Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977
7
„Hundasund”
fyrrverandi
ritstjóra
Alþýðublaðsins
1 stökum steinum f
gær var Iftillega fjallað
um ládeyðu í flokks-
starfi Alþýðuflokksins,
sér f lagi hin sfðari árin.
Svo er nú komið að for-
ystumenn þessa flokks
sniðganga eigið mál-
gagn, Alþýðublaðið,
vilji þeir láta rödd sfna
heyrast til þjóðarinnar.
Af þessu tilefni ritar
Ólafur Bjarnason grein
í Alþýðublaðið sl. mið-
vikudag, sem ber yfir-
skriftina: „Athugasemd
við hundasund Sighvats
Björgvinssonar." Þar
segir m.a.:
„Auk þess að drýgja
bágar tekjur sínar (hér
mun átt við forystu-
menn Alþýðuflokks),
munu þeir með þessu
móti telja sig fá meiri
auglýsingu en skrif f
Alþýðuhlaðinu geta gef-
ið, eins og högum þess
er nú komið. Ut yfir
þykir mér þó taka þegar
fyrrverandi ritstjóri Al-
þýðublaðsins getur ekki
lengur notazt við blaðið
sitt.
Verið getur að þing-
maðurinn hafi talið að f
þetta sinn væri hann að
flytja svo merkan vfs-
dóm að fleiri yrðu að
njóta en þær fáu hræð-
ur sem enn lesa Alþýðu-
blaðið.
En þótt mér sé Ijóst
að þetta er staðfesting
þessara manna á til-
gangsleysi útgáfu Al-
þýðublaðsins, er það
ekki aðalástæðan til
þess að ég sting niður
penna.“
Nart og nudd
eða nýting
tækifæris
Ekki verður farið hér
út í efnisatriði í grein-
um þeirra Sighvats
Björgvinssonar og Ólafs
Bjarnasonar, þótt þar sé
fjallað um fhugunar-
verð efni. Ilér er aðeins
drepið á þessa grein til
að varpa Ijósi á nartið
og nuddið, sem nú á sér
stað f Alþýðuflokknum,
og eykst heldur en hitt
eftir því sem nær dreg-
ur prófkjöri um fram-
bjóðendur flokksins við
f hönd farandi Alþingis-
kosningar. Hinsvegar
virðist flokkurinn of
laslegur til að nýta sér
ný viðhorf, er við blasa
á vinstri væng íslenzkra
stjórnmála: tækifæri,
sem svo að segja eru
lögð upp f hendur hon-
um.
Eftirtektarverðar
greinar hafa birzt und-
anfarið f Þjóðviljanum,
þar sem að þvf eru bein-
Ifnis gerðir skórnir, að
það hafi verið söguleg
mistök að kljúfa flokk
jafnaðarmanna á ls-
landi, Alþýðuflokkinn,
árið 1930, og stofna
Kommúnistaflokk. Það
er jafnvel staðhæft að
þessi klofningsflokkur
hafi verið „fáum harm-
dauði“. Jafnframt er,
a.m.k. í orði, tekið und-
ir hugmyndir um lýð-
ræðislegan sócfalisma
og samstarf lýðræðis-
rfkja, bæði um öryggis-
mál og efnahagsmál,
þ.e. fetaðar hliðstæðar
slóðir og kommúnista-
flokkar S-Evrópu hafa
gert. Ilér eru Alþýðu-
flokknum fslenzka lögð
slfk málefnaleg vopn f
hendur, í átökum á
vinstri væng fslenzkra
stjórnmála. að hann
hefur ekki f annan tfma
haft önnur betri tiltæk.
En hvað gerist þá? Ung-
liðahreyfingin f krata-
flokknum tekur upp
merkið, sem „evrópu-
kommúnisminn" hefur
varpað frá sér, gamla
kommasönginn um
Nató!
Litleysi og
lognmolla
Alþýðuflokknum hef-
ur ekki tekizt að hasla
sér þann völl í stjórnar-
andstöðu, sem að var
stefnt. Stjórnarand-
staða hans hefur verið
litlaus og lognmolluleg.
Engin alvarleg tilraun
hefur verið gerð til að
marka flokknum sér-
stöðu f stjórnarand-
stöðu, heldur húkt f
skugga Alþýðubanda-
lagsins. Ilér hefur
flokksforystan illilega
brugðizt. Astandið í Al-
þýðubandalaginu, sem
virðist nokkurs konar
fjölklfkusamband, hef-
ur þó verið með þeim
hætti, að Alþýðufiokk-
urinn hefði átt að geta
orðið meira afgerandi f
stjórnarandstöðu.
Magnús Torfi Ólafsson
hefur hinsvegar þorað
að taka málefnalega af-
stöðu, ýmist með eða
móti stjórnargjörðum,
en jafnan á rökum og
marktækum skýring-
um. Fróðlegt verður að
sjá, hvort Alþýðuflokk-
urinn söðlar yfir á nýj-
an fák f starfi og stefnu-
mörkun á komandi
kosningaári.
Svipmynd úr flokksstarfi Alþýðuflokks.
Verksmidjuútsala
Mjög gott úrval af Dömu- og
barnabuxum úr herrabuxur
denim, flauel, tweed úr denim, flauel
og terelyne og terelyne
Verð frá kr. 1.000 Verð frá 1.500
Allt nýjar vörur
Opið laugardag kl. 9 — 6
Opiðí
dag frá
kl. 9-6
Gott
úrval
af
bútum
Fatagerðir
BÓT,
Skipholti 3. Athugið breytt heimilisfang.
Stórbætt
póstþjónusta
Höfum tekið í notkun
IBM SYSTEM 32 tölvu
við bókanir og skriftir á filmum.
Þetta gefur okkur möguleika á
að veita yður mun öruggari
þjónustu en áður.
Verið velkomin.
Filmur má senda ófrímerkt
í pósthólf 10.
myndióian
HÁSTÞÓRf
Suöurlandsbraut 20. Hafnarstræti 17. ReykjavíK Sími 82733
Ný verzlun
* Opnum I dag nýja verzlun að Grensásvegi 22
Gjafavörur, blóm og skreytingar
Borgarbtómid við 011 ,ækifæri
Grensásvegi 22. 0pi8 mánud ~ lau9ard 9 ~ 22.
sími 32213. Lokað á sunnudögum.
íbúóareigendur-arkitektar
Vorum að fá aftur kókosdreglana vinsælu (lit-
lausir-nautral) 100 cm. br. kr. 1 645 - pr. ferm.
birgðir takmarkaðar.
Gúmmíbátaþjónustan,
Grandagarði 13. S. 14010.
Orð
krossins
Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World
Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags-
morgni kl. 10.00—10.15.
Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9,5 MHZ.)
Orð Krossins,
pósth. 4187, Reykjavík.
Norsk gæðavara
AKARN
H
F
fyrir hurðir 185—254
og 31 6—345 cm á hæð
Verð frá kr 1 8.000
sími 51103
heimasími 52784
Hafnarfirði.