Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977
fttargtmfclfKfeft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar.
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480
Atvinnuuppbygg-
ing í Reykjavík
Iársbyrjun 1976 eða fyrir
einu og hálfu ári fól borgarstjór
inn i Reykjavík, Birgir ísl. Gunnars-
son, nokkrum helztu embættismönn-
um borgarinnar það verkefni að
mynda með sér vinnuhóp til þess að
fjalla sérstaklega um atvinnumál
Reykjavikur og nágrennis. Nú liggur
skýrsla embættismanna um þróun
atvinnumála í Reykjavik og á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir og kynnti
borgarstjóri þessa skýrslu á blaða-
mannafundi i fyrradag. í bréfi sem
borgarstjóri hefur ritað með skýrsl-
unni segir hann ma: „Ástæða þess.
að ég óskaði eftir því, að þessir
embættismenn gerðu sérstaka at-
hugun á atvinnumálum var sú, að
upplýsingar, sem þá lágu fyrir bentu
til þess, að allmikill samdráttur hefði
orðið ? fiskveiðum og fiskvinnslu héc
í Reykjavík og e.t.v. væri nauðsyn-
legt að borgin hæfi skipulagðar að-
gerðir til þess að efla atvinnulif í
borginni einkum á sviði framleiðslu-
greina."
í skýrslu þessari, sem fjallað verð-
ur um í borgarráði og borgarstjórn
rekja embættismennirnir byggða-
stefnu ríkisvaldsins. endurnýjun
fiskiskipa og endurbætur fiskiðju-
vera, fjárveitingar til margháttaðra
opinberra framkvæmda, vegagerð,
hafnarbætur, orkuframkvæmdir og
aðra fyrirgreiðslu við atvinnustarf-
semi utan Reykjanessvæðisins.
Árangurinn af þessu starfi rikisvalds-
ins í byggðamálum hefur orðið mjög
mikill og jákvæður og tekjur íbúa
landsbyggðarinnar eru í öðrum vexti
og tekjur sveitarfélaga að sama
skapi. Hins vegar hefur dregið úr
flutningi fólks til höfuðborgar-
svæðisins og er það fagnaðarefni.
Hins vegar er svo komið, að höfuð-
borgarsvæðið heldur ekki lengur ár-
legum hlut sinum í fjólgun lands-
manna. Síðan segir i skýrslunni:
„Reykjavíkurborg hefur á margan
hátt goldið þessarar þróunar og þar
með höfuðborgarsvæðið f heild, þótt
áhrifanna gæti fyrst og fremst innan
borgarmarkanna. Þar verður vart
áhrifanna af örum vexti annarra
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæði að
því leyti sem þau eiga vöxt sinn að
þakka flutningi fólks með miklar
tekjur frá Reykjavik. Afleiðing þess-
arar þróunar hefur heldur ekki látið á
sér standa. Fólksfjöldi stendur i stað
i borginni og fólki á bezta skeiði
fækkar á sama tima og rosknu fólki
fjölgar. Borgin heldur ekki hlut sín-
um í tekjuöflun landsmanna og at-
vinnulif i borginni verður einhæfara
með hverju árinu sem líður, þar sem
atvinna eykst fyrst og fremst í þjón-
ustugreinum. Ljóst er, að þessi vandi
verður ekki leystur innan borgar-
markanna heldur verður í auknum
mæli að Ifta á lausn hans sem sam-
eiginlegt viðfangsefni allra sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu."
Á blaðamannafundinum, sem Birg-
ir ísl. Gunnarsson borgarstjóri efndi
til i fyrradag, þar sem hann kynnti
þessa skýrslu sagði hann m.a.: „Því
er ekki að neita, að þessi skýrsla
veldur okkur vissum áhyggjum, og
hún bendir til þess að tekjulega og
atvinnulega séð sé Reykjavik að fær-
ast f þá átt, sem við þekkjum frá
öðrum höfuðborgum eins og t.d.
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi,
sem mjög líða fyrir það nú að hafa
orðið undir i sambandi við fram-
leiðslustarfsemi og tekjuöflun ibú-
anna. Það hlýtur að þurfa miklu
meira átak til að snúa við blaðinu,
þegar þessi þróun er lengra komin
heldur en ef reynt er að spyrna við
fótum, þegar ekki er þó lengra komið
en hjá okkur. Þessari skýrslu er ætl-
að að vekja umræður í borgarstjórn
og meðal borgaranna og sfðan hljót-
um við að móta Reykjavfkurborg
ákveðna stefnu í atvinnumálum,
ákveðnari stefnu en hingað til hefur
veriðgert," sagði borgarstjóri.
Og borgarstjóri sagði ennfremur á
þessum blaðamannafundi: „Það er
enginn vafi á þvi, að byggðastefna
rfkisvaldsins á töluverðan þátt f
þeirri þróun, sem nú kemur fram í
þvf, að Reykjavfk heldur ekki sfnum
hlut í tekjuöflun landsmanna, þó ég
vilji ekki segja, að hún eigi hann
allan, en það má segja, að hún hafi
einkum ýtt undir þessa þróun á sfð-
ustu árum."
í skýrslu þessari um atvinnumál f
Reykjavík er nokkuð fjallað um,
hvernig við skuli bregðast þeim sér-
stöku vandamálum, sem Reykjavfk-
urborg stendur nú frammi fyrir f
atvinnumálum og þar eru taldar upp
ýmsar hugsanlegar vaxtargreinar at-
vinnulffsins á höfuðborgarsvæðinu,
en talið hæpið, að mannaflanotkun
þeirra vaxi í heild um meira en 1500
— 2000 mannár á næstu 10 árum.
Hins vegar er gert ráð fyrir þvf, að
óbreyttum fólksfjölda, að á þessu
tfmabili muni mannaf lanotkun á
höfuðborgarsvæðinu aukast um
11000 — 12000 mannár, ef komizt
verði hjá atvinnuleysi. Talið er hugs-
anlegt, að þjónustugreinar geti tekið
við um 8.000 mannárum, þannig að
umfram mannafli yrði um 4.000
mannár. Á þessu timabili þarf þvf að
ná 2.000 — 2.500 mannárum f
nýjum atvinnugreinum. Til þess að
tryggja þetta er talið að þurfi um 30
milljarða króna fjárfestingu á 10 ár-
um eða um 3 milljarða á ári hverju.
Þessi nýja skýrsla um atvinnumál
Reykjavfkurborgar mun vafalaust
vekja upp miklar umræður á næstu
vikum og mánuðum um atvinnuupp-
ðyggingu f Reykjavik og sjálfsagt
verða uppi mismunandi skoðanir um
það af hverju þessi óhagstæða þróun
stafar og hvernig eigi að bregðast
við henni. Út af fyrir sig er nauðsyn-
legt og lærdómsríkt að gera sér grein
fyrir því f stærstu dráttum, hvernig
þessi framvinda mála hefur orðið til,
en mestu skiptir þó að horfa fram á
veg og gera nauðsynlegar ráðstafan-
ir til þess að bæta hlut höfuðborgar-
svæðisins og raunar Reykjanessvæð-
isins alls. Það fer ekki milli mála, að
útgerð og fiskvinnsla hefur mjög
dregizt saman í höfuðborginni sjálfri.
Það er rétt sem fram kom hjá borgar-
stjóra á þessum blaðamannafundi,
að ástand fiskstofnanna setur vexti
þessara atvinnugreina í höfuðborg-
inni viss takmörk, en þó ber að hafa i
huga, að full ástæða er til að ætla,
að fiskstofnarnir rétti við á næstu
árum og sumir eru raunar svo bjart-
sýnir að telja, að það verði á allra
næstu árum. Það er ákaflega mikil-
vægt fyrir Reykjavík og höfuðborgar
svæðið allt að halda sterkum undir-
stöðutengslum við sjávarútveg og
fiskvinnslu og þess vegna er það
skoðun Morgunblaðsins, að við
stefnumótun í atvinnumálum af
hálfu Reykjavíkurborgar beri að
leggja rika áherzlu á eflingu útgerðar
og fiskvinnslu í höfuðborginni á
næstu árum.
En jafnframt þarf auðvitað að
byggja mjög á iðnaðinum sem fram-
tíðaratvinnugrein í Reykjavík.
Hér er um stórmál að ræða, eitt
stærsta mál sem fram hefur komið á
sviði borgarmála í Reykjavík i fjölda-
mörg ár vegna þess að það snertir
sjálfar undirstöður höfuðborgarinnar
og tekjuöflun fbúa hennar. Hnignun
framleiðsluatvinnugreina veldur því
ásamt breyttri aldursskiptingu meðal
íbúa borgarinnar, að fbúar Reykja-
vfkur og það á raunar við um höfuð-
borgarsvæðið allt og að nokkrum
hluta Reykjanessvæðið, standa verr
að vfgi við tekjuöflun en íbúar á
ýmsum öðrum stöðum á landinu nú
orðið. Hér þarf auðvitað að vera
jafnræði á f atvinnubyggingu og
möguleikum til tekjuöflunar. Því ber
að fagna frumkvæði Birgis ísl. Gunn-
arssonar borgarstjóra um gerð þeirr-
ar athugunar, sem nú liggur fyrir á
atvinnumálum í Reykjavfk, og ekki
er að efa að mótun nýrrar stefnu f
atvinnumálum á grundvelli þessarar
skýrslu er í traustum höndum.
Átti að hringja á lög-
reglu ef eiginmaðurinn
hringdi ete kæmi ekki
Rætt við konu Bandaríkjamannsins, sem nú er í gæzluvarðhaldi
EIGINKONA Bandaríkjamannsins, sem nú situr í gæzluvarðhaldi ásamt þýzka
afbrotamanninum Lugmeier, segir í eftirfarandi frásögn að hún sé sannfærð um að
maður hennar hafi ekki ætlað að stela peningunum frá Þjóðverjanum. Eitthvað
annað hafi vakað fyrir honum. Segir hún mann sinn hafa óttast Þjóðverjann orðið og
hann hafi verið hræddur um að eitthvað kynni að koma fyrir þau hjónin og
Þjóðverjinn væri jafnvel eftirlýstur afbrotamaður.
Saga konunnar fer hér á eftir og rekur hún kýnni sfn og eiginmanns hennar af
Þjóðverjanum allt frá því að hún kynntist Þjóðverjanum af hreinni tilviljun þar til
eiginmaður hennar var handtekinn á föstudaginn ásamt Ligmeier og hún kölluð til
yfirheyrslu.
— Kynni mín af þjóðverjanum,
sem alltaf þóttist vera Iri, þegar
ég ræddi við hann, hófust með því
að hann kom á skrifstofu fyrir-
tækis, sem annast leigumiðlun á
húsnæði og er í sama húsi og
vinnustaður minn í byrjun marz
sl. Þjóðverjinn talaði bara ensku
og starfsmaðurinn í leigumiðlun-
inni skildi hann ekki. Ég var því
beðin um að bera á milli og í
framhaldi af því fékk hann leigða
íbúðina I Breiðholtinu, sem hann
bjó I. Hann fékk að komast I sima
á vinnustað mínum og hringdi á
Hótel Esju og afpantaði herberg-
ið, sem hann hafði verið með á
leigu þar í rúma viku. í samtali
við mig sagði hann, að hann þyrfti
á aðstoð að halda við að kaupa
húsgögn og setja í stand íbúðina
og lýsti sig reiðubúinn til að
greiða fyrir þá vinnu. Þetta varð
til þess á ég kom honum í sam-
band við manninn minn og hann
vann töluvert fyrir hann.
— Maðurinn minn hafði meiri
kynni af Þjóðverjanum heldur en
ég og þeir unnu saman að því að
standsetja íbúðina, sem Þjóðverj-
inn tók á leigu til sex mánaða.
Þessi maður var alveg einstaklega
kurteis og fáskiptinn í þau skipti,
sem ég hitti manninn eða talaði
við hann í sima, en maðurinn
minn sagði alltaf að sér þætti ein-
kennílegt að hann talaði enskuna
ekki meðþessum harða hrein eins
og írar en þess í stað mátti heyra
votta fyrir þýskum hrein hjá hon-
um. Við vissum vitanlega ekkert
en fannst þetta grunsamlegt.
''irtist geta
keypt alla hiuti
— Eg vissi fljótlega að hann
hafði með sér mikið af peningum
en að þetta væru jafn miklar upp-
hæðir og nú hefur komið í Ijós
hvarflaði aldrei að mér. Maðurinn
virtist geta keypt alla hluti og
mér datt helst I hug að hann hefði
erft þetta eftir einhvern. Ég
spurði hins vegar aldrei hvernig
stæði á þessum miklu fjárráðum
hans, enda fann ég fljótt að hann
gaf lítið út á sfna persónulegu
hagi.
Hann talaði um það við okkur
hjónin að hann vildi setja á stofn
fyrirtæki hér. I fyrstu ætlaði
hann að kaupa jörð og ég veit að
hann leitaði fyrir sér um það hjá
fasteignasala. En af þeirri ráð-
gerð varð ekki, hvort sem það
hefur verið vegna þess að hann
hefur fengið að vita að til þess
þyrfti leyfi opinberra yfirvalda
eða af öðrum orsökum. Einu velti
hann mikið fyrir sér og það var að
koma hér upp veitingahúsi. Þá
hafði hann áhuga á gömlum mun-
um og var að tala um að setja á
stofn antikverslun. Ahugi hans á
fluginu og flugnámið var að því
er ég skildi aðeins tómstundagam-
an hjá honum.
Lánaði honum
peninga
— Hann hafði hug á að kaupa
sér bíl og þegar hann hafði komið
auga á Volkswagenbifreiðina,
hann síðar keypti, bað hann mig
að tala við þann, sem átti bílinn,
því sá gæti aðeins talað íslensku.
Ég gerði það og fékk upplýsingar
um verð bílsins. Eftir mínum ráð-
leggingum fór hann í Landsbank-
ann og skipti erlendri mynt í ís-
lenska og greiddi bilinn með því
fé.
— Þjóðverjinn ferðaðist tölu-
vert um landið og einu sinni fór
hann til Akureyrar vissi ég, þvi
þá hringdi hann til mín og sagðist
vera orðinn peningalaus og bað
mig um að lána sér peninga og
senda þá norður. Það gerði ég og
þá peninga borgaði hann strax og
hann kom í bæinn. Eitthvað fór
hann einnig um nágrenni Reykja-
vikur veit ég. Hann hafði greini-
lega mikinn áhuga á náttúru
landsins og sérstaklega fuglalif-
inu.
— Eg hafði frekar lítil afskipti
af manninum en maðurinn minn
var meira með honum. Þeir voru
að standsetja íbúðina, sem hann
tók á leigu. Og heim til mín kom
hann öðru hvoru og borðaði en
annars eldaði hann sjálfur. Við
heyrðum hins vegar ekkert frá
honum frá þvi að hann fór utan
10. júni sl. og þar til á föstudag.
Sagðist hann vera að fara til Bret-
lands en hverra erinda hann væri
að fara vissi ég ekki.
Næsta sem ég frétti
var að þeir hefðu
verið handteknir
— Síðari hluta föstudags kom
Þjóðverjinn svo á heimili okkar
hjónanna við Hringbraut. Sagðist
hann þá aðeins ætla að dvelja hér
stutt og væri á förum út von bráð-
ar. Ég var að vinna þennan dag og
var ekki búin fyrr en kl. 6. Okkur
hjónunum og Þjóðverjanum var
boðið til stúlku, sem hann ætlaði
að kaupa málverk af og þar áttum
við að mæta kl. 7. Ég hafði því
ekki tækifæri til annars en skipta
um föt og um sjöleytið vorum við
komin á heimili stúlkunnar við
Laugaveg og þar voru fyrir hún
og unnusti hennar. Við fengum
okkur í glas nema hvað Þjóðverj-
inn drakk ekkert.
Eftir að við höfðum verið þarna
í töluverðan tíma, hvarf maður-
inn minn og ég vissi að það gat
ekki verið eðlilegt. Við fórum þvi
til að leita að honum, ég, Þjóð-
verjinn og stúlkan. Fórum við út
á Hringbraut en maðurinn minn
reyndist ekki vera heima. Þjóð-
verjinn fór eitthvað að skoða dót-
ið sitt og kom skömmu síðar inn i
stofu og sagðist þurfa að fara að
leita að manninum minum. Hann
var greinilega eitthvað æstur og
hann og stúlkan fóru út en ég
varð eftir. Það næsta sem ég frétti
var það að Þjóðverjinn og maður-
inn minn hefðu verið handteknir
um nóttina og ég var beðin um að
koma til yfirheyrslu.
Ilræddur um
að eitthvað kynni
að koma fyrir sig
— Eg hafði fyrr á föstudaginn
fundið inn á það hjá manninum
mínum að honum þótti eitthvað
óeðlilegt við Þjóðverjann. Því
maðurinn minn bað mig að
hringja til sín kl. 12 og aftur
klukkan 4.30 og ef hann svaraði
ekki eða hann sækti mig ekki í
vinnuna þá, bað hann mig um að
hringja á lögregluna. Ég náði tali
af honum kl. 4.30 og síðan kom
hann til að sækja mig. Ég spurði
hann strax hvað væri eiginlega á
seyði.
— Svarið, sem ég fékk, var á
þessa leið: „Ég er farinn að halda
að þetta sé eitthvað grunsamlegt
með John.“ Sagðist hann ætla að
benda lögreglunni á manninn,
hann væri örugglega vafasamur
og jafnvel eftirlýstur. Eg vissi
líka að hann var þá hræddur um
að eitthvað kynni að koma fyrir
sig og þá ekki síður mig, ef hann
gæfi einhverjar upplýsingar.
— Ég átti sannast sagna bágt
með að trúa þessu og þetta tal
okkar féll niður þegar við komum
á Hringbrautina.
Sannfærð um að hann
ætlaði ekki að
stela peningunum
— Um það hvers vegna
maðurinn minn var með hluta af
peningum Þjóðverjans undir
höndum þegar hann var handtek-
inn og það að hann hvarf úr hús-
inu á Laugaveginum get ég ekki
sagt annað en það hefur haft ein-
hvern tilgang. Hann fór á heimili
okkar við Hringbraut og náði i
peningana f farangur Þjöðverjans
að því er ég held og ég er sann-
færð um að hann hefur ekki ætlað
að stela þeim. Hann var hræddur
við Þjóðverjann og var orðinn
nokkuð við skál þegar hann fór úr
húsinu á Laugaveginum. Ég hef
þá trú að hann hafi ætlað til lögr-
eglunnar en ástæðan fyrir því að
hann var staddur við Glæsibæ,
þegar lögreglan tók þá, getur ekki
verið sú að hann hafi ætlað þang-
að til að skemmta sér því hann
var ekki í þannig klæðnaði. Hins
vegar á góður vinur hans heima
rétt hjá Glæsibæ og sá skemmti
sér oft þar. Ég held því helst að
hann hafi verið að leita að honum,
þegar Þjóðverjinn kom að honum
og lögreglan handtók þá síðan.
— Mér hefur fundist gæta
verulegra missagna í frásögnum
fjölmiðla af þessu máli, þvi það
getur ekki orðið til góðs fyrir
neinn að hlaupa með það, sem er
rangt, í fjölmiðla. Þjóðverjinn
kynnti sig fyrst fyrir mér sem Iri
og ég hef alltaf vanist því að lita á
Ira sem þjóð tengda okkur Islend-
ingum og aðstoðaði manninn því
af hreinni greiðasemi og átti alls
ekki von á þvi að þarna væri á
ferðinni stórglæpamaður, sagði
eiginkona Bandaríkjamannsins,
sem nú situr í gæsluvarðhaldi, að
lokum.