Stenzel hefur ekki ennþá haft
áberandi áhrif á leik þeirra.
Munurinn á júgóslavneskum og
þýzkum handknattleik er mikill
og því líklegt að Stenzel þurfi
længri tima áður en árangur sést
af starfi hans, ef hann þá ræður
við breyttar aðstæður.
Nú er lokaspretturinn fram-
undan. I byrjun des. verða tveir
leikir i Noregi. Tveir leikir eru
ákveðnir við Rússa, tveir við
Tékka, einn eða tveir við Dani og
svo verður leikið í Balticacupen,
sem fer fram I A-Þýzkalandi um
miðjan janúar.
„Við lltum á alla þessa leiki sem
beinan undirbúning að B-
keppninni í Austurriki. Þar vilj-
um við mæta með alla okkar beztu
menn eins vel undirbúna og kost-
ur er á, því þar ræðst hvort við
verðum með á heimsmeistara-
keppninni 1978.“ var það síðasta
sem Bertil Andersen sagði, en ég
óskaði honum góðs gengis.
Það er augljóst að Sviar gera nú
alvarlega tilraun til að vinna aft-
ur forna frægð og að þeir hafa
stefnt vel og skipulega að því
marki. Arangur starfsins er þegar
sýnilegur heima fyrir og úrslit
landsleikja I haust lofa góðu. En
hvort þeim tekst að verða meðal
átta beztu á næsta ári er óráðið,
þvi vlöar er vel unnið.
ÍJr landsleik Svía og Norðmanna, er fram fðr í Noregi nýlega. Einn leikmanna
Noregs, Rune Sterner, reynir að brjótast í gegnum sterka vörn sænska liðsins.
Okkar
vegna.
pantið
tími
Veitingahús
V/ÓÐINSTORG
Pöntunarsímar: 25640
— 25090 — 20490