Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 21 Ingólfur Arnarson (t.v.) og Sigurjón Haraldsson. Helgi Pétur, Fanney og Kristbjörn. Robert Carey Fórnarlfkneskið sem bjargaði veðrinu. Jóhannes Fossdai og fleiri Blönduósingar þvo buxur. Hallur Helgason, kokkur hjá Hraunbúum. stjórnar. á staðnum þar sem skátahöfðing- inn, Páll Glslason læknir, myndi hjúkra ef eitthvað kæmi fyrir. Að lokum sagði Arnfinnur okk- ur að öll kvöld væri eitthvað skemmtilegt að gerast, t.d. var varðeldur fyrir allt mótið á mánu- dagskvöld, og á föstudagskvöld verður tlvolí o.fl. o.fl. Við ráfuðum um svæðið, alls- staðar var llf, og ef það var ekki, var það vegna þess að skátar lágu I sóibaði, máttiausir af hita. „Maður er alveg dasaður I öll- um þessum hita, það er búið að vera grenjandi rigning, svo allt I einu svona sól“, þetta voru orð Ingólfs Arnarssonar, tvltugs Hafnfirðings, sem er I Hraunbú- um, Hafnarfirði. „Við færðum likneskinu okkar fórn, fransk- brauð og rækjuost I gærkveldi og breiddum yfir það I nott, þess vegna er sól núna“. Líklega voru ekki allir sammála þessari skýr- ingu, en Hafnfirðingar trúðu þessu statt og stöðugt og ætluðu að halda áfram fórnum tii iíkneskisins. „Við fórnum þó ekki gltarnum" sagði Ingólfur að lok- um, en þeir Hraunbúar kvöddu okkur með þeim orðum að við yrðum að koma um kaffileytið og fá hjá þeim kakó, sem við lofuð- um. „Hér er gott að vera, alveg ágætt" sagði Robert Carey, 19 ára bandarfskur piltur, sem kemur frá Keflavlkurflugvelii. Hann sagði okkur að frá Kefla- víkurflugvellinum væru 25 manns, þ.e. 15 strákar og 10 stelp- ur, en þau eru á aldrinum 11—40 ára. „Þetta er fallegt land, og veðrið I dag er frábært" sagði Robert að lokum. Næst rákumst við á Ægisbúa úr Reykjavík, og voru tvær stelpur að þvo upp eftir matinn. „Við skiptumst á að þvo upp en annars eru hér tvær eldabuskur. Jú, hér er ofsa gaman, I morgun fórum við i safariferð, það var farið á fleka, og skriðið I gegnum ræsi og svoleiðis," sögðu þær Katrín Guðjónsdóttir 13 ára og Sigrlður E. Arngrímsdóttir, 12 ára. „Kannski koma pabbi og mamma á laugardaginn og verða I fjöl- skyldubúðum" og þær bættu við að þær hlökkuðu til þess. Norski fáninn blakti við hún við eitt torgið ög gerði blm. innrás I það þorp. Þar varð fyrir svörum Qivind Ekne, 24 ára gamall. „Við vorum fyrst 2 daga I Reykjavik, en fórum sfðan I ferð um Hval- f jörð, Reykhoit og Þingvöll og slð- an beint hingað". öivind lét vel af ferðinni en sagði að það hefði rignt heldur mikið, annars væri landið fallegt, en taldi það mjög óllkt Noregi. „Við erum 72 manns frá Noregi, þar af 40 frá Oslo. Eftir mótið ætlum við til Hveravalla, vera þar I eina viku og ganga á jökia." Við komum þar að er fólk þvoði buxur slnar I grið og ergi, og kvað einn skáti þá við „Við skátarnir drepumst nú ekki ráðalausir". Þetta var Jóhannes Fossdal, 17 ára, einn 11 manna frá Blönduósi. „Við erum búin að skrlða I gegn- um hinar og þessar þrautir I safarileiðangri, svo maður verður að þvo buxurnar slnar". Grænlendingar hafa sótt mótið heim og fannst okkur upplagt að lita inn til þeirra. Blm. spurði á Framhald á bls 22. öivind Ekne Hluti Grænlendinganna, Hendrik Jacobsen lengst t.v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.