Morgunblaðið - 18.12.1976, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Stein-
kross
MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók eftir Einar
Pálsson um sérsvið hans, sem vakið hefur athygli á
undanförnum árum. Þessi bók heitir Steinkross og er í
flokknum um „rætur fslenzkrar menningar“. Undir-
titill þessarar bókar er Ás. Utgefandi er Mímir. Hall-
dór Jónsson cand. mag. gerði nafnaskrá og las prófark-
ir.
Bók Einars Pálssonar er skipt í 72 kafla, og með
nafna- og myndaskrá er hún 542 bls. að stærð.
f formála bókarinnar ræðir höfundur fræði sfn og
viðtökur við þeim, m.a. f háskólanum, og gerir úttekt á
því tómlæti, sem hann telur, að kenningar sínar hafi
mætt f hópi vfsindamanna hér á landi. Mbl. þykir
ástæða til að birta þessa umfjöllun Einars. f formálan-
um segir hann m.a.:
„Það er megineinkenni til-
gátu að hún verður ekki felld
með því að kveikja hennar sé
skilgreind, heldur með þvi að
prófað sé hvort hún kemur
heim við hvert einstakt atriði
efniviðarins. Þannig varðar
engan hvort Einstein dreymdi
afstæðiskenninguna, hvort
Curie fékk hugdettu um
röntgengeislana'eða Salk fann
bóluefni í sultutaui. Það sem
menn varðar er hvort atóm-
sprengja springur, hvort geisl-
ar lækna, hvort bóluefni varnar
sjúkdómum. Til andmæla gagn-
ar engum að lýsa auvirðuleika
fræðimanns, hvað þá heldur
“skoðun“ hans eða „trú“. Þessi
orð eru rituð að gefnu tilefni:
Það eina sem heyrzt hefur frá
háskólamönnum um ritsafn
þetta er þessarar tegundar.
Hreinn óþarfi er að benda Is-
lendingum á auvirðileik undir-
ritaðs, smæð hans er öllum ljós
og engin frétt. En I annan stað
er fáfengileiki einstaklings
ekki til umræðu, þegar lögð er
fra á prenti lausn í tilgátu-
formi.
Nýlega hefur birzt grein um
undirritaðan í Sögu, tímariti ís-
lenzkra sagnfræðinga. I grein
þessari er sagt að „upphaf
kenninga" minna sé að finna i
tilteknum ritum, sem engan
þátt áttu í tilgátunum. Þessar
uppspunnu forsendur eru síðan
hakkaðar í spað og ég dæmdur
fyrir hugmyndir sem reynast
vera „tómt bull“ og sýna
„glórulaust kunnáttuleysi". Svo
langt gengur þessi grein, að
„ómeltar kennisetningar" ann-
arra eru taldar forsendur þessa
ritsafns, „þar sem ekki er gerð
minnsta tilraun til að kafa nið-
ur í sjálf undirdjúpin, og finna
það hjarta sem undir slær“.
Þannig þykir ekki nóg að gert
að segja satt um fáfengileik
höfundar og skort á þekkingu,
heldur er það talið boðlegt I
timariti íslenzkra sagnfræðinga
að segja ósatt um tilurð efnis og
niða höfund á grundvelli upp-
spunans. Hvergi er tillit tekið
til þess f umræddri grein, að
ritsafnið Rætur íslenzkrar
menningar byggist á tilgátu-
forminu — málinu er beinlínis
snúið við, tvær ákveðnar tilgát-
ur nefndar FULLYRÐINGAR.
Maður sem setur fram megin-
setningar til prófunar í stað
þess að bera fram fullyrðingar
er vafningalaust gerður tor-
tryggilegur. Þegar slíkur mað-
ur finnur tilgátu sem kemur
heim við staðreyndir rann-
sóknarefnisins er honum lýst
sem fantast með idé fixe — þótt
gjörvallt tilgátuformið byggist
á því og því einu — að tilgátan
komi heim við hina ólíkustu
þætti málsins. Og þó veit gagn-
rýnandinn að þarna er um til-
gátur að ræða — hann NEFNIR
þær tilgátur — lætur sem þær
séu eitthvað allt annað. Er rit-
smíðin f Sögu raunar svo skrýt-
in, að óheilindi geta vart verið
eina skýringin. Þannig er höf-
undur þessarar bókar sagður
með þeim ólikindum trúgjarn,
að hann hafi ekki einasta trúað
blint á menn sem sitja inni
„með allan sannleika", heldur
hafi hann beinlfnis „látið þá
brengla sjálfan skilning sinn á
móðurmálinu'*. Er það að sjálf-
sögðu rétt, að margt á ég ólært í
móðurmálinu, en þarna er ótví-
rætt gefið f skyn að ég telji
kostulegar orðalíkingar mið-
aldamanna nútíma orðsifja-
fræði og taki kenningar „sem
gefnar" er byggja á fullkomnu
skilningsleysi manns sem „op-
inberar fáfræði sina á fslenzkri
tungu f skýringum sínum“. Fer
þá að gerast smátt fórnað í háa-
loftinu. Er því blákalt haldið
fram i Sögu 1974 að þær tilgát-
ur sem lagðar eru fram f þessu
ritsafni eigi rætur að rekja til
barnalegs misskilnings ind-
versks manns á íslenzku orði.
Eins og lesandinn mun sjá hér
á eftir hefur sá misskilningur
þá dregið lengri slóða og furðu-
'egri en nokkur heilabrot norð-
ar. Alpa allt frá tímum Ali
Baba, enda væru vfsindi heims-
ifis þá fremur i ætt við dulspeki
en þolinmæðisverk ellefu
hundruð og fjörutíu rann-
róknargreina um fornt tákn-
mál.
Einhver mun nú spyrja hvf
eytt sé orðum að þessari ný-
tizku sagnfræði, eða hvort ekki
mætti fylla dálka vitrænna
efni. Þvi er til að svara að speki
þessarar tegundar virðist gjald-
geng vara meðal íslenzkra há-
skólamanna. Er beinlfnis svo að
sjá sem þeir hafi ekki kynnt sér
hið einfalda form tilgátunnar
að marki. Það hefur aldrei ver-
ið leyndarmál hvernig tilgát-
urnar 64 voru unnar. Greinar-
höfundur Sögu hefði að sjálf-
sögðu getað fengið um það upp-
lýsingar hefði hann óskað. Fast
var eftir því leitað að fá að
skýra málið við háskóla lslands.
Slfkri beiðni var þverneitað ár-
in 1968—69, formleg skrifleg
synjun um erindaflutning og
| rökræður barst 1968 og aftur
I 1974 undirrituð af forseta
heimspekideildar. I landi sem
aðeins á einn háskóla merkir
slík synjun nánast útskúfun.
Síðan hefur háskólinn þagað
þrátt fyrir þrjú bindi um efnið.
Þar efra virðist gleymt að há-
skóli er stofnun sem bannað er
að þegja. Háskóla leyfist að rffa
í tætlur hvert verk sem ekki
stenzt fræðilegar kröfur — en
háskóli getur undir engum
kringumstæðum þagað yfir
fræðiverki sem gagnrýnir
helztu kennisetningar hans.
Þögn um fræðilegt efni sem
rannsakað er við háskóla flokk-
ast undir fals — þá tegund
óheiðarleika sem nefndur er
„lygi þagnarinnar". Slik lygi er
algeng í óvönduðum frétta-
flutningi — við háskóla er hún
talin hinn eini glæpur sem ekki
verður fyrirgefinn. Bezt verður
þetta skýrt með tilvitnun í
læknisfræðina: sá háskóli sem
sniðgengur tilgátur um lækn-
ingu þungbærra sjúkdóma
vegna hégómleika prófessora
sem hampa eigin kenningum,
kann að valda örkumlum eða
dauða þúsunda manna. Háskóli
sem þegir um tilgátur í hugvís-
indum svikst um á svipaðan
hátt: fjöldi nemenda fær ranga
mynd af viðfangsefni, hundruð
fræðimanna sem treysta dóm-
greind háskólans glata fjöl-
mörgum árum ævinnar f til-
gangslaust kák. Nefna má þetta
stuld, háskólinn sviptir fólk
þúsundum mannára, miðlar
ósannindum f stað þekkingar.
Kvöð háskólakennara eru gerð
góð skil á grein sem Jónatan
Þórmundsson lagaprófessor
reit í Morgunblaðið 15. des.
1972. Þyngri skylda hvílir á há-
skóla Islendinga en nokkrum
öðrum vegna þess hve fáir er-
lendir fræðimenn lesa íslenzku.
Á dómgreind þeirrar stofnunar
hvilir trúnaður heillar þjóðar.
Engin þeirra ritgerða sem
birtar hafa verið um islenzka
fornmenningu undanfarin ár
getur þess að ritsafnið Rætur
islenzkrar menningar sé yfir-
leitt til (mér vitanlega), hvað
þá heldur að þörf sé að vitna til
þess. Þó stakk Baksvið Njálu
beint á kýli norrænunnar: „In
general ... there has been.no
effort to define the oral ele-
ments in the sagas“ segir
Theodore Andersson í bók
sinni um rannsókn á Islend-
ingasögum. Eftir allt pappfrs-
flóðið kemur loks rit sem legg-
ur fram 64 tilgátur um munstur
þeirrar arfsagnar sem býr að
baki helztu Sögu Islendinga —
og háskólinn hér lætur ,sem
bókin hafi ekki komið út. Jafn-
vel ný bók um Njáls sögu eftir
prófessor f Álaborg, sem telur
sig gera fullnaðarúttekt á öllu
sem ritað hefur verið um Njálu
árið 1976 nefnir ekki þetta rit-
safn. „Hann þarf þess ekki“,
sagði danskur fræðimaður við
mig, „því ræður afstaða Há-
skóla Islands". Þótt slík skýring
sé vart frambærileg sýnist hún
tekin gald. Rit kom út árið 1971
undir nafninu Kaos og Kærlig-
hed eftir T. Bredsdorff, byggt á
sömu meginhugmyndum og
þetta ritsafn: tafli kaos gegn
kosmos, hruni heiðninnar
menningar og innreið þeirrar
kristnu — og var þegar f stað
i heilsað hérlendis af íslenzkum
sagnfræðingi sem algjörri ný-
lundu: „markmið höfundar er
að skilgreina ... það
MYNSTUR sem liggur bak við"
Islendingasögur. Er ekki að
orðlengja það, að sagnfræðing-
urinn telur danska bók sem
slíkt reynir „gagnmerka ... og
mikinn feng að henni". Eru
lokaorðin um bókina með þvi
eftirminnilegasta sem birzt hef-
ur á Islandi:
„Með henni er rannsóknin á
sögunum að komast inn á nýjar
brautir eftir hinn mikla áfanga
„islenzka skólans" (sem
Bredsdorff byggir reyndar mik-
ið á), og jafnvel gallar bókar-
innar ... geta orðið efniviður
nýrrar hugsunar. Sú hugmynd
að efni Islendingasagnanna sé í
raun og veru „þjóðsaga um Is-
land“ er mjög athyglisverð og
gæti orðið byrjun algerlega
nýrrar rannsóknar."
Það var og. Loksins komst
rannsóknin á nýjar brautir. Sú
hugmynd, að efni Islendinga-
sagna sé í raun og veru „þjóð-
sagan um lsland“ gæti orðið
byrjun ALGERLEGA
NYRRAR RANNSOKNAR!
Hér verður að gera innskot,
Bredsdorff segir ekki „þjóð-
saga" heldur GOÐSÖGN —
MYTEN OM LANDET — það
sem um er að ræða er sjálfur
meginkjarni Baksviðs Njálu og
Trúar og landnáms sem út
komu árin áður, 1969 og 1970.
Sú tilgáta sem ekki er svara
verð ef tslendingur setur hana,
fram 1969 er m.ö.o. frábær ef
danskur maður setur hana^
fram 1971. Og þá er hún
splunkuný. Að ekki sé talað um
það snilldarbragð að reyna að
finna MYNSTUR að baki Sög-
unum, bevare mig vel, þarna er
beinlínis efniviður NYRRAR
HUGSUNAR! Löngum höfum
vér haft metnað hver fyrir ann-
ars hönd, tslendingar. Væntan-
lega þekkti Bredsdorff til þessa
ritsafns, útdráttum á ensku
hafði verið dreift ytra, enda
mætti ætla af orðum hans sjálfs
að einhver „lángiver" stæði að
baki þó ekki sé nákvæmlega
skilgreint. Nú skyldi enginn
ætla að Bredsdorff sé hér
vændur um rithnupl, hann fær
einmitt ekki það til láns sem
máli skiptir, hann gerir einmitt
EKKI byltingu. Hann tekur yf-
irborðshugmyndirnar um „kaos
og kosmos", „góðsögnina um
landið", „reglu andspænis
sköpulagsleysis" o.s.frv. og
prjónar af hugsanleg „temu“ I
„litteratúr". Hina eiginlegu
byltingu, sem felst í tengslum
ofargreindra þátta við lifandi
hugmyndafræði og sköpunar-
sagnir landnáms, sniðgengur
hann. Djúp rök goðsagnar sem
bundin er tilteknu landsvæði
eru Bredorff framandi ná-
kvæmlega eins og munstur Is-
lendingasagna i jarðvegi mið-
aldahugsunar landnámsmanna.
Fjörleg bók Bredsdorffs kryfur
stil, söguþráð, persónusköpun.
Engin alvarleg tilraun er þar
gerð til að vinna úr þeim
sundurliðaða efniviði goðsagn-
ar um Island sem lögð hafði
verið fram í tilgátuformi. Þó
finnur Nóbelsskáld Islendinga
sig til þess knúið að tilkynna
heimi menntanna í krónfku
Pólitiken 25. sept 1971, að bók
Bredsdorffs sé nú „idemæss-
igt“, Daninn geri „er forsög pá
at bryde den tilstand af
stagnation í fastlásede position-
er, som har hersket í denne
problemdebat alt for længe".
Skáldið nefnið ekki, að helztu
hygmyndafræðilegu leiðarljós
Bredsdorffs liggi fyrir á ís-
lenzku í bókarformi. Hvar les-
Einar Pálsson.
andi framangreindrar utan-
sveitarkróníku hlýtur að skilja
mál skáldsins svo að Bredsdorff
sé frumherjinn, að nauðsynlegt
hafi verið fyrir íslendinga að
sækja nýja hugsun um Sögur
sínar til danskra manna. Víxill
þagnarinnar sýnist þannig gull-
tryggður, menntamenn hafa
það vottfest af áhrifamesta
ábekingi Islenzkrar menningar,
að tilraun til að höggva á hnút
fornritarannsókna hafi ekki
verið gerð hérlendis, að öðrum
leyfist að hirða mola úr ómark-
tæku íslenzku ritsafni án þess
að geta heimilda.
Sáðasta andvarpið úr nor—
rænni átt vekur angurværð. Sá
fræðimaður sem öðrum fremur
þekkir Njálu og vonazt var til
að réði til fangs við baksvið
hennar, segir i nýrri bók að
eðlilegt sé að Islendingar taki
til „sanngjarnlegrar athugunar
öll rök sem á vegi okkar verða,
hvort heldur er að ræða um
efni úr máli, menningu og sögn-
um ..en bætir við: „Það þarf
ekki að taka fram að röksemda-
lausar getgátur met ég einskis".
Einhverjir munu hafa túlkað
þetta sem varnaðarorð gegn rit-
safninu Rætur íslenzkrar
menningar. Þeir spyrja: við
hvað er átt? Eða hverjir setja
fram röksemdalausar getgátur,
og hvi telur fræðimaðurinn sig
þurfa að klykkja út með slikum
orðum einmitt nú? Því miður
er meira til í þessu en ýmsir
ætla. Fleiri hafa komizt likt að
orði, óliklegasta fólk, jafnvel i
dagblöðum. Það sem máli skipt-
ir í slíkum tilvikum er ekki
hvort þeir sem dylgja um tiltek-
ið efni hliðra sér hjá afleiðing-
um þess að nefna nöfn, heldur
hitt hvernig skillitlir lesendur
túlka orð þeirra. Þær tilgátur
sem koma mest á óvart og hunz-
aðar eru með öllu af háskólan-
um eru auðskilið skotmark,
ekki sizt þegar glimu hefði ver-
ið vænzt um efni þeirra af þeim
sem af hleypti. Og þegar hvorki
háskólamenn, rithöfundar,
stúdentar né fjölmiðlar mót-
mæla því að syndahafurinn sé
sviptur möguleika á að verja
mál sitt með erindaflutningi og
rökræðum við háskólann, sýn-
ist ljóst að maðurinn veður i
reyk. Eða hvað er auðveldara
en að blekkja almenning með
þvi að tilgáta — hypotesa — sé
í rauninni „röksemdalaus get-
gáta“? Ef orð hins aldna fræða-
þular eru tekin af fullri alvöru
er merking þeirra að sjálfsögðu
þveröfug við vanhugsuð brigzl:
„Hefjum merki tilgátu í stað
getgátu! Óralangt er fyrir neð-
an virðingu háskóla að selja
menn undir kengúruréttarfar
fordómanna i stað þess að glíma
við rök þeirra!“
En allt er þetta nú „en saga
blot“. I hrikaleik viðfangsefnis-
ins verður e.t.v. einskis eins
lengi minnzt og smæðar við-
bragðanna. Þess ber að geta
sem gert er, öðruvísi skilja
menn hvorki haus né sporð af
stöðu rannsóknanna. Framþró-
un visinda hefur nú tekið blóð-
sýni af heimspekideild, tilgát-
urnar blasa við i öllum sinum
einfaldleik.
Bók sú sem hér fer á eftir
ætti að skýra sig sjálf. Þó vil ég
minna lesandann á að hvort
sem hann „trúir" einhverju,
öllu eða engu um einhverja sér-
staka tilgátu — er vísindaleg
niðurstaða að jafnaði skýr. Sú
tilgáta STENDUR sem skýrir
flest á einfaldastan hátt og ekki
fer í bága við staðreyndir eða
efnivið. Það mál er alls ekki
háð persónulegum duttlungum
eða skoðunum. Ekkert fellir til-
gátu annað en önnur hæfari
tilgáta. Sú tilgáta má ekki hörfa
fyrir efnismagni — hún verður
að skýra fleira en sú fyrri. Hin-
um upphaflegu rannsóknum er
lágu að baki tilgátunum 64
verða ekki gerð skil fremur en i
fyrri bindunum. Til þess eru
þær of flóknar. Hér verður nær
eingöngu brugðið upp staðfest-
ingum á tilgátum, er borizt hafa
eftir útgáfu Baksviðs Njálu
1969. Verður reynt að raða hin-
um margvíslegu brotum þannig
að þau myndi eina heild. Hver
fróðleiksmoli á heima i full-
gerðri mynd. Hver er hún?
Leitazt er við að svara þeirri
spurningu. Þykir mér rétt að
benda á það i leiðinni að væri
fyrirvari gerður í hverri setn-
ingu yrði bókin ólesandi. Var-
naglar verða þvi færri en fyrr.
Þar sem lesandinn telur óvar-
lega talað er hann vinsamlegast
beðinn að lesa setninguna „ef
rétt er athugað" inn í textann.
Mat ætti að vera auðvelt eftir
lestur bókarinnar allrar. Ef les-
andinn sannfærist um það að
vissar tilgátur hafi fyrir um
hvaó finnast mundi, að prófun
hafi mátt endurtaka og að skýr-
ingin sé í rauninni einföld, þá
standast þær.
Slikt er sérkenni þessa vinnu-
lags.“
Ný bók eftir Einar Pálsson
M.a, uppgjör við ísL frœðimenn