Morgunblaðið - 07.09.1977, Page 32
YSINGASIMINN ER:
22480
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
Nautakjöt hækkar
um 24 til 25%
AKVEÐIÐ hefur verið nýtl verð á
nautakjöti_í kjölfar þess bráða-
birgða samkomulags, sem varð
um verðlagsgrundvöll landhúnað-
Slæðingur af
útlendingum
á miðunum
Allmörg erlend fiskiskip eru
hér við land um þessar mund-
ir, samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæzlunnar. Reynd-
ar eru aðeins átta færeyskir
handfærabátar hér við land en
voru flestir um 26 og auk þess
eru 7 færeyskir línuveiðarar og
einn togari. Ovanalega margir
v-þýzkir togarar eru hér eða 19
talsins, en auk þess 5 belgískir
togarar og 3 norskir bátar.
BÚR vill
suðurenda
Bakka-
skemmu
„ÞAÐ ER ekki rétt með farið hjá
hafnarstjóra að einungis standi
nú á Bæjarútgerðinni að innrétta
kæligeymslur fyrir kassafisk f
Bakkaskemmu," sagði Ragnar
Júlfusson, stjórnarformaður
BÚR, f viðtali við Morgunhlaðið,
þegar borin voru undir hann um-
mæli hafnarstjóra í frétt Mbl. sl.
laugardag, en þar kvað hafnar-
stjóri þegar búið að rýma hluta
Bakkaskemmu og afhenda Bæjar-
útgerðinni en sfðan hefði ekkert
verið unnið að framgangi málsins
af hálfu B(JR.
Ragnar kvað það að vísu rétt, að
höfnin væri búin að rýma hluta
Bakkaskcmmu, en ekki þann
hluta hennar sem Bæjarútgerðin
vildi fá. Ragnar kvað BÚR hafa
augastað á suðurenda Bakka-
skemmu, þvi að þaðan væri bein-
ust akstursleið með fískinn yfir i
fiskvinnsluhús BÚR og minnst
truflun frá annarri umferð um
Grandann. í þessum hluta Bakka-
skemmu er nú Framleiðslueftirlit
sjávarafurða, sem er ríkis-
stofnun, og sagðist Ragnar telja
Framhald á bls 18.
arvara um mánaðamótin og áður
hefur verið sagt frá. Samkvæmt
þessu nýja verði hækkar smásölu-
verð nautakjöts að mcðaltali um
24 til 25%. Hvert kíló af nauta-
kjöti í 1. verðflokki í heilum og
hálfum skrokkum kostar eftir
hækkunina 663 krónur í heild-
sölu en 896 krónur i smásölu.
Vcrð á öðrum verðflokki í heilum
og hálfum skrokkum verður eftir
ha-kkunina 560 krónur í heild-
siilu og 757 krónur í smásölu.
Sem dæmi um verð á einstökum
hlutum nautgripsskrokks má
nefna að hvert kíló af afturhluta,
2. verðflokki, hækkar í smásölu
úr 801 krónu í 1001 og framhlutar
hækka úr 454 í 566 krónur.
Hryggstykki úr afturhluta, stéik,
hækkar út 1255 krónum í 1564
krónur hvert kíló, og er þá miðað
við annan verðflokk. Bóndinn fær
eftir hækkunina 660,41 krónur
fyrir hvert kíló af nautakjöti í 1.
verðflokki og 564,09 krónur fyrir
2. verðflokk. Engar breytingar
voru að þessu sinni gerðar á nið-
urgreiðslum.
Enn er litið sem ekkert nauta-
kjöt á markaði í verzlunum en að
sögn söluaðila kjötvara er þess að
vænta að upp úr næstu mánaða-
mótum fari framboð á nautakjöti
að verða með eðlilegum hætti en
þá fara bændur á láta slátra þeim
gripum, sem þeir hafa látið gang
úti í sumar.
53 íslend-
ingar hafa
látizt af
slysförum í ár
SAMKVÆMT upplýsingum
Óskars Þórs Karlssonar hjá
Slysavarnafélagi Islands hafa
53 Islendingar látizt af slysför-
um hér á landi það sem af er
árinu, en á sama tíma í fyrra
höfðu 52 tslendingar látið lífið
í slysum.
Enda þótt tölurnar séu svip-
aðar hefur tíðni banaslysa ver-
ið allmiklu hærri á þessu ári
en í fyrra, því þá varð eitt
mannskætt sjóslys þegar vél-
báturinn Hafrún fórst með 8
mönnum.
Komust
ómeidd úr
brakinu
MJÖG HARÐÚR árekstur varð
um hádegisbilið í dag á blind-
hæð á þjóðveginum skammt
innan við Flateyri. Rákust þar
á Land-Rover jeppi og lítil
fólksbifreið. Skemmdust bíl-
arnir mjög mikið og er fólks-
bíllinn talinn gerónýtur, enda
kastaðist hann 60 metra eftir
veginum frá þeim stað, sem
áreksturinn varð.
1 jeppanum voru 5 ungmenni
og 3 í fólksbílnum og sluppu
þau öll að mestu ómeidd. Eins
og myndin ber með sér þykir
mikið lán að þeir sem sátu í
fólksbflnum skyldu komast
ómeiddir úr brakinu.
Smábátasjómenn í Höfnum og á Seyðisfirði:
Mikil óánægja með svæða-
rýmkun fyrir dragnótabáta
MIKIL óánægja er nú meðal smá-
bátasjómanna bæði á Seyðisfirði
og í Höfnum á Suðurnesjum með
að dragnótabátum hefur verið
hleypt inn á hefðbundnar veiði-
BSRB um samningamálin:
Miðblik launastigans þarf að
hækka um 20% auk ASÍ-hækkana
BANDALAG starfsmanna rfkis
og bæja skýrði blaðamönnum f
gær frá margháttuðum rannsókn-
um, sem fram hafa farið á launa-
kjörum starfsmanna f opinberum
störfum og fólks á hinum al-
menna vinnumarkaði. f kröfu-
gerð BSRB leggur handalagið
höfuðáherzlu á verulegar bætur á
lægstu launin, svo og miðbil
launastiga sambandsins, sem
bandalagið telur að hafi dregizt
mjög aftur úr á sfðustu árum.
Samningamcnn BSRB segja að
niðurstöður þeirra rannsókna,
sem fyrir liggja slái föstu að um
miðju launastiga BSRB þurfi
laun að hækka um 20% eingöngu
til leiðréttingar. Þar við bætist
sfðan hækkanir sfðustu ASÍ-
samninga.
Á blaðamannafundi BSRB
höfðu aðallega forsvar þeir
Kristján Thorlacius, formaður
bandalagsins, og Haraldur Stein-
þórsson, framkvæmdastjóri þess.
Á fundinum kom fram, að nefna
má fjölmörg dæmi því til stuðn-
ings að verulegur launamunur er
milli opinberra starfsmanna og
annarra launþega. Þeir BSRB-
menn segja að athugun Hagstofu
Islands á kjörum skrifstofufólks
leiði i Ijós, að skrifstofufólk hjá
BSRB, sem þiggur laun um mið-
bik launastigans, þurfi að fá um
18% launahækkun til þess að ná
þeim launum, sem greidd eru
fyrir sambærileg störf á almenn-
um vinnumarkaði og beri þá að
athuga sérstaklega að samanburð-
urinn er miðaður við laun í janú-
ar sfðastliðnum, þ.e.a.s. áður en
sfðustu samningar almenna
vinnumarkaðarins komu til fram-
kvæmda.
Þá kom fram á fundinum, að
niðurstöður þeirrar sameiginlegu
nefndar, sem skipuð var af BSRB
og fjármálaráðuneytinu 2. júní
Framhald á bls 18.
slóðir þeirra og telja þeir það
mjög spilla fyrir aflabrögðum
smábátanna. Smábátasjómenn
frá báðum þessum stöðum ka*rðu
þessar dragnótaveiðar til Land-
helgisgæzlunnar en fengu þar
þau svör að þessar veiðar drag-
nótabátanna væru nú reglum
samkvæmt og með heimild fiski-
fræðinga. Forsendur Hafrann-
sóknastofnunar fyrir þessari
heimild til dragnótaveiða á
grunnslóð eru þær, að kolastofn-
inn sé nú vannýttur en koli verði
ckki veiddur með góðu móti
nema í dragnót en með því skil-
yrði að möskvar á poka séu f
stærra lagi til smáfiskur sleppi
þar í gegn.
Morgunblaðið náði í gær tali af
Hinrik ívarssyni, hreppsstjóra í
Merkinesi í Höfnum, en hann
kærði dragnótaveiðar út af Höfn-
um til Landhelgisgæzlunnar. „Já,
við erum mjög óánægðir með
þessar dragnótaveiðar núna,“
sagði Hinrik. „Venjulega hefur
verið leitað til hreppsstjórnar
Hafnarhrepps um það hvort hún
telji koma til mála að leyfa drag-
nót fyrir Hafnarlandi, og það hef-
ur alltaf verið samþykkt að leyfa
hana ekki nær landi en 4 sjómíl-
ur. Síðan kom alllangt tímabil þar
sem engin dragnót var leyfð, en
svo urðum við núna allt f einu
varir við að búið er að opna svæði
í linu frá Garðskagavita í Lóns-
dranga en áður var alltaf miðað
við línu frá Reykjanestá i Lóns-
dranga. En svo núna einn daginn
sjáum við bara allt i einu hvar
2—3 dragnótabátar eru komnir
hérna eiginlega upp i kartöfiu-
garða og þegar við höfum sam-
band við Landhelgisgæzlu fáum
við þau svör að núna 1. september
hafi línunum verið breytt."
Hinrik sagði, að svæðið, sem
dragnótabátarnir væru nú komn-
ir á, væri grunnsævi en þar séu
hefðbundnar slóðir Hafnabáta,
sem einungis séu smáir bátar og
fiski á grunnslóð með landi. Hins
vegar sé það reynsla þessara smá-
bátasjómanna af dragnótinni, að
henni fylgi mikið grugg og þegar
skipti úr norðurfalli i suðurfall
valdi það því að þessir litlu bátar
fái ekki bein úr sjó. Kvað Hinrik
nú ekki annað til ráða en að fá
oddvita til að taka málið upp við
stjórnvöld, því að þetta væri mik-
ið hagsmunamál fyrir Hafnarbúa.
Að sögn talsmanns Landhelgis-
Framhald á bls 18.