Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977
29
Frá Jóhannesarborg.
lund: „ÍJtlægur maður talar í
kirkju hollenzkra endurbótasinna
... Hjartanlegar móttökur fyrir
Morrison."
Á ýmsum sviðum hafa málin
þróast til betri vegar i Suður-
Afríku. Til dæmis var ég furðu
lostinn yfir því, hversu margir úr
hópi blaðamanna eru þeldökkir.
Þegar ég var siðast I Suður-
Afriku, birtu engin blöð fréttir,
þar sem blökkumenn komu við
sögu, og mín hefði aldrei verið
getið með nafni, hvorki í blöðum
enskumælandi manna né Búa.
Mér þótti það mjög undarlegt og
jafnframt ánægjulegt að vera orð-
inn fréttamaður hjá blöðum, sem
%aldrei höfðu nefnt mig né nokk-
urn annan blökkumann með
nafni um það leyti er ég fluttist
frá landinu.
Þar sem hvitir menn og blökku-
menn starfa saman, hafa þeir
ekki sameiginlegt mötuneyti,
enda er gert ráð fyrir þvi í lögum,
að mötuneyti þeirra séu aðskilin.
Percy Qoboza, ritstjóri hins virta
blaðs blökkumanna The World,
skýrði mér frá því, hvernig hann
hefði brugðizt við þessum fyrir-
mælum: „1 fyrstu þurftum við að
setja upp skilvegg í matstofunni,
þvi að prentararnir voru hvitir.
Um leið og umsjónarmaður húss-
ins gekk í burtu, gef ég hins vegar
skipun um að skilrúmið yrði fjar-
lægt. Prentararnir neituðu að
matast á sömu matstofu og
blökkumenn og kvörtuðu við um-
sjónarmanninn. Hann hafði þegar
í stað samband við mig og hótaði
mér öllu illu, ef ég léti ekki skil-
rúmið á sinn stað aftur. Ég neit-
aði, og sagði honum, að engin
aðskilnaðarstefna skyldi vera við
lýði á blaði, þar sem ég væri rit-
stjóri. Ég spurði hvort hann vildi
ekki kæra mig og láta senda mig í
fangelsi. Ég var ekki handtekinn,
og skilrúmið var ekki sett upp
aftur. t fyrstu neituðu prentar-
arnir að matast með blökkumönn-
unum, en hafa nú látið undan síga
og allir borða saman á matstof-
unni. Heimurinn stendur samt
enn, og enginn hefur látið lit, að
þvi er ég bezt veit.“
Hins vegar kom mér á óvart
afstaða hinna svokölluðu frjáls-
lyndu blaða, the Rand Daily Mail
og Sunday Times. Fréttamenn frá
báðum þessum blöðum áttu við
mig löng viðtöl, en birtu ekki staf-
krók úr þeim. Þeir vildu, að ég
hellti úr skálum reiði minnar, ysi
formælingum yfir stjórn Suður-
Afríku, yrði hetja og sendur úr
landi á nýjan leik. Þeim fannst
litið til um það, að ég var þakklát-
ur stjórnvöldum fyrir að fá að
koma heim aftur, og fyrir að
lengja dvalarleyfi mitt um þrjár
vikur.
UMGENGISVENJUR
ÖÞVINGAÐRI EN AÐUR
Það orkaði mjög undarlega á
mig að vera aftur i Suður-Afriku.
Flest kom mér kunnuglega fyrir
sjónir, en samt fann ég fyrir tals-
verðum breytingum. Ef einhver
hefði séð mig á gangi með hvítum
manni fyrir 17 árum, hefði öllum
þótt það mjög grunsamlegt.
Blökkumenn hefðu talið, að ég
hefði gengið hvitum mönnum á
hönd og hvítir menn hefðu grun-
að mig um hin óþokkalegustu
bolabrögð. Nú orðið er það ekki
óalgeng sjón að sjá hvíta menn og
svarta i hrókasamræðum á götum
úti.
Sums staðar virðast umgengnis-
venjur miklu óþvingaðri en ég
átti að venjast. Nú er ekki lengur
sérstakir afgreiðslusalir fyrir
hvíta menn og svarta, — hvim-
leiður minnisvarði um fyrri tíð.
Dag nokkurn, þegar ég var á
hraðri ferð, stöðvaði ég leigubil,
sem hvitur maður ók. Hann varð
dálitið hvumsa, en ók mér samt
þangað, sem ég bað hann um.
Enda þótt engin merki séu á
leigubílum um að þeir séu aðeins
ætlaðir hvitum mönnum, ber
fólki ef til vill að skilja að svo sé.
Þegar ég kom til London, var ég
orðinn því svo vanur að leita að
skiltum, þar sem stóð „Aðeins fyr-
ir hvita“, „Aðeins fyrir aðra en
hvita,“ að það tók mig 6 mánuði
að venja mig af því. En þegar ég
kom aftur heim til Suður-Afríku,
fór ég óafvitandi á svig við ýmsar
reglur um aðskilnað kynþáttanna,
sem enn eru við lýði og kunnugir
vara sig á.
GREINILEGT MERKI UM
BREYTTAN TlMA
Eitt sinn fór ég inn á al-
menningssalerni og veitti þvi at-
hygli, að menn horfðu á mig undr-
unaraugum. Eg minntist á þetta
atvik við mág minn, og hann
skýrði mér þá frá þvi, að salernið
væri einungis ætlað hvítum
mönnum. Ef ég hefði komið inn á
slíkan stað fyrir 17 árum, hefði
ugglast einhver hrópað upp yfir
sig, kallað á lögregluna eða ráðizt
á mig með svívirðingum. Þetta er
greinilegt merki um breytta tima.
Stundum var ég gripinn skelf-
ingu, sem átti rót sina að rekja til
unglingsára minna I Suður-
Afríku. Eitt sinn var ég t.d. í
veitingavagni i lest, og áttaði mig
skyndilega á því, að ég var þar
einn innan um hvíta menn. Þá
varð ég allt í einu heltekinn ótta
við að verða rekinn út eða svivirt-
ur, laminn eða sendur i fangelsi.
Það sem hrærði mig einna mest,
var að sjá blökkumenn við störf,
sem þeir hefðu alls ekki getað
fengið hér áður fyrr. I bönkum og
stórverzlunum starfa nú hvitir og
svartir hlið við hlið og sinna sömu
viðskiptavinunum. Ung frænka
mín starfar við afgreiðslu i stórri
og virtri verzlun, og hún varð
mjög undrandi, þegar ég sagði
henni, að það kæmi mér á óvart,
að hún hefði getað fengið þar
vinnu. Hún fékkst ekki til að trúa
því, að áður fyrr hefði blökku-
mönnum verið óheimilt að vinna
með hvítum mönnum. Þegar á allt
er litið, er það greinilegt, að
blökkumenn eru miklu betur sett-
ir í Suður-Afríku, en. þegar ég
fluttist þaðan.
En hversu djúpt rista þessar
breytingar og hvað skipta þær í
rauninni miklu máli? Utlending-
um kann að virðast þær harla
ómerkilegar, en að mati margra
blökkumanna, eru umbætur þess-
ar, þótt litlar séu, verulegt fram-
faraspor, og hafa kveikt þeim
vonir í brjósti um, að þeirra bíði
ný og betri kjör. En þeim er víða
bannaður aðgangur. Þeir eru
handteknir og hafðir í haldi fyrir
litlar sem engar sakir. Fréttir ber-
ast um, að mönnum sé enn mis-
þyrmt í fangelsum, og fangar
halda áfram að „falla út um
glugga" á lögreglustöð John
Vorsters með dularfullum hætti.
Þrátt fyrir allt þetta, virðist það
ekki almenn skoðun meðal
blökkumanna i Suður-Afríku, að
þeim beri að hrifsa til sín völdin
með blóðugri byltingu. Það kom
mér verulega á óvart er ég komst
að raun um að samtök, er starfa
erlendis t.d. Afríska þjóðarráðið
og Afríska þjóðarráðið eiga sér
fáa formælendur I Suður-Afriku.
VILJA SJALFSTÆÐA
LAUSN — EKKI ERLENDA
HUGMYNDAFRÆÐI
Að undanförnu hafa komið
fram á sjónarsviðið ungir, fram-
sæknir blökkumenn, sem vilja
breytingar, en eru bjargfastir í
þeirri trú, að þeir geti knúið þær
fram sjálfir. Þeir visa á bug öllum
fullýrðingum um, að þeir séu
verkfæri erlendra samtaka og
hreyfinga, og þeim er sérlega
uppsigað við þá staðhæfingu, að
það hafi verið Afríska þjóðarráð-
ið, sem skipulagði uppreisnina i
Soweto.
Kynblendingar og annað litað
fólk I Suður-Afríku er um tvær
milljónir talsins, og þeir hafa
ávallt verið eins og á milli steins
og sleggju í átökum hvitra manna
og svartra. Afstaða þeirra verður
stöðugt erfiðari, enda.gerast mót-
mælaraddir þeirra æ háværari.
Og hversu lengi munu svartir
menn og kynblendingar láta sér
nægja að mótmæla? Það er ljóst,
að gera verður þegar gangskör að
róttækum breytingum i landinu.
Búar, sem ég átti samræður við,
spurðu mig m.a. þessarar spurn-
ingar: „Hversu lengi munu svart-
ir menn halda vinarhönd sinni
útréttri?"
Hvítir menn gera sér grein fyr-
ir því, að þær endurbætur, sem
gerðar hafa verið, eru allsendis
ófullnægjandi, og meira verður
að fylgja á eftir, þótt það kosti
mikla eftirgjöf og fórnir af þeirra
hálfu. Pik Botha, utanríkisráð-
Framhald á bls. 33
Sprengdu 1 tonn
af dynamiti í
í»verölduvatni
Þessa mynd tók Ernst
Kettler kvikmyndatöku-
maður hjá KVIK við
Þverölduvatn í fyrradag
þegar verið var að
sprengja í vatninu í sam-
bandi við bergrannsóknir
þær sem nú standa yfir
við landið á vegum ís-
lendinga, Þjóðverja og
Rússa. Sprengt er í línu
gegn um landið, fyrir
sunnan land, i Þveröldu-
vatni, við Kröflu og út af
norðausturhorni
landsins. í þessari
sprengingu í Þveröldu-
vatni var notað eitt tonn
af dynamiti. Var því kom-
ið fyrir á botni vatnsins á
15 m dýpi, en vatnssúlan
sem steig upp var um 15
m á hæð og 50 metrar í
þvermál.
Ernst er að kvikmynda
sprengingarnar fyrir
þýzka sjónvarpið sem er
að gera leikna kvikmynd
um margs konar fyrir-
bæri í náttúrunni og not-
ar hann m.a. kvikmynda-
vél sem tekur 200 myndir
á mínútu þannig að þegar
fyrst örlar á vatns-
súlunni er hún eins og
lítil vatnsbóla, en smátt
og smátt ris hún upp í
fullt veldi.
Minni myndin sýnir
bát fara með dynamit-
hleðslu út á vatnið, en
mest hafa þeir sprengt
1,5 tonn af dynamiti.