Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
12
/
Arbæjarsafn
heimsótt
Solveg Falldin, for-
sætisráðherrafrú
Svíþjóðar, fór í kynnis-
ferð um Árbæjarsafnið í
gærmorgun undir leið-
sögn Nönnu Hermanns-
son, forstöðukonu
Árbæjarsafns.
Nanna Hermannsson
(t.v.) sýnir Solveg
Fálldin strokk.
Solveg Fáildin og Nanna
Hermannsson skoða út-
skorinn ask.
Kirkjan og bærinn
voru skoðuð. Þótti frú
Fálldin sérstaklega gam-
an að sjá fjósið, og lét í
ljós undrun sína yfir hve
langt fjárhúsin væru frá
bænum, en eins og kunn-
ugt er eiga þau hjónin
búgarð í Svíþjóð.
Næst var haldið í hús-
ið, sem áður stóð í Þing-
holtsstræti 9, og fór þar
fram dálítil tóvinnusýn-
ing fyrir gestina. Fékk
frú Fálldin þar handgert
sjal að gjöf, og einnig
band til að hekla eða
prjóna úr.
Síðan var farið í
skemmuna til að sjá eim-
reiðina, og lét frú Fálldin
í ljós undrun yfir henni,
en sýndi áhuga gömlum
myndum af Reykjavík,
eftir Jón Helgason, sem
eru til sýnis í skemm-
unni. ,
Að lokum var drukkið
kaffi í Dillonshúsi, og þar
voru á boðstólnum
pönnukökur upp á gamla
móðinn.
Síðdegis var svo Solveg
Fálldin boðið að skoða ís-
lenzkan Heimilisiðnað í
Hafnarstræti. Gekk hún
um verzlunina og sýndi
mörgum íslenzkum mun-
um áhuga. Keypti hún
þar fimm lopapeysur,
húfu og vettlinga.
Gestirnir fyrir utan Árbæ.
Frú Fálldin ritar nafn sitt í gestabók Arbæjarsafns.
„Metum mikils þann áhuga á því
að efla tengsl Norðurlandanna”
Ræða Geirs Hallgrímssonar forsætis-
ráðherra í kvöldverðarboði til heið-
urs sænsku forsætisráðherrahjónunum
Svíþjóð skipar heiðurssess í fornnor-
rænni menningararfleifð — i sam-
eiginlegri menningararfleifð okkar —
sem heimkynni Ása á jörðu. I Yng-
lingasögu Snorra Sturlusonar — hin-
um goðfræðilega inngangi að frásögn-
um Heimskringlu um konungaættir
Norðurlanda — er þessari forsögulegu
Svíþjóð goðfræðinnar lýst á ógleyman-
legan hátt, sem landi árs og Fróðafrið-
ar, þar sem þeir sátu í friði og velsæld,
Óðinn að Sigtúnum og Freyr að Upp-
sölum. Það erþví sérstakt fagnaðarefni
að bjóða velkominn til íslands Thor-
björn Fáildin, forsætisráðherra Svi-
þjóðar, einnig sem bónda í Ramvik í
Adalen, er með glæsilegum hætti sam-
einar arfleifð og nýjan tíma i sænsku
þjóðfélagi. Við bjóðum einnig
velkomna frú Soiveig Fádin og föru-
neyti þeirra. Það er von mín, að á þeim
dögum, sem þau dveljast hér, takist
okkur að kynna þeim sem flesta þætti
íslenzks þjóðlifs, auk þess mun gefast
tækifæri til að ræða um sameiginleg
áhugaefni.
Með íslandsferð sinni hefur Thor-
björn Fálldin heimsótt öll Norðurlönd-
in á fyrsta starfsári sínu sem forsætis-
ráðherra. Við metum mikils þann
áhuga á þvi að efla tengsl Norðurland-
anna, sem hann sýnir með þessu. Hing-
að til lands kemur hann í miklum önn-
um eftir að hafa beitt sér fyrir róttæk-
um efnahagsráðstöfunum til styrktar
atvinnu- og efnahagslífi Svíþjóðar.
Það er hlutskipti stjórnmálamanna
að velja og hafna leiðum til að auka
velsæld þjóða sinna inn á við og út á
við. Þori þeir ekki að takast á við
aðsteðjandi vanda, eru þeir ekki
trausts verðir. Hins vegar mega
ákvarðanir manna sín lítils, ef þær
njóta ekki skilnings. Nú á tímum, þég-
ar þjóðirnar eru hver annarri jafn háð-
ar og dæmin sanna, er ekki síður
nauðsynlegt að skilningurinn eflist
þjóða á milli en meðal einstaklinga
sömu þjóðar.
Engin vandamál hafa komið upp í
samskiptum Svíþjóðar og íslands um
langan aldur. Annað er, að færa má
ýmis rök að því, að heimsmynd þjóð-
anna sé að nokkru leyti ólík. Má ekki
sizt rekja það til ólikrar landfræðilegr-
ar legu. Heimsmynd okkar íslendinga
tekur mið af legu okkar i miðju
Atlantshafi á vesturmörkum Evrópu,
ef þannig má að orði komast. Svíar eru
miklu bundnari öðrum Norðurlöndum
og ríkjunum við Eystrasalt. En nú á
tímum, þegar fjarlægðir eru orðnar að
engu, tengjast lönd okkar með nýjum
hætti. Þrátt fyrir að þjóðir okkar hafa
valið mismunandi leiðir í öryggismál-
um, eru þær báðar hluti af hinu nor-
ræna jafnvægi á því sviði og tekur
þannig hvor tillit til hagsmuna hinnar.
Án þess brysti mikilvæg forsenda fyrir
sjálfstæði þeirra.
Bæði innan vébanda hinnar eigin-
legu norrænu samvinnu og í samstarfi
Norðurlanda á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna höfum við greinilega fundið
til þeirrar samstöðu, sem á rætur að
rekja til þess sameiginlega stjórnmála-
lega ásetnings okkar að tryggja sjálf-
stæði þjóðar okkar og lýðræðislega
þjóðfélagsskipan og að stuðla að friði,
frelsi og réttlæti til handa öllum þjóð-
um heims.
Einmitt vegna legu okkar viljum við
Islendingar rækta tengsl okkar við
Norðurlönd eins og kostur er. Við ger-
um okkur grein fyrir þvi, að það liggur
ekki í hlutarins eðli, að aðrir telji okk-
ur til Evrópuríkja. I þeim hópi viljum
við vera og leið okkar til Evrópu liggur
um Norðurlöndin. Þar höfum við og
mætt skilningi.
Þegar við gerðumst samaðilar Svía
og annarra Norðurlandaþjóða að
EFTA, var Norræni iðnþróunarsjóður-
inn stofnaður til að auðvelda íslenzk-
um iðnaði aðlögun að hinum nýja
markaði. Hefur sú ráðstöfun reynzt
okkur heilladrjúg, eins og hjálpar-
höndin, er okkur var rétt við eldgosið í
Heimaey.
íslendingar hafa einkum frá þvi á
fjórða tug þessarar aldar sótt þekkingu
af mörgu tagi í háskólagreinum og
ýmiss konar sérmenntun annarri til
Svíþjóðar. Þá hefur fjöldi íslenzkra
nemenda stundað nám i sænskum lýð-
háskólum og notið til þess stuðnings af
sænskri hálfu fyrir atbeina Norræna
félagsins i báðum löndunum. Sænsk
stjórnvöld og einstakar mennta-
stofnanir hafa oft sýnt mikinn velvilja
til að greiða fyrir islenzkum
umsækjendum um nám sem ekki er
unnt að stunda hér á landi. Sænskir
námsmenn á Islandi eru eðlilega mun
færri en islenzkir i Svíþjóð, en engu að
síður ávallt nokkrir . Er Það ósk min,
að þessi samskipti landa okkar megi
þróast og dafna enn á komandi tímum
og hvetur það vonandi til þess, að
sænska hefur nú verið viðurkennd sem
valgrein i almennu kennaraprófi við
Kennaraháskóla tsiands.
Virðulegu gestir,
Lýsing Snorra á Svíþjóð goðsagn-
anna sem landi Fróðafriðar og Upp-
salaauðs hefur bersýnilega reynst for-
spá. Sænska þjóðin hefur hér á Islandi,
eins og hvarvetna um heiminn, notið
aðdáunar sem friðsöm þjóð, er jafn-
framt hefur gerzt brautryðjandi á sviði
tæknilegrar, efnahagslegrar og félags-
legrar þróunar.
íslendingum þykir því sérstaklega
vænt um að forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, Thorbjörn Fálldin, og frú Solveig
Fálldin skuli komin í heimsókn hingað
til lands. Bið ég ykkur að lyfta glösum
þeim til heiðurs með ósk um að vinátta
Svíþjóðar og Islands megi enn eflast
um alla framtið.