Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 14
14 MOKGU.NBLAÐIÐ, SU.WUDAGUH 2«. JÚ.NÍ 1977 viðlal: IIKRDIS ÞORGKIRSDÓTTIR niyndir: K.ÍIILIA BJÖR.VSDÓTTIR EINS og fram hefur komið hér í blaðinu, stendur nú yfir í vestursal Kjarvals- staða sýning á verkum hins þekkta þýzka grafíklista- manns, A. Paul Weber. Stendur sýningin til 1 2. júlí n .k en Weber, sem kom hingað til lands fyrir tæpri viku, heldur til Þýzkalands í dag Andreas Paul Weber er fæddur í bænum Arnstadt í Þýzkalandi 1. nóvemberár- ið 1 893 og er því á 84. aldursári. Átján ára gamall fór hann að vinna að grafik og hefur haldið því áfram ótrauður siðan. Hann byrj- aði snemma að mynd- skreyog timarit með þeim afdrifariku afleiðingum að á uppgangsárum nazdaÞýzkalandi var hann settur i fangabúðir vegna aðildar sinnar að andófs- tímaritinu ,, Widerstand". Hlaut hann eins árs fanga- vist árið 1 937 vegna mynd- skreytinga sinna i tímarit þetta með sögu eftir rit- höfundinn Niekischs, sem hét „Hitler — hin þýzku örlög", og var birt árið 1932. Áðurhafði hann myndskreytt sögur eftir Munchausen, ritverk Kafka og m.a. ævintýrið um Róbinson Krúsó. Árið 1973 keyptu Slésvik og Holstein land undir safn fyrir hans helztu listaverk og er það safn í Ratzeburgh. Síðan 1 959 hefur hann gefið út bók með myndum sínum ár hvert og kallar árbók þá „Kritischer Kalender". Þar birtir hann myndir við ýms- ar hugmyndir og texta bæði i bundnu og óbundnu máli. Paul Weber er í dag og hefur um langan aldur verið álitinn einn fremsti grafik listamaður Þýzkalands og þó viðar væri leitað Morgunblaðið hitti hann að máli á Kjarvalsstöðum nú í vikunni og átti við hann stutt samtal Hann er treg- ur að tala um sjálfan sig. vill frekar ræða vandamál blaðamannsins. fjöl- miðlunar og þeirra erfiðleika, sem fjölmiðlar stöðugt búa við, það er að að vera hógvær „Yfirleitt risti ég myndir minar beint á stein án þess að gera uppkast, en sumar þaulhugsa ég og skipulegg áður eins og myndina af Efnahagsbandalaginu." (t.v.). Til hægri er svo mynd, sem heitir hamarshögg, táknræn fyrir sovézkan kommúnisma. í likkistunni á að vera rithöfund- ur. „Tvö til þrjú hamarshögg og þögn!" segir Weber. ----------------------j m Með verkunum horfir hann einnig fram í timann Fyrir áratug eða svo vann hann mynd, þar sem koma fram ýmsir punktar i Helsinkisátt- málanum. Umhverfisvernd og nauð- syn hennar stakk upp kollinum i hans fyrstu verkum Við upphaf list- ferils síns verðist hann hafa skynjað 9ndirinn5> „Kannski' Mótiv mynda hans hafa skerpt athyglisgáfu hans „Maður verður að virða fyrir sér umhverfið — rýna í gegnum hlutina og undir yfirborð- ið Með þvi öðlast maður innsýn í hluti, sem annars væru huldir sjón- um manns. Þær myndir, sem nú hanga i vestursalnum eru að hans sögn nei- kvæðari en mörg önnur verk hans „Sum eru stór eins og listin sjálf, önnur viðkvæm, neikvæð eða já- kvæð Listin er víðfeðm Gagnrýni getur lika verið jákvæð ' Weber er ekki eingöngu grafíker, hann málar einnig með pensli og olíulitum — Af hverju tekur hann grafík fram yfir venjulega listmálun<> „Vegna þess að það er ekki hægt að gagnrýna öðruvísi en i gegnum grafik Pensil og olíuliti getur maður ekki notaðá sama hátt ' Hann byrjaði á tréskurði og einnig fljótt með steinprent sem hefur verið ráðandi í listsköpun hans æ síðan Myndirnar vinnur hann af „inspira- sjón", gerir sjaldnast uppkast nema í fáum tilvikum og þá er yfirleitt hver millimetri flatarins þaulhugsaður áð- ur, eins og í einni mynd hans af Efnahagsbandalaginu á drekkhlöðn- um skipshjalli — Hverjir voru hans lærifeður? — „Kannski Durer eða svokölluð Núrnbergtækni " Goya segist hann þó hafa mest dálæti á „Ég virði alla duglega listamenn Það bezta frá hverjum Gæðin eru það, sem skiptir mestu máli í list- inni," Weber er mjög góður vinur Heinemanns fyrrverandi forseta Vestur-Þýzkalands, en sá hefur alla tíð verið mikill aðdáandi grafíklistar Webers Sex sjónvarpsmenn komu hingað til lands ásamt Webers til að fylgjast með ferðum hans og gjörð- um — Hvað hefur frægðin gert fyrir hann? Verið hindrun eða til góðs? — „Frægðin hefur aldrei verið vandamál hjá mér", segir hann „Frægðin hefur kennt mér að vera hógvær Hún verkar örvandi á mig ' Meðan á dvöl hans í Reykjavík hefur staðið. segist hann hafa séð mikið af íslenzkum listaverkum — hangandi upp um alla veggi. Hann segist hafa haft gaman af því að skoða Kjarvalssýninguna „Ég vildi óska þess", segir hann rétt áður en við stöndum upp frá kaffidrykkjunni til að skoða verk hans, „að list mín hér í Reykjavík hefði sömu áhrif og bergmálið. að hún endurhljómi Vegna þessað þið hér á íslandi hafið þörf fyrir list Fyrir ykkur er listin áríðandi!" ,, Mín list er á þann hátt svipuð fjölmiðli að hún er upplýsing," segir A. Paul Weber. geta ekki tjáð sig fullkomlega eða nákvæmlega. þegar listamaður getur rissað upp mynd á smábleðil.' sem segir meira en opnugrein í dagblaði Við sitjum yfir kaffibolla og hann segir „Ems lengi og við drekkum kaffi, þarf engin orð ' Kannski verð- ur hann reiður ef sagt er að yfir bragð hans og fas minni ofurlítið á Picasso Það er eitthvað ekta við allt hans látbragð, eitthvað, sem gerir það að verkum að maður finnur að þarna er óvenjulegur maður á ferð — listamaður Hann er þó ekki í essinu sínu fyrr en hann fær að ganga með okkur um vestursalinn og sýna okkur myndirnar Þær einar skipta hann máli, í gegnum þær vill hann tala og tjá sig Grafíkin ei hans fjölmiðill. hans tjáningarform og hans sam- band við umheimmn Markmið hans með listinni er að benda á vandamálin. stóru og smáu. allt sem fer aflaga bæði stjórnarfars- lega, þjojóðfélagslega og í mann- legu lífi Hann segist ekki geta talað við fólk nema með myndum sínum en með þeim vilji hann vekja fólk til umhugsunar, allt fólk — hvort sem það er vinstri eða hægri sinnað, trúlaust eða kaþólskt. „Listin er á þann hátt svipuð fjölmiðli, þ e mín list að hún er upplýsing Ég ætlast ekki eingöngu til þess að þeir, sem horfi á verk mín, skynji eða sjái ádeiluna, sem í þeim felst — heldur líka formið í „Kritischer Kalender," sem ég gef út árlega, hef ég oft rekið mig á, að það er erfiðara að finna texta við myndirnar heldur en að vinna myndirnar sjálfar" Hann kveður nei við spurningunni hvort hann sé á einhvern hátt frum- kvöðull á sviði grafiklistar í Þýzka- landi „Hvorki frumkvöðull né læri- faðir, fólk, sem notar sömu aðferðir og ég við listræna túlkun i grafik, er eingöngu fólk. sem fylgir sömu stefnu og ég eða gengur sömu leið, því ég get ekki talizt fylgjandi einnar ákveðmnar stefnu annarar en að vera gagnrýninni á allt." Hann segist heldur ekki álíta að verk sín höfði til eins sérstaks hóps og þeir, sem hafi hrifist af verkum hans, séu úr öllum pólitískum flokkum eða stéttum Það voru Hil dæmis andstæð pólitisk samtök eða öfl, sem stuðluðu að tilkomu safnsins í Ratzeburgh. Hann litur sýnilega á sig sem gagnrýn- anda fremur en stefnumótanda Kaþólska kirkjan hefur td verið honum hugleikið viðfangsefni til gagnrýni, ekki vegna þess að hann sé andvígur kaþólskri trú, heldur að honum finnst þar megi margt betur fara eins oq annars staðar „Miðpunktur listar minnar er þó manneskjan " Siðan hlær hann og segist eiga erfitt með að tjá sig eða benda á vandamál mannsins öðru visi en i gegnum verk sín Dýr og ævintýri eru listamanninum einnig hugleikið viðfangsefni. Hér er mynd af héranum, sem fór í kapphlaup við broddgöltinn og tapaði Frægðin hefnr kennt mér — segir grafíklistamadurinn PAUL WEBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.