Morgunblaðið - 26.06.1977, Side 16

Morgunblaðið - 26.06.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977 SELAV] »AR á Breiðamerkursandi Grein og myndir: Ragnar Axelsson. Selaveiðar voru í fréttum fyrir nokkrum vikum, er franska kvikmyndaleikkon- an og kynbomban Birgitta Bardot millilenti á flugvelli á leið sinni til Nýfundna- lands, til að mótmæla sei- veiðum þar við land. Sel- veiðar eru stundaðar víðar en við Nýfundnaland. Mbl. fylgdist nýlega með selveið- um í Öræfum, þar sem slík- ar veiðar hafa verið stund- aðar í áraraðir. Haldið var snemma dags að Jökulsárós, þar sem sel- ur heldur mikið til. Veiðin fór þannig fram að tvö net voru dregin þvert á ósinn hvert á eftir öðru, og látin reka með straumnum. Tveir menn eru við hvorn enda og einn maður sér um að vaða út í og aflífa skepn- urnar. Þegar komið er ná- lægt sjó eru netin dregin á land, og gert að selnum. Netin eru greidd á þartil- gerðar hjólbörur sem siðan er ekið upp eftir fljótinu til nýrrar umferðar. Eftir hverja ferð eru þeir selir sem veiddust bundnir saman, og hafðir ofaní fljót- inu til varnar skinninu sem ekki má þorna mikið. Einn- ig er það gert vegna mávs- ins sem étur og heggur í skinnið. Farnar eru 4 til 5 ferðir með netin, og síðast er netið látið liggja dágóða stund. Aðeins tveir selir veidd- ust í sfðasta drættinum, annar var f ullorðinn og honum var sleppt þar sem skinniðá fullorðnum selum er ónothæft en kópnum lógað. Er á leið daginn voru sel- irnir dregnir yfir ósinn og bundnir niður Gengiðvar frá ýmsu til undirbúnings heimferðar, meðan netin voru látin liggja. Selurinn er alveg látinn í friði þartil aðselveiði hefst, og má ekki raska ró hans á þeim tíma. Það er komið að kvöldi þegar veiðinni er hætt og selnum raðað á vörubíl og haldiðtil heimferðar. 57 selir höfðu veiðst þann dag- inn. Það er erfitt að veiða sel, mikla áræðni og kjark þarf til að vaða út í ískalda sand- blauta jökulsá, sem er mis- djúp. Þaðfinnst eflaust engum gaman að veiða sel eða fáum, en mikil eftir- spurn er eftir selskinnum og hátt ferð fæst fyrir þau. Þá á örygglega einhver fög- ur yngismær eftir að spóka sig í selskinnskápu af sel- um sem veiddust í þessari ferð, en eitt er víst að dýr verður gripurinn. í fjöruborðinu. Er Rosalynn ný Eleanor Roosevelt ? # Rosalynn Carter, forsetafrú í Bandarfkj- unum, vakti óskipta athygli er hún var nýlega á ferð um sjö Suður-Ameríkuríki. Erindi hennar var að gera grein fyrir stefnu forsetans í málum sem snerta sam- skipti Bandarfkjanna og Suður-Ameríku, svo og önnur utanrfkismál. Aður en Rosa- lynn lagði upp f ferðina höfðu ýmsir orðið til að draga f efa hæfni hennar og var talið að um yrði að ræða einhvers konar kur- teisisheimsókn, sem hefði heldur litla þýð- ingu. Sú skoðun kom fram líka, að það væri óskynsamlegt af Carter forseta að senda konu sína á fund leiðtoga S-Ameríkuríkja til að ræða við þá alvörumál, þar sem þeir tækju yfirleitt ekki mark á kvenfólki. Heimsókn Rosalynn gæti þvf beinlfnis orð- ið til þess að þeir móðguðust og þættu Bandarfkin ekki sýna rfkjum Suður- Ameríku tilhlýðilega virðingu. En Rosalynn lagði ótrauð af stað og þegar fréttir tóku að berast af viðræðum hennar við stjórnmálamenn í Suður- Ameríku kom á daginn, að hin- ir vantrúuðu höfðu ekki reikn- að dæmið rétt. Rosalynn Carter kom hvarvetna fram af mikilli festu og eindrægni. Hún veigr- aði sér ekki við að reifa hin flóknustu mál við viðmælendur sína og var órög við að gera þeim grein fyrir stefnu forset- ans í mannréttindamálum, sem eru engan veginn kærkomnasta umræðuefni, sem áhrifa- og valdamenn í Suður-Ameriku geta hugsað sér. 1 Equator lýsti Rosalynn and- úð forsetans á kaupum stjórn- arinnar þar á orrustuþotum frá Israel. Hún tjáði ráðamönnum i Perú, að Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af aukinni her- væðingu þar, og ræddi við Braziliustjórn leiðir til að jafna ágreining, sem upp er kominn vegna kjarnorkukaupa stjórn- arinnar frá Vestur-Þýzkalandi. í för með Rosalynn var fjöldi fréttamanna, og kom hún jafnóðum fram í sjónvarpi og gerði grein fyrir viðræðum sín- um. Með mjórri og tilbreytinga- lausri röddu kvaðst hún mundu skýra „Jimmy“ frá þvi sem um var að ræða hverju sinni, en þegar blaðamanni einum varð á að spyrja hvaða umboð hún hefði til að taia fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar, svar- aði hún hvasst og að bragði: „Ég tel mig vera þá mann- eskju, sem stendur næst forseta Bandaríkjanna, og ef ég get orðið honum að liði við að öðl- ast skilning á þjóðum heims, þá mun ég gera það.“ Þeir, sem hingað til hafa ekki tekið forsetafrúna alvar- lega, ættu að gefa þessu svari gaum. Þeir ættu lika að minn- ast orða Hamiltons Jordans, eins nánasta samstarfsmanns forsetans, i kosningabaráttunni í fyrra: „E f við Jody (Powell, blaðafulltrúi forsetans) ætlum okkar að leggja til atlögu, þá er bezta leiðin að reyna að fá Rosa- lynn i lið með sér.“ Sagt er að fyrirmynd Rosa- lynn sé Eleanor Roosevelt, sem óumdeilanlega er talin aðsóps- mesta forsetafrú aldarinnar. Haft er fyrir satt að Carter for- seti hafi hrópað upp yfir sig af hrifningu er honum bárust fregnir af velgengni Rosalyrtn i Suður-Ameríku: „Eleanor mín.“ Ef það er rétt að Rosalynn taki sér Eleanor til fyrirmynd- ar og geri sér vonir um að geta sér svipaðan orðstir, þá er vert að hafa I huga, að jarðvegurinn, sem þessar tvær konur koma úr gæti vart verið ólikari. Eleanor Roosevelt var hefðarfrú frá fæðingu, en frú Carter hét Rosalynn Smith áður en hún giftist og var dóttir bifreiða- virkja i Plains. Skólaganga hennar varð ekki löng — hún var tvo vetur við nám í gagn- fræðaskóla í bænum Amerieus, sem er í námunda við Plains. Eleanor Roosevelt var stað- gengill ’ hins bæklaða eigin- manns sins og ferðaðist viða þegar hann gat ekki komið þvi við vegna þessa annmarka. Hún var annáluð fyrir samúð sina með svertingjum og fyrir fram- lag sitt til baráttu fyrir auknum mannréttindum. Hins vegar átti hún jafnan við að striða vandamál í einkalífi sinu, og sambúð hennar og forsetans var með eindæmum erfið. Carter-hjónin hafa verið i hjónabandi I 30 ár, og siðan Jimmy Cacter hætti i hernum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.