Morgunblaðið - 07.09.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
23
Minning:
Gísli Guðmunds-
son bifreiðarstjóri
Mikill vinur okkar hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur og samstarfs-
maður er fallinn i valinn langt
fyrir aldur fram, Gisli okkar Guð-
mundsson. Hann var jafnan sem
einn úr okkar hópi þótt hann ynni
ekki með okkur að staðaldri. Um
árabil var hann sjálfkjörinn liðs-
maður i öllum leikferðum Leikfé-
lags Reykjavíkur um landið, bill-
inn hans tvískipti með rými fyrir
leiktjöldin eins og annað heimili
fyrir leikhópinn, þar sem oft hef-
ur verið setið þröngt á löngum og
erfiðum ferðalögum og hann
traustur og öruggur undir stýri. A
áningarstöðum gekk hann til
hvers þess starfs, sem þurfti við
að undirbúa leiksýninguna og var
af langri reynslu orðinn öllum
hnútum kunnugur í tæknimálum
leiksviðsins og rekstri leiksýn-
inga. I leikhúsinu sjálfu í Iðnó
hljóp hann iðulega undir bagga i
vandasömu starfi sýningarstjóra,
sem hann innti af hendi af þeirri
nákvæmni, alúð og hlýju, sem
honum var gefin til allra starfa og
daglegrar umgengni við starfsfé-
laga. Hann hafði og mikla gleði af
góðri leiklist.
Gísli Guðmundsson var
Rangæingur að ætt og uppruna,
fæddur í Króki i Holtum 9. októ-
ber 1930, þar sem hann ólst upp
með 14 systkinum. Hann var
næstyngstur þeirra, en fellur nú
þeirra fyrstur frá. Hann fór ung-
ur að heiman og var um 16 ára
skeið bifreiðarstjóri fyrir Kaupfé-
lagið á Hellu og varð þannig
hverjum manni kunnur í sinni
sýslu. Arið 1966 eignaðist hann
fyrsta langferðabíl sinn, hóf sjálf-
stæðan atvinnurekstur og varð
traústur og gegn hópferðahagi.
Ferðalög um landið með fólk í
bílum sínum voru líf hans og
yndi, ekki sizt ferðir um óbyggðir.
Mér er i minni hve gaman var að
vera leiðsögumaður með Gísla við
stýrið. Hann var hafsjór af fróð-
leik um örnefni, bæjarheiti, menn
og málefni á hverjum stað, ratvis
svo af bar og minnugur á allt, sem
hann hafði einhvern tíma heyrt.
Gísli kvæntist árið 1966 Dag-
björtu Snæbjörnsdóttur, föndur-
kennara sjúklinga, sem ættuð er
úr Húnavatnssýslu. Sambúð
þeirra einkenndist af þeirri hlýju,
sem var aðalsmerki Gisla sjálfs.
Þau áttu sameiginlega þennan
mikla áhuga á leiklist, sem tengdi
þau Leikfélagi Reykjavíkur og
Dagbjört fylgdi Gísla oft á ferða-
lögum. Þegar Leikfélagið fór í
leikför til Færeyja í fyrrahaust
voru þau bæði með okkur, og
yngsta dóttir þeirra. Þau óku leik-
tjöldum austur i Seyðisfjörð,
sigldu með þau og bilinn til Fær-
eyja, þar sem þau voru fyrir sem
fulltrúar Leikfélagsins þegar
leikhópurinn kom. Síðan gengu
þau frá öllu að leikförinni lokinni
og héldu sömu leið heim aftur.
Þannig var jafnan liðsinni Gísla
Guðmundssonar, að áhyggjulaust
mátti fela honum ýms vandasöm
verkefni, — hann kom þeim far-
sællega i höfn. Dagbjört og Gísli
eignuðust þrjú börn: Guðrúnu
Snæfriði, sem brautskráðist frá
Leiklistarskóla Islands sl. vor, og
þann dag sá ég Gísla glaðastan,
Pétur Blöndal, sem hefur verið i
siglingum og Elínu Sigriði, 12 ára
námsmey.
Gísli Guðmundsson var glæsi-
legur að vallarsýn, friður maður
og hýr og handtakið þétt. Hann er
okkur öllum harmdauði.
Leikfélag Reykjavíkur minnist
Gísla Guðmundssonar með þökk
fyrir störf hans og vináttu. Fjöl-
skylda hans og ættmenn eiga ein-
læga samúð okkar.
Vigdís Finnhogadóttir.
,,Dáinn horfinn harmafregn"
Þessi ljóðlina Jónasar kom mér
í hug, er mér var tilkynnt skyndi-
legt andlát vinar míns og svila,
Gísla Guðmundssonar.
Ég hafði kvatt hann kvöldið áð-
ur, kátan og hressan. Hann var að
koma úr 3ja daga ferð með fjöl-
skyldu sína og venzlafólk, en í
slíka ferð bauð hann oftast einu
sinni á ári, i þeim tilgangi að
halda fjölskyldunni saman og
sýna henni okkar fagra land, sem
hann hreifst mjög af. Sérstaklega
hafði hann gaman af öræfaferð-
um og vildi láta vini og vanda-
menn njóta öræfafegurðarinnar
með sér. Valdi hann þá oft staði,
sem höfðu hrifið hann á ferðum
hans um landið með innlent og
erlent ferðafólk. Síðustu ferðinni
var þó heitið til að kanna ókunna
stigu, en veðurguðirnir komu í
veg fyrir að komizt yrði á þann
langþráða stað. Þrátt fyrir það
vorú allir ferðalangarnir kátir og
glaðir jafnt ungir sem aldnir,
Gisli hélt uppi góðu ferðaskapi
með lipurð sinni og góðvild og
hugsa nú allir til hans með trega
og þökk. Þannig var líf Gísla heit-
ins, hann reyndi að létta byrði
samferðafólksins eftir beztu getu.
Sérstaklega má minnast þess,
hversu vel hann hugsaði um
tengdamóður okkar síðustu árin
sem hún lifði og bjó ein fyrir utan
borgina, og reyndist henni sem
bezti sonur. Veit ég að börnum
hennar finnst þau hafi aldrei full-
þakkað Gísla fyrir þá einstöku
umhyggju. Það er okkur ekki
sársaukaláust, að sjá nú á bak svo
ágætum manni sem Gísli Guð-
mundsson var. Minningarnar
hrannast nú upp í huga manns
um liðnar samverustundir bæði á
heimili okkar og þeirra hjóna,
Gísla og Dagbjartar konu hans.
Þar rikti sönn gestrisni og öllum
fagnað af sérstakri hjartahlýju og
góðvild.
Gísli var fæddur að Króki í Asa-
hreppi í Rangárvallasýslu 9. októ-
ber 1930, næst yngstur 14 syst-
kina er öll lifa, hann var sonur
hjónanna Guðrúnar Gísladóttur
og Guðmundar Ölafssonar er þar
bjuggu. Móðir hanns lézt 1934 frá
börnunum ungum, en faðir hans
bjó áfram með aðstoð barna sinna
og ól upp allan barnahópinn með
sæmd. Það hlýtur að hafa verið
áfall fyrir 4ra ára drenginn að
missa móður sína, en systur hans
gengu honum í móðurstað og var
kært með þeim systkinum öllum.
Guðmundur faðir hans lifir enn,
88 ára gamall, og er vel ern og má
nú sjá á bak sinum yngsta syni.
Gisli dvaldi i föðurgarði til tvi-
tugsaldurs er hann hóf bifreiða-
akstur hjá Kaupfélaginu Þór á
Hellu og varð bifreiðaakstur sið-
an hans ævistarf. Hann var gæt-
inn og góður ökumaður og hlekkt-
ist aldrei neitt á. Síðustu árin
gerði hann út eigin bifreiðir og
fór hópferðir með fólk um landið
m.a. ók hann leikurum leikhús-
anna er þeir ferðuðust út á lands-
byggðina með leiksýningar.
Gísli var mjög samvizkusamur
maður og nákvæmur og vildi
aldrei halla réttu máli. Það var
gott að hafa hann í vinnu, honum
var óhætt að treysta. Gisli kvænt-
ist 1956 eftirlifandi konu sinni
Dagbjörtu Sóley Snæbjörnsdótt-
ur, mestu myndar- og dugnaðar-
konu. Bjuggu þau sér indælt
heimili og voru sérstaklega sam-
hent að snyrta það og fegra, enda
var Gísli mjög laginn í höndun-
um, vandvirkur og duglegur, og
reyndar þau bæði hjónin. Þau
eignuðust 3 börn, Guðrúnu Snæ-
fríði, er lauk námi við leiklistar-
skóla ríkisins s.l. vor, Pétur Blön-
dal og Elínu Sigriði, sem bæði eru
í foreldrahúsum. Gísli Guðmunds-
son verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju í dag og vil ég nú að
leiðarlokum fyrir mína hönd,
konu minnar og fjölskyldu okkar,
votta konu hans og börnum inni-
legustu samúð og biðjum algóðan
Guð að styrkja þau og styðja í
raunum þeirra. Megi minningin
um kærleiksríkan eiginmann og
föður verða þeim huggun í sorg-
inni, er svo óvænt barði að dyrum.
Við vottum einnig öldruðum föð-
ur hans og systkinum hluttekn-
ingu okkar.
Að síðustu þökkum við Gísla
allar samverustundir liðinna ára.
Hann var alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd væri hennar þörf.
Hann var óvenju skilningsríkur á
cannarra erfiðleika, sem er sjaid-
gæfur eiginleiki. Við munum
sakna hans, en geyma minning-
una um góðan og glaðan dreng og
þökkum fyrir að hafa átt hann að
vini.
„Far þú f friði
Friður Guðs þig blessi
Hafðu þökk fvrir allt og alIt“
H.J.
t
Móðurbróðir minn,
ELÍAS pálsson,
Seglbúðum,
sem lést sunnudaginn 4 september. verður jarðsunginn frá Prest-
bakkakirkju á Síðu laugardaginn 10. september kl. 2 e.h.
Jón Helgason.
t
Bróðir minn,
JÓN INGIMARSSON.
Álftamýri 46,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 8. september kl.
1.30.
Fyrir hönd systkinanna,
Kristln Ingimarsdóttir.
Lokað
frá hádegi vegna jarðarfarar,
Verzlunin Krónan,
Vesturgötu 35
Mýrarbúðin,
Mánagötu 18.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUOMUNDUR PÉTUR GUÐJÓNSSON,
skipstjóri
Hringbraut 107
Andaðist að Landakotsspítala 24 ágúst s.l Að ósk hins látna fór bálför
hans fram i kyrrþey ... .. .
Pálina Helgadóttir,
Helga GuSmundsdóttir,
JensÓI. Eysteinsson,
Erna I ris Jensdóttir.
Faðir okkar, fósturfaðir og afi,
SIGURÐUR J. ÞORBERGSSON
Snorrabraut 33
er lést sunnudaginn 4 september, verður jarðsunginn frá Langholts-
kirkju föstudaginn 9 septemberkl. 10.30
SigrtSur SigurSardóttir,
GarSar Jónsson, GuSrún Freysteinsdóttir,
og barnaböm.
t Móðir okkar og tengdamóðir.
KATRÍN GUÐNADÓTTIR
Hringbraut 45
andaðist 5. september s.l.
Margrét Kristinsdóttir. Magnús Danielsson.
Sjöfn B. Kristinsdóttir. GrétarG. Nikulásson.
t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR EIRÍKSSONAR,
vélstjóra,
Brunnstig 4, HafnarfirSi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspltala
Jenný Ágústsdóttir.
Þorsteinn Sigurðsson, í ris Dröfn Kristjánsdóttir,
Steinvör SigurSardóttir, EinarB. Þórðarson,
Ágúst SigurSsson, Guðrún H. Lárusdóttir,
Garðar Sigurðsson, Erla Jónatansdóttir.
Sigrún Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson,
Reimar Sigurðsson. Gislina Jónsdóttir,
Hafsteinn SigurSsson, Ágústa Hjálmtýsdóttir,
Bergur Sigurðsson. Sylvfa Elíasdóttir,
Gestur Sigurðsson, Elsa Hauksdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Jóhanna Sigfúsdóttir,
Kolbrún Sigurðardóttir, Benedikt Steingrimsson.
barnabörn og barnabamabörn.
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR ÍNGÓLFSSON
RauSalæk 13,
lést af slysförum mánudaginn 5. september
Sígrún Ingólfsdóttir,
Ingibjörg Ingólfsdóttir.
Móðir min, tengdamóðir og amma,1
ÞURÍÐUR SVEINBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
frá SviSningi
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði föstudaginn 9 sept kl
SvanfriSur Arnkelsdóttir, Arnar GuSlaugsson.
Amór Arnórsson,
ÞuriSur Arnórsdóttir,
Guðbjorn Arnórsson,
Faðír okkar,
GUNNAR H. KRISTJÁNSSON
fv. KaupmaSur
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 31 ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9 september kl
13 30
GuSrún H. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Kristján Gunnarsson. Gunnar Gunnarsson.
t
Ástkær dóttir okkar, og dótturdóttir.
ÞÓRA BALDURSDÓTTIR,
Fornuströnd 4,
verður jarðsungin frá Neskirkju, fimmtudaginn 8 september kl
13 30
Þórunn Ólafsdóttir, Baldur G. Ásgeirsson,
JarþrúSur Jónsdóttir,