Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977 7 Næstsíðasta sunnudegi fylgdi auk guðspjallsins um auðuga bóndann, sem dauð- inn gaf ekki frest til að stækka kornhlöður sínar, annað guðspjall, sagan af tveim mönnum, sem dauð- inn átti erindi við, ríka mann- inum og Lazarusi og örlögum þeirra eftir að dauðinn hafði lokið hlutverki slnu. Ólík örlög segir Kristur að beðið hafi þessara tveggja manna, og ólík höfðu örlög þeirra verið I lifanda lífi. . Ríki maðurinn hafði „lifað dag hvern I dýrlegum fagn- aði". Var það hans sök, hans synd að hann hafði verið rík- ur? Engan veginn, hafi hann affaðauðæfa sinna með heið- arlegum hætti, dugnaði og hyggindum. Var það hans synd, að hann hafði notið þeirra unaðssemda, sem jörðin er auðug að og örlát við marga? Engan veginn, hafi hann notið þeirra unaðs- semda með skynsemd og í hófi. Var það ávinningur Lazarusar annars heims, að hann hafði verið fátækur? Að sjálfsögðu ekki. Var það ávinningur hans, þegar yfir landamæri heimanna var komið, að hann hafði verið sjúkur? Ekki svo, ef ekki hefði annað komið til. Af hverju stafaði það böl, sem Lazarus bar? Þeirri spurn veit ég engan hafa svarað svo að allir hljóti að játa. En bölið er svo ríkur þáttur í mannlífinu, að menn spyrja og spyrja: Hvers vegna? Sumir hyggja, að sjálfssköp- uð örlög fylgi manninum inn í þennan heim, og að við ævilokin hafi Lazarus verið búinn að Ijúka erfiðri náms- grein en nauðsynlegri og að því hafði dauðinn orðið hon- um blessun eftir ævilangt böl. Þá hugmynd má lesa inn í Ijóðlínur skáldsins (E.Ben.) Þegar hann yrkir um óláns- mann og segir, að „bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki”. Hafi svo verið er auðsætt, að við dæmum oft eins og blindur um bók, þegar við dæmum milli gæfu og gæfu- leysis. Varekki sýndarham- ingja auðuga mannsins dul- búið böl, en harmur hins snauða dulbúin blessun? Margt eigum við vafalaust eftir að undrast síðar, þegar okkur lærist að líta yfir liðin jarðlífsár af sjónarhóli eilíf ð- arinnarog undraste.t v það hvað mest, hve við fögn- uðum mörgu, sem var ekki raunverulegt fagnaðarefni, og hörmuðum margt, sem var dulbúin blessun. Menn þurfa ekki ævinlega að líta á liðna ævi af sjónar- hóli eilífðarinnar til þess líta allt öðrum augum en fyrrá lífsreynsluna. Þaðtekst mörgum þegará efri eða efstu árer komið. Það vottar sra Matthías með þessum Ijóðlínum: „En það, sem ég sárast syrgði fyrr, er sál mína farið að kæta" Og þegar hið spakvitra skáld, sra Björn í Laufási, leit löngu síðará það, sem hon- um hafði verið sárast á yngri árum, kvað hann þetta merkilega erindi: „Leiðin, sem ég kalla krók, kann í lífsins vegabók að vera brautin beina. Og það, sem helzt mér harma jók, og hjartanu mínu sárast tók, bezt vera bótin meina,,. Mundi Lazarusekki, þegar hann leit af æðra sjónarhóli yfir sinn sorgfyllta jarðardag, hafa getað samsinnt þessum orðum skáldsins í Laufási? Hver var sú synd auðuga mannsins að henni fylgdu skuggalegar afleiðingar I öðr- um heimi? Ekki er ástæða til að ætla, að hann hafi verið raunveru- lega illur maður, ekki heldur það, að hann hafi lifað ein- hverju viðbjóðslegu lastalífi. En heimskulegt óhófslíf hafði blindað hann svo, að hann sá ekki byrðar annarra, ekki einu sinni holdsveika vesa- lingsins Lazarusar, sem lagð- ur hafði verið við dyr hans til að vekja honum vorkunn- semi. Brauðmolum lét hann fleygja út til hans, en hló í sömu andrá með heimskingjunum, sem við veizluborð hans sátu. Mikið hefði þessi maður getað látið gott af sér leiða, hefði sál hans verið stór og fjársjóðir hans og hjarta hans eins auðugt að gulli og hirzl- ur hans voru. En tækifærun- um, sem Guð hafði gefið honum mörg og mikil, hafði hann glatað, og það kom honum hörmulega í koll þeg- ar engill dauðans kallaði hann til hinna miklu skulda- skila. Það sem hinn æðsti herra, hæstur höfuðsmiður alls, sem er, hafði ætlað hon- um þegar hann gaf honum af stóru örlæti miklar gjafir með miklum möguleikum, hafði hann svo gersamlega vd’nrækt, aðallslaus var hann nú í auðugri veröld, blindur í ósegjanlega dýrðlegu um- hverfi. Þar fékk hann einskis notið en kvaldist af hungri og þorsta, hungri eftir hégóm- anum, sem hafði verið hon- um eitt og allt á jörðu, þorsta eftir þeim nautnum, sem ævilangt óhófslíf var nú svo sárleqa að koma honum I koll. Og þó var kannski enn verra hitt, að nú hrópuðu til hans og vöktu honum brenn- andi kvöl öll glötuðu tækifær- in frá liðnum jarðlífsárum. Lestu þessa lærdómsríku sögu í 1 6. kap. Lúk. guð- spjalls einu sinni enn, það eru á henni fleiri hliðar en unnt er að drepa á í örstuttri blaðagrein. En tekur þú eftir því, að Jesú minnist ekki einu orði á trú hins ríka manns, „rétttrúnað" hans eða „hreina tru', þegar hann segir örlagasögu þessara manna fyrir handan landa- mærin, heldur lætur hann líf þeirra og breytni fella dóm- inn. Skuldaskil Sjóliöajakkarnir komnir aftur • •• u. KAPAN LAUGAVEGI 66II hæð HvaðerPVC? PVC er skammstöfun fyrir plastefniö POLY VINYL CHLORIDE Úr þessu efni eru framleiddar jarðvegslagnir. PVC jarðvegslagnir úr plasti. Þær gegna sama hlutverki og gömlu, góðu skólprörin úrsteini, en kostirnir liggja í augum uppi: PLAST ER LÉTT • Það er auðvelt og fljótlegt að flytja það, og mun ódýrara en þyngra efni. • Það er auðveldara og fljótlegra að leggja plastlagnir en lagnir úr þyngra efni, og í því er líka fólginn sparnaður. PLAST ER SLÉTT • Innra borð PVC jarðvegslagna er SLÉTT. Það er því ekki hætta á stíflumyndun. • Þvermál: 100 mm (4 tommur) 150mm (6tommur). PVC jarðvegslagnir eru enn ein gæðavaran, sem VATNSVIRKINN býður viðskiptamönnum sínum. Sala þeirra hófst 1974, og hefur hún aukist um helming ár frá ári síðan. Þeir, sem vita af PVC, biðja ekki um annað. Vöruvöndun, þekking og þjónusta byggð á 25ára reynslu. í samræmi við íslenzkan staðal IST 65. Vatnsvirkinn hf. Ármúla 21 - Sérverzlun með efnivörur til pípulagna Já, það er ótrúlegt en samt satt. Það er hægt að baka fjórar mismunandi tegundir af kökum i JUNO ofni samtímis. Nú, eða þá steikja, til dæmis, fjóra kjúklinga í einu og það sem meira er, það er hægt að steikja um leið og bakað er. Með því að nota JUNO ofn sparið þér rafmagn og tíma Leitið nánari upplýsinga hjá umboðsmönnum JUNO verksmiðjanna á Islandi. ÓN JÓHANNESSON & C0. S.F. Hafnarhúsinu Sfmar 26988 og 15821.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.