Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 15

Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 15 vori, þótt ekki væri nema um 10 MW virkt afl að ræða. Til þess að ná þessu marki þyrfti væntanlega um 25 kg/s af gufu við 8 ata úr neðra kerfi. Sama árangri mætti einnig ná með um 18 kg/s við 8 ata úr neðra kerfi auk um 10 kg/s við 3,5 ata úr efra kerfi. Til þess að ná nægu efra kerfis vatni mætti nýta rennsli úr holum 8, 9 og 10 en þær munu alls flytja nægilegt vatnsrennsli úr efra kerfi til þess að vinna um 10 kg/s af lágþrýstigufu. Þá er og auðvelt að bora nýjar holur niður í efra kerfi. Goshætta og landröskun. A meðan á núverandi virkni á Kröflusvæði stendur er að sjálf- sögðu hætta á margskonar tjóni vegna jarðelds, hrauns, skjálfta og annarrar landröskunar. Ymsu má hagræða til þess að draga úr hugsanlegu tjóni, og er þá eðlileg- ast að styðjast við sögulegar heim- ildir um hegðun svæðisins við fyrri goshrynur. Tæring I borholum. Tæring á fóðurpipum og öðru efni í borhol- um er mjög alvarlegt mál, sem gefa þarf fullan gaum. Efni f gufu og vatni á Kröflu- svæði eru þannig, að nokkur hætta er á tæringu. Við hönnun borhola verður að gera tilraun til þess að verja yztu meginfóðurplp- ur og sjá svo um að endurnýja megi a.m.k. hluta af innri pípum. Stýring gufuveitu. Samrekstur margra borhola, sem hafa ólfka þrýstingsferla getur valdið nokkr- um vanda, og þarf að huga að þessu sérstaklega. 1 þessum efn- um mætti leita til reynslu manna við Wairakei á Nýja Sjálandi. (5.3) Leiðir til aukinnar gufu- vinnslu og betri afkasta borhola. Eins og fyrr getur skiptir megin- máli að auka æstætt rennsli bor- hola á Kröflusvæði. I þessum efn- um eru þrjár leiðir þ.e. (1) bætt staðsetning, (2) endurhönnun til þess að vinna gegn rennslis- minnkun og (3) rennslisörvun með sérstökum aðferðum, sem auka innstreymisfleti. Til þess að hafa vonir um bætta staðsetningu þarf að endurkanna og raunar gerrannsaka allt Kröflusvæðið. Er hér einkum um að ræða jarð- eðlisfræðilega gagnasöfnun með alimörgum aðferðum. Endurransókn og gagnasöfnun (6.1) Markmið. Borholur ber að staðsetja þannig, að þær hafi möguleika að skera nægilega við- ar æðar á hæfilegri dýpt. Líkur eru fyrir láréttum æðum einkum á lagamörkum og e.t.v. i hraun- og innskotsiögum. Likur eru á nær lóðréttum æðum við lóðrétt inn- skot svo sem ganga og í brota- svæðum. Of yfirleitt eru meiri Ifkur á æðum á svæðum, sem hafa orðið fyrir röskun af einu eða öðru tagi. Augljóst er, að staðsetn- ing lárétta æðasvæða veldur meiri örðugleikum en lóðréttra. Ýmsum könnunaraðferðum til þess að bæta tækni við staðsetn- ingu borhola verður hér skipt í tvo flokka, (1) aðferðir, sem aðli- legt er að nota og (2) hugsanlegar aðferðir, sem bent er á að til greina komi þótt að svo stöddu geti verið tvisýnt um árangur. Y f irborðsrannsóknir, eðlilegar aðferðir. Þyngdar- og segulsvið. Nákvæm þyngdar- og segulsviðskort með þéttum mælistöðvum geta gefið mikilsverðar upplýsingar um stöðu brotlina og innskota. A Kröflusvæði virðist eðlilegt að endurmæla um 10 ferkm svæði, og hafa ekki meir en 100 metra milli mælistöðva. Reynsla verður að skera úr um það, hvort þetta mælisvæði sé nægilegt. Berghiti og varmastraumur. Augljóst er, að uppstreymi heits vatns og gufu veldur auknu varmastreymi við yfirborð, og þarf ekki að ræða það frekar. Rafleiðni og jarðspenna. Raf- Ieiðnigögn hvort heldur rak- eða riðstraums eru gagnleg, en vegna mikillar dreifingar er túlkun oft erfið og tvísýn. Smáskjálftar. Slfkir skjálftar eiga upptök þar sem spenna er i bergi og röskun fer fram. Stað- setning á upptökum er þvf oft gagnleg. Efni I vatni, gasi og jarðvegi. Jarðefnarannsóknir eru mikið svið, og hér gefst ekkert tóm að ræða gagnsemi þeirra. Aðeins skal á það bent, að nú eru kunnar mjög auðveldar aðferðir við greiningu ýmissra snefilefna svo sem kvikasilfurs og þessháttar efna. Taka þarf til athugunar að gera snefilefnakort af Kröflu- svæði, en þessi gögn gætu verið gagnleg við greiningu upp- streymissvæða. Skjálftaöldur. Seismiskar mæl- ingar eru skarpari greiningar- tækni en flestar aðrar jarðeðlisað- ferðir. Slikar mælingar gefa þýð- ingarmiklar upplýsingar um lag- skiptingu og aðra jarðlagabygg- ingu. Nákvæm könnun ölduhraða og öldusveifa gefur og gögn um hraða í einstökum jarðlögum, Poisson-hlutfall og öldudeyfingu, en þessar stærðir geta gefið hug- myndir um hita-, fasa- og sprunguástand. Þá hafa P- öldutafir og S-ölduskuggar verið gagnleg við staðsetningu innskota I bráðnu eða nær-bráðnu ástandi. Yfirborðarannsóknir, hugsanlegar aðferðir Titringur. Sú skoðun hefur komið fram oftar en einu sinni, að sititringur með 0.1 til 10 riðum sé einkenni virkra háhitasvæða. Þótt enginn hafi enn lagt fram nægilega sennilega skýringu á or- sökum sliks titrings hafa menn þó framkvæmt talsvert af titrings- mælingum á ýmsum svæðum f Bandarikjunum. Höfundur þess- arar skýrslu hefur yfirleitt tekið dræma afstöðu til gagnsemi slikra mælinga, einkum ef þeim er ætl- að að visa á lítið virk háhitakerfi neðanjarðar. En virkni á Kröflusvæði er svo mikil að ekki má útiloka þann möguleika, að tvifasa straumar vatns og skyld fyrirbrigði geti valdið við yfirborð mælanlegum titringi, sem nota mætti til leitar að uppstreymisstöðum. Hér verð- ur að visu að hafa i huga, að borholur og hverir eru talsverðir titringsvaldar, og er þvi hætt við að greiningarörðugleikar geti komið fram á Kröflusvæði. Vegna þess ástands, sem nú rfkir, má þó ekki hafna gagnsemi titringsmæl- inga, og ætti að taka málið til frekari athugunar. Bent skal á að mæla má titring á þverskurðum sunnan og norðan við aðalvirkn- ina. Togspenna. Gera verður ráð fyrir því, að togspenna riki f jarð- lögum yfir innskotum og svæðum, sem eru' sprungin vegna lárétts átaks. Togspennumælingar hafa ekki verið framkvæmdar á jarð- hitasvæðum, og tækni við slikar mælingar er raunar litt þróuð enn. Sá sem þetta ritar er þó þeirrar skoðunar, að spennumæl- ingar megi gera í hæfilega djúp- um borholum með tiltöluiega ein- földum aðferðum. Reikna verður með a.m.k. um 100 metra djúpum holum. Hæfilega heillegur hluti hola nálægt botni er siðan afgirt- ur með steypu- eða gúmmítöppum og sprengdur með vatnsþrýstingi. Sá þrýstingur, sem mældur er þegar holuveggur klofnar gefur gögn um togspennu i bergi. Að sjálfsögðu er spurning, hvort gagnsemi slíkra mælinga gæti borið borunarkostnað. Holurnar væru nothæfar til annarra kann- ana svo sem hitamælinga. Jarðspenna. Umtalsvert er, að rafspennumælingar við Kilauea á Hawaii hafa sýnt, að talsverð jarð- spenna (self-potential) er um- hverfis kvikuinnskot. Hugsanlegt er að greina megi innskot með nægilega þéttum spennumæling- um. (6.4) Borholuaðferðir. Borholu- gögn eru mjög mikilsverð, og er þvi rétt að freista þess að ná öll- um slikum upplýsingum, sem nokkur tök eru á. Er hér um að ræða gögn um hita, þrýsting, rennsli og leka. Ytarlegum gögn- Framhald á bls. 31 EvaRode (t.v.), Jan Ragnar Hagland og Else Mundal. (Ljósm. mu. Emiiia). Norrænir fræðimenn hér á landi: Þingað um íslendingasögur ingasögur á nýnorsku til almenn- ingsnota. Eva Rode sagði að i Danmörku væri mun minna kennt í fornnorr- ænum fræðum en í Noregi, og hefði minnkað frá þvi sem var. Hún sagðist hafa komið hingað til lands fyrir átta árum, en Elsa Mundal sagði þetta vera fimmtu heimsókn sína hingað. Jan Ragn- ar kvaðst hafa verið vinnumaður á Hvanneyri fyrir nokkru. Öll létu þau mjög vel af dvöl- inni hér og lýstu mikilli ánægju með þetta framtak Arriastofnunar og það væri ómetanlegt hverjum þeim er læsi íslendingasögur að koma hingað og kyrilkast sögusvið- inu. Þátttakendur i þessari ferð hingað til lands á vegum Árna- stofnunar voru 3 frá Finnlandi, Noregi og Danmörku, en 6 frá Svibióð STOFNUN Arna Magnússonar bauð í ár hingað til lands hópi ungs fólks, sem leggur stund á norræn fræði við háskóla á hinum Norðurlöndunum. Það var siðan fyrir u.þ.b. hálfum mánuði að fimmtán manns komu hingað til lands á vegum stofnunarinnar. Þetta boð hingað til lands var að sögn Jónasar Kristjánssonar, for- stöðumanns stofnunarinnar, að veita þessu fólki innsýn i þær aðstæður og umhverfi, sem ls- lendingasögur gerast i. Jónas sagði að ferðin hefði verið þannig skipulögð að fyrst vardvalið i nokkra daga i Reykjavik og þar fluttir fyrirlestrar og hafðar um- ræður. Voru þrjár sögur teknar - fyrir, þ.e. Egilssaga, Njálssaga og Kjalnesingasaga. Siðan var farið i ferðalag á þær söguslóðir, sem um ræðir i þcssum sögum. Er þvi ferðalagi nú nýlokið og halda gestirnir utan i dag. Jónas sagði að Stofnun Arna Magnússonar hefði fengið styrk frá Norræna menningarsjóðnum og væri í ráði að halda þessu áfram og stefna að því að fá hing- að hópa annað hvert ár. Mbl. ræddi við þrjár hinna erlendu gesta i gær, þau Evu Rode frá Danrriörku og Elsu Mundal og Jan Ragnar Hagdal frá Noregi. Þau sögðust öll leggja stund á það sem væri kallað Nordisk Philologia, eða norræn fræði. Sögðu þau að i Noregi væri það skyldufag í öllum menntaskólum að lesa eitthvað af íslendingasög- um á frummálinu og í sex þeirra væri starfandi sérstök deild í norrænum fræðum. Þau sögðu að 2—300 manns i Noregi legðu stund á norsku, sem háskólafag og stór hluti þess væri lestur is- lenzkra bókmennta á frummál- inu. Það kom einnig fram að i Noregi eru oft gefnar út Islend-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.