Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977 21 4.30-04 i Áttræður: Sr. Þorsteinn B. Gíslason fv. prófastur í Steinnesi Mér eru minnisstæðar margar athafnir frá þessum árum, þó ein sé.mér minnisstæðust. Það var í svartasta skammdeginu, að jarða átti lítið barn framan úr Víðidal. Hriðarveður var þennan dag, en það átti að jarða upp úr hádeginu. Sr. Þorsteinn var kominn, en veðr- ið hafði tafið fyrir fólkinu. Rétt fyrir rökkurbyrjun sást til manna- ferða framan isa. Nokkru seinna kom líkfylgdin í hlað, foreldrarnir með litlu kistuna og ökumaður sem stýrði sleðanum. Farið var i kirkju. Ég reyndi að spila og syngja sálm og presturinn fullur samúðar talaði falleg orð og flutti bæn við litlu kistuna. Sungið var „Allt eins og blómstrið eina“. Þeg- ar út í garðinn kom var komin stórhrið, en sr. Þorsteinn lét sér hvergi bregða. Við sungum við gröfina ,,í friði látinn hvílir hér". Ekkert mátti á vanta. Litla barnið varð að fá sömu þjónustu og aðrir. Mér er i minni hve glöð og þakklát móðirin var þegar við komum úr hriðinni inn í hlýjan bæinn. Hún gat ekki blessað prestinn nógsam- lega fyrir, hve vel honum tókst og nú gat hún lagzt róleg úl svefns, þegar heim kæmi. Kona sr. Þorsteins er Ölína Benediktsdóttir Helgasonar bónda á Hrafnabjörgum í Svinadal. Ólst frú Ólína upp í Asi i Vatnsdal hjá móðurbróður sinum, Guðmundi Ölafssyni alþm., og konu hans, Sig- urlaugu Guðmundsdóttur. Giftust þau 13. júlí 1922. Frú Ólína hefur staðið dyggan vörð um heimili þeirra og verið manni sinum sam- hent í störfum. Þau hafa átt miklu barnaláni að fagna, en börn þeirra eru Sigurlaug, bankagjaldkeri i Rvk., Guðmundur Ólafs, prestur Árbæjarsafnaðar I Rvk., og Gisli Ásgeir, læknir við Kleppsspítal- ann. Allt er þetta merkisfólk. Heimili prófastshjónanna í Stein- nesi var alla tíð ákaflega vinsælt, þangað áttu margir erindi og var Framhald á bls. 31 lyndur og þakklátur. Oft hjálpaði hann upp á sakirnar með sönginn, því hann hafði ágæta rödd og vildi ávallt úr öllu bæta, ef þess var kostur. Vorið 1923 bar fundum okkar sr. Þorsteins fyrst saman. Ég flutti þá heimilisfang mitt frá Akureyri að Þingeyrum í A-Hvs. Sama ár flutti sr. Þorsteinn með fjölskyldu sína að Steinnesi í sömu sveit. Urðum við eftir það nágrannar í tugi ára eða þar til haustið 1967 að hann lét af prestskap og flutti til Rvíkur með allt sitt skyldulið. Kynni okk- ar eiga sér því langan aldur og ekki er nema góðs að minnast frá þeim tíma. Varð mér strax hlýtt til prestsins míns og hef metið hann meira með hverju ári, segir það sína sögu. Þjóðhátíðardaginn bar upp á sunnudag þetta vor, en þann dag reið ég í hlað á Þingeyrum. Fátt fólk var heima fýrir til að fagna nýjum gesti, því fjölmennt hafði verið á þjóðhátíðarfagnað á Blönduósi, þar sem ungi prestur- inn í Steinnesi átti að messa. Stuttu seinna var messað á Þing- eyrum og þá sá ég sr. Þorstein í fyrsta skipti. Heimafólk fjöl- mennti til kirkju og hlýddi messu hjá unga prestinum og siðan hefur mér þótt vænt um prestinn minn, sem var sálusorgari minn í 44 ár, skfrði, fermdi og gifti einkabarnið mitt auk margra annarra prest- verka, er hann innti af höndum fyrir heimili mitt. Oft var mann- margt og þar dvaldi fólk á öllunt aldri, sem þurfti' margs konar þjónustu. Ég hygg að bjartar vonir hafi verið efst i huga okkar þessa fyrstu vordaga i sveitinni, þó hafa eflaust ýmsar áhyggjur steðjað að. Það var ekki vandalaust fyrir ung- an prest að setjast i sæti prófasts- ins i Steinnesi, sr. Bjarna Pálsson- ar, sem um tugi ára hafði þjónað þessum sóknum og hafði jafnan verið mikils virtur fyrir gáfur og lærdóm. Auk þess hafði Steinnes- heimilið verið rómað fyrir gest- risni og myndarbrag. En sr. Þor- steinn sigraði öll ljón, er á vegi hans urðu og góð samvinna og sambúð tókst brátt með honum og sóknarbörnum hans. Sýndi það sig bezt hve virtur hann var, er hann kvaddi sóknir sínar haustið 1967 eftir 45 ára þjónustu. Sr. Þorsteinn fæddist í Forsælu- dal í Vatnsdal 26. júní 1897. For- eldrar hans voru Gísli bóndi í For- sæludal og siðar Koti í Vatnsdal Guðlaugsson og s.k.h. Guðrún Sig- urrós Magnúsdóttir bónda síðast á Bergsstöðum i Miðfirði. Hann var snemma fróðleiksfús og braust til náms, tók stúdentspróf utanskóla 1918 og kandídatspróf í guðfræði við H, ísl. 14. febr. 1922. Staðfest aðstoðarprestsköllun til sr. Bjarna Pálssonar að Steinnesi 12. mai 1922, vigður 14. s.m., settur sókn- arprestur i Þingeyraklausturs- prestakalli 9. júni sama ár, veitt kallið 28. des. s.á. frá 1. júní 1923. Fyrsta sumarið sem hann þjónaði sat hann í Ási I Vatnsdal en um veturinn var hann á Akri, þar til hann flutti að Steinnesi sem fyrr segir. Hann var skipaður prófastur í Húnavatnsprófastdæmi frá 1. júlí 1951. Auk þess hafði hann auka- þjónustu i Höskuldsstaðapresta- kalli öllu frá ársbyrjun til septem- berloka 1931, i Spákonufells- og Hofssókn frá 1. okt. 1931 til 1. júní 1932, í Auðkúlu- og Svínavatns- sókn frá 1. nóv. 1952 til 1. marz 1953, frá 1. júli 1959 til 1. okt. s.á. og frá 1. júlí 1960 til 1. júní 1961. Auk prestsstarfa var hann árum saman i hreppsnefnd Sveins- staðahr. og geghdi ótal trúnaðar- störfum innan héraðsins. Þá ber þess að geta, að hann hafði ungl- ingaskóla i Steinnesi í fjöldamörg ár. Kom það sér vel fyrir margt ungmennið, sem vildi leita sér frekari menntunar, að geta leitað til sr. Þorsteins, þvi hann var af- bragðskennari. Unglingaskólarnir voru þá ekki komnir til að taka við af barnaskólunum. Hann kenndi einnig mörgum undir skóla. Heyrði ég Sigurð Guðmundsson skólameistara hafa orð á því, að það brygðist ekki, að nemendur sr. Þorsteins i Steinnesi væru vel urtdirbúnir og stæðu sig með prýði, þegar þeir settust á skóla- bekk i M.A. Þriðja hvern helgidag kom sr. Þorsteinn að Þingeyrum til að messa, það brást ekki. Hann kom hvernig sem veður var. þvi hann var með afbrigðum skyldurækinn. Áður en bílarnir komu til sögunn- ar fór hann riðandi milli kirkju- staða. Margir erfiðleikar biðu sveitaprestanna á fyrri árum, kaldar kirkjur, litil söngmennt svo erfitt var með kirkjusöng. Oft var nær ókleift að fá organista. í nokk- ur ár var ég organisti í Þingeyra- kirkju og þvi samstarfsmaður sr. Þorsteins. Það var gott að starfa með honum, hann var umburðar- 2000 ^glæsileg fjölskyldubifreið í sérflokki með frábæra aksturseiginleika AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600 VÉL: 1962 cc, 4ra cyl, 140 hö SAE, tveir keðjudrifnir ofanáliggjandi knastásar. Tveir tvöfaldir blöndungar. Vökvakæling. 5<0 watta (loftkældur) rafall (alternator). Eyðsla 8.7 1/100 km við 100 km meðalhraða á klst. Hámarkshraði yfir 200 km á klst. HEMLAR — FJÖÐRUN: Aflhemlar með diskum við öll hjól og sérstökum öryggisventli fyrir hemlun á afturhjólum, sem hindrar læsingu (lock up). Tvöfalt bremsukerfi. Gormafjöðrun við öll hjól. YFIRBYGGING: 4ra dyra, fimm manna. Sérstök áhersla lögð á þægindi og öryggi ökumanns og farþega t.d. með stillanlegum sætum og höfuðpúðum, stillanlegu veltistýri, kraftmikilli þriggja hraða miðstöð með ellefu útblástursopum fyrir ýmist kalt eða heitt loft. Mjög rúmgóð farangursgeymsla (600 I). Sérstök hljóðeinangrun, sérlega styrkt yfirbygging, full- komið mælaborð, öryggisstuðarar, hiti á afturrúðu o.m.fl. þaó er unun aó aka í alfa Sérsta^kt kynningarveró um kr. 3.000.000 GÍRKASSI: 5 gíra alsamhæfður, fimmti gir yfirdrif (overdrive). Drif er á afturhjólum, girkassi, tengsli og drif er sambyggt til áherslu fyrlr bætta aksturseiginleika með betri skiptingu þyngdar milli fram- og afturöxla. \ JÖFUR hr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.