Morgunblaðið - 11.09.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
Skoðanakannanir
hjá flokksfélögum
Æ » *.......
! : < V.V' •
Þad er meira en að nefna
það þegar borgararnir
panta reykháf til þess að
bæja frá sér óþef og/ eða
skaðlegum efnum. Hér
er „smádæmi“ Menn-
irnir eru að auka og
endurbæta reykháfinn
þeirra á sementsverks-
miðjunni uppi á
Akranesi.
„ÞAÐ HEFUR engin ákvörðun
verið tekin í framboðsmálum
ennþá“, sagði Steinþór Þorsteins-
son, kaupfélagsstjóri i Búðardal
og formaður kjördæmisráðs
Framsóknarflokksins í Vestur-
landskjördæmi, er Mbl. spurði
hann um það mál, en sem
kunnugt er hefur Asgeir Bjarna-
son alþingismaður sem skipaði
efsta sæti listans við síðustu
Alþingiskosningar, ákveðið að
verða ekki aftur f framboði. „Nei,
ég hef ekki hug á slíku“, sagði
Steinþór, þegar Mbl. spurði hann,
hvort hann hygðist keppa að efstu
sætum listans við næstu
kosningar.
Steinþór sagði, að engin tilmæli
um prófkjör hefðu borizt ennþá,
en hins vegar starfaði nefnd, sem
hefði verið falið að undirbúa
framboð og myndi hún væntan-
lega skila af sér fyrir kjördæmis-
þingið, sem haldið verður i
nóvember n.k.
„Ég hef ekki starfað með það í
huga eða haft uppi neinn áróður
til þess“, sagði Steinþór Þor-
steinsson, þegar Mbl. spurði hann
um það, hvort hann ætti von á
áskor.unum um að gefa kost á sér.
„Það hefur ekki komið til þess pg
kannski verður það ekki. En
slíkri spurningu er ég á þessari
stundu ekki tilbúinn til að svara
með jái eða neii“, sagði Steinþór,
þegar Mbl. spurði hann, hvernig
hann myndi bregðast við áskorun-
um þar um.
Ólafur Sverrisson, kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi og formaður
nefndarinnar sem er að undirbúa
framboðið, sagði Mbl. að nefndin
biði nú eftir uppstillingagögnum
frá flokksfélögum í lögsagnarum-
dæmunum gömlu, en þau eru
Útflutningsgjöld á sjávar-
afurðir 3200 millj. í fyrra
MORGUNBLAÐIÐ birti á
fimmtudaginn niðurstöður
samanburðarútreikninga sem
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hafði látið gera á raunverulegu
fiskverði í Færeyjum og á is-
landi. Þar kom fram að fisk-
vinnslan á islandi verður að
greiða ýmis lögboðin gjöld til
sjóða, stofnana og samtaka.
Morgunblaðið hefur aflað sér
upplýsinga um hlutverk þessara
aðila og hve miklar upphæðir
fiskvinnslan á Íslandi greiddi til
þeirra á síðastliðnu ári.
Samkvæmt lögum á fiskvinnsl-
an að greiða 10% ofan á skipta-
verð i Stofnfjársjóð. Sjóðurinn
hefur það hlutverk að greiða upp
lán viðkomandi báta hjá Fisk-
veiðasjóði — sem tekin voru
Afhenti trún-
aðarbréf
INGVI S. Ingvarsson afhenti hinn
8. þ.m. Karli XVI Gústaf
Svíakonungi trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra í Svíþjóð.
þegar bátarnir eru keyptir. Til að
tryggja greiðslur er 10% gjald
lagt ofan á skiptaverð hvers báts
og rennur greiðslan inn á reikn-
ing bátsins og ef fé verður um-
fram þegar greiðslur hvers árs
hafa verið inntar af hendi við
Fiskveiðasjóðinn endurgreiðir
Stofnfjársjóður peningana til út-
gerðarinnar, þannig að greiðslan
fer að öllu leyti í þágu útgerðar-
innar.
Samkvæmt upplýsingum
Svavars Armannssonar fram-
kvæmdastjóra hjá Fiskveiðasjóði,
runnu tæplega 3,282 milljónir til
sjóðsins árið 1976 í formi lögboð-
inna gjalda, umframgjalda sem
innheimt eru af skípum keyptum
með rikisábyrgð og- vaxta. Af
þessarri fjárhæð greiddi innlend
fiskvinnsla rúmar 2.286 milljónir
króna til sjóðsins.
Samkvæmt lögum no 5 frá 13.
febrúar 1976 voru lögð útflutn-
ingsgjöld á útfluttar sjávaraf-
urðir, 6% af fob. verði, og í sömu
iögum er skipting fjársins ákveð-
in. Langmestan hluta af þessu fé
hefur Tollstjórinn í Reykjavík
innheimt og siðan greitt út sam-
kvæmt lögunum.
Heimilissýningunni Heimilið 77
lýkur í Laugardagshöll í kvöld
ÞAÐ ER ekki hægt að segja ann-
að en þetta hafi bara gengið vel
frá upphafi, þrátt fyrir ýmis smá-
vandamál sem alltaf koma upp
þegar svona sýning er sett upp,
sagði Bjarni Olafsson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar
Heimilið '77 er Morgunblaðið
ræddi við hann vegna loka sýn-
ingarinnar, sem eru í kvöld.
Aðsókn hefur verið mjög góð og
þegar tveir dagar voru eftir höfðu
64.000 manns séð sýninguna. Og
miðað við að svipuð aðsókn verði
síðustu dagana er ekki fráleitt að
láta sig dreyma um að hér verði
aðsóknarmet á íslenzkri sýningu.
Sú sýning sem fjölsóttust hefur
verið var landbúnaðarsýningin en
þá voru gestir um 75.000.
Okkar mesta vandamál er auð-
vitað hversu allur kostnaður fer
úr böndum þegar líða tekur á
sýninguna, sagði Bjarni að lokum.
Samkvæmt upplýsingum
Gamalíels Sveinssonar hjá Þjóð-
hagsstofnun nam fob. verðmæti
útflutnings sjávarafurða í fyrra
53,4 milljörðum króna og 6% af
þeirri upphæð eru um 3200 millj-
ónir króna. Erfitt er að meta
hluta hráefnisverðs í heildar-
kostnaði við fiskvinnsluna en það
er venjulega metið á bilinu
50—60% og með því að reikna út
meðaltal þar af hefur SH áætlað
að bæta megi 11% ofan á saman-
lagða greiðslu til útgerðarinnar
vegna útflutningsgjaldanna.
Utflutningsgjöldin skiptast
þannig að 48% fara til Aflatrygg-
ingasjóðs, 22% til almennrar
deildar og 26% áhafnadeildar. Al-
menn deild, en til hennar runnu
Leiðrétting
1 GREIN Péturs Sveinbjarnar-
sonar, formanns Knattspyrnu-
deildar Vals, féll niður setning
þannig að niðurlag greinarinnar
raskaðist verulega. Niðurlagið
átti að hljóða svo:
„Stjórn Knattspyrnusambands
tslands er þjónustuaðili íslenzkra
knattspyrnufélaga en ekki drottn-
ari. Ekki verður með nokkru móti
séð hvernig stjórn KSÍ getur
afhent tslandsmeistarabikarinn
1977 á úrslitaleik bikarkeppni
KSt þegar bæði liðin, sem leika
eiga, óska eftir því að svo verði
ekki gert. Fróðlegt verður að
fylgjast með viðbrögðum stjórnar
KSt nk. sunnudag, ef það lið sem
bikarinn hlýtur óskar eftir því að
hann verði afhentur á næsta úr-
slitaleik tslandsmótsins."
um 700 milljónir í fyrra, greiðir
þeim bátum bætur, sem ekki ná
meðaltali undangenginna ára. Er
þetta til að tryggja þessum bátum
ákveðinn aflahlut. Ahafnadeild-
in, sem fékk um 830 milljónir í
fyrra, sér um að greiða fæði sjó-
manna. 27% ganga til vátrygg-
ingafélaganna til greiðslu vá-
tryggingagjalda fiskiskipaflotans
og voru það um 860 milljónir í
fyrra. Til lánadeildar Fiskveiði-
sjóðs renna 21 % eða um 650 millj-
ónir og veitir deildin lán bæði i
þágu útgerðar og fiskvinnslu. Til
styrkveitingasjóðs Fiskimálasjóðs
renna 0,9 + eða um 29 milljónir í
fyrra en þessi deild hefur heimild
til að veita styrki til nýjunga i
vinnslu og útgerð. Til Rannsókna-
stofnana sjávarútvegsins, þ.e.
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins og Hafrannsóknastofnunar
renna svo og til Framleiðslueftir-
lits sjávarafurða renna 2,3% og
nam sú upphæð um 73 milljónum
i fyrra. Loks renna 0,4% til
Landssambands íslenzkra útvegs-
manna og samtaka sjómanna og
voru þetta um 13 milljónir til
hvors aðila í fyrra.
Framangreindar upplýsingar
eru flestar fengnar hjá Hjalta
Einarssyni framkvæmdastjóra
SH.
fimm í Vesturlandskjördæmi.
Sagðist Ölafur vita að á vegum
flokksfélaga hefðu farið fram
skoðanakannanir á Snæfellsnesi,
i Dölum og á Akranesi og slíkar
kannanir færu fram á næstu
dögum í Borgarnesi og á Mýrum.
— Sumarleyfi. .
Framhald af bls. 32.
yfirvinnu, sem nær 250 þúsund
krónum.
Haraldur Steinþórsson kvað
skýrari ákvæði sett um það að
tryggja mönnum 8 klukkustunda
lágmarkshvíld skilyrðislaust og
fái menn hana ekki eða hafa
unnið lengur en 16 tíma í lotu, þá
greiðist yfirvinnukaup ofan á
önnur laun, sem þeir höfðu fyrir.
Er þetta í raun öllu rýmra
ákvæði, en í gildi er á almenna
vinnumarkðinum, þar sem tækni-
legur möguleiki er á því að með
þessari skipan geti menn fengið
yfirvinnukaup ofan á yfirvinnu-
kaup og vaktaálag. á>á varð að
samkomulagi að samið yrði um
fæði og mötuneyti í sérkjara-
samningi.
Um orlofsákvæði kjara-
samningsins segir: „Lágmarksor-
lof er 24 virkir vinnudagar, þ.e.
192 vinnuskyldustundir miðað við
fullt ársstarf. „Þetta þýðir að lág-
marksorlof er 4 vikur og 4 dagar.
Síðan bætast við eftir 8 ára starfs-
aldur eða 40 ára aldur 3 vinnu-
dagar og aftur við 12 ára starfs-
aldur eða 50 ára aldur aðrir 3
vinnudagar. Þessi ákvæði voru í
samningum við Kópavog og tvo
aðra kaupstaði og nú liggur fyrir
að þessi ákvæði verða boðin
þremur öðrum kaupstaðastarfs-
mönnum eða félögum þeirra, þ.e.
Keflavík, Seltjarnarnes og
Garðabær. Samkvæmt þessu er
lengsta orlof orðið 6 vikur. Hins
vegar er orlof af yfirvinnu 8!4%.
Laugardagar teljast ekki til or-
lofsdaga
Þá er ákvæði í kjara-
samningnum að orlof lengist að
vetri til um H, ef leyfið er tekið að
ósk yfirmanns. Trygginga-
upphæðir samningsins hækkuðu
verulega og eru talsvert hærri en
tryggingaupphæðir í almennu
kjarasamningunum bæðí hvað
varðar slysa- og örorkutryggingar
og eins við dauða. Samið var um
endurmenntun, og skal setja sér-
staka nefnd á fót, sem athuga á
skipulag framhaldsnáms og
endurmenntun starfsmanna.
Uppsagnarákvæði samningsins
eru þau, að samningstíminn sé til
1. júlí 1979, en siðan eru ákvæði
sem segja: „Verði röskun á um-
saminni vísitölutryggingu eða
veruleg rýrnun á kaupmætti
launataxta frá þvi sem
samningurinn gerir ráð fyrir, er
heimilt að segja upp kaupliðum
samningsins með mánaðar
uppsagnarfresti." Haraldur sagði
að um þetta giltu öll ákvæði laga
kjarasamnings opinberra starfs-
manna um verkfall og atkvæða-
greiðslu. M.ö.o. um er að ræða
verufallsrétt um kaupliðinn á
miðjum samningstíma, ef röskun
verður á kaupmætti þeim er
samningurinn gerir ráð fyrir.
Haraldur Steinþórsson kvað
BSRB telja þetta síðasttalda atriði
mjög veigamikið. Siðasta ákvæði
þessa samnings hljóðar svo:
„Þetta er þannig samþykkt sem
hluti aðalkjarasamnings, að und-
anskildum greinum um Iauna-
stiga, launaþrep og verðlags-
bætur, en um þau atriði er
samningum ekki lokið.“
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis
Guðmundur Óskar Ólafsson
■ Sr.
Bræla hjá hvalbátunum —
290 hvalir komnir á land
HVALVEIÐIBATARNIR voru frá veiði í gær vegna brælu á miðunum,
en Eggert f Hvalstöðinni sagði, að sumarið hefði verið erfitt til veiða
vegna sffelldrar þoku og bræluskratta úti á hafinu. 1 gær höfðu borizt
alls 290 hvalir á land í Hvalstöðinni. Þar af voru 118 langreyðar, 66
búrhvalir og 106 sandreyðar. I gær lágu tveir hvalbátanna í Reykjavík
vegna veðurs á miðunum og einn lét reka á Kirkjuvoginum úti af
Höfnum. Eggert kvað veiðina hafa verið ágæta þegar gæfi.