Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977 33 Katrín Guðjónsdótt- ir—Minningarorð Fædd 31. júlf 1950. Dáin 17. júní 1977. Þegar við kveðjum einhvern aí vinum okkar í hinzta sinn, þá er eins og sól sumarsins hverfi og fölva haustsins slái á lifið og til- veruna i kringum okkur. Minning- arnar koma fram í huga manns ein af annarri. Við minnumst Katrinar sem lit- illar stúlku með sitt hýra bros, unglings, sem vildi gleðja aðra og láta öðrum liða vel, og loks sem fulltiða og glæsilegrar stúlku. Hverjum skyldi detta í hug, að þín ævi yrði ekki lengri og þú svo snögglega burt frá okkur kölluð. En vegir drottins eru órannsakan- legir, og spurningin vaknar: Til hvers er þetta lff? Við hljótum að trúa þvi, að annað líf sé eftir þetta. Við Gulla viljum aðeins þakka Katrínu allar góðu stundirnar, sem við áttum saman, Gulla sér- staklega fyrir allar ánægjustund- irnar í blakinu í vetur, sem aldrei koma aftur. Við þökkum henni fyrir hversu góð hún var börnum okkar. Alltaf hafði hún tima til að tala við þau og gleðja á einn eða annan hátt. Við biðjum algóðan guð að styrkja foreldra hennar, bróður og systur, ömmu og afa á Frakkastfg og aðra ástvini. Ó þá náð að eiga Jesúm einkavin f hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sfnu f Drottins skaut. Ó, það slys þvf hnossi að hafna, hvflfkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg f Drottins skaut. Blessuð sé minning hennar. Sverrir Gunnarsson. Kveðjuorð frá starfsfólki Útvegsbankans Á morgun verður til hvílu borin í vígðri fósturmold, Katrin Guð- jónsdóttir. Að liðnum Jónsmessu- degi, þegar jörðin er döggvuð hlýj- um morgunúða komum við saman til þess að kveðja elskulega starfs- systur, en minning hennar mun lifa um alla ævi meðan hjartað slær í brjóstum okkar. Katrín Guðjónsdóttir átti ekki langa ævibraut i þessu lífi. Ung er hún frá oss horfin, aðeins 26 ára gömul. Hörmulegur var hennar dauð- dagi, þegar hún andaðist í Elliða- vatni, siðastliðinn 17. júni. Katrín Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1950. Foreldrar hennar eru Ágústa Jóhannsdóttir Og Guðjón Ásbjörnsson, húsasmið- ur og tvö eru systkinin, Guðmund- ur, sem búsettur er á Húsavík, og ung systir, Brynja Þyrí, í foreldra- húsum. Katrin nam og lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar vor- ið 1967. Að hausti sama árs frá Bankamannaskólanum og nám- skeiði á vegum bankanna i vélrit- un 1968. Framhaldsnám sótti hún á vegum Utvegsbankans i Privat- banken í Danmörku um hálfsárs- skeið 1974. Katrín hóf störf i Utvegsbanka íslands 29. maí 1967, þá 16 ára gömul og var bankamær til and- láts. Hún átti vináttu allra, sem með henni störfuðu i bankanum. Aðlað- andi framkoma hennar, bros í and- liti og góðvilji til allra var hennar aðalsmerki. Katrin Guðjónsdóttir vann störf sín i Útvegsbankanum í áratug af mikilli kostgæfni og alúð og minn- ing hennar mun aldrei afmást í hugum þeirra, sem nutu samferð- ar hennar, um lengri eða skemmri tíma. Þær sólskinsstundir hverfa aldrei. Ég kveð elskulega starfssystur með orðum úr kvæðabók vinar mins, Kjartans J. Gislasonar frá Mosfelli: Ég bið ykkur svanir, að syngja og syngja í sál hennar kveðju frá mér. Adolf Björnsson. Á morgun verður kvödd Katrin Guójónsdóttir, elzta barn hjón- anna Ágústu Jóhannsdóttur og Guðjóns Ásbjörnssonar, húsa- smiðs, Brúnalandi 19, Reykjavík. Þvi verður ekki með orðum lýst, hvílíkt reiðarslag fregnin um slys- ið varð okkur vinnufélögum henn- ar. Katrin var nýkomin úr sumar- fríi frá Spáni ásamt vini sínum, Jóni Sævari Gunnarssyni. Þau voru boðin í afmælisveizlu 16. þ.m. til vinafólks síns, f sumarbústað við Elliðavatn. Um nóttina reru þau út á vatnið. Þau komu ekki aftur að landi í okkar hverfula heimi, en ekki efumst við um, að þótt okkar islenzka vornótt sé dýrðleg, hafi þau vaknað til nýs lifs á enn dásamlegri ströndu. Það er orðtak sem segir: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Við vitum að Guð hefur elskað hana Katrinu okkar mikið, þvi hver í okkar hópi skyldi frekar hafa lifað eftir kenningum hans? Þessi yndislega stúlka var hógvær, hljóðlát og glöð, trú yfir litlu jafnt sem stóru og með afbrigðum hlý og kærleiksrík við alla sem hún umgekkst, og ekki hvað sizt við þá, senj sjúkir voru og minna máttu sín. Samband hennar við foreldra og systkini var óvenju ástúðlegt. Okkur er sérstaklega minnisstætt hversu góðir vinir hún og litla systir hennar voru og hvað þær gátu spjallað mikið saman. Fyrir utan að vera þannig til fyrirmyndar, hvað alla mannkosti snerti, var hún lika með afbrigð- um góður starfskraftur. 1 Utvegs- bankanum, þar sem Katrin hóf störf þann 29.5 1967 verður vand- fyllt hennar skarð. Við viljum nú að leiðarlokum þakka henni allar notalegu sam- verustundirnar, bæði í leik og starfi. Það er oft erfitt að skilja þetta lífshlaup okkar, þegar svo ungu og efnilegu fólki er fyrirvaralaust kippt í burtu á meðan fjöldi fólks bíður dauðans árum saman með óþreyju. Lifið er sjálfsagt fyrst og fremst skóli. Við vottum ástvinum þeirra Kat- rínar og Jóns Sævars okkar dýpstu samúð. Samstarfsfélagar í Innheimtu- deild Útvegsbankans. Nokkur fátækleg kveðjuorð til Katrínar frá blakkonum Vikings. Hörmulegt slys og tvær ungar manneskjur falla i valinn. Glöð og hamingjusöm ungmenni sem gæf- an virtist blasa við. En það þýðir ekki að deila við dómarann. Og reynum við því aö orna okkur við hlýjar minningar liðinna ára. Það er nokkuð stór hópur kvenna, sem hafa æft blak saman nokkur undanfarin ár, og var Katrín ein úr þessum skemmti- lega og samrýnda hópi. Hún var sú yngsta í hópnum, áhugasöm og dugleg enda vandfyllt sæti henn- ar hér eftir. Það verður tómlegt að hefja æfingar á ný án hennar. Framhaid á bls. 36 Cléjfaáud 5M glæsileg lítil fjölskyldubifreid med frábæra aksturseiginleika 1186 cc, 4ra cyl, 72 hö SAE, tveir beltadrifnir ofanáliggjandi knastásar. Einfaldur blöndungur. Vökvakæling. 475 watta rafall (allernator). Eyðsla 6.4 1/100 km við 90 km meðalhraða á klst. Hámarkshraði 150 km á klst. HEMLAR — FJÖÐRUN: Aflhemlar með diskum við öll hjól og sérstökum öryggisventli fyrir hemlun á afturhjólum, sem hindrar læsingu (lock up). Tvöfalt bremsukerfi. Gormafjöðrun við öll hjól. YFIRBYGGING: 4ra dyra, fimm manna. Sæti stillanleg upp og niður, fram og aftur, auk halla á baki og hæðar á höfuðpuða. Stillan- legt veltistýri. Rúmgóð farangursgeymsla (400 I). Hituð afturrúða. GÍRKASSI: 5 gira alsamhæfður, fimmti gir yfirdrif (overdrive). Framhjóladrif það er unun að aka í alfa JÖFUR HF. Sérstakt kynningarveró aðeinsum kr. 1.950.000- AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.