Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júll 1977
Y estfj arðaglefsur
Grein og myndir
„Það kemst í vana að
eiga svona mörg börn,
þetta venst ágætlega“,
sagði Sigurður Friðfinns-
son, bóndi á Ketilseyri í
Dýrafirði, í samtali við
Morgunblaðið, en hann
og Fríða kona hans eiga
17 börn. „Já, þetta hefur
gengið einhvernveginn",
sagði Fríða sem heitir
fullu nafni Björnfríður
Magnúsdóttir. Sigurður
benti á að hjón í sveit
með svona mörg börn
hefðu ef til vill ekki eins
mikið fyrir því að ala þau
upp og hjón með 2—3
börn í þéttbýli. Börn
þeirra Fríðu og Sigurðar
eru fædd i öllum
Ami Johnsen
erum með svona
400—500 fjár á fóðrum
eftir því hvernig árar.
Einnig höfum við verið í
svolitlum vélarekstri í
félagi, ég og tveir synir
minir, en alls eru nú
synirnir 11, fullskipað
knattspyrnulið eða skips-
höfn á bát. Við erum með
gröfur og ámoksturstæki
í vélaútgerðinni".
„Svo fjölskyldan
vinnur mikið saman“.
„Líklega er það nú
óvenju mikið miðað við
nú til dags. Yfirleitt eru
öll uppkomnu börnin
búsett hér í firðinum og á
Þingeyri, en þau eru á
aldrinum 7—31 árs. Ein
Á Ketiiseyri hlá
Friðu og Sigurði
____„ByggÖM 7 sinnum viö,
jafnoft og börnin fæddust”
Nýja og gamla húsið.
mánuðum nema
desember, janúar og
marz, en í sveitinni geng-
ur sú þjóðsaga að Friða
hafi átt flest börnin um
leið og ærnar báru á vor-
in. „Það þýðir ekkert
annað en taka þetta með
trukki meðan maður er
ungur“, sagði Sigurður
um bjarnaf jöldann.
Ketilseyri er innsti bær
í byggð við sunnan-
verðan Dýrafjörð og þar
er að rísa nýtt og glæsi-
legt íbúðarhús fyrir
framan gamla bæinn sem
Sigurður sagðist hafa
byggt við 17 sinnum, eða
jafn oft og barnsfæðing-
arnar urðu. Fríða dró nú
í land með þ: ð og sagði að
svo slæmt hefði það ekki
verið.
Það er rekin stórútgerð
frá Ketilseyri ekki
sjósókn, heldur vinnu-
vélaútgerð og nýting
nágrannajarða sem eru í
eyði.
„Við erum að reyna að
nýta þessi jarðakot sem
fara í eyði, heyja þau“,
sagði Sigurður, „við
dóttir okkar býr í Reykja-
vík“.
Ekki kvaðst Sigurður
vera viss um hvað þau
væru mörg i heimili um
þessar mundir, þetta
væri svo breytilegt.
„Ætli við séum ekki
10—12 viðloðandi núna“,
sagði Fríða, „Þetta er
fljótt að breytast".
Þau heyja af 6 kotum,
alls 45—50 hekturum.
„Þar með er ekki sagt að
ágóðinn sé eftir því, eins
og það hefur viðrað",
sagði Sigurður, „það er
aðallega vinnugleðin sem
kemur út úr þessu.
Sumarið hefur verið kalt
og óhagstætt til
búskapar.
Annars mætti hafa
aðeins stærra bú hér
miðað við það land sem
við nýtum, en maður leig-
ir sumar jarðirnar aðeins
til eins árs og veit aldrei
hvenær eigendurnir vilja
taka þær aftur“.
„Sezt unga fólkið að í
firðinum"?
„Það sezt talsvert að
hér, en sveitirnar eru
orðnar ákaflega þunn-
skipaðar. Það hefur verið
litið um það á undanförn-
um áratugum að það
fylltist í skörðin hér í
Þingeyrarhreppi þegar
fólk hverfur á braut. Það
er aðeins einn ungur
bóndi sem hefur byrjað
búskap hér á s.l. ári i
hreppnum. Búskapurinn
er ekki talinn arðvænleg
atvinnugrein hér, sér-
staklega ekki eftir að
næg vinna varð við fisk-
vinnslu á Þingeyri. Hitt
er svo að fólk virðist
heldur leita út fyrir
frystihúsin á sumrin til
þess að vinna við önnur
störf. Þá er fyllt í skörðin
með aðkomufólki og
unglingum".
Það er verið að vinna
við nýja húsið á fullum
krafti og þau ætla að
flytja inn seinnipartinn í
sumar, ákváðu að ljúka
algjörlega við húsið áður
en þau flyttu inn „svo
það verði örugglega
gert“, sagði Sigurður.
Unga fólkið hjálpar til,
því Sigurður sagði að það
væri ekki síður viljugt að
ganga i verkin en eldri
systkinin þegar þau voru
yngri og svo er oft gest-
kvæmt á bænum því
barnabörnin eru orðin 8
talsins og þau setja sinn
svip á bæinn á góðviðris-
dögum.
Krakkarnir á bænum með tvo beimalninga. Frfðá og Sigurður