Morgunblaðið - 18.12.1976, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Minning:
Frú Steinunn Magnúsdóttir
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég hef búið með óheiðarlegum manni ( f jörutlu ár til þes að
halda fjölskyldunni saman. Hann hunzar allt siðgæði. Hann
skrifar ávlsanir, þó að hann eigi ekki fyrir þeim í bankanum;
hleypir sér I skuldir, sem hann getur aldrei borgað, og er
sífellt að fá lánaða peninga, þó að honum dettí ekki ( hug að
skila þeim. Það ömurlegasta er það, að fólk heldur að ég lifi I
þessum sömu syndum. Ég er að bugast.
Ástand yðar er ágætt dæmi fyrir ungt fólk.
Spurning yðar felur í sér þá ábendingu, að stúlkur
ættu að þekkja vel mennina, sem þaer giftast, og eins
er um piltana gagnvart stúlkunum. Þær eru allt of'
margar, sem létu heillast af blíðmálum og vingjarn-
legum pilti (eða stúlku) og gengu í hjónaband án
þess að þekkja skapgerð makans hið minnsta. Ég
þekki mann, sem gekk að eiga stórfallega stúlku, sem
er haldin stelsýki. Alla sína daga hefur hann verið að
borga ýmsa ónauðsynlega hluti, sem hafa verið
teknir ófrjálsri hendi. Ágæta konu þekki ég. Hún
vissi ekki fyrr til en hún hafði gifzt kynvillingi.
Hugsið ykkur þá harmsögu; Hún er að sönnu kristin
og trúir ekki, að skilnaður sé rétta leiðin, svo að hún
er bundin i báða skó. Manni einum hef é kynnst.
Hann gekk í hjónaband með konu, sem sér engan
karlmann í friði, og tilvera hans er ekki annað en
vandræði og víl. Allt er þetta því að kenna — og
ófarir yðar með taldar — að fólk hraðar sér um of í
hjónabandið í stað þess að kynnast vel þeim, sem á að
vera maki þess. Hjónaband getur verið einhver
mesta gleði lífsins. Það getur líka verið ein átakan-
legasta lífsreynsla manna, og þeir, sem giftast í flýti
og án einlægrar bænar, eru að bjóða hættunni heim.
Skilnaðir væru mun færri en reyndin er, ef fólk
ætlaði sér meiri tíma, áður en það segir hið óaftur-
kallanlega orð frammi fyrir altarinu: „Já“. Eigin-
maður yðar gæti breytzt. Hann gæti látið frelsast.
Það er ekki um seinan; Biðjum þess, að það gerist;
Frú Steinunn Magnúsdóttir,
ekkja Ásmundar Guómundssonar
biskups, var til moldar borin 16.
desember s.l.
Leiðir okkar frú Steinunnar
lágu fyrst saman haustið 1951. Ég
var þá á fyrsta ári náms 1 guð-
fræðadeild Háskólans. Prófessor
Ásmundur var þá, að öðrum ólöst-
uðum, langáhrifamestur kennari
þar. Jákvæð áhrif hans voru ekki
eingöngu fólgin í ágætri kennslu
og víðsýnni vegsögn. Við urðum
og ýmsir nemenda hans, honum
mjög handgengnir. Og heimili
hans og frú Steinunnar stóð okk-
ur ávallt opið. Flestir okkar stú-
dentanna voru einnig félagar í
Bræðralagi, kristilegu félagi stú-
denta, en hann var hinn raun-
verulegi leiðtogi félagsins. Fund-
ir þess voru haldnir á heimilum
sumra prófessoranna og ýmissa
presta hér 1 borganni, en hvergi
þó eins oft og heima hjá þeim
prófessor Ásmundi og frú Stein-
unni.
Það var á aðalfundi Bræðralags
þetta umrædda haust, sem fund-
um okkar frú Steinunnar bar
fyrst saman. Það fylgir því visst
óöryggi að koma inn á heimili
kennara síns fyrsta sinni. En
hjartanlegar móttökur þeirra
hjóna beggja eyddu fljótt þeirri
tilfinningu þetta kvöld. Frú
Steinunn tók okkur stúdentum
alltaf með sínu fallega brosi og
umvafði okkur þeim hlýhug, sem
hún átti svo mikið af.
Frú Steinunn var með falleg-
ustu og glæsilegustu konum, sem
ísland hefur alið. Samt er það
ekki ytri glæsileikur, sem verður
hugstæðastur nú, þegar leiðir
skilja um sinn, heldur þeirmann-
kostir, sem hana prýddu. Frú
Steinunn var hógvær kona og hlé-
dræg í eðli sínu, en þegar kynni
urðu nánari, kynntumst við vel
skörpum gáfum og mikilli mennt-
un konu, sem þó hafði aldrei i
skóla gengið, heldur numið hjá
föður sínum, þeim ágæta manni
sr. Magnúsi Andréssyni á Gils-
bakka. Hún annaðist með manni
sínum prófarkalestur ýmissa
bóka hans. Og hún var óvenju vel
lesin í bókmenntum okkar, ekka
síst hinu bundna máli. Það var
gaman að ræða slíka hluti við frú
Steinunni í góðu tómi heima á
Laufásvegi 75, einnig trúmálin,
sem eðlilega voru þar mjög á dag-
skrá. Alls staðar myndaði hún sér
skoðanir byggðar á eigin ígrund-
un, skoðanir, sem hún þorði að
standa við óhikað, hver sem i hlut
átti.
Um það leyti, sem ég lauk há-
skólanámi í janúar 1954, kusu
prestar Ásmund Guðmundsson til
biskups yfir íslandi. Við vorum 6
nemendur hans i fyrsta hópnum,
sem hann vfgði. Hann hafði að
texta orð Jóhannesarguðspjalls,
þar sem Jesús segir við lærisvein-
ana: Ég hefi kallað yður vini. Mér
finnst sem þessi texti hafi verið
táknrænn um afstöðu þeirra
biskupshjóna beggja til okkar
prestanna í íslensku kirkjunni.
Þá var það fastur siður, hvenær
sem prestur utan af landi kom til
Reykjavikur, að hann var boðinn
heim í biskupsgarð. Frú Steinunn
var þar daglega með sínar rausn-
arlegu veitingar og umvafði okk-
ur þeim sama hlýhug, sem við
þekktum margir frá fyrri árum.
Þau biskupshjón voru bæði full af
áhuga að heyra frá starfi okkar,
veita okkur uppörvun og andleg-
an stuðning. Við heyrðum aldrei á
það minnst, að starf þeirra væri
erfitt. Excelsior — áfram hærra
var hvatning þeirra beggja. Við
fundum, hver sem var og hver
sem skoðun okkar var, að við vor-
um vinir meðal vina.
I öllu þessu átti frú Steinunn
sinn sterka þátt, — í því, hve
góður og áhrifarikur andi rikti þá
í samstarfi íslenskra presta og
samvinnu þeirra við biskup sinn.
Fyrir þetta allt vil ég, að heyrist
þakklát rödd úr islenskri presta-
stétt.
Guð blessi sál göfugrar og góðr-
ar konu.
Honum sé þökk, sem leyfði okk-
ur að njóta mannkosta hennar.
Lof sé honum fyrir vissuna um
upprisu og eilíft lif.
Þórir Stephensen.
Mikil höfðingskona er látin, ein
glæstasta húsfreyja þessa lands:
Steinunn Magnúsdóttir, ekkja
Ásmundar biskups Guðmunds-
sonar. Fædd var hún og upp alin á
einu þvi prestsetri landsins, þar
sem mest víðsýni blasir við
augum, á „Gilsbakkanum háa“,
þar sem „í vestri blasir byggðin
öll og blómleg Hvitársiða, í austri
jöklar", eins og Steingrimur kvað.
Faðir hennar var valmennið sira
Magnús Andrésson, sem kenndi
föður minum undir skóla, og hann
mat ætáð siðan umfram flesta
menn aðra, og móðir hennar Sig-
riður Pétursdóttir Sivertsen, syst-
ir míns ástsæla kennara Sigurðar
P. Sívertsens, sem ég veit manna
vammlausastan, og sjálf varð frú
Steinunn sem ung prestskona i
Stykkishólmi kennari konu
minnar. Síðar urðu þó kynni
okkar hjóna af þessari ágætu frú
og manni hennar, prestssyninum
frá Reykholti, sem hún var ung
gefin, miklu nánari og héldust
raunar svo lengi sem þau lifðu,
þótt samvistir okkar við hana sfð-
ustu árin hafi orðið stopulli en við
hefðum öll viljað, og söknum við
þess nú ekki sízt, þegar hún er frá
okkur farin. Það er þvi ekki að
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þv(, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á ( mið-
vikudagsblaði, að berast ( s(ð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
ástæðulausu, að við hjónin viljum
minnast hennar í fáum orðum og
fátæklegum, því að betri vini en
þau hjón höfum við ekki eignast á
lífsleiðinni né ljúfari til samvista
og samvinnu. Einkum urðu sam-
skipti og samstarf okkar Ásmund-
ar prófessors mikil og náin, og
ætið hin beztu, einnig eftir að
hann var biskup orðinn, en ekki
lítill hluti þess samstarfs fór fram
á heimili þeirra, þar sem húsfrúin
var jafnan reiðubúin til hvers
kyns þjónustu við gesti sina,
hvort sem þeir voru fleiri eða
færri, og leiftrandi af gáfum og
glæsileik hélt hún uppi samræð-
um við gestina, ekki ætíð orð-
mörg, en þeim mun gagnorðari.
En yfirlætisleysi hennar og næst-
um að segja hlédrægni olli þvi, að
engin upphefð steig henni til höf-
uðs, og ekkert var henni fjarlæg-
ara en að miklast af eigin verð-
leikum.
Því verður ekki heldur í þessu
máli þulin löng lofræða um marga
mannkosti þessarar ágætu frúar,
þót til þess skorti engin efni, enda
mundi henni það engan veginn
kærkomið, eins og Jón Auðuns,
fyrrverandi dómprófastur, minnt-
ist á í ágætri ræðu sinni við útför
hennar í dómkirkjunni, sem fram
fór að viðstöddum miklum fjölda
manna. En minningin lifir um
einlægan og trúfastan vin, sem
öllum vildi vel og ætið brá ljóma á
umhverfi sitt, hvar sem hún fór.
Við vinir hennar, sem eftir erum,
þökkum henni alla vináttu
hennar og órofa tryggð, og biðjum
henni blessunar Guðs, er hún nýt-
ur sælla endurfunda við þá ást-
vini, sem hún hafði átt og misst
kærasta.
Björn Magnússon.
Kveðja
VIÐ hið skyndilega fráfall Olafs
H. Guðmundssonar formanns Iðn-
ráðs Reykjavikur viljum við sam-
starfsmenn hans í framkvæmda-
stjórn Iðnráðs þakka honum allan
þann áhuga, sem hann hefur sýnt
málefnum þess frá upphafi og öll
þau störf, er hann leysti þar af
hendi. An hans forystu með þeirri
miklu reynslu og þekkingu, sem
hann hafði aflað sér, verður
áframhaldandi starf ekki létt.
Það er haft á orði, að maður
komi I manns stað, en það er ekki
sýnilegt, að maður, sem býr yfir
hæfileikum og þekkingu Ólafs,
finnist í hópnum og verði leiddur
til forystu á stuttri stundu.
Við sendum eiginkonu og
ættingjum Ólafs okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Framkvæmdastjórn
Iðnráðs Reykjavfkur.
Litli drengurinn okkar t ÖRN
sem lést af slysförum 15 desember. verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju mánudagmn 20 desember kl 2
Sigrún Sigurjónsdóttir, Sigurður Hjörleifsson.
Móðir okkar
t
JÚLÍANA RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR
Tómasarhaga 1 7.
lést i Landakotsspítala að morgni þess 1 7 desember
Börnin.
t
Jarðarför föður míns og tengdaföður
GÍSLA KONRÁÐSSONAR
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 desember kl 10 30
Alda Gísladóttir.
Brynleifur Sigurjónsson
Miklubraut 60.
Faðir okkar Eiginmaður minn,
JENS GUÐMUNDUR JÓNSSON EINAR EINARSSON.
frá Fjallaskaga, klœðskeri.
Austurgötu 6,
til heimilis að Garðsvík, Svalbarðsströnd, andaðist í sjúkrahúsi Akureyr- HafnarfirSi,
ar 1 5 desember lézt 1 6 desember
Fyrir mína hönd og systkina minna
Jón Jensson. Helga Þorkelsdóttir.