Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977
23
^^^Platan sem selst og selst
Tryggið ykkur eintak tímanlega
Það borgar sig
ina við Elliðaárnar, fyrst og
fremst i eigin hagsmuna skyni en
ekki til almennrar eflingar fiski-
ræktar i stórum vatnahverfum
Reykjavíkurborgar, en með slíkri
samningsgerð var Veiði- og fiski-
ræktarráð um leið útilokað frá
aðstöðu við Elliðaárstöðina og af-
not af henni.
Ég lít svo á, að hér sé um að
ræða mjög alvarlegt og um leið
vítarvert framferði, sem hlýtur að
teljast fara i bága við efni og anda
fyrri- og nú nýgerðan samning við
Stangaveiðifélag Reykjavíkur um
rekstur og afnot af Klak- og eldi-
sstöðinni við Elliðaárnar, svo og
einnig andstætt grundvallarhug-
myndum og efni lax- og silungs-
veiðilaganna nr. 76 frá 1970, um
fiskirækt og fiskasjúkdóma og
meðferð þeirra mála.
Fullvist má telja, að slik mistök
og gáleysi sem hér um ræðir, gæti
ekki hafa átt sér stað, ef Veiði- og
fiskiræktarráði væri tryggð að-
staða til starfa i Klak- og eldistöð-
inni við Elliðaárnar. Það, sem
skeð hefur, sannar því betur en
orð fá lýst, hve fráleitt það er að
hafa útilokað starfsemi ráðsins á
þessum vettvangi með þvi að af-
henda Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur þessa einu og þýðingar-
miklu aðstöðu Reykjavíkurborgar
til áhrifarikra fiskiræktarfram-
kvæmda.
Það er þvi mín skoðun að
borgarráði beri nú þegar að aftur-
kalla og ógilda nýgerðan samning
við Stangaveiðifélag Reykjavikur
um Klak- og eldisstöðina við Ell-
iðaárnar, fyrst og fremst vegna
þessara mistaka félagsins og jafn-
framt til þess að firra sig ábyrgð á
því í framtiðinni, að fela félags-
samtökum er þannig misnota um-
rædda fiskiræktaraðstöðu borgar-
innar í Klak- og eldisstöðinni við
Elliðaárnar.
Þessi bókun mín er gerð til að
upplýsa borgarráð um þetta sér-
stæða misbrestamál og vara við
afleiðingunum af því.
Samþ. samhljóða i Veiði- og
fiskiræktarráði 18/7 ’77.
Veiði- og fiskirækrarráð
Reykjavikurborgar samþykkir að
beina þeirri eindregnu áskorun
til allra alþingismanna borgarinn-
ar, að þeir beiti sér fyrir því á
Alþingi á hausti komanda, að
gerðar verði grundvallarbreyting-
ar á núgildandi lögum um lax- og
silungsveiði nr. 76 frá 1970 á þann
veg, fyrst og fremst, að i nýrri
löggjöf verði sundur skilin veiði-
málin annarsvegar og fiskirækt-
ar- og fiskasjúkdómamálin hins-
vegar, og traust og örugg stjórn
þessara mála tryggð.
Á fundi 1 Veiði- og fiskiræktar-
ráði Reykjavíkur 18. júlí s.l. ósk-
aði Jakob V. Hafstein eftir eftir-
farandi bókun:
Út af umræðum þeim, sem fram
hafa farið á fundi Veiði- og fiski-
ræktarráðs Reykjavikurborgar i
dag, mánudaginn 18. júli 1977, í
sambandi við væntanlega komu
erlendra sérfræðinga í fiskasjúk-
dómum til að rannsaka og reyna
að komast fyrir um orsakir, upp-
runa og eðli sjúkdómsfaraldurs,
er herjaði á ársgömul laxaseiði i
Klak- og eldisstöðinni við Elliða-
árnar á nýliðnu vori, en Veiði- og
fiskiræktarráð samþykkti ein-
róma tillögu mina í þessum efn-
um hinn 26. maí s.l., sem borgaráð
staðfesti siðan — óska ég eftirfar-
andi bókunar:
1. Stangaveiðifélagi Reykjavikur
hlaut að vera vel kunnugt um
þessa einróma samþykkt Veiði- og
fiskiræktarráðs og staðfestingu
borgarráðs á henni, bæði af fjöl-
miðlum, af einkaviðtölum fram-
kvæmdastjóra ráðsins við fiskeld-
ismann félagsins, er sér um og
annast rekstur Klak- og eldis-
stöðvarinnar við Elliðaárnar, sem
og einnig vegna fulltrúa Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, sem er
eigandi stöðvarinnar, og for-
manns Elliðaárnefndar Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, sem báð-
ir eiga sæti í Veiði- og fiskirækt-
arráði. Þá var einnig landbúnað-
arráðuneytinu, fiskasjúkdóma-
nefnd og veiðimálastjóra send
umrædd samþykkt ráðsins, svo að
það gat þvi engum dulist, hvert
stefndi um framvindu þessa máls
og vilja ráðamanna Reykjavikur-
borgar í þessum efnum.
2. Það er upplýst og staðfest að af
25000 ársgömlum laxaseiðum,
sem í eldi voru upp úr siðustu
áramótum i Klak- og eldisstöðinni
við EUiðaárnar, drápust rúmlega
20.000 seiði í sjúkdómsfaraldri, er
herjaði á stöðina í marz—apríl
mánuðum, en um 5000 seiði munu
hafa lifað af þennan sjúkdóm.
3. Þrátt fyrir það að fyrrgreind
rannsókn erlendra sérfræðinga i
fiskasjúkdómum væri i vændum
og henni hraðað svo sem framast
væri kostur, er nú upplýst og stað-
fest, að Stangaveiðifélag Reykja-
víkur hefur sleppt öllum þessum
eftirlifandi 5000 seiðum eða að
langmestu leiti — í eina af leigu-
ám félagsins, Leirvogsá, og getur
varla nokkrum dulist að hér sé
um að ræða mjög alvarlega og
gáleysislega ákvörðun frá fiski-
ræktarlegu sjónarmiði séð, um
leið og ljóst liggur fyrir, að slikt
framferði sem þetta, torveldar þá
þýðingarmiklu rannsókn, sem vit-
að var að væri í vændum i náinni
framtíð.
4. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvort
Stangaveiðifélag Reykjavikur
hafi gert Veiðifélagi Leirvogsár
ljósa grein fyrir umræddum sjúk-
dómsfaraldri, sem herjaði á Klak-
og eldisstöðina við Elliðaárnar,
sem umrædd 5000 laxaseiði lifðu
að visu af og nú hafa verið sett út
í Leirvogsá. Ber brýna nauðsyn til
að upplýsa þetta atriði.
5. Fiskasjúkdómanefnd og fiski-
ræktaryfirvöld vissu vel um þenn-
an sjúkdómsfaraldur i stöðinni
við EHiðaárnar, þó hljótt færi um
nokkurt skeið. Jafnframt vissu
þessi yfirvöld að engin niðurstaða
eða vissa lá fyrir um eðli, orsök
eða uppruna sjúkdómsfaraldurs-
ins, þrátt fyrir eigin rannsóknir
fiskasjúkdómanefndar í rann-
sóknarstofunum að Keldum og
rannsóknir i Skotlandi. Samt sem
áður settu þessi yfirvöld og emb-
ættismenn í fiskiræktarmálum
engar hömlur á meðferð um-
ræddra eftirlifandi 5000 seiða né
heldur gáfu þau út nein fyrirmæli
um varúð við útsetningu seiðanna
i góðar laxveiðiár. En á sama
tfma, sem þetta skeður, neituðu
þessi sömu yfirvöld að eiga sam-
leið og samvinnu við Veiði- og
fiskiræktarráð Reykjavikurborg-
ar um það, að fá hið allra fyrsta
hingað til landsins erlenda sér-
fræðinga f fiskasjúkdómum til
rannsóknar á umræddum sjúk-
dómsfaraldri og fleiri tilfellum.
6. Allt þetta skeður, meðan fram
fer viðkvæm og verulega umdeild
samningsgerð um það, hvort
áfram skuli falið Stangaveiðifél-
agi Reykjavikur í næstu 3 ár að
annast og reka Klak- og eldisstöð-
Á.Á.
hljómplötur
ViU ógilda samning
vid Stangaveidifélagid
Fleiri gistingar en í
fyrra hjá Farfuglum
Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar i
sumar hefur gistingum ferðafólks
á Farfuglaheimilinu I Reykjavík
fjölgað talsvert. Sem dæmi um
þessa aukningu má geta þess að
nýting farfuglaheimilisins í
Reykjavík jókst um 20% í júni-
mánuði siðastliðnum, og um 74%
á fyrri helmingi þessa árs, frá
árinu í fyrra.
íslendingar hafa i auknu mæl
notfært. sér þessa þjónustu far
fuglahreyfingarinnar, bæði
Reykjavík og úti á landi. Nú
sumar eru starfrækt utan Reykja-
vikur 5 farfuglaheimili en þau
eru í Fljótshlið, á Berunesi, Seyð-
isfirði, Akureyri og i Vestmanna-
eyjum. Allir þessir gististaðir
hafa upp á að bjóða þá aðstöðu
sem ferðafólk þarf á að halda, t.d.
eldhús þar sem fólk fær aðstöðu
til að hugsa um sinn mat sjálft,
upplýsingar um næsta nágrenni,
og að sjálfsögðu alla hreinlætisað-
stöðu. Gistigjaid á Farfuglaheim-
ilum er mjög stillt I hóf til þess að
auðvelda fólki að ferðast um land-
ið.
Einnig hafa farfuglar nú nokk-
ur undanfarin ár beitt sér fyrir
því að safna saman í einn bækling
upplýsingum um öll pokapláss og
aðra gististaði á Islandi, og fæst
sá bæklingur ókeypis á Skrifstofu
farfugla og á flestum ferðaskrif-
stofum.
(Fréttatilkynning)
Ferðir til 9 staða um
verslunarmannahelgina
EINS og undanfarin ár efnir
Ferðafélag Islands til skemmti-
ferða um verzlunarmannahelg-
ina. Að þessu sinni verður farið
til 9 staða víðsvegar á landinu.
Efst á listanum er Þórsmörk.
Vinsældir Þórsmerkur hafa auk-
ist jafnt og þétt hin síðari ár og er
hún sá staður i óbyggðum sem
flestir heimsækja á sumri hverju.
Um verzlunarmannahelgina efnir
Ferðafélagið til tveggja ferða
þangað, sú fyrri verður kl. 20 á
föstudagskvöld, en sú síðari kl. 13
á laugardag.
A föstudagskvöld 29. júli verð-
ur einnig farið til Veiðivatna og
er ætlunin að fara inn á Jökul-
heima í þessari ferð. Einnig verð-
ur efnt til ferðar í Landmanna-
laugar og farið þaðan I Eldgjá.
Þá verður farið norður á
Strandir. Mun það i frysta skipti í
langan tima, sem Ferðafélagið
efnir til ferðar þangað um verzl-
unarmannahelgi. Fyrsta daginn
verður farið i einum áfanga alla
leið norður að Klúku í Bjarnar-
firði, en þar verður gist í barna-
skólanum. Á laugardag verður
svo farið norður í Ingólfsfjörð og
gist aftur næstu nótt á Klúku. A
sunnudag verður svo ekið suður
Dali og gist síðustu nóttina i
barnaskólanum að Sælingsdals-
laug.
Ennfremur verður ferð í
Skaftafell um verzlunarmanna-
helgina eins og undanfarin ár og
einnig í Hvanngil. I báðum þess-
um ferðum verður gist í tjöldum.
Kl. 08 á laugardagsmorgun
verður farið inn á Hveravelli,
annar hópur fer I Kerlingafjöll og
sá þriðji fer vestur í Breiða-
fjarðareyjar og um Snæfellsnes,
ekið verður kringum nesið og á
laugardegi farið með Baldri til
Flateyjar.
Alla dagana verða farnar styttri
ferðir hér i nágrenni Reykjavik-
ur, hálfsdags-ferðir og heils-
dagsferðir sem auglýstar verða
nánar í dagblöðunum um helgina.
(Fréttatilkynning).