Morgunblaðið - 07.09.1977, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
17
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjawtk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
ÁskriftargjaId 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakiS.
Óánægja með Kerfið
Olánægja almennings og kvartanir einstaklinga og at-
Ivinnufyrirtækja vegna samskipta við hið svonefnda Kerfi er
komin á það stig að tímabært er orðið fyrir þá, sem æðstu ábyrgð
bera á þessu Kerfi að huga að því, hvernig unnt er að breyta
viðmóti þess gagnvart hinum almenna borgara í landinu. Þessi
óánægja hefur margfaldazt á undanförnum árum eftir því sem
yfirbygging samfélagsins hefur orðið viðameiri og flóknari. Ber-
sýnilegt er, að almúgamaðurinn telur, að hann eigi mjög undir
högg að sækja í hvert skipti, sem hann leitar eftir þjónustu hjá því
opinbera bákni, sem hann stendur undir með skattgreiðslum
sínum. Þess vegna er nú svo komið, að líta verður á þessa
óánægju og umkvartanir sem meiriháttar pólitískt mál og á
herðum hins pólitíska valds hvílir sú ábyrgð að gera ráðstafanir til
þess að Kerfið líti á sig sem þjónustuaðila við almenning en ekki
sem yfirvald, sem hafi þann tilgang fyrst og fremst að þvælast
fyrir og koma í veg fyrir að hinn almenni borgari fái úrlausn sinna
mála.
Ótal dæmi er hægt að nefna þessum staðhæfingum til
stuðnings, en hér skal látið við það sitja að vitna einungis til
stuttrar greinar eftir Óskar Teitsson, sem birtist í Morgunblaðinu í
gær, þar sem hann gerir grein fyrir tilraunum sínum til þess að fá
úr því skorið, hvort sjúklingur eigi að greiða hjúkrunaraðstoð í
sjúkraflugi eða hvort tryggingarkerfið eigi að greiða hluta af því.
Sagan hefst á árinu 1974, en nú síðsumars 1977 er henni ekki
lokið enn og er hér ekki lengur um að ræða peningaupphæðina,
sem nam 6.000,- kr. heldur rétt hins almenna borgara. Málið
hefur gengið milli sýslumanns og Tryggingastofnunar ríkisins og
greinarhöfundur segir í lok greinar sinnar: ,,Mig skiptir ekki máli
peningaupphæðin heldur hver er réttur minn og einnig, hvort
hinn almenni borgari eigi ekki rétt á sómasamlegri afgreiðslu hjá
opinberum starfsmönnum á erindum, sem til þeirra berast, eða
hvort þeir geti einfaldlega afgreitt þau í ruslakörfuna."
Þetta er aðeins lítið dæmi af fjölmörgum um þá tilfinningu, sem
almenningur fær fyrir því, að hann fái ekki þá þjónustu, sem
honum ber hjá þeim stofnunum og aðilum, sem hafa tekið að sér
að annast hana fyrir greiðslu úr vasa skattborgaranna.
Hér hefur verið nefnt dæmi um tryggingamál. Eins væri hægt
að ræða um gang mála í dómstólakerfinu, um afgreiðslu mála hjá
sveitarfélögum eða í ráðuneytum eða yfirleitt í hvaða opinberri
þjónustu, sem um erað ræða.
Þeir starfsmenn sem hér eiga hlut að máli, vilja áreiðanlega
gera vel, sem einstaklingar. En á löngum tíma hefur áreiðanlega
þróazt almenn afstaða eða öllu heldur hugarfar, sem er á þann
veg, að starfsmenn Kerfisins líta ekki á sig sem þjónustuaðila við
almenning, sem beri að leggja sig í lima við að greiða fyrir
erindum og málaleitun borgaranna eftir því sem lög og reglur
segja til um, heldur álíta þeir sig valdaaðila, sem hefur tilhneig-
ingu til þess að beita valdi sínu, sem frá borgurunum errunnið,
þannig að óánðegju veldur. Hér er þörf hugarfarsbreytingar og
bersýnileg^/nauðsynlegt að þjálfa starfsfólk hins opinbera kerfis í
því að líta á sig sem þjónustuaðila en ekki valdaaðila.
Vel má vera, að starfsmönnum Kerfisins þyki þessi gagnrýni
ósanngjörn og þeim þyki nærri sér höggvið með fullyrðingum af
þe^u tagi, en ef svo er, þá hefur af einhverjum ástæðum
mýndazt djúp gjá skilningsleysis á milli þeirra og þess almenn-
ings, sem þeír hafa tekið að sér að þjóna, og þá er að ráða bót á
því. Ekki ber að draga í efa, að opinberir aðilar fá oft tilmæli eða
málaleitan, sem á engan hátt samrýmist landsins lögum og
reglum um opinbera þjónustu. í sumum tilvikum kunna slík lög
og reglur að vera úrelt og þá er það löggjafarvaldsins að breyta
þeím. í öðrum tilvikum er vafalaust um að ræða órökstuddar óskir
af hálfu borgaranna og þá ber að svara þeim með viðeigandi
hætti. En svo almennar eru þessar kvartanir orðnar og svo mikil
óánægja manna, jafnt einstaklinga sem atvinnufyrirtækja, með
samskipti sln við Kerfið, hvort sem það er á landsmælikvarða eða
I sveitarstjórnum, að hinir kjörnu fulltrúar fólksins geta ekki
lengur leitt þessa óánægju hjá sér og hljóta að leita leiða til þess
að tryggja, að skattborgararnir, sem með skattgreiðslum af aflafé
sínu standa undir öllu þessu bákni, fái í staðinn það sem þeim
ber, góða þjónustu, skjót svör og afgreiðslu mála sinna og að
hugarfarið, sem að baki liggur, sýni vilja og skilning á því, að um
þjónustustarfsemi er að ræða en ekki valdboð
Falldh
í heimsókn hjá íslenzk-
um ráðamönnum í gær
murujurii r aiiuni r*uir viu uiauauicnu.
Opinberri heimsókn sænska forsætisráðherrans. Thorbjörns Fálldin, og konu
hans, Sólveigar, lauk í gærkvöldi, en forsætisráðherrahjónin héldu heimleiðis
til Svíþjóðar ásamt fylgdarliði í morgun. í gærmorgun ræddi sænski forsætis-
ráðherrann við forseta íslands, herra Kristján Eldjárn, og síðan átti hann
viðræðufund með Geir Hallgrlmssyni forsætisráðherra i Stjórnarráðinu. Stóð sá
fundur í um tvær klukkustundir, en aðstoðarmenn forsætisráðherranna sátu
einnig fundinn. Gestirnir sátu hádegisverðarboð forsetja hjónanna á Bessa
stöðum i gær og rómuðu menn veðurbliðuna þegar rennt var i hlað á
forsetasetrinu. Glampandi sólskin, logn og bliða og land og húsakostur
speglaðist í haffletinum. Um miðjan dag i gær tók Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri ásamt konu sinni, Sonju, á móti sænsku gestunum i Höfða, en þar
voru einnig borgarfulltrúar Reykjavikur og aðrir forsvarsmenn. Síðdegis í gær
heimsótti Fálldin Ólaf Jóhannesson og aðra framámenn Framsóknarflokksins,
en það hefur verið siður Fálldins i heimsóknum hans til Norðurlanda að
undanförnu að hitta að máli fulltrúa miðflokka i hverju landi. Var þessi
heimsókn samkvæmt ósk Fálldins, en ekki liður í opinberu heimsókninni. _ . , ,, ... . . , ... ,. , .
.. « , . . ■ r* . Sænsku torsætisraóherrahjonin koma í heimsókn í Hofða f gær, þar
Síðan hélt Falldm til blaðamannafundar . Norræna husinu áður en haldið var til sem Bjrgir lsleifur kona hans og borgarful,trúar tóku á m6ti
móttöku i sænska sendiráðinu og siðan til kvöldverðar sem sænsku forsætis- gestunum. Frá vinstri: Birgir tsleifur, Sonja, Sólveig, Thorbjörn,
ráðherrahjónin buðu til i Þingholti í gærkvöldi. Erna Finnsdóttir og Geir Hailgrfmsson.
Thorbjörn Fálldin, Geir Hailgrfmsson og Björn Bjarnason á blaðamannafundinum í Norræna
húsinu f gær.
Frú Halldóra Eldjárn og dr. Kristján Eldjárn taka á móti Sólveigu og Thorbjörn Fálldin á Bessastöðum í gær.
Frá viðræðufundi Fálldins og Geirs Haligrlmssonar I Stjórnarráðinu í gær.
Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur.
Thorbjörn Fálldin og Björn Bjarnason, skrifstofustjóri f forsætisráðuneytinu, á leið í Norræna
húsið f gær, en Björn var, ásamt konu sinni, Rut Ingólfsdóttur, sérlegur fylgdarmaður sænsku
forsætisráðherrahjónanna f tslandsheimsókninni.
Gutenberg-
málið:
Ríkiðfórekki
út fyrir mörkin”
— segir Halldór E. Sigurðsson ráðherra
„ÉG HELD ég muni það rétt, að
þarna var ekki um það að ræða að
hagræða neinu fyrir seljendurna,
heldur sótti ríkið fast á um kaup-
in og að viðskiptaþættirnir hafi
þá sameinazt á þessum punkti“,
sagði Halldór E. Sigurðsson, fyrr-
verandí fjármálaráðherra, er
Mbl. spurði hann, hvort ríkið
hefði greitt fyrir því við kaup á
húsnæði fyrir Ríkisprentsmiðj-
una Gutenberg, að söluhagnaður
seljenda yrði ekki skattskyldur.
Halldór E. Sigurðsson kvaðst
telja, að af hálfu rikisins hefði
verið farið „út fyrir þau mörk,
sem gátu talizt hæpin“ í málinu,
sem hefði verið „viðskiptalegs
eðlis“. Kvaðst hann telja, að ríkið
hefði ekki tapað á kaupunum, þar
sem harn héldi, að ekki hefði
verið um hagnað seljenda að ræða
í skattalegu tilliti.
„Það var fyrst og fremst ríkið,
sem sóttist eftir þessum viðskipt-
um' vegna erfiðleika við rekstur
Gutenbergs og ég held, að það
hafi verið gætt fyllstu varúðar í
málinu“, sagði Halldór E. Sigurðs-
son.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Magnús Kjartansson,
fyrrverandi iðnaðarráðherra og
staðfesti hann, að hann hefði tek-
ið ákvörðunina um að húseignin
við Síðumúla yrði keypt fyrir Rík-
isprentsmiðjuna Gutenbérg, en
hins vegar hefði sér ekki verið
kunnugt um með hverjum kjör-
um húseignin var keypt, þar sem
það hefði verið fjármálaráðuneyt-
ið, sem gekk frá fjármálahlið
málsins.
Iðnkynning í Reykjavík 19. sep. - 2. okt:
Verður umfangsmesta
kynningarstarf sem
fmmkvæmt hefut verið
á einum stað á íslandi
— segja forráðamenn Iðnkynningar í Reykjavík
„EG HELD að þetta sé vfðtækasta sýningin sem efnt hefur verið til í
þessari borg. Það er von okkar í iðnkynningarnefnd Reykjavfkur að
hún verði til að hrífa borgarbúa, og reyndar landsmenn alla, og verði
til þess að auka skilning á þörfum iðnaðarins í landinu, en iðnaðurinn
er fjöregg þjóðarinnar og fái hann þá aðhlynningu og skilning sem
hann á skilið, og þarfnast, þá á iðnaðurinn eftir að verða þjóðinni
heilladrjúgur“. Þannig fórust orð Albert Guðmundssyni, formanni
iðnkynningarnefndar Reykjavíkurborgar, er hann, ásamt öðrum
nefndarmönnum og aðilum, sem máiið er skylt, k.vnnti fjölmiðlum
skipulag Iðnkynningarinnar í Reykjavík en hún hefst 19. september
nk. og lýkur 2. október.
Iðnkynning í Reykjavík hefst
með hátiðlegri athöfn í Austur-
stræti. Þar munu Birgir Isleifur
Gunnarsson borgarstjóri og Hjalti
Geir Kristjánsson, formaður verk-
efnaráðs íslenzkrar Iðnkynningar
flytja ávörp, en að þeim loknum
mun Björn Bjarnason, formaður
landssambands iðnverkafólks
setja iðnkynninguna. Sem ytra
tákn iðnkynningarinnar verður
gerður gosbrunnur í Austurstræti
og mun hann verða innan í 8
metra háum turni sem bera mun
merki Iðnkynningar og Reykja-
vikurborgar. Annar ámóta turn
verður reistur á eyju á Miklu-
brautinni vestan Elliðaánna, og
líkan af turninum og gosbrunnin-
um verður á miðju gólfi Laugar-
dalshallar á sýningu á Reykvísk-
um iðnaði sem standa mun frá 23.
september til 2. október.
Forráðamenn Iðnkynningarinn-
ar i Reykjavik telja að Iðnkynn-
ing þessi verði umfangsmesta
kynningarstarf sem framkvæmt
hefur verið á einum stað á Is-
landi. Stendur Iðnkynningin yfir
í tvær vikur og verður Reykja-
víkurborg í hátiðarbúningi þann
tima. Megin tilgangur Iðnkynn-
ingarinnar í Reykjavík, er þátt-
taka Reykjavíkurborgar, iðnrek-
enda, iðnaðarmanna, iðnverka-
fólks og verzlunarfólks í Reykja-
vík i starfi íslenzkrar iðnkynning-
ar. Hún verður jafnframt kynn-
ing á þeim framleiðsluiðnaði,
þjónustuiðnaði og byggingariðn-
aði sem starfræktur er í Reykja-
vik og loks er tilgangur hennar að
auka sölu á islenzkum iðnvarn-
ingi og stuðla að jákvæðri afstöðu
almennings til íslenzks iðnaðar,
svo almenningur geri sér grein
fyrir mikilvægi hans í dag, þeirri
miklu atvinnu sem hann veitir og
hve mikið hann sparar af hinum
dýrmæta gjaldeyri, segir í upplýs-
ingum frá Iðnkynningu í Reykja-
vik.
Jafnhliða opnun Iðnkynningar-
innar i Austurstræti verður efnt
til útisýningar á ýmsum reykvísk-
um iðnaðarvörum þar, í Lækjar-
götu og á Lækjartorgi. I þessu
tilefni verður þetta svæði sérstak-
lega skreytt, með fánum og með
útstillingum i gluggum verzlana.
Möguleiki er að Hótel Islands
planið svonefnda bætist við þetta
svæði. Þá verður efnt til iðn-
minjasýningar í Árbæjarsafni.
Mun forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, opna þá sýningu 22.
september, en sem öðrum liðum
Iðnkynningar í Reykjavik lýkur
þeirri sýningu 2. október. 20 ára
afmælis Árbæjarsafnsins verður
jafnframt minnzt með þessari
sýningu.
Iðnkynning í Laugardalshöll
verður, sem fyrr segir, opnuð 23.
september. Avörp flytja þá
Albert Guðmundsson, formaður
Iðnkynningarnefndar, og Gunnar
Guðmundsson, formaður
sýningarnefndar, og að ávörpun-
um loknum mun Davíð Sch.
Thorsteinsson formaður Félags
islenzkra iðnrekenda opna kynn-
inguna.
Efnt verður til iðnnámskynn-
ingar í Iðnskólanum í Reykjavík
dagana 23. og 24. september, en
þá verður farið með nemendur i
9. bekk grunnskóla i kynnisferð
um skólann. Dagana 28. og 29.
september munu alþingismenn,
borgarfulltrúar og embættismenn
heimsækja iðnfyrirtæki i Reykja-
vík í boði Islenzkrar iðnkynning-
ar og Iðnkynningarnefndar
Reykjavíkur.
Dagur iðnaðarins, sá áttundi á
landinu, verður haldinn hátiðleg-
ur 30. september, en þá verður
m.a. efnt til fundar um iðnaðar-
mál.
Iðnkynning í Reykjavík verður
að einhverju leyti færð inn i skóla
höfuðborgarinnar eftir að sýning-
unni i Laugardalshöll lýkur. A
sýningartimanum verður þó efnt
til skipulegra heimsókna nem-
snda 7. 8. og 9. bekkjar grunn-
skólastigsins á kynninguna í
Laugardalshöll, og að sögn
Framhald á bls 18.