Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júll 1977 39 Blöðrumark gaf Svíunum sigurinn" Rabbað við leikmenn og þjálfara að leik loknum ÞAÐ VAR döpur stemning i bún- ingsherbergjum íslenzku lands- liðsmannanna að loknum leiknum I gærkvöldi og reyndar voru Sviarnir ekkert hressir heldur. Þeir voru að vísu ánægðir með sigurinn, en gera sér grein fyrir að þeir verða að standa sig betur ef þeir ætla að ná árangri í úrslit- um Heimsmeistarakeppninnar í Argentinu næsta haust. Við tók- um nokkra leikmenn og þjálfara liðanna tali og fer spjall við þá hér á eftir: 0 — Það næsta, sem ég hef kom- izt þvi að fá nóg af knattspyrnu, sagði Knapp landsliðsþjálfari. — Ég hef sjaldan verið eins leiður eftir nokkurn knattspyrnu- leik og ég held ég hafi aldrei verið eins nærri því að fá nóg af þessari íþrótt, sagði Tony Knapp. — Þeir áttu ekki eitt einasta tækifæri í leiknum, en við sóttum hins vegar eins mikið og við framast þorðum. Ég verð bara veikur þegar ég hugsa um þetta. Svo aðeins 7 min- útum fyrir leikslok skora þeir mark, sem ekki kom einu sinni úr marktækifæri. Boltinn fór bara i Sviann. I sjálfu sér er ég ánægður með liðið, við vorum án tveggja af okkar sterkustu leikmönnum, Ásgeirs og Jóhannesar, en nýju mennirnir stóðu sig ágætlega. En það var ekki sanngjarnt að við skyldum tapa þessu, þetta er það næsta þvi sem ég hef komizt að hætta að hugsa um knattspyrnu, endurtók Knapp að lokum. 0 — Hálfgert blöðrumark, sagði Sigurður fyrirliði og markvörður — Það var sárt að tapa þessum leik, sagði Sigurður Dagsson, markvörður, sem nú var i fyrsta skipti fyrirliði landsliðsins. — Við verðskulduðum a.m.k. annað stig- ið í þessum leik. Liðið spilaði ágætlega í þessum leik, en þetta var þó enginn stórleikur. Já ég held að jafnteflið hefði verið sanngjarnast. Þegar markið kom þá var ég aðeins of seinn út úr markinu til að ná fyrirgjöfinni, Viðar náði síðan aðeins að breyta stefnu knattarins og af Svianum Islenzku leikmennirnir voru að vonum óhressir eftir leikinn I gærkvöldi og dauf stemmning I búningsherberginu. „Þetta var blöðrumark" sem við fengum á okkur, sagði fyrirliðinn, Sigurður DagSson. nr. 9 hrökk knötturinn i netið. Þetta var í rauninni ekkert mark, hálfgert blöðrur.iark, sagði Sigurður Dagsson. 0 — Svo kom þessi dreki og skoraði, sagði Viðar. — Ég náði rétt aðeins að snerta boltann þegar hann kom fyrir markið, en það var ekki nóg. Knötturinn fór framhjá tveimur mönnum og sVo kom þessi dreki og skoraði. Ég held hann hafi þó ékkert vitað hvað hann var að gera, boltinn fór bara í hann. 0 — Gáfulegt f ellinni að hugsa um fyrsta landsleikinn, sagði Albert. — Ég hefði viljað fá meiri tíma I mínum fyrsta landsleik, sagði nýliðinn Albert Guðmundsson eftir leikinn. — Eg fór inn á þegar 2—3 minútur voru eftir og kom aldrei við boltann i fyrsta landsleiknum. Það verður gáfu- legt i ellinni þegar maður fer að hugsa um fyrsta landsleikinn. Tvær minútur og engin snerting. Ef skiptingar eiga að gera eitt- hvert gagn verða menn að fá minnst 10—15 mínútur til að ná að sýna eitthvað. 0 — Átti von á þeim betri, sagði Matthfas. — Ég var mjög spenntur fyrir þennan leik, það hafa verið leið- indi i kringum landsleiki mina fyrir Island í Halmia og sú spenna hrjáði mig i þessum leik, sagði Matthías Hallgrimsson. — 1 leik- hléi sá Tony að ég var illa upp- lagður og spurði mig hvort ég vildi skipta, ég gat ekki annað en svarað því játandi, fann að ég var ekki eins og ég á að mér. Það má mikið breytast ef ég verð áfram hjá Halmia, ég hef þegar fengið eitt tilboð frá liði i 1. deildinni í Svíþjóð og reikna með að ég taki því. — Mér fannst Svíarnir ekki eins góðir í þessum leik og á móti Danmörku, en þó voru þeir með sama lið. Ég átti von á þeim betri. Við vorum mun betra liðið i fyrra hálfleiknum, en þeir hins vegar í þeim seinni, en við áttum þó alls ekki að tapa þessum leik, sagði Matthias að lokum. O — Oánægður með sjálfan mig, sagði Ingi Björn. — Ég er mest óánægður með sjálfan mig i þessum leik, sagði Ingi Björn Albertsson að leiknum loknum. — t seinni hálfleiknum var ég einhverra hluta vegna ekki I takt við leikinn, e.t.v. hafa stöðu- breytingarnar gert það, en það hefði þó átt að hjálpa mér að fá Guðmund Þorbjörnsson við hlið- ina á mér. Mér finnst Sviarnir lélegastir af þeim landsliðum, sem við höfum leikið gegn i ár og því enn sárara að tapa fyrir þeim. Þeir mega taka sig mikið saman í andlitinu ef þeir ætla sér árangur í Argentínu. 0 — Vil helst ekkert segja, sagði Ölafur. — Ég vil bara helzt ekkert segja um þennan leik og gleyma honum sem fyrst, var það fyrsta sem Ölafur Sigurvinsson sagði er við ræddum við hann i búnings- klefanum. — Það var ferlegt að fá þetta mark á sig þegar svona litið var eftir og það algjört heppnis- mark. Við hefðum að minnsta kosti átt að ná jafntefli i leiknum. I fyrri hálfleiknum var ég eitt- hvað slappur i maganum og bað þvi um að fá skiptingu í leikhléi, en Knapp vildi það ekki. I seinni hálfleiknum lagðist krankleikinn og ég er bara sæmilega ánægður með minn hlut, sagði Ölafur. • — Ánægður með sigurinn, ekki annað sagði Aby. — Islenzka liðið er mjög gott lið, sagði Georg Aby Erikson, þjálfari Svíanna að leiknum lokn- um. — Ég vissi nokkurn veginn að hverju ég gekk, það eru ekki nema góð lið, sem ná þeim árangri að tapa aðeins með einu marki gegn liðum eins og lands- liðum Belgíu ög Hollands. Ég er ánægður með sigurinn, ekki ann- að í þessum leik, við getum betur og verðum að gera það i Argen- tinu, en þetta er talsvert annað lið en það sem við höfum þegar at- vinnumennirnir okkar eru með. I íslenzka liðinu skar sig enginn einn útúr, þetta er gott lið, sem vinnur saman sem heild, sagði Aby að lokum. Leikurinn ekki eins góður og veðrið ELMAR Geirsson er nýlega kominn heim til Islands frá Þýzkalandi, þar sem hann stundaði nám i tannlækningum og lék jafnfram knattspyrnu með atvinnu- og áhugamanna- liðum. Það er orðið nokkuð langt siðan Elmar klæddist landsliðspeysunni siðast, en hér fyrr á árum þótti hann sjálfsagður maður I landsliðið. Elmar var meðal áhorfenda að leiknum { gærkvöldi og Morgunblaðið fékk hann til þess að segja lesendum frá leiknum, eihs og hann kom honum fyrir sjónir: — Maður er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir því að leikur- inn skyldi tapast því jafntefli virtist blasa við. En við þessu er ekkert að segja, svona getur oft farið i jöfnum leik. Jafn- tefli hefðu verið góð úrslit fyrir tsland þvi Sviar eru í fremstu röð knattspyrnuþjóða eins og við vitum mætavel. Maður hafði það á tilfinningunni að Sviarnir gerðu sig ánægða með jafntefli og það sýnir vel hve knattspyrnunni hefur fleygt fram hjá okkur tslendingum. VANTAÐI NEISTANN — Um leikinn sjálfan er það að segja, að ég varð fyrir svo- litlum vonbrigðum. Það er vist óhætt að segja að leikurinn hafi ekki verið eins góður og veðrið, þvi miður. Það var eins og vantaði neistann, sem færði okkur sigurinn á móti Austur- Þjóðverjum og fleiri góða sigra. Neistann, sem kveikir sigurbálið. Að visu vantaði sterkustu stoðir liðsins, þá Asgeír Sigurvinsson, Jóhannes Eðvaldsson og Guðgeir Leifs- son, en þrátt fyrir það fór mað- ur á völlinn með þá von í brjósti að liðið myndi ná sinum bezta leik. lslenzka liðið byrj- aði mjög vel, sóknin var vel leikin með Matthias sem bezta mann en brátt komu í Ijós megingallar fslenzka liðsins f þessum leik. Miðjumennirnir féllu of mikið inn i vörnina og tengslin rofnuðu milli miðju- manna og sóknarmanna. Vörn- in var yfirleitt traust og af og til náði liðið snörpum sóknar- lotum en ekki eins mörgum og maður hafði vonað. DÆMIGERÐ LEIKAÐFERÐ FYRIRTONY KNAPP — Um leikaðferð fslenzka liðsins er það að segja, að þetta var dæmigerð leikaðferð fyrir Tony Knapp. Það er mjög áber- andi að við höfum náð upp sterkum landsliðskjarna og gaman hefði verið að sjá alla okkar fremstu menn með i þessum leik. 1 gamla daga var engin festa f þessu, það var nánst skipt um lið milli leikja en nú er þetta alveg breytt, sem betur fer. Þetta hefur smá sam- an verið að koma sfðan i leikn- um fræga á móti Dönum 1967, sem við töpuðum 14:2 og há- marki hefur landsliðið náð undir stjórn Tony Knapp. Kjarninn f liðinu er traustur og það er áberandi, að strákarnir, sem átt hafa þess kost að fara til atvinnuliða, hafa mikið lært og tekið geysilegum framför- um. Landsliðið hefur sfðan lif- að á þessum strákum, ef svo má segja, og ég tel það alranga stefnu að hindra það að strákar komizt til atvinnuliða, ef þeim stendur það til boða. MIÐJAN VEIKI HLEKKURINN — Það er skrftið fyrir mig, að sitja núna f dómarasæti, þvf ég er vanari þvf að hafa verið dæmdur af blaðamönnum en að dæma sjálfur. En gagnrýni á rétt á sér, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, hvort sem hún gleður mann eða særir, eins og stundum kom fyrir í gamla daga. Ef litið er á ein- staka leikmenn og byrjað á fyr- irliðanum Sigurði Dagssyni, verður að segja að það er ómetanlegt að hafa þá gömlu hetju f markinu. Reynsla hans vegur þungt á metunum. Það reyndi ekki mikið á Sigurð I kvöld en það sem hann gerði var óaðfinnanlegt. Aftasta vörnin stóð vel fyrir sínu, þar „brilleraði“ enginn né heldur voru gerð afdrifarfk mistök. Marteinn og GIsli voru. sterku mennirnir f vörninni að mfnu mati. Miðjan var veiki hlekkur- inn f fslenzka liðinu og kannski var það ósköp eðlilegt. Þetta eru erfiðustu stöðurnar f liðinu og ekki hlaupið að þvf fyrir hvern sem er að taka þar stöður manna eins og Asgeirs Sigur- vinssonar og Guðgeirs Leifsson- ar. Af miðjumönnunum fannst mér Atli áberandi frfskastur. Framlfnumennirnir höfðu Ifka erfitt hlutverk, þar sem tengsl- in voru lftil við miðjumennina og Svfarnir mjög sterkir i vörn- inni. Matthfas byrjaði mjög vel og ég hefði viljað sjá hann með f seinni hálfleik, en hann var tekinn útaf f hálfleik, hverju sem það sætti. Ingi Björn og Teitur börðust vel, sérstaklega þó Teitur, en uppskáru ekki árangur erfiðisins. Guðmundur fékk erfitt hlutverk, að koma inn f leik þar sem neistann vantar. Þegar svo er vill maður fljótt detta niður i sama far og aðrir þótt maður ætli sér ann- að. BJARTSYNN ÞRATT FYRIR TAPIÐ — Ég vil Ijúka þessu spjalli með þvf að endurtaka það, að við erum búnir að koma okkur upp góðu liði, betra liði en við höfum áður átt. Þetta lið getur náð árangri á móti hvaða liði sem er, ef allir okkar beztu menn eru með. Þvf er ég bjart- sýnn á góðan árangur f leikjun- um f Hollandi, Belgfu og Norð- ur-__ Rabbað við Elmar Geirsson um landsleikinn við Svía

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.