Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 13 Er möguleiki á því, að maðurinn sé tilfinningum gæddur vitsmunavera áður en hann lítur dagsins Ijós við fæðingu? Skynjar fóstur í móðurkviði aðstöðu sína og finnur það fyrir henni? Dreymir fóstrið yfir meðgöngutímann og endur- taka þessir draumar sig síðar, þegar barnið er fætt í heiminn? Ef þessi möguleiki er fyrir hendi, hverskonar draumar eru þetta, er hægt að sanna tilvist þeirra, og það sem mestu máli skiptir, hvaða þýðingu hafa þeir fyrir mótun skapgerðar manna? Huosuai Fóstursálarfræði Slíkar hugleiðingar eru grundvöllur ungrar vísinda- greinar sem nefnd er fóstur- sálarfræði. Gagnstætt líffræði- legri þekkingu á líkamlegri þróun fóstursins er mikil óvissa ríkjandi um þróun sálarlífs þess. Arstoteles líkti sál ný- fæddra barna við óskráð blað og áleit, að maðurinn öðlaðist enga sálræna reynslu fyrr en eftir fæðinguna. Þessi skoðun var síðan óumdeild öldum saman. Það var ekki fyrr en þegar Sigmund Freud fór að fást við þetta viðfangsefni í sálarfræðirannsóknum sinum, að áhugi fyrir þessari fræði- grein skaut aftur upp kollinum. Freud hélt því fram, að fyrsta reynslan, sem maðurinn fengi af ótta, væri fæðingin sjálf, sem væri þannig uppspretta eða fyrirmynd þess hvernig hræðsla gæti verkað á sálarlífið siðar. Svokölluð deja-vu fyrir- brigði i draumi, þ.e. þegar dreymandi hefur það á tilfinn- ingunni að hann hafi dreymt sama drauminn áður, eru skv. kenningu Freud leifar minn- inga frá þeim tíma, er viðkom- andi var enn i móðurkviði. Lærisveinn Freud, Otto Rank, var gagntekinn af þssari hug- mynd. í bók sinni Das Trauma der Geburt und seine Bedeutung fiir die Psychoanalyse, sem kom út 1924, vildi hann leiða undirrót allrar geðvillu, sem getur orðið vart hjá mönnum á lifsleiðini, af reynslu barnsins i fæðing- unni. Þessari alhæfingu hefur þó verið hafnað í nútima fóstur- sálarfræði. I þessari ungu grein sálarfræðinnar er nú á þvi byggt á grundvelli niðurstaðna rannsókna á svefnlífi manna, er tóku einnig til fósturs og nýfæddra barna, að sálarlíf barna þróist að ákveðnu marki á meðan þau eru enn í móður- kviði og að þau geti þá öðlast ákveðna reynslu. Hvenær verður fóstrið vitsmunavera? Þýzkur geðlæknir, Friedrich Kruse, sem fengizt hefur við rannsóknir innan þessarar greinar i meira en 30 ár og þá aðallega um skýringu á draum- um, er þeirrar skoðunar, að á fyrstu þremur mánuðum með- göngutimans geti fóstrið ekki ennþá orðið fyrir varanlegum ytri áhrifum. Á næstu þremur mánuðum, sem hann nefnir sál- rænt tímabil fóstursins, geti það orðið fyrir ákveðnum áhrif- um og brugðist við þeim. T.d. finnur það fyrir þrýstingi eða höggum á maga móðurinnar og eins og hver ófrisk ^ona verður vör við, kemur órói á fóstrið þegar hún verður hrædd við eitthvað utanaðkomandi. En hann telur að það sé aðeins í undantekingartilvikum að sál- rænar truflanir, sem ófrisk kona verður fyrir, eða æsing, geti haft skaðvænleg áhrif á sálarlif barnsins til frambúðar. Fyrstu áhrifin, sem barnið getur minnzt, er hægt að rekja aðeins til 3ja síðustu mánaða meðgöngutímans, venjulega frá sjöunda mánuði og til fæðingar- innar. Þetta á sér liffræðilega skýrslu i þeirri staðreynd, að miðtaugakerfi fóstursins er fullþroskað eftir sjö mánaða meðgöngu. Af þessu leiðir, að fyrstu skilyrði viðbragða ófædds barns geta verið frá þeim fma. Barn sem fæðist tveimur mánuðum fyrir timann getur lifað það af. Það er frá því að sjö mánuðir eru liðnir af meðgöngutímanum, að ytri áhrif á fóstur, sem siðar gætu endurtekið sig í draumum barnsins eða 'úðbrögðum, koma tii. í hverju geta áhrifin verið fólgin? Flestir geðlæknar þekkja til frásagna af draumum eins og 26 ára kona, sem þjáðist af inni- lokunarkennd, hefur skýrt frá á þessa leið: „Ég er lokuð inni i nokkurs konar loftbelg, sem dregst saman og blæs út á vixl. Stundum þrengist hann svo, að ég verð að vera kengboginn til að rúmast i honum. Ég hef ein- hverja óhugnanlega tilfinn- ingu, sem einhvern veginn er tengd því, að það þrengir óskaplega að höfðinu. Ég er hrædd og á erfitt með að anda. Mér finnst að þetta ástand muni vara til eilifðar eða í mjög stuttan tíma. Mér er þrýst i gegn um hringlaga ganga, ég finn enga útgönguleið eða ég er föst í þröngum sal. Allt í einu ber einhver mig í höfuðið með hörðum hlut eða hnifsegg. Siðan þegar mér finnst ég vera um það bil að kafna kemst ég út í mikla birtu og þar er mjög kalt“. Slikir draumar hafa lengi verið taldir „endurholdgunar- draumar" sem varða framtíð- ina. Sú skoðun á sér uppruna í trúarbrögðum Austurlanda. Litið var á þá, sem tákn um innri endurnýjun og geðlæknar hafa þannig haft þá til at- hugunar við meðhöndlun við- komandi sjúklinga. Þegar konan, sem áður er nefnd, fæddist gekk fæðingin mjög erfiðlega, og var barnið að lokum tekið með töngum. Með frásögnina af fæðingunni í huga telja geðlæknar sig nú hafa fundið aðra skýringu á sjúkdómi konunnar: bæði ein- kenni hans og draumar hennar eiga rót sína að rekja til fæð- ingarinnar, — til þeirrar reynslu sem konan þá verið fyrir. Sú andlega þjáning endurtekur sig í draumum. Friedrich Krues hefur I starfi sínu komizt í kynni við marga slika drauma, sem allir likjast undarlega mikið þeirri reynslu, sem viðkomandi hefur getað orðið fyrir við fæðingu. 55 ára gömul, veikgeðja kona lýsti fyrsta draumnum af þessu tagi sem Kruse heyrði, á þennan veg: „Ég hnipra mig saman i þröngum helli, sem er tjaldaður innan. Ég get hreyft mig vegna áklæðisins. Allt í einu þrengir óskaplega að mér, það verður jarðskjálfti og mér er ýtt af miklu aHi að rifu i klettinum. Ég er hrædd um að ég kafni, ég næ ekki andanum og mér finnst ég vera að merjast sundur. Ein- hvern veginn kemst ég þó i gegn um rifuna, úti er bjart og ég steyptist í mikinn vatnselg". Alþjódasamtök áhugamanna á þessu sviði Friedrich Kruse hefur þegar safnað að sér um 2000 draum- um, sem hægt er að einkenna sem fæðingar- eða móðurlifs- draumur. Þeir eru þó ekki allir þess efnis, að viðkomandi finn- ist hann vera innilokaður í her- bergi eða kaffærður i vatni. Það þykir nú sannað. að fæð- ingin sjálf geti skilið eftir sig varanleg áhrif á skapgerð við- komandi manns. Það má einnig staðhæfa, aó um skynjanir geti verið að ræða hjá mönnum, þegar þeir eru enn á fósturstigi og þá alveg aðskilið frá reynsl- unni af fæðingunni sjálfri. Félagsskapurinn The International Study Group for Prenatal Psychology, sem stendur fyrir rannsóknum á þessu sviði og stofnaður var að frumkvæði svissnesks geð- læknis, Gustav Hans Graber, ár- ið 1971, — hefur ályktað af framangreindum atvikum, að getnaðurinn, lífið i móðurkviði, fæðingin lifið eftir fæðinguna, þroskinn og dauðinn séu aðal- stef (Leitmotiv) samfélagsins og á þau verði að lita, sem óað- greinanlega heild. Þýtt og endursagt úr Die Welt. Útsala — Greiðsluskilmálar — Stórkostlegt tækifæri Finnskar og sænskar leðurkápur fóðraðar — Mokkakápur — og margt fleira Opið frá kl. 1 - 6 e.h. PELSINN, NJÁLSGÓTU 14, SIMI 20160.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.