Morgunblaðið - 26.06.1977, Side 22

Morgunblaðið - 26.06.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977 JAPAN/MENNTAMÁL Ofurkapp foreldranna er að eyði- leggjabörnin Hún hefur löngum þótt hörð samkeppnin í Japan. Miklar kröf- ur eru gerðar til manna allt frá unga aldri; þeir verða jafnvel að hafa háskólapróf til þess að fá almenna skrifstofuvinnu. E.t.v. leiðir eitthvað gott af þessari hörku. En hún hefur líka ýmsa ókosti í för með sér. Eða finnst mönnum ekki fulllangt gengið, þegar fjögurra ára gömul börn eru komin með magasár af sam- keppni...? Það var læknir nokkur, Masa- yoshi Namiki að nafni, sem veittu því athygli, að börn og unglingar, sem hann hafði skipti af, kvört- uðu furðulega oft um magakvalir. Hann fór að rannsaka þetta, smíð- aði sér „trefjasjá", sem hann kall- aði svo og er nokkurs konar myndavél, sem hægt er að slaka niður f iður manna. Þegar hann fór að kíkja innan í börn, sem kvörtuðu um magakvalir, komst hann að því, að þau kvörtuðu hreint ekki að ástæðulausu: þau voru nefnilega með magasár. Og það reyndist ótrúlega algengt. Hvorki fleiri né færri en 30% allra þeirra barna, sem Namiki skoðaði á árunum 1974—1976, reyndust hafa magasár á ýmsum stigum. 1% þeirra var yngra en fjögurra ára, en einna flest voru á aldrinum 10—-14 ára. Miki komst svo að orði, að í „öðru hverju tilviki hefði verið greinileg tengsl með magasárinu og því, að barnið reis ekki undir kröfunum, sem gerðar voru til þess heima fyrir og í skólanum". Hann bætti því við, að það kynni að koma á -daginn, að „börnunum nú á dögum stafaði mest hætta af foreldrum sínum“. Samkeppnin hefst þegar í smá- barnaskólum. Þá þegar er farið að keyra börnin áfram. Markmiðið er, að þau komist í „almennileg- an“ skóla. „Almennilegir" skólar eru fáir og foreldrum þykir miklu varða, að börn þeirra komist I þá; það er nefnilega eina leiðin til velgengni. Auðvitað mistekst alltaf ein- hverjum börnum. Þau komast aldrei öll í „almennilega" skóla. Það hefúr lengi tíðkazt i Japan, að menn styttu sér aldur, ef þeir „brygðust" þannig foreldrum sín- um. Og sjálfsmorð áf þessum sök- um hafa orðið æ algengari á und- anförnum árum. Hinir, sem „bregðast“ en lifa það af fá aftur á móti magasár. Namiki segir framgirni foreldr- arnna slíka, að þeir þrjózkist í lengstu lög og viðurkenni það ekki fyrr en í fulla hnefana, að börn þeirra séu komin með maga- sár. „Þeir hugsa með sér, að mað- ur sé bara að ýkja; það sé ekkert að krökkunum nema meinlaus kveisa. Haldi maður þvf fram eft- ir sem áður, að barn þurfi læknis- hjálpar segja foreldrarnir oft, að það sé útilokað að það leggist inn I sjúkrahús. Það megi alls ekki vera að því! Og takist manni að telja foreldrunum hughvarf veit maður ekki fyrri til en þeir birt- ast í næsta heimsóknartíma með fangið fullt af námsbókum handa veslings barninu. Þegar þar er komið sögu er þeim oftast boðið að kíkja í trefjasjána og litast um í maga barnsins. Flestir foreldrar láta sér segjast, þegar þeir sjá magasárið eigin augum...“ Hér eru nokkur dæmi úr skýrsl- um Namikis: Níu ár gömul telpa var neydd til þess að sækja ball- ett- og píanótíma á daginn eftir að kennslu lauk í barnaskólanum. Nú komst móðir hennar að því, að dóttir nágrannanna sótti þrjá sér- tíma á daginn. Það þoldi móðirin ekki — og innritaði dóttur sína á námskeið i ensku talmáli. Var hún þá farin að sækja þrjá sér- tfma á dag. Mánuði eftir, að hún byrjaði í enskutímunum, fór hún að selja upp blóði. Hún reyndist komin með stórt magasár. Annað dæmi af níu ára gömlum dreng. Faðir hans var lftt mennt- aður; hafði ekki nema gagnfræða- próf. Móður drengsins hafði alltaf þótt þetta leitt og var hún staðráð- in f þvf, að sá fitli skyldi komast lengra. Varð hann að sækja þrjá sértfma á hverju kvöldi, þar á meðal tíma i ensku talmáli. Þeir voru honum aflerfióir vegna þess, að hann átti við málgalla að stríða — stamaði ákaflega. Enda leið ekki á löngu þar til blóð fór að ganga upp úr honum. Þriðja dæmið er af 14 ára dreng. Faðir hans var læknir og langaði ákaflega til þess, að son- urinn fetaði í fótspor sin. Var drengnum haldið mjög að námi og brýnt fyrir honum sýknt og heil- agt, að hann yrði að iá háar eink- unnir. Jafnvel fluttu þau móðir hans að heiman og settust að í húsi rétt hjá skólanum svo að drengurinn þyrfti sem allra stytzt að fara og hefði þá þeim mun meiri tíma til lestrar! Drengurinn var síkvartandi um magakvalir. En þvi var engu sinnt lengi vel. Það kom svo i ljós við læknisskoð- un, að hann var bæði með maga- sár og sár f skeifugörn. „Ein 80% þeirra barna, sem ég skoðaði," segir Namiki, „voru neydd til þess að sækja sértima eftir reglulegan skólatima, og for- eldrar þeirra lögðu mjög fast að þeim. Stundum var því líkast, að lif barnanna ylti á nokkrum eink- unnastigum... .. .Það er tiltölulega auðvelt að lækna magasár í börnum og ung- lingum. En það er ekki nóg. Aðal- meinið er eftir sem áður. Það er viðhorf foreldranna. Sú skoðun að börn þeirra verði að „komast áfram“, hvað sem það kosti. Þetta mein er verra viðureignar en magasárið. Og verði það ekki upp- rætt verður magasárið ekki held- ur upprætt.. —MARK MURRAY. FÓLKSFJÖLGUN Indverjar haf a ekki undan að seð ja alla nýju munnana INDVERJAR eru hér um bil 620 milljónir talsins. Þeim fjölgar geysihratt, um nærri 1 3 milljónir á ári. Það eru jafn- margir og búa í Ástralíu. Ríkis- stjórn Indiru Gandhi reyndi að draga úr offjölguninni og efndi til víðtækra ófrjósemisaðgerða um landið. Til dæmis að nefna voru sjö milljónir manna gerðar ófrjóar í fyrra. En þessar að- gerðir urðu ákaflega óvinsælar, enda gengu yfirvöld fram af allmikilli hörku. Varð það ríkis- stjórninni að lokum að falli; Kongressflokkur Indiru stó- tapaði sem kunnugt er i síðustu SANJAY — Gekk fram af hörku og situr nú uppi meS syndina. þingkosningum og hrökklaðist frá völdum. Hann hafði þá ver- ið í stjórn í 30 ár samfleytt. Kom nú til vaida samsteypu- stjórn. En um leið var endi bundinn á allar tilraunir til þess aðdraga úroffjölgun Indverja. Hinir rétttrúuðu Hindúar, Óttastu lyft- ur? Þorirðu ekki á sjó? FÆLNI, eða fóbía, er þaS kallaS, þegar mönnum stendur óstjórnlegur og óviSráSanlegur ótti af ákveSnum hlutum eSa aSstæSum, sem almennt þykja ekkert óttaleg. Fælni verSur ósjaldan rakin til einhverra áfalla, sem menn hafa orSið fyrir á barns- aldri. Hún getur veriS ákaflega erfiS viSureignar. menn geta ekki varizt skelfingunni þótt þeim sé fullljóst, aS hún á ekki viS nein rök aS stySj- ast, er I rauninni alveg „ástæSu- laus" Fælni er af ýmsu tagi. Sumar fæl- ast vatn og grlpur þá ósjálfrátt of- boS. þegar þeir þurfa aS fara I vatn eSa heyra þaS renna. ASrir mega ekki til þess hugsa aS fara inn I lyftu og stirSna upp af skelfingu. ef þeir neySast til þess. Enn aSrir missa stjórn á sér ef þeir lokast inni I litlu herbergi, þurfa aS fara út á ber- svæSi, horfa niSur úr mikilli hæS, sjá kónguló, lenda I mannþröng. Og þá er „sjóhræSsla" fyrirbæri sem ýmsir kannast viS. SálkönnuSum hefur oft tekizt aS uppræta fælni meS því aS grafast fyrir um orsakir hennar. Hvort tveggja er þó aS þaS getur reynzt seinlegt, og aldrei munu nema fáir af öllum fjöldanum hljóta bata meS þeirri aSferS. En sálfræSingar f Munsterháskóla hafa nú tekiS sér fyrir hendur aS reyna aS hemja fælni f stórum stfl. Þeir fara öSru vlsi aS en sálkönnuSirnir — hirSa ekki um aS leita orsaka fælninnar hjá hverjum sjúklingi og uppræta hana en reyna þess f staS aS fræSa þá um orsakir og ferli fælni yfirleitt. Sálf ræSingarnir reyndu þetta á stórum hópi manna. Þeir útveguSu sjúklingana þannig, aS þeir auglýstu i dagblöSum og buSu öllum. sm haldnir væru einhvers konar fælni aS koma og gangast undir „andfælnis- þjálfun". Nærri hundraS manns á ýmsum aldri svöruSu þessum auglýs- ingum Þegar til kom reyndust þó 56 þeirra svo illa haldnir, aS ekkert varS fyrir þá gert. Þeir, sem eftir urSu. fóru fyrst á sex daga námskeiS. Hlýddu þeir á fyrirlestra I sjö tlma á degi hverjum. Þar voru þeir fræddir Itarlega um sálrænar orsakir og af- leiSingar fælni og hinna ýmsu mynda, sem hún kann aS taka á sig. Jafnframt var hverjum og einum sagt nokkuS um þá sérstöku fælni, sem hann var haldinn. Loks var lýst margvíslegum aSstæSum, sem vakiS geta fælni, og gefin ýmis ráS, sem aS gagni mega koma viS sUkar aSstður. Svo var aS athuga hvern árangur fræSslan hefSi boriS. Voru menn nú látnir gangast undir þolraunir, ýmist einsamlir eSa með öSrum, og stofn- að til aðstæSna svipaðra þeim, sem áður höfðu jafnan vakið þeim óvið- ráðanlegt ofboS eða skelfingu. Áttu þeir aS reyna að beita skynseminni og þeirri þekkingu, sem þeim hafSi bætzt á námskeiðinu, til þess að hemja ótta sinn og bægja honum frá sér. ÞaS. sem eftir var tfmans gekkst fólkiS svo undir æ erfiSari próf. Þeg- ar upp var staðið reyndust nfu manns af hverjum tfu hafa batnað fælnin svo. aS þeim var mikiS til horfinn óttinn við þær aðstæSur. sem áður höfSu rænt þá allri sjálf- stjórn. . . . — HERMANN M. STEINER. Eitt i 'i • \ þjóðarmorð Hryðjuverk og fjöldamorð mega nú heita daglegt brauð. Sum eins og týnast þð í fréttunum og fara nánast fram í kyrrþey. Svosem eins og ógnirnar sem hér segir frá. „Ekki er ósennilegt, að með- ferðin á Austur-Timorbúum sé, tiltölulega, grófasta mannrétt- indabrot, sem uppvfst hefur orðið í heiminum í seinni tíð.“ Þessi orð eru úr skýrslu, sem James Dunn, fyrrverandi aðal- ræðismaður Ástralfu á Austur- Timor, tók saman um hryðju- verk Indónesa þar í landi. Skýrsluna byggði hann m.a. á framhurði sjónarvotta, sem flú- ið höfðu eyna og komizt til Portúgals. Indónesíust jórn varð ókvæða við, þegar skýrsl- an birtist. Mikil reiði varð f Ástralíu, og B :ndarfkjaþing tók sér þegar fyrir hendur að kanna málið. Dunn bar það fyrir mannrétt- indanefnd fulltrúadeildar Bandarfkjaþings, að Indónesar væru búnir að myrða 50—100 þúsund Austur-Timorbúa, þ.e.a.s. 10—20% þjóðarinnar, frá því í desember 1975. Það var þá, sem Indónesar réðust inn í Austur-Timor. Áður var hún nýlenda Portúgala. En töl- urnar, sem Dunn nefndi, hafði hann úr viðtölum við eina 200 flóttamenn, sem komnir voru frá Austur-Timor til Portúgals. Sögðu þeir, að morðöld rfkti f landinu. Dæmi væru til þess, að Indónesar hefðu strádrepið alla íbúa heilla þorpa fyrir grun um það, að þeir væru hlynntir svonefndum Bylt- ingarframverði frjálsrar Aust- ur-Timor“ (FRETILIN). Einu sinni fór fram opinber aftaka barna og kvenna á hafnarbakk- anum f höfuðborginni, Dili. öðru sinni voru 2000 manna felld með vélbyssuskothrfð fyrir þá sök að hafa andæft þvf, I HÖFUÐBORGINNI — Meðal annarra hryðjuverka var opin- ber aftaka kvenna og barna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.