Morgunblaðið - 07.09.1977, Page 31

Morgunblaðið - 07.09.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 31 Lands- liös- ferðin Markvörður Belga rétt nðði að stýra þessu þrumuskoti Asgeirs Sigurvinssonar framhjá marki f leiknum á iaugardag. (Ljósm. áij). Sjönar- horn t síðustu viku lék íslenzka landsliðið tvo landsleiki I Evrópu, gegn Hollandi og Belgíu. Úrslitin eru öllum kunn og fréttamenn blaða og útvarps hafa gefið glöggar fréttir af ferðinni. Báðum leikjum er sjónvarpað hér heima, svo segja má að landsliðið sé undir smásjá meðan á slíkri ferð stendur. Eg þarf því ekki að rekja ferðasöguna, að öðru leyti en því að taka fram, að fram- koma leikmanna bæði innan sem utan vallar var til sérstakrar fyrirmyndar. Hinu er vert að velta fyrir sér hvaða erindi tsland eigi I heimsmeistarakeppni og hvaða ál.vktanir megi draga af þessari keppnisferð. Belgíska knattspyrnusambandið er eitt það smæsta í Evrópu. Þar eru 500 þúsund skráðir sem knattspyrnumenn. Sambandið hefur 150 manns á launum. t Ilollandi eru nær 200 manns á skrifstofu knattspyrnusambandsins. Liðin þar skipta tugum þúsunda. 1 Hollandi og Belgíu er atvinnumennska á tiltölulega háu stigi, og þegar tsland lék gegn þessum löndum, fékk hver af leikmönnum þeirra nær 250 þús. króna fyrir leikinn. Það er því ólíku saman að jafna og í raun og veru er það ekkert annað en fífldirfska að leggja til atlögu við þessar þjóðir. En það er einmitt það skemmtilega við knattspyrnuna. Úrslitin fara ekki eftir útreikningum og þegar inn á völlinn er komið ráða úrslitum ýmsir eiginleikar sem ekki verða keyptir: keppnisskap, hugsun og skipulag í leik, samstilling liðs og metnaður fyrir hönd sinnar þjóðar. Þegar menn hafa undrazt hversu taslandi hefur tekizt að tefla fram góðu landsliði, þá bendi ég gjarnan á þessi atriði. Þau hafa einkennt knattspyrnulandsliðið og eiga sennilega einnig sinn stóra þátt í velgegni handknattleiks- manna. Einhverjum kann að þykja að úrlistin I landsleikjunum I slðuustu viku séu ekki til að mikia sig af. Það er heldur ekki gert. En I leiknum gegn Hollandi hitti ég að máli mann, sem kominn var alla leið frá Brasilíu til að njósna um Hollending- ana. Hann fullyrti að hollenzka liðið væri það bezta í heiminum í dag. Eg held að það sé engin skömm að því að tapa gegn slfku liði, og halda jöfnu I sfðari hálfleik. Sama sagan endurtók sig í þessari ferrt sem í þeim landsliðsferðum sem farnar hafa verið síðustu fjögur árin. Fyrsti hálftíminn í fyrsta leiknum er verstur. Sfðan vex liðið stöðugt. Astæðan er taugaóstyrkur og reynsluleysi. Ef okkar lið hefði fleiri tækifæri til að leika erlendis, þá næðist ennþá betri árangur. Slíkar ferðir mætti fara í október — nóvember, eða marz — apríl. þ.e.a.s. eftir og áður en keppnistímabilið hefst hér heima. Við fslendingar getum ekki reiknað með því að verða heims- meistarar í knattspyrnu, en leikir eins og þeir sem íslenzka liðið sýndi í Evrópu f síðustu viku, eru bezta auglýsing sem íslenzka þjóðin og íslenzk æska getur fengið. fþróttir og þó einkum knattspyrna er hugðarefni alls almennings í Evrópu og ein slfk keppnisferð er á við þúsund auglýsingabæklinga. Asgeir Sigur- vinsson er á við hundrað ambassadora. Þessi „auglýsingaferð“ kostar KSf sennilega allt að fjórum milljónum króna, og þó er aliur undirbúningur, fararstjórn og keppni á herðum manna, sem ekki fá krónu fyrir fram framlag sitt. Eg efast um að fslendingar hafi fengið ódýrari landkynningu. Ellert B. Schram. Belgar mikl- ir höfðingjar ÞAÐ VAR ólíku saman að jafna móttökum Belga og Hollendinga er íslenzka knattspyrnulandsliðið lék gegn þessum þjóðum í sfðustu viku. fnni á leikvellinum var að vísu ekkert eftir gefið og bæði lið settu fjögur mörk hjá tslending- unum. útan vallar voru Belgarnir hins vegar mun meiri höfðingjar heim að sækja og sem dæmi um það má nefna, að þeir leystu ís- lenzku landsliðsmennina alla út með forláta svissnesku úri. Ekki nóg með það, fararstjórar ís- lenzka liðsins fengu allir vandað útvarpstæki að gjöf frá Belgum. Áhöfn Guðmundar þakkar handknatt- leikslandsliðinu ágætan árangur SKIPVERJAR á Guðmundi RE, því mikla aflaskipi, eru greini- lega miklir áhugamenn um íþróttir. A laugardaginn buðu þeir landsliðsmönnum f hand- þknattleik út að borða með eigin- konum. Vildu þeir með þessu þakka góðan árangur handknatt- leikslandsliðsins og hvetja liðið til enn meiri afreka á vetri kom- anda. Kunnu handknattleiks- menn vel að meta þennan vinar- hug og sendu þakkarskeyti til áhafnar Guðmundar frá ftótel Sögu, þar sem þeir áttu góða stund saman. Valsmenn mæta á sýninguna HEIHILW77 VALSLIÐIÐ I KARNABÆJAR FÖTUM ÁSAMT ÞJÁLFARA NUKOMA ALLIR í HÖLLINA. ■ Þar munu þeir kynna keppinauta sína í Evrópubikarkeppninni, sem fram fer á Laugardalsvellinum 15. september n.k. ■ Einnig taka þeir þátt í tízkusýningunni kl. 21.00. ■ Gestir fá allir myndir ásamt eiginhandarár'rtun. STUÐMENN VALS [ | 'í-z- |\ ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.