Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 170. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Grfskir stjórnmálaleiðtogar f Kýpur á fundi f dag. Talið f.v. Vassos Lysarides leiðtogi sósfalista, Papaionanou leiðtogi kommúnista. Spyros Kyprianou forsetí (snýr baki f myndavélina) og Glafcos Clerides leiðtogi íhaldsmanna. Ágreiningur um eft- irmann Makariosar Nikósfu. Kýpur. 4. ágúsl. AP — Reuter. STJÓRNMALALEIÐTOGAR gríska þjóðarbrotsins á Kýpur voru í kvöld sagðir klofnir f af- stöðu sinni til vals á eftirmanni Makarfosar erkibiskups og for- seta Kýpur, sem lézt f gærmorgun af hjartaslagi 63 ára að aldri. A sama tfma og þeir reyndu að finna leiðir til að leysa ágreining- inn sfn á milli, sagði Rauf Denktash leiðtogi tyrkneskra Kýpurbúa, að fráfall Makaríosar opnaði nýja möguleika á að setja niður deilur þjóðarbrotanna á Kýpur. Denktash, sem er forseti hins yfirlýsta tyrkneska sam- Carter beið verulegan ósigur í orkumálum Washington. 4. ágúst. AP — Reuter. CARTER Bandarfkjaforseti beið í kvöld verulegan ósigur f orku- málum. er fulltrúadeild Banda- Milljarður breytir litlu hjá Norð- mönnum Ósló, 4. águst. Reuter. NORSKA fjármálaráðu- neytið skýrði frá því í dag að tekjur Norð- manna af olíu og gas- vinnslu í Norðursjó yrðu einum milljarði norskra króna lægri f ár en gert hefði verið ráð fyrir í ársbyrjun. Verða heildartekjurnar 10,1 milljarður norskra króna i stað 11.1 milljarðs. Helztu ástæð- urnar fyrir þessu eru sagðar Ekofiskóhappið i vor og seink- un á sölu á gasi til Evrópu. Mun gassala ekki geta hafist fyrr en 8. september nk. Að sögn talsmanna ráðuneytisins mun þetta hafa lítil áhrif á efnahag Norðmanna, þar sem gert er ráð fyrir um þriggja milljarðá norskra króna tekj- um á mánuði af oliu og gassölu í byrjun næsta áratugar. ríkjaþings kolfelldi tillögu hans um hækkaðan bensinskatt. Al- rikisskatturinn á hvern bensín- lítra nú er um 2 ísl. kr. en i frumvarpi Carters var gert ráð fyrir 2,50 kr. hækkun á hvern lítra. Sú tillaga var felld með 339 atkvæðum gegn 82 og önnur til- laga um 2 kr. hækkun var felld með 370 atkvæðum gegn 52. Leiðtogar demókrata i fulltrúa- Framhald á bls 18. bandsríkis á Kýpur sagði: „Frá- fall Makariosar gefur okkur nýja möguleika, nýja leiðtoga, nýja yfirsýn yfir staðreyndirnar.“ Líkurnar á skjótu samkomulagi grísku stjórnmálaleiðtoganna um hvernig nýr eftirmaður Makaríos- ar skuli valinn voru i kvöld taldar litlar af stjórnmálafréttariturum. Skv. stjórnarskránni verður að velja nýjan bráðabirgðaforseta innan 45 daga og siðan að halda forsetakosningar 11. febrúar á næsta ári, er 5 ára kjörtimabili Makaripsar hefði lokið. Sypros Kyprianou, sem varð forseti við fráfall Makariosar í gær, sagði að j fram hefði komið tillaga um að velja einn frambjóðenda fyrir j fyrri kosningarnar til að koma i veg fyrir kosningabaráttu og sið- an að halda reglulegar kosningar i febrúar. Spyros er forseti Kýpurþings. Hann sagði í dag að flokkarnir fjórir á Kýpur, komm- únistar, sósialistar, ihaldsmenn og óháðir myndu halda viðræðum sinum áfram, því að enginn niður- Framhald á bls 18. Rússar og Japan- ar undirrita fisk- veidisamkomulag Tókfó, 4. ágúst. AP — Reuter. JAPANIR og Sovétmenn undirrituðu í dag bráðabirgða- samkomulag um fiskveiðar, þar sem ákveðnir voru kvót- ar og reglur fyrir sovézk fiskiskip, sem veiðar stunda innan 200 mílna fiskveiðilögsögu Japans. Samkomulagið var undirritað af Alexander Ishkov, fiskimálaráðherra Sovétríkjanna, og Zenko Zuzuki, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra Japans, eftir að samningaviðræður höfðu staðið í rúman mánuð. Samkomulagið gildir frá 1. júlí til 31. desember á þessu ári og skv. kvötakerfinu fá sovézkir fsikimenn að veiða allt að 335 þúsund lestir af fiski á Japans- miðum, sem er um 31% niður- skurður á aflamagni miðað við sl. ár. Nær kvótinn yfir Alaskaufsa, sardinur, makril og aðrar tegund- ir. Svipað samkomulag varðandi fiskveiðar Japana i sovézkri fisk- veiðilögsögu var undirritað í mai sl. í Moskvu. Skv. þvi samkomu- lagi fá japanskir fiskimenn að veiða allt að 700 þúsund lestir af fiski innan sovézku lögsögunnar á þessu ári. Skv. samkomulaginu, sem undirritað var i dag verða sovézku fiskiskipin, sem veiðar stunda við Japan að sækja um leyfi til veiðanna, en það ákvæði gildir einnig í maísamkomulag- inu. Þá er einnig kveðið á um greiðslu fyrir veiðileyfi en ekki er gert ráð fyrir að slikt gjald verði innheimt, þar sem sovézk yfirvöld hafa ekki krafið japanska fiski- menn um greiðslur. Framhald á bls 18. Alexander Ishkov og Zenko Suzuki takast í hendur er þeir hafa undirritað fiskveiðisamkomulagið {Tókió i gær. AP-simamynd. ÓTTAST BLÓÐ- BAÐ í SOWETO Jóhannesarborg, 4. ágúst. AP. ENN einn unglispiltur féll I átök- um við lögreglu i blökkumanna- Assad hafnar tillögu Vance og Sadats Damascus 4. ágúst. AP — Reuter. VONIR um að tilraunir Cyrus Vance, utanrikisráðherra Banda- ríkjanna. til að koma á nýrri Genfarráðstefnu í Miðaustur- landadeiiunni strax í haust myndu bera árangur dvinuðu verulega f kvöld, er Assad Sýr- landsforseti lýsti þvf yfir að lokn- um viðræðum sinum við Vance, að hann féllist ekki á tillögu hans og Sadats Egyptalandsforseta um að sett yrði á stofn nefnd utan- rfkisráðherra deiluaðila til að hraða undirbúningi nýrrar ráð- stefnu. Assad sagði: „Þessi nefnd er ekkert annað en spurning um fundi milli Araba og lsraela og slfka fundi á að halda f Genf. Hvers vegna skyldum við leysa Genf af hólmi? Það er betra að fara vel undirbúinn til Genfar. ísraelar höfðu fagnað tillögu Vance og Sadats, einkum þar sem hún útilokaði fulltrúa Palestínu- manna frá beinni þátttöku i undirbúningsviðræðunum. Assad bætti þvi við að þótt hann væri andvigur fundum fulltúa israela og Araba i Bandarikjunum myndi utanríkisráðherra sinn fara til New York i september til að sitja Alsherjarþing sameinuðu þjóð- anna. Yasser Arafat, Ieiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, flaug til Karíó i dag til viðræðna við Sadat og talsmaður PLO sagði í kvöld að Arafat væri ánægður með afstöðu Egypta, tillaga Sad- ats um utanríkisráðherranefnd- ina hefði verið borin fram til að reyna að koma í veg fyrir að ferð Vanc færi út um þúfur. Arabískir diplómatar i Beirút sögðu i dag að litlar líkur væru nú á að takast mætti að koma á nýrri Genfarráðstefnu fyrir lok þessa lárs, eins og menn hefðu vonast til. Assad forseti hefði hvergi hvikað frá fyrri afstöðu sinni um að ísraelar yrðu að skila aftur öllum herteknu svæðunum frá 1967 og að réttindi Palestinumanna yrðu fullkomlega tryggð. Einnig sagði hann að framkoma Israela gæfi á engan hátt til kynna sáttfýsi. Næsti viðkomustaður Vance er Jórdanía. úthverfinu Soweto { Jóhannesar- borg, er lögreglumenn skutu af haglabyssum á hóp gagnfræða- skólanema, sem að sögn lögregl- unnar fóru með grjótkasti og fkveikjum um götur Soweto f dag. Hafa þá alls 5 ungmenni fallið I þessum átökum, sem hófust fyrir 6 dögum eftir að nemendur höfðu farið I verkfall til að leggja áherzlu á kröfur um bætta mennt- un. Að sögn lögreglunnar settu unglingarnir upp vegatálmanir og börðu farþega bifreiða, sem urðu að nema staðar, veltu bilunum og kveiktu í þeim. Söfnuðust allt að 100 unglingar saman um tima og skaut lögreglan þá af haglabyss- um með fyrrgreindum afleiðing- um, auk þess sem tveir menn særðust alvarlega. Nokkur hópur nemenda mætti i skóla í Pretoriu i dag eftir að yfirvöld þar höfðu hótað að loka skólunum algerlega ef nemendur sneru ekki aftur til skólanna fyrir morgundaginn, föstudag. Um 500 manns létust i óeirðum i Soweto á s.l. ári og óttast yfir- völd í S-Afrfku að mikið blóðbað verði nú ef ekki tekst að koma á lögum og reglu i Soweto á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.