Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 30

Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 Ræða Magnúsar Torfa Olafsson- ar í útvarpsum- ræðum um land- helgismálið Þrautseigja og leikni tals- manna okkar Herra forseti, góðir hlustendur. Þessir dimmu desemberdagar eru i rauninni sigurdagar fyrir fslendinga. Um leið og mánuðurinn rann upp, héldu breskir togarar með tölu á brott úr 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands. Með því var staðfest endan lega og ótvírætt, að íslenska þjóðin ræður ein yfir fiskimiðunum um- hverfis landið og hefur tök á að hagnýta þau f sína þágu f bráð og lengd, eins vel og ábatasamlega og henni gefst forsjálni og þekking til. Samtímis er orðið lýðum Ijóst, að stefnan sem íslendingar mörkuðu fyrir þrem áratugum, að strandríki skuli ráða fiskimiðum á breiðu belti fyrir landi, stjórna þar veiðum og kveða á um nýtingu og vernd hverskonar líf- vera, er að hljóta viðurkenningu á heimsmælikvarða Á fyrsta fjórðungi komandi árs munu öll önnur ríki, sem land eiga að nyrsta hluta Atlantshafs og hafa auðug fiskimið fyrir ströndum, fara að dæmi okkar íslendinga og færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur, sem sé Noregur, Kanada, Bandaríkm og þau níu ríki sem mynda Efnahags- bandalag Evrópu Einmitt í þessari viku var svo smiðs- höggið rekið á sigur þeirrar stefnu að ákveða fiskveiðilögsöguna 200 mílur. Þau tvö fiskveiðistórveldi sem lengst og harðast hafa streist á móti 200 mílna reglunni, vegna þess að þau taka mikinn meirihluta af afla sínum á fjar- lægum miðum, sem koma undir lög- sögu annarra ríkja við útfærsluna, játuðu algeran ósigur sinn og gáfust gersamlega upp. Þetta eru Japan og Sovétríkin, sem séð hafa þann kost vænstan að venda sínu kvæði í kross og ganga í 200 mílna hópinn, taka sér sömu fiskveiðilögsögu og þau höfðu áður reynt að varna af fremsta megni að önnur strandríki hlytu. Ástæða er til fyrir íslendinga, að samfagna hversu gæfusamlega hefur til tekist, þegar miðað er við þá and- stöðu eða tómlæti sem við hefur verið að etja á alþjóðavettvangi gagnvart okkar málstað Tómlætið lét smátt og smátt undan þrautseigju og leikni tals- manna okkar á alþjóðavettvangi, þar sem fengist hefur verið við fiskveiða- og hafréttarmál Andstaðan í grimmustu mynd, beitmg flotavalds til að halda uppi ólöglegum veiðum erlendra skipa innan íslenskrar lög- sögu, stóð allt fram á síðastliðið sum- ar. Umskiptin hvað okkur snertir hafa því orðið alger á einu misseri Fyrir sex mánuðum vofði sú hætta yfir hvern dag, að varðskip okkar yrðu sigld i kaf í ójafnri viðureign við breskar freigátur. Nú bregður svo við að breskir togarar eru farnir af íslandsmiðum eftir fimm alda samfellda sókn breskra skipa á þær fiskislóðir, og á þessari öld varð sóknin svo áköf, að lifsbjörg okkar í sjónum var stórkostleg hætta búin. Beinir hags- munir okkar krefjast þess. . . Enn búum við að eftirköstum ofveiði og rányrkju, og því er mikill vandi á höndum að nýta unninn sigur svo að til varanlegra heilla horfi Svo nærri er gengið stofnum helstu nytjafiska, að setja verður bæði beinar og óbeinar hömlur á sókn okkar eigin sjómanna, og þurfa því sannarlega að vera ríkar ástæður fyrir hendi, til að léð sé máls á því að hleypa fiskiskipum frá öðrum löndum á miðin, sem við ráðum nú óumdeilanlega einir Þjóðin getur fagnað sigri í land- helgismálinu af óblandinni ánægju, vegna þess að um meginstefnu og afdrifaríkustu ákvarðanir útfærslu- áfanga höfum við borið gæfu til að standa saman Hins vegar hefur menn greint á um ýmis framkvæmdaatriði. bæði friðunaraðgerðir gagnvart okkar eigin fiskiskipum, og þó sér í lagi veiðiheimildir til handa erlendum skip- um í fiskveiðilögsögunni. og svo er enn. En það er eindregin skoðun mín, að á þessum tímamótum sé rangt og varhugavert að einblína svo á úr- lausnarefni sem að ber á líðandi stund, að menn láti hjá líða að taka eftir sjálfum tímamótunum. sjáist yfir að gerbreyting er orðin, láti undir höfuð leggjast að meta þá möguleika sem nú blasa við og móta stefnu til að hagnýta þá rækilega til langframa. Skoðun mín er sú að ástand þorskstofnsins á íslandsmiðum sé slíkt að ekki sé gerlegt að semja við Efna- hagsbandalagið um frekari veiði- heimildir Bretum til handa Jafn sann- færður er ég um hitt. að rétt var að taka boði framkvæmdastjórnar Efna- hagsbandalagsins um viðræður um fiskveiðimál Þótt ofveiddur þorskstofn á íslandsmiðum girði fyrir að við séum færir um að leysa vanda fiskveiðibæja Bretlands fyrir Efnahagsbandalagið, jafnvel þótt við værum allir af vilja gerðir, eiga fulltrúar íslands ýmislegt annað vantalað við fulltrúa frá Brussel einmitt núna. þegar þessi volduga efnahags- og viðskiptasamsteypa allra stærstu þjóða Vestur-Evrópu og nokkurra af þeim smærri hyggst fara að dæmi okkar og taka sér 200 mílna fiskveiðilögsögu. Beinharðir hagsmunir okkar krefjast þess, að ekkert tækifæri sé látið ónotað til að fylgjast með því sem fram fer í Efnahagsbandalaginu einmitt nú. þegar stefnumótun þess I fiskveiðimál- um er í deiglunni Ljóst er að hér eftir ráða fimm aðilar yfir svo að segja öllum fiskimiðum á Norður-Atlantshafi, þeim auðugustu í heimi Miðin skiptast milli íslands, Noregs, Kanada, Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags- ins. Af þessum fiskveiðiveldum Norð- ur-Atlantshafs hefur ísland þá sér- stöðu. að fiskveiðarnar eru megin at- vinnuvegur okkar og afkoma þeirra ræður úrslitum um hag þjóðarinnar. Ekki þarf því mikla umhugsun til að sjá, að við þessar nýju aðstæður hljóta islendingar að kosta kapps að afla sér vitneskju um fyrirætlanir og athafnir hinna fiskveiðiveldanna fjögurra. AÐ venju hefur Morgunblaðið valið til birtingar eina af þeim ræðum, er talsmenn stjórnarandstöðu fluttu i útvarpsumræðum sl. miðvikudag. Valin er sú ræða, er að mati Morgunblaðsins er málefnaleg- ust. í samræmi við það fer hér á eftir í heild ræða Magnusar Torfa Ólafssonar alþingsmanns. Yfir- skirft og kaflafyrirsagnir eru blaðsins. Vivitar - Vivitar. VAL ATVINNULJOSMYNDARANS JAFNT, SEM ÁHUGALJÓSMYNDARANS. MEST SELDU EILÍFÐARFLÖSS í USA. VIVITAR NR. 283 - NR. 273 - NR. 202 - NR. 102 FÓKUS Lækjargötu 6b sími 15555 Sigurdagar Islendinga:_ Skylda íslenzkra stjórnvalda á öllum tímum Fiskverndarsjónar- mið annarra fiskveiðilanda Eitt dæmi nægir til að sýna fram á þetta. Segjum svo að eitthvert hinna fiskveiðiveldanna taki þá ákvörðun að láta fiskverndarsjónarmið lönd og leið, en reyni að gera sér fiskimiðin að féþúfu á meðan stofnarnir endast. Slík rányrkja myndi að minnsta kosti fyrst í stað valda auknu framboði og verð- lækkun á sjávarafurðum á öllum fisk- mörkuðum okkar og kæmi verðfallið langtum harðar niður á íslendingum en nokkurri annarri þjóð íslensk stjórnvöld sem létu slíkt koma sér að óvörum hefðu vissulega burgðist skyldu sinni. Við þetta bætist að efnahagsbanda- lagsríkin hafa tekið þá stefnu, að skáka til hliðar þeim aðila sem annast hefur margháttað samstarf fiskveiðiríkja austan við okkur, Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndinni Þau gera þetta í því skyni að sniðganga Austur-Evrópuríkin, sem eru fullgildir aðilar að nefndinni, en efnahagsbanda- lagsríkin ætla nú að bægja af miðun- um sem falla undir 200 mllna lögsögu þeirra. Norðaustur-Atlantshafsnefndin hefur haft ráðgefandi vald um fjölmörg þýðingarmestu atriði fiskveiða, veiðiað- ferðir, veiðarfæri, veiðisvæði og ann- að, auk þess sem upplýsingaskipti af hálfu embættismanna og fiski- fræðinga, aðildarríkja hafa farið þar fram. Full þörf er fyrir íslendinga að afla sér sem nánastrar vitneskju um hvað Efnahagsbandalagið ætlar að ganga langt I að gera nefndina óvirka og móta síðan islenska afstöðu til þess, hvert hlutverk eðlilegt sé að nefndin hafi eins og nú er komið málum, og hvort vinna beri að þvi að koma á nýrri stofnun til að taka við því milliríkjahlut- verki sem ekki yrði lengur á vegum nefndarinnar. Sama getur orðið uppi á teningnum hvað varðar Norðvestur-Atlantshafs nefndina, nema þar eru það Kanada og Bandarikin sem vilja losna við skip Austur-Evrópuríkja og reyndar fleiri landa af sínum miðum, og kynnu því að vilja leika þá nefnd svipað og Efna- hagsbandalagið hantérar Austur- Atlantshafs nefndina. Stefnumótun EBE í fiskverndarmátum Útfærslu efnahagsbandalagsríkjanna í 200 mílur ber brátt að, vegna þess að hún er afleiðing þróunar sem banda- lagsríkjunum hefur verið þvert um geð, og þess vegna hafa hvorki einstök bandalagsriki né bandalagið í heild mótað sér stefnu i ýmsum þýðingar- miklum atriðum sem til álita koma við slíka ráðstöfun. Þarf ekki að minna á annað en deiluna sem uppi er um það, hve stór einkalögsaga hvers ríkis skuli vera gagnvart öðrum bandalagsríkjum. Stjórnir Bretlands og írlands halda því fast fram, að fá 50 milna einkalögsögu fyrir sína fiskimenn, og getur svo farið að þetta mál verði óútkljáð um áramót, þannig að bandalagsríkin færi út fisk- veiðilögsöguna sitt í hverju lagi og með mismunandi móti. Auðsæir hags- munir íslands eru þeir, að breskir fiski- menn fái sem stærsta einkalögsögu, þvi þá dregur eitthvað úr ásókn bresku útgerðarinnar í veiðiheimildir hér við land Væri því mjög misráðið að veita Efnahagsbandalaginu nokkurn ádrátt um aðgang bretum til handa að íslensku fiskveiðilögsögunni, meðan þetta mál er óútkljáð, jafnvel þótt aðrar aðstæður gerðu það ekki eins óráðlegt og ég hef áður lýst. Snertipunktur hagsmuna íslands og EBE Þegjandi kemur þorskur i ála, segir máltækið Göngur þorskins sem annarra nytjafiska stjórnast ekki af markalínum á landakortum, dregnum eftir fjarlægð frá ströndum, heldur af sjávarhita, straumum hafsins, efna- samsetningu sjávar og þeim átuskilyrð- um sem ákvarðast af þessum eiginleik- um hinnar votu heimsálfu. Reik þorsksins milli miða er hvergi jafn mikið né jafn rækilega kannað hér við land og milli miðanna við suðvestan- vert landið annars vegar og Grænland hins vegar. Þar á ofan eru karfamið beggja vegna miðlinunnar sem skilja mun að fiskveiðilögsögu íslands og Grænlands. Efnahagsbandalagið kveðst ætla að telja sér fiskveiðilög- sögu Grænlands, þótt svo virðist sem enn sé ófrágengið að ýmsu leyti hvernig með skuli farið, eins og svo margt annað í útfærsluaðgerðum og væntanlegri fiskveiðistefnu banda- lagsins Það fer ekki milli mála, að helsti snertipunktur hagsmuna íslands og Efnahagsbandalagsins er í Græn- landshafi og er mun þýðingarmeiri fyrir íslendinga en aðgangur að síldar- miðunum í Norðursjó og við Skotland. En í þessu efni er margs að gæta Þó ekki þess sem helst hefur verið á orði haft, sem sé að það væri ósæmilegt að ræða við Efnahagsbandalagið um fisk- veiðimál þar sem lögsögur íslands og Grænlands mætast, af því Græn- lendingar eigi skilið sjálfstæði, eða heimastjórn að minnsta kosti Á slíkar mótbárur er ekki hlustandi, hreinlega vegna þess að hvorki þorskur né karfi og þaðan af síður loðna akta hið minnsta stjórnréttarstöðu Grænlands, heldur synda um Grænlandshafið eins og þeim hentar. Eða dettur nokkrum í hug að hafa það á móti hugsanlegum síldveiðum íslenskra skipa í væntan- legri, stækkaðri fiskveiðilögsögu Skot- lands, að þeir hafi samúð með skosku sjálfstæðishreyfingunni? Stjórnréttarstaða Grænlands er stað- reynd, hvort sem mönnum finnst hún réttlát eða ekki, og staðreyndir er holl- ast að viðurkenna Við það bætist, að enginn aðili er finnanlegur sem vill og getur tekið að sér að gæta 200 mílna lögsögu við Grænland annar en Efna- hagsbandalagið. nema ef vera skyldu Bandarikin. Vilja kannski þeir íslendingar sem mest tala nú um þörf Grænlendinga á að nytja sín fiskimið sjálfir, frekar fá bandariska flotadeild hér vestan við okkur en evrópska? Skylda stjórnvalda á öllum tímum Fyrsta verk þeirra varðskipa sem send verða i stækkuðu lögsöguna við Grænland, líklega dönsk skip sem sjóður Efnahagsbandalagsins kostar, verður að stökkva sovésku verksmiðju- skipunum af uppvaxtarslóðum karfans rétt utan við íslensku línuna, þar sem þau hafa mokað upp ungkarfanum eins og íslenskir fiskifræðingar lýstu í sumar eftir rannsóknaferð á miðin. Slikar friðunaraðgerðir hafa mikla þýðingu fyrir karfaafla íslenskra skipa siðar meir, hvort sem okkur líkar betur eða verr staða Grænlands í danska ríkinu. S:ma máli gegnir um hvert einasta atriði fiskveiðistefnunnar sem framfylgt verður á miðum fyrir Austur- Grænlandi. Jafnvel þótt íslenskir sjómenn sæktust ekki eftir einum einasta ugga vestan við miðlfnuna við Grænland i bráð og lengd, ber íslensk- um stjórnvöldum á öllum tímum skylda til að láta sig varða fiskveiði- stefnuna á miðum sem skiptast milli lögsögu íslands og annars lands, sem svo vill til að heitir Grænland og býr við danska stjórn. En mergurinn málsins er sá hvað Grænlandsmið varðar, að þótt afli fslenskra skipa vestan miðlinu verði — ekki nema 10 til 11 þúsund tonn á þessu ári, er alls engum vafa undirorp- ið, að þau ár og jafnvel þær áraraðir eiga eftir að koma siðar eins og verið Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.