Morgunblaðið - 07.09.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.09.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 19 Oiga Magnúsdóttir fráFWgu -Minning F. 2. febrúar 1921, D. 23. ágúst 1977. „Það verður ekki þys né ys þröng eða fjölmennt erfi. Þð aðlítið fölnað fis fjúki burt og hverfi. Svo mun og sannast við útför Olgu Magnúsdóttur frá Flögu, sem borin verður til hinztu hvíld- ar í dag. í mínum kynnum af henni og þann tíma, sem við höfum starfað saman, var hún ætið hljóðlát, löngum fáskiftin um annarra hagi, en hlustaði þó með athygli eftir þeim röddum, sem uppi voru hverju sinni, og galt þeim því aðeins jáyrði, að þær féllu að lífs- skoðun hennar. Hún vakti yfir þvi, sem henni var falið, af svo einskærri dyggð, að visvitandi mun hún ekki hafa beygt stafkrók í aðra átt en rétta, að eigin viti. Og óvíða mun hún hafa mætt óvild um ævina. Olga fæddist á Blönduósi 7. febr. 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Zophanias- dóttir, Hjálmssonar bónda á Höfða í Þverárhlið, og Asgeir Þor- valdsson, prests Asgeirssonar á Hjaltabakka í Húnavatnsþingi. Hólmfríður veiktist mjög við fæð- inguna og var henni vart hugað líf. Þá bjuggu þar á Blönduósi hjónin Helga Helgadóttir og Magnús Stefánsson. Magnús rak þá verzlun á Blönduósi, jafnframt búskap á Flögu í Vatnsdal. Helga brá á sitt ráð og sótti hvítvoðing- inn tveggja nátta og var hún síðan hjá þeim sem kjördóttir og ást- fólgið barn. En vorið 1922 fluttu þau hjón alfarið á Flögu eftir að hús þeirra á Blönduósi brann til kaldra kola. Olga ólst því upp á þvi fágæta menningarheimili og naut þar þeirrar umönnunar og ástríkis, sem bezt varð á kosið. En þar brá fyrr en skyldi. Hún átti yfir þeirri vinhlýju að ráða, sem aldrei breytti um svip nema um það væri að ræða, að henni virtist mál ekki flutt af fullri drenglund. En drengskap unni hún af fyllri heilindum en almennt þekktist og helgaði henni meira af orku sinni en al- gengt er. 29. júní sumarið 1935, veiktist Olga af lömunarveiki, sem tók hana þeim heiftartökum, að lík- ami hennar bar þess æ síðan merki, en sálina fékk ekkert bug- að. Var henni leitað þeirrar hjálp- ar, sem þá þekktist bezt, og lá hún á Landsspítalanum heilt ár. Haustið eftir tóku þau hjón Helga og Magnús sig upp frá búi sínu og dvöldu þann vetur í Reykjavík til að geta búið henni heimili, og var hún þó flutt daglega til læknis- meðferðar allan þann vetur. Síð- an var haldið heim að Flögu á ný. Magnús dó 1940, og þær mæðg- ur fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1942, þár sem Magnús hafði séð þeim fyrir heimili af sinni alkunnu fyrirhyggju og ráðdeild. Þar bjuggu þær siðan, og reyndist Olga móður sinni furðu mikil stoð og stytta er elli sótti hana heim. Helga andaðist 1964. Prófessor Snorri Hallgrimsson reyndist Olgu frábær mannkosta- maður. Hann kom henni til Svi- þjóðar til gervilimasmiðs, og bauð henni síðar starf á lækningastofu sinni að Sóleyjargötu 5, hér i borg, og starfaði hún þar unz hann hætti rekstri lækningastof- unnar. Þannig kom hann henni af næmum skilningi út i atvinnulifið og þar með þess til sjálfstæðis er öllum er svo nauðsynlegt. Alla ævi var hún honum þakklát fyrir þá hjálp, og taldi sig engum vandalausum eiga meira að þakka. Síðan vann Olga hjá Otto A. Michelsen í nokkur ár, en þaðan fór hún til starfa hjá Búnaðarfé- lagi Islands, og vann þar unz yfir lauk. Olga réði yfir frábærum skapsmunum, sem einkennd’u störf hennar og starfshætti. Hún hvarf þaðan glöð og heil, að svo miklu leyti að séð varð, föstudaginn 19. ágúst. En sögu hennar lauk þriðjudaginn 23. s.m. Ég þakka kynnin og samstarfið, og bið henni heilla og gleði. Guðm. Jósafatsson. Nú er hún Olga dáin og með henni horfinn stórkostleg mann- eskja, sem fáa átti sér líka. Þessi hægláta, fatlaða kona setti mik- inn svip á barnæsku mína, þar sem við bjuggum í sama húsi, og núna, þegar litið er til baka með augum fullorðins, þá rennur upp fyrir mér, hversu mikla virðingu við krakkarnir í húsinu bárum fyrir henni. Það var ekki vegna þess að hún væri húseigandi, heldur vegna þess að við börnin skynjuðum einhverja yfirburði hjá þessari konu. Hún, svo fötluð sem hún var, gaf þeim heilbrigðu ekkert eftir hvað afköst snerti. Hún kunni alls ekki að hlífa sér eða vildi það ekki. Hún vann alltaf utan heimilis auk þess að sjá um aldraða móður sína í mörg ár. Það geislaði alltaf frá henni hlýja og gleði, en biturð var ekki til. Mann hætti til að gleyma því, að Olga var ekki eins létt á fæti og hver annar, en það hlýtur að þurfa að hafa mikla þrautseigju og mikinn viljastyrk til að bera svo þungan bagga, sem fötlunin olli henni, án þess að kikna. Hve oft skyldi hún ekki hafa fetað sig upp erfiða stigana á Tjarnargöt- unni, alltaf með bros á vör? Og hve oft skyldi hún ekki hafa beðið úti í bíl, þegar slæm færð var, beðið eftir því að einhver kæmi og styddi hana yfir hálkubletti, heim að útidyrunum? Og þegar við loksins urðum vör við hana og hlupum út, mætti okkur hlæjandi Olga, þó hún væri búin að bíða lengi. Þannig mætti lengi telja, en Olga kvartaði aldrei. Það var ekki í hennar eðli. Svo mikillar persónu, sem hún var, gleymi ég aldrei og ég veit, að næsti 7. febrúar, sem var sam- eiginlegur afmælisdagur okkar verður tómlegur. Nú er hún horfin okkur jarð- neskum mönnum en ég veit að núna líður henni vel því að henn- ar þunga krossi hefur verið létt af henni. Nú getur hún aftur gengið á heilbrigðum fótum eins og hún gerði sem lítil stúlka í Vatnsdaln- um fyrir 50 árum. Hafi hún þökk fyrir allt. GMJ Hvert göfugt hjarta á sér helgidöm. Þar anga skínandi eilffðarblóm. Hver hugans göfgi því blóm sín bar og guð er daglega gestur þar. Þessar fallegu ljóðlinur Stefáns frá Hvitadal, koma mér í hug þeg- ar ég hugsa til Olgu minnar frá Flögu í Vatnsdal, sem nú hefir flutzt yfir landamæri hins jarð- neska lífs, inn til þess tilveru- stigs, sem hvers eins bíður, að lokinni jarðvist. Þar munu „bíða vinir í varpa“, þeir sem á undan voru farnir og veita henni mót- töku. Olga fæddist á Blönduósi 2. febrúar 1921. Aðeins tveggja daga gömul kom hún til hjónanna Helgu Helgadóttur og Magnúsar Stefánssonar. Þau urðu henni ekki aðeins ,,kjörforeldrar“, held- ur ástríkir foreldrar. Magnús fað- ir hennar rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi og einnig stórbú á Flögu i Vatnsdal. Hvort tveggja af þeim dugnaði og forsjá, sem honum var svo eiginlegt. , I byrjun árs 1922 varð sá at- burður, að ibúðar- og verzlunar- húsið, sem var stórt timburhús, brann til kaldra kola á stuttri stundu. íbúðin var á efri hæðinni en verzlunin á þeirri neðri, með Framhald á bls 18. o í Á » KLÆDNING 1 Alklæöning á þök loft og veggi - úti og inni Skoðið sýningarbás okkar nr. 58 A/KLÆÐNING HENTAR ALLS STAÐAR! ( A/KLÆÐNINGU hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut, til að gera uppsetningu einfalda og spara þér tíma og peninga. Framleiddir hafa verið ýmsir auka- hlutir svo sem, gluggakarmar, mænir, vindskeiðar o.fl. sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. A/KLÆÐNING er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. Margar gerðir og fjöldi lita. Leitið upplýsinga. Sendið teikningar og við gefum verðtilboð. Möguleikar A/KLÆÐNINGAR eru fleiri en yður grunar. FULLKOMIN KLÆÐNING TIL SÍÐASTA NAGLA. Skoðið sýningarbás okkar nr. 58 m INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. r TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.