Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 41
félk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977
41
17. júní í Noregi
+ Blaðinu hefur borist bréf
frá Roar Rönning sem býr f
Örsta, Noregi og fer það
hér á eftir í lauslegri þýð-
ingu:
Um 40 Islendingar sem
búsettir eru í Möre og
Romsdal I Noregi komu
saman föstudaginn 17. júní
til að halda þjóðhátíðardag-
inn hátíðlegan. Fulltrúar js-
lands á hátíðinni voru Sig-
urður Hafstað fulltrúi við
íslenska sendiráðið í Ósló
og kona hans Ragnheiður
Hafstað. Einnig voru þar
Oskar Larsen, ræðismaður
íslands í Álasundi, og kona
hans Hilda Bödtker Larsen.
Veg og vanda af undirbún-
ingi hátiðahaldanna sem
haldin voru f bænum Örsta
hafði Eilhelm Jonson í
Vartdal. Þetta var í fyrsta
sinn sem Sigurður Hafstað
og kona hans komu til
Sunnmöre. Þau notuðu
fyrri hluta dagsins til að
fara f skoðunarferð um hér-
aðið kring um Álasund með
Oskari Larsen ræðismanni.
Oskar Larsen hefur verið
íslenskur ræðismaður i Ála-
sundi í 28 ár og segist hafa
af þvf mikla ánægju og í
huga sínum væri 17. júnf
ekki sfðri hátfðisdagur en
17. maf, þjóðhátiðardagur
Norðmanna. Hátíðin f
Örsta hófst með borðhaldi
en síðan voru ræðuhöld og
sgngur. Meðal annars söng
83 ára íslendingur, Jón
Jónsson, ættaður úr Fljót-
um f Skagafirði, öll erindin
af kvæðinu Eggert Ólafsson
eftir Matthfas Jochums-
son. Jón fluttist til Noregs
árið 1914. Hátfðinni lauk
með þvf að sunginn var
þjóðsöngurinn. Á myndinni
sjást nokkrir þátttakenda f
hátíðahöldunum.
Sérstakur ráðgjafi
Trudeaus af ís-
lenzku bergi brotinn
% Pierre Elliot Trudeau
forsætisráðherra Kanada
hefur skipað Donald
Scarth Thorson, aðstoð-
ardómsmálaráðherra, til
að vera sérstakur ráð-
gjafi um málefni sem
varða stjórnarskrá lands-
ins. Thorson, sem er 51
árs, er vel þekktur fyrir
sín fyrri störf, og allt frá
því Trudeau varð áhrifa-
maður í stjórnmálum ár-
ið 1965 hefur Thorson
verið einn af ráðgjöfum
hans. Thorson hefur átt
þátt f samningu margra
lagabálka, og honum
hafa verið falin mörg
þýðingarmikil verkefni.
Faðir hans, Joseph T.
Thorson, sem nú er 88
ára er einnig þekktur
Iögfræðingur, og eitt
sinn barðist hann fyrir
nýjum lögum um tungu-
mál og var þá sonur hans
á öndverðum meiði. —
Föðurnum tókst ekki að
fá ný lög samþykkt, og
vakti allt þetta mál
mikla athygli.
J. T. Thorson er sonur
Stefáns Þórðarsonar
Jónssonar frá Bryggju í
Biskupstungum og konu
hans Sigríðar Þórarins-
dóttur frá Ásakoti í
Biskupstungum.
Tilnefning forsætisráð-
herrans er talin vera
mikil viðurkenning fyrir
D. C. Thorson, sem hafði
fengið mörg betur laun-
uð atvinnutilboð, sem
hann hafnaði.
Hann hefur þegar tek-
ið við hinu nýja embætti.
Við endurskoðun
stjórnarskrárinnar sem
að sjálfsögðu verður
stefnumarkandi íyrir
alla þjóðina, verður
Thorson að taka sérstak-
lega til meðferðar deil-
una um sjálfstæði Que-
beck-fylkis.
(Fríít 'ur Lógbergi/Heimskrignlu, 7. júní
1977).
Okkar
vinsælu
fótlagaskór
komnir aftur
Póstsendum
No. 35—41
GEYSIBr