Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 31 Minning — Anna Jónsdóttir fyrr- um skólastjórafrú Fædd. 22. aprfl 1906. Dáin. 24. júlí 1977. I dag verður lögó til hinstu hvilu að lokinni mánaðarlangri og strangri sjúkralegu Anna Jóns- dóttir, fyrrverandi skólastjórafrú að Laugarvatni. Anna, sem var fædd 22. april 1906 og var elst i hópi 8 systkina sem upp komust, var dóttir hjón- anna Jóns Jónatanssonar, búfræð- ings og þá bússtjóra í Brautar- holti síðar alþingismanns, og konu hans Kristjönu Benedikts- dóttur frá Vöglum í Fnjóskadal. Er Anna var þriggja ára fluttust foreldrar hennar að Asgautsstöð- um við Stokkseyri, en 1918 fluttust þau svo alfarin til höfuð- borgarinnar. Það ár hættu for- eldrar hennar búskap, faðir henn- ar gerðist starfsmaður Lands- verslunarinnar og keypti húsið að Lindargötu 44a, en það eru tengsl okkar við fólk í því vinalega húsi, sem gerðu það að verkum, að veg- ir Önnu lágu saman, þrátt fyrir rúmlega 40 ára aldursmun. Anna var aðeins 19 ára er faðir hennar lést langt fyrir aldur fram, árið 1925. Anna hafði þá setið einn vetur í Samvinnu- skólanum. A hússtjórnarskóla í Danmörku var hún 1927—’28, en siðan gerðist hún ráðskona við Héraðsskólann að Laugarvatni. Arið 1937 fór Anna til Dan- merkur og lærði þar kjólasaum, sem hún stundaði hér af annáluð- um dugnaði í nokkur ár. Gerðist hún siðan ráðskona að Laugar- vatni á ný og árið 1950 giftist hún Bjarna heitnum Bjarnasyni þá- verandi skólastjóra héraðsskólans þar, fyrrum alþingismanns o.fl. Frá Laugarvatni fluttust þau hjónin til Reykjavikur árið 1966. Bjarni lést árið 1970, áttræður aó aldri. Bjó hún siðan ein i Reykja- vik og átti oft við heilsuleysi að striða. Var hún samt ávallt hress á milli. Það sem að ofan greinir er í Minning—Ingólfur Bjarni Jakobsson „Veiztu þá ekki — hefur þú ekki heyrt, ad Drottinn er eilffur Guð, er skapað hefur endimörk jarðarinnar; hann þrevtist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg. Hann veitir kraft hinum þrevtta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hnfga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft; þeir fljúga upp á vængjum sem ernir; þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ (jes. 40) Fátt eitt er sárara en missir nákomins ættingja. En þá fyrst tekur f sárið þegar ungt fólk á þröskuldi framtíðardrauma sinna lætur lífið af slysförum. Hér er kvaddur elskulegur sextán ára piltur, Ingólfur Bjarni Jakobsson, sem lézt í hörmulegu slysi fyrir liðlega viku síðan. Við hjónin kynntumst Ingólfi fyrst sumarið 1974, þegar hann dvaldi sumarlangt ásamt bræðr- um sínum og móður í sumarbúð- unum í Skálholti, þar sem móðir hans, Guðrún Ingólfsdóttir, var matráðskona. Þessi sumardvöl átti eftir að tengja okkur einlæg- um vináttuböndum, enda fólkið einlægt og ósérhlífió í öllu. Og á þessum tíma kynntumst við Ingólfi heitnum vel. Hann var elstur bræðra sinna, og gegndi því hlutverki sem slíkur af alúð og kostgæfni. Einkum var til þess tekið hve vel hann hugsaði um Sigga, litla bróður sinn, en með þeim var ætið sérlega kært. En meiri samleið átti hann þó með Guðbjarti bróður sínum sem félaga og vini, en víst mun sorg þeirra bræðranna mikil. Ingólfur var tvimælalaust greindur og vel gefinn piltur. Sér- lega er mér minnisstætt frá sumr- inu góða 1974 hve snjall skákmað- ur Ingólfur var. Gerðist það þá oft að leiðtogar í sumarbúðunum tefldu saman, eftir að börnin voru gengin til náða. Fylgdist Ingólfur í fyrstu með skákum annarra, en þar kom að hann fékk sitt tæki- færi. Minnist ég þess ekki að nokkur leiðtoganna hefði betur i skákeinvigi við Ingólf. Þá er mér einnig minnisstætt hve oft, og þá að jafnaði fyrirvaralaust, Ingólf- ur spurði eitthvað nánar um atr- iði út frá sögum úr Biblíunni sem sagðar voru í sumarbúðunum. Sú greind og djúpa íhygli, sem þar kom fram báru Ingólfi traust vitni. Að öðru leyti var hann fremur dulur, skap hans mikið en tamið. En að baki þess bjó léttur gáski barnsins í sinni hans, sá gáski sem öllum mönnum er svo mikils virði er þess njóta. Mætti hér telja mörg atvik úr lífi hans, sem vitnuðu um hinn græsku- Iausa en heiðarlega gáska, sem öllum kom í gott skap, og smitaði svo oft með jafnvel ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Ingólfur var sönn fyrirmynd annarra unglinga í því að bind- indissamur var hann og reglusam- ur svo af bar. Það var því ljóst að þar sem hann fór var traustur ungur maður, nteð ábyrgð að leióarljósi. Ingólfur hafði nú um nokkurt skeið keppt ákveðið að því að fara á bændaskólann að ári liðnu. Svo staðfastur var þessi vilji hans að undrun sætti, ef á það er litið að hann sleit barnsskónum hér á mölinni. Námsárangur Ingólfs var einnig merkilegur, einkum þó hve glæsilega hann lauk skóla s.l. vor. Þótt hér sé ekki um langa upp- talningu á verðleikum Ingólfs Bjarna að ræða, má þó vera ljóst, að Island hefur misst ungan og atorkusaman son, — son, sem til þess var fallinn að vinna landi sínu og þjóð allt það gagn sem hann mátti. Fyrir því er sorg. Máttvana orðlaus sorg. En að end- ingu vil ég gera orð Jobs að loka- orðum: ,,Ég veit að þú megnar allt og að engu ráði þínu verður varnað fram að ganga. Hver er sá sem myrkvar ráðsályktun Guðs í hyggjuleysi? Fyrir þvi hefi ég tal- að, án þes£^að skilja, um hluti sem mér voru of undursamlegir og ég þekkti eigi. Hlusta þú, ég ætla að tala; ég mun spyrja þig, og þú skalt fræða mig. Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig.“ Guð blessi minningu Ingólfs Bjarna, og veiti líkn með þraut þeim sem syrgja hann. Guðmundur Einarsson. afar grófum dráttum hin ytri um- gjörð lífsferils heilsteyptrar og dugmikillar konu. Þetta er ágrip af þeim spjöldum lífssögu önnu Jónsdóttur, sem snýr að ókunnug- um eða lítt kunnugum. Á okkur hin sem vorum svo lánsöm að kynnast henni persónu- lega, leita nú minningar, sem möl- ur og ryð fá ekki grandað. Anna átti ekki börn sjálf, en uppkomnum börnum Bjarna gekk hún í móður stað og börnum þeirra var hún hin bezta amma. Anna átti 22 systkinabörn og áttu þau flest athvarf hjá þeim Bjarna að Laugarvatni um lengri eða skemmri tíma og einnig eftir að börn þeirra komu til sögunnar. Veit ég, að þessi hópur minnist Önnu frænku, eins og hún var alltaf kölluð, nú með miklu þakk- læti. Að koma i heimsóknir til önnu og Bjarna að Laugarvatni og svo hér í þettbýlinu eftir að þau fluttust hingað, var mikil og Snægjuleg reynsla. Heimili þeirra hafði yfir sér sérstaklega menn- ingarlegan og hlýjan blæ. Er þaó vissulega dýrmæt fyrirmynd ungu fólki, sem þangað kom að sjá samheldnina og þá ánægju sem húsráðendur höfðu af návist hvors annars, Þar fór saman ást, umhyggja og gagnkvæm virðing. Sumarið 1964 fórum við Bjarni heitinn í mikla ferð til Norður- lands með Önnunum tveimur. 1 þeirri ferð, norður Kjalveg, á hestamannamót við Húnaver, norður aó Hólum í Hjaltadal og víðar styrktust enn vináttubönd- in. Anna og Bjarni þreyttust aldrei á að fræða okkur hin yngri. Er þetta okkur í alla staði ógleym- anleg ferð. Margt fleira leitar á hugann við þessi timamót, en fæst af þvi verður þó rakið hér. Það er oft svo, að við gefum okkur ekki tima til þess í hinu daglega amstri að íhuga þau atriði, sem i raun ein skipta máli. Okkur hættir til þess í öllum hrað- anum að taka ýmislegt í um- hverfinu sem sjálfgefið. Þegar það er svo skyndilega numið brott skapast eyður sem ekki verða fylltar. Arnaðaróskir Önnu, sem hún flutti i bundnu máli á brúókaups- degi minum og innilegur sam- fögnuður á fermingardegi efdri sonar okkar fyrir aðeins tveimur mánuðum marka skil marghátt- aðra jákvæðra samskipta önnu frænku við mig og fjölskyldu mína. Fyrir þau erum við innilega þakklát. Hún var ávallt að láta gott af sér leiða. Undir þau orð veit ég að allir þeir sem kynntust henni taka. Blessuð sé minning hennar. II jálmar W, Ilannesson AUGLÝSINGADEILDIN/ LJOSM. STUDIO 28 Glæsílegír-vandaðir kaiimannaskór 1 2 39-46 rBRÚNIR 4.455- 39-46 SVARTIR 4.725.- 3 39-46 SVARTIR 5.725- 4 39-46 BRÚNIR 5.840.- PÓSTSENDUM-PÖNTUNARSÍMI: 2-73 09 BEIN LÍNA simi: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.