Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 21 I minningarskyni: Finnbogi Líndal Sigurðsson lög- regluvarðstjóri Fæddur. 22. júní 1918 Dáinn. 19. júlf 1977. Sagt hefur veriö að líf okkar sé undarlegt ferðalag og þegar dauð- inn tekur með sér félaga okkar og vini þá líkjum við stundum þess- ari burtköllun við ferð og hugleið- um ákvörðunarstaðinn, því öll er- um við á biðlistanum. Að standa eftir á ströndinni og gera kveðju sína í þögn er sjálf- sagt eins gott og að fá hana birta í Morgunblaðinu, en þessi orð mín í dagblaði eru framsett til þess að reyna að segja hver maðurinn var, hvaðan hann kom og hvert lífshlaup hans var. Finnbogi var fæddur að Gröf í Víðidal og voru foreldrar hans hjónin Kristbjörg Kristmunds- dóttir og Sigurður Líndal Jóhannesson. Frá Gröf fluttust þau hjón að Hólabaki og sfðar að Lækjarmóti og voru þar í vinnu- mennsku, sem kallað var, en í raun mun Sigurður hafa verið ráðsmaður við bú merkismanns- ins Jakobs Líndals, að Lækjar- móti voru þau í fimm ár. Búskap hófu þau að núju í Laufási og þaðan fór Finnbogi úr foreldra- húsum liðlega fermdur, á hinn venjulega vinnumarkað sveit- anna. f vinnumennsku var Finnbogi í Vatnsdal og lengst á Kornsá en dalurinn og fólkið þar var jafnan fyrst nefnt, þegar dregnar voru fram gamlar minningar. Við bú- störfin gat Finnbogi sér hið bezta orð enda aðfaramaður til vinnu og hlífði sér aldrei eins og fram kom er nær dró lokum. Margir hafa undrazt hvernig mátti vera að dugnaðarfólk hvarf úr sælu dalanna og til óskildrar atvinnu við sjávarsíðuna, en þetta var þróunin um efnalegt sjálf- stæði og þungt á metunum var að á þessu æviskeiði Finnboga, sem hann vinnur öðrum f sveit er ekki þumlengur lands laus vinnupilti. Alla tíð var augljóst af orðfæri og tungutaki Finnboga að hann hafðn ungur dvalizt með menn- ingarfólki, vinnusömu og kröfu- hörðu við sjálft sig. Skapgerð hans sjalfs kom mér þannig fyrir að maðurinn væri ör í lund, með öllu laus við tæpitungu i sam- skiptum við félaga sfna og hið veigamesta hve hann sótti á til sátta ef úfar höfðu risið og manna heitastur í vináttu, en stráði gjarna yfir með þessum kaldrana, sem er nauðsynlegur svo langvar- andi samstarf karlmanna verði ekki teprulegt. A mótunar-árum Finnboga var íslenzka glfman í öndvegi íþrótta og ungmennafélögin hinn eini nauðsynlegi félagsskapur, þar brann hugsjónaeldur, sem kvikn- að hafði í frelsisbaráttu þjóðar- innar. Ungt fólk kom saman að loknum löngum vinnudegi og vann með ærslum að félagsmálum sínum, en þau oftast tengd vel- ferðar- og menningarmálum sveit- arinnar. Og svona að auki þá var undirtóninn í öllum málum ung- mennafélagans Manndómur og Drengskapur. Það var eins og framhald hugsjónarinnar að um tvítugsaldur fór Finnbogi til náms að íþróttaskólanum í Haukadal. Það vann hann að bú- störfum með námi og kom þaðan efldur maður til allra dáða, í fremstu röð íslenzkra glfmu- manna og í hópi hinna sterkustu manna. Og þarna hafði hann eign- ast leiðsagnara og vin þar sem var skólastjórinn ungmennafélaginn og maðurinn Sigurður Greipsson. Glímunni hafði Finnbogi kynnst ungur og dáði alla tíð. Það var honum hvatning að bróðir hans, Kristmundur, var lands- þekktur glímumaður og glimdu þeir bræður báðir í skjaldaglímu Armanns 1942. Kristmundur bar þarna sigurorð af mönnum og varð glímukóngur íslands s.á. Finnbogi varð í fjórða sæti með Guðmundi Agústssyni, Kjartan Bergmann annar og Jóhannes Ólafsson þriðji. Tuttugu glímu- menn reyndu þarna með sér og sjá kunnugir af þessum nöfnum að þar áttust karlmenni við. Hin síðari glima, sem hér er nefnd var íslandsglíman 1944. Keppendur voru fjórtán og varð Finnbogi þar annar að vinnninga- tölu. Þessa er getið til þess að sýna að nokkru hvar Finnbogi stóð í hópi íslenzkra glímumanna, en hitt leiði ég hjá mér að ræða af nákvæmni um glímuna, stöðu hennar sem iþróttar fyrr og nú og kappatal. Þegar þessir hlutir gerðust var ég drengur noröur i Hörgárdal en kynni okkar Finnboga hófust árið 1956 og við lengi vaktarfélagar og síðar báðir starfsmenn á lögreglu- stöð Arbæjar- og Breiðholtshverf- is. 1 lögreglulið Reykjavikur gekk Finnbogi 1. febrúar 1942 og skip- aður starfsmaður bæjarins frá 1. júlí 1943. Eftir nýmæli i lögum frá 1972 varð hann svo aftur starfsmaður rikisins frá 1. jan. 1974. Arið 1964 var Finnbogi skip- aður flokksstjóri, en þá voru, eftir kjarasamninga, skipaðir fimm flokkstjórar af hverri vakt, sem taldi þá 33 liðsmenn. Mnning—Hrefna Kristtn Jónsdóttir Fædd 29. júní 1976. Dáin 26. júlf 1977. Föstudaginn 5. ágúst var til moldar borin litil yndisleg systur- dóttir mín. Þessi litli sólargeisli er horfinn á braut, eftir aðeins eins árs dvöl hér á jörð, hún lést á sjúkrahúsi í London. Hrefna Kristín var dóttir elsku- Íegra foreldra Guðlaugar Kröyer og Jóns Björnssonar að Irabakka 30, Reykjavík. Þær mæðgur dvöldu hér á Hall- ormsstað um hálfs mánaðar tíma í júní í sól og blíðviðri og hún, þessi litla, síbrosandi englatelpa, var orðin svo sólbrún og hraustleg, já við vorum sannarlega vongóð um að aðgerðin mikla mundi takast, en guð ræður, við skiljum ekki. En minningarnar um þennan hálfa mánuð, verður mér og minni fjölskyldu ógleymanlegar. Amma og afi biðja fyrir kveðju og þakkir fyrir allar gleðistund- irnar sem hún veitti þeim. Ég bið góðan guð að styrkja elskulega foreldrana í harmi þeirra. Blessuð sé minning Hrefnu Kristinar. E. K. Varðstjóri varð Finnbogi 1. jan. 1977. Lögreglustarfið er og á að vera hjálparstarf, en er viðkvæmt og erilsamt í eðli sinu. Framvkæmd og stjórnun er á hendi embættis- manns en varðstjórar verkstjórar í daglegri framkvæmd. Þó er það svo að við hin vandamestu störf á lögregluþjóninn ekki aðra að en dómgreind sína, reynslu og mann- dóm. Finnbogi hóf lögreglustörf sin á umrótatimum í þjóðfélaginu og undir sjálfu hernáminu, gat sér orð fyrir árverkni, reglufestu og líkamsburði, gekk frá leik með hreinan skjöld. Hafandi unnið háifa ævina með Finnboga Sigurðssyni og fjölda annarra að löggæzlustörfum í Reykjavík er ekki ljóst hvort þyngra er á metunum, miklir at- burðir eða amstur dægranna. Lög- regluþjónum, sem lengi hafa unn- ið saman, finnst félagsskapurinn góður, sparka stundum frá sér og sýna tennurnar en dragast hver að öðrum, verða leiðir ef einn fer ' úr hópnum eins og hendir hesta, sem svitnað hafa saman í lang- ferð. Finnbogi var maður tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Guðlaug Guðlaugsdóttir og eignuðust þau fimm syni, Gisla, Kristberg, Stefán, Finnboga og Sævar, þeir eru uppkomnir menn. Þau skildu. Milli kvenna átti Finnbogi barn með ráðskonu sinni, Kristínu Eiríksdóttur, barnið hlaut ætt- leiðslu ágætis hjóna. Arið 1958 gekk Finnbogi að eiga eftirlifandi konu sína, Þor- gerði Finnbogádóttur, hún er Mýrdælingur. Um árabil var Þor- gerður forstöðukona hjá Mjólkur- samsölunni. A heimili þeirra Þor- gerðar og Finnboga kom ég oft og dáðist að gestrisni þeirra og heim- ilisbrag. Börn þeirra eru tvö: Már Lindal fæddur 1961 og Sigrún Gerður fædd 1962. Hin siðari ár var heilsu Finn- boga bruðgið. Okkur félögum hans var þetta ljóst en hitt gat villt sýn að sjúkur maðurinn gekk óbugaður til allra verka og for- fallalaust. Finnbogi átti mörg áhugamál og athyglisvert er það, að þar er hann bar niður þar náði hann umtalsverðum árangri. I gleðinni var Finnbogi veitandi og fjarri honum að hokra þar einn að. Fjölskyldu sinni bjó hann allt hið bezta og var bætandi að sjá stoltið og mýktina í karlmannlegu andlitinu, þegar hann virti fyrir sér gersemar sinar, unga konuna og börnin smá. Gott er að eiga mold og grjót að fást við þótt ekki sé í stóru. Sveitapilturinn að norð- an keypti landspildu við Hafra- vatn, bar á sjálfum sér grjót úr landinu, ræsti fram og gjörði að túni. Þarna byggðu þau Þorgerð- ur bústað í fögru umhverfi og varð þetta hans hlátraheimur. Þar heitir Hafravík. Við Finnbogi áttum okkur nöld- ur og orðaleppa, en því stend ég á ströndinni og reyni að veifa í kveðjuskyni að sá er lagður í för, sem var félagi minn. 1 næði velti ég fyrir mér samræmi lifs og dauða. — En dauðinn er óviss tími, biðlistinn hefir ekki verið birtur. Björn Sigurðsson KRISTJÁN Ó. SKAGFJORÐ HE Hólmsgata 4, Box 906, slmi 24120. Reykjavlk beímaslmi sölumanns 11 387

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.