Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977
Dr. Stefán Aðalsteinsson;
fiárafurða
Neyzla bú-
og heilsufar
1. grein — ”Rösklega annar hver Islendingur . .
DANIR A F 100000
ÍBÚUM Á ÁRI
MYND 2
Breytt mataræði — bætt
heilsa?
„Hættu þessum skrifum,
Stefán. Það borgar sig ekki fyrir
ykkur landbúnaðarmenn að vera
að berjast við lækna og mann-
eldisfræðinga. Fólkið trúir þeim,
en ekki ykkur. Það skiptir ekki
máli, hvor aðilinn hefur rétt fyrir
sér“.
Þessar ráðleggingar fékk ég hjá
kunningja mínum þriðjudaginn
19. júlí, 1977, en þá birtist í
Morgunblaðinu greinin: „Skyn-
samlegl mataræði — gagnrýni
svarað". eftir þá Arsæl Jónsson,
lækni, dr. Bjarna Þjóðleifsson,
lækni og dr. Jón Óttar Ragnars-
son, matvælaefnafræðing.
Ég ætla ekki að fara að ráðum
kunningja mins.
Ég trúi þvi ekki að óreyndu, að
það skipti almenning ekki máli,
hver hefur rétt fyrir sér i svo
veigamiklu máli og hér er um að
ræða.
Þess vegna ætla ég í þessari
greín og þremur greinum til við-
bótar að draga fram ýmislegt það,
sem mér finnst á vanta í málflutn-
ing þeírra þremenninganna, þar
sem þeir skera upp herör til að
breyta mataræði þjóðarinnar í
þeim tilgangi að bæta heilsufar
hennar.
Fyrsta spurningin, sem ástæða
er til að spyrja sig er á þá leið,
hvort líklegt sé, að heilsufar
þjóðarinnar batni verulega við að
breyta yfir í það mataræði, sem
þeir þremenníngarnir leggja til.
þeirri spurningu, þarf fyrst af
öllu að vita, hvort heilsufarið er
gott eða illt eða eitthvað þar á
milli.
Síðan þarf að gera sér grein
fyrir því, hvort brestir i heilsufari
kunna að stafa af núverandi
mataræði, sem þá sé ástæða til að
kippa í lag.
Dauðsfallatíðni hér með
því lægsta sem þekkist
t grein þeirra þremenninganna
í Mbl. 19. júlf, s.l. segir m.a.
„... að langalgengasta dánaror-
sök meðal vestrænna þjóða eru
svonefndir hjarta- og æðasjúk-
dómar. Tíðni þeirra fer enn vax-
andi hér á landi (Leturbr. mín.
S.A.).
Myndir 1 og 2 eiga að gefa
nokkra hugmynd um það, hvernig
dánartíðni íslendinga hefur verið
að undanförnu. (Heimildir að
myndum: Heilbrigðisskýrslur og
Tölfræðihandbókin).
Á mynd 1 eru sýnd dauðsföll i
landinu á hverja 100 þúsund íbúa.
Dauðsföllum hefur fækkað jafnt
og þétt á tímabilinu 1911—1951
eða úr rúmlega 1400 í rúmlega
700 dauðsföll á hverja 100 þúsund
íbúa. Síðan hefur tíðni dauðsfalla
staðið í stað að mestu.
Við samanburð á dauðsfalla-
tíðni á íslandi og í 28 öðrum lönd-
um árið 1968, var aðeins eitt
samanburðarlandanna þ.e. Japan,
með lægri dánartíðni heldur en
tsland. Þessar ástæður nægja til
að skýra, hvers vegna hjarta- og
æðasjúkdómar eru algengasta
dánarorsökin hér á landi. Aðrar
orsakir hafa verið á hröðu undan-
haldi, einkum smitsjúkdómar, en
tíðni hjarta- og æðasjúkdóma
hefur heldur vaxið.
Þessi stórfellda lækkun á
dánartiðni Íslendinga náðist án
skipulegra breytinga á mataræði
þjóðarinnar. Þó hefur feitmetisát
minnkað frá því að það var mest,
og neysla á sykri og hvitu hveiti
hefur vaxið stórlega á þessari öld.
Hjartakölkun í vexti —
annað á undanhaidi.
Tiðni hjartasjúkdóma alls og
tíðni hjartakölkunar á 100 þús-
und íbúa á tímabilinu 1951 —1969
er teiknuð inn á mynd 1. Hvoru-
tveggja þessara dánarorsaka fara
vaxandi með tima á umræddu
tímabili.
Á sömu mynd er teiknuð tíðni
allra hjarta- og æðasjúkdóma á
100 þúsund íbúa á árunum
1969—1973. Þar er hvorki um
hækkun eða lækkun að ræða.
Á mynd 2 er teiknuð upp tíðni
dauðsfalla af völdum hjartakölk-
unar annars vegar og af völdum
annarra hjartasjúkdóma hins veg-
ar á tímabilinu 1951—1969,
hvorutveggja á 100 þúsund íbúa.
Á mynd 2. sést, að dauðsföllum
af völdum hjartakölkunar hefur
fjölgað sem nemur 6 tilfellum á
ári á 100 þúsund ibúa, en dauðs-
föllum af völdum annarra hjarta-
sjúkdóma hefur fækkað um 2,6
tilfelli á ári á 100 þúsund íbúa á
þessu tímabili.
Áhættuþættir: Háþrýsting-
ur, hækkuð hlóðfita og
reykingar.
Mikið er deilt um orsakir
hjarta- og æðasjúkdóma, og í því
sambandi eru oft nefndir svokall-
aðir áhættuþættir. Hér á landi
hafa þessir þættir verið taldir
helstir: Háþrýstingur, hækkuð
blóðfita og reykingar.
Vitað er, að reykingar hafa far-
ið vaxandi hér á landi samtimis
vaxandi hjartakölkunartíðni, en
minna er vitað um breytingar á
hinum þáttunum tveimur. Aðrir
áhættuþættir, sem sumar þjóðir
setja ofarlega á listann, svo sem
hreyfingarleysi og offita, hafa
farið í vöxt á þessu sama tímabili.
„ ... og margir hverjir á
miðjum aldri...“
í áðurnefndri grein þremenn-
inganna frá 19. júlí segir: „Rösk-
lega annar hver íslendingur deyr
nú af völdum hjarta- og æðasjúk-
dóma og margir hverjir á miðjum
aldri“. (Leturbr. mín. S.A.).
Arin 1969—1973 stöfuðu 472
dauðsföll af hverjum 1000 dauðs-
föllum af hjarta- og æðasjúkdóm-
um.
Þegar þessi dauðsföll eru reikn-
uð yfir á 100 þúsund íbúa, reynist
fjöldinn vera 334 manns af 100
þúsund.
Skipting þessara dauðsfalla á
aldursflokka er sýnd á mynd 3.
Dauðsföllin skíptust þannig á
aldursflokka, að 32% þeirra
komu fyrir hjá fólki innan við 70
ára aldur, en 68% hjá sjötugu
fólki og eldra. Þar með er greini-
legt, að þessir sjúksómar endur-
spegla að verulegu leyti ellihrörn-
un, sem enginn fær umflúið.
Sé við það miðað, að fólk á
miðjum aldri sé 35—50 ára gam-
alt, þá hafa 4,4% allra dauðsfalla
af þessum orsökum hitt fyrir fólk
á miðjum aldri, en þessi fjöldi
nemur um 30 manns á ári fyrir
landið i heild.
Hvetja ber til hófs í mat-
aræði.
Það skal undirstrikað, að mikil
þörf er á að leita eftir sem bestri
vitneskju um það, af hverju
hjarta- og æðasjúkdómar stafa og
stemma stigu við þeim eftir
mætti. Á hitt ber jafnframt að
líta, að verulegur hluti þessara
sjúkdóma á sér aðrar orsakir en
óhentugt mataræði, og má telja
hæpið að ráðleggja þjóðinni í
heild stórbreytingar á mataræði,
meðan ekki liggja betri rök fyrir
breytingunum en raun ver vitni.
Að sjalfsögðu ber að hvetja þjóð-
ina til hófsemi i mat og drykk, því
að óhófið er aldrei til fyrirmynd-
ar.
1 næstu grein verður fjallað um
fituát íslendinga fyrr á tímum.
Til þess að átta sig á svarinu við
DÁNIR AF HVERJUM 100000 IBÚUM Á ÁRI
Skipstjórar funda um
bréf skipafélaganna
Sæmilegur karfa-
afli hjá togurunum
Samninganefnd skipa-
félaganna hefur skrifað
Skipstjórafélagi Íslands
bréf, þar sem farið er fram
á að skipstjórar samþykki
þá kaupsamninga sem
gerðir hafa verið við sjó-
menn á kaupskipaflotan-
um, en skipstjórar sam-
þykktu samningana með
fyrirvara vegna ágreinings
vegna starfsaldurshækk-
ana. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem Morgun-
blaðið aflaði sér í fyrradag
þá hélt skipstjórafélagið
fund út af þessu máli í gær.
Barði Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, tjáði Morgunblað-
inu í fyrradag, að það ætti sízt að
sitja á skipstjórum að fella þessa
samninga, því þar sem prósentu-
hækkun hafði verið viðhöfð i
kjarasamningum sjómanna,
hefðu þeir fengið langmesta
hækkun allra.
Sagði Barði, að 2.5% margum-
ræddu hefðu verið sett á 2 hæstu
taxta stýrimanna, sem væru 3 og 5
ár, en af vangá hefði ekki verið
tekið fram, að þessi hækkun
kæmi ofan á 8 og 15 ára starfs-
aldurshækkun skipstjóra, en þeir
hefðu aðrar aldurshækkanir en
yfirmenn almennt.
Ef skipstjórar
fengju 2.5% hækkun ofan á laun
eftir 3 og 5 ára starf og síðan
einnig á 8 ára og 15 ára starf
fengju þeir margfalt meiri hækk-
anir en aðrir.
Sumir þeirra togara, er fóru til
karfa- og ufsaveiða á meðan
þorskveiðibannið var 1 sfðustu
viku, fiskuðu ágætlega. T.d. land-
aði Ögri 300 tonnum f Reykjavík f
fyrradag eftir tæplega 13 daga
veiðiferð og Vigri kom f gær með
240 tonn.
Sigurjón Stefánsson, fram-
kvædastjóri Togaraafgreiðslunn-
ar, sagði i viðtali við Morgunblað-
ið í fyrradag, að af afla Vigra
hefðu um 270 tonn verið karfi,
hitt ufsi. Þá sagði hann að Þor-
moður goði hefði landað 100 tonn-
um af karfa og Bjarni Benedikts-
son hefði verið með um 180 tonn.
Þá væri Engey væntanleg með
200 tonn af karfa í dag.
Að sögn Sigurjóns fiskuðu tog-
ararnir sæmileg fyrstu dagana
sem þeir voru í karfanum, en síð-
an hefur aflinn minnkað eftir þvi
sem þeir hafa verið lengur á
karfaslóðinni. „Það sést bezt á
þessu að karfinn þolir ekki mikla
sókn, þvi um leið og byrjað er að
sækja af einhverjum krafti dettur
veiðin niður,“ sagði Sigurjón.