Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjörar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1500.00
í lausasölu 80.
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
Náttúruhamfarir þær,
sem orðið hafa við og í
námunda við Mývatn,
hljóta aö verða okkur um-
hugsunarefni og áhyggju-
efni. Óhjákvæmilega leið-
um við hugann að því,
hvort hér sé um endur-
tekningu að ræða á þeim
náttúruhamförum, sem
urðu í þessu byggðarlagi
fyrir 250 árum. Sérfræð-
ingar okkar segja, að of
snemmt sé að segja nú að
svo sé, en óneitanlega er
margt líkt með því, sem
hefur verið að gerast síð-
ustu tvö árin á Mý-
vatnssvæðinu og þeim
hamförum, sem þar urðu
fyrir 250 árum.
Vísindamenn eru ber-
sýnilega þeirrar skoðunar
að til tíðinda muni draga á
ný á þessu landsvæði jafn-
vel fyrr en seinna. Sumir
telja, að það muni verða
fyrir lok þessa árs og þá sé
hætta á alvarlegri atburð-
um en urðu að þessu sinni.
Reynslan hefur sýnt okk-
ur, að vísindamenn okkar
geta sagt fyrir um með
næsta ótrúlegri nákvæmni,
hvenær búast megi við
eldsumbrotum þarna og
því ber að veita því eftir-
tekt, sem þeir segja um
hugsanleg eldsumbrot
jafnvel fyrir áramót.
Athygli okkar hlýtur
fyrst og fremst að beinast
að byggðinni við Mývatn
og þeim mannvirkjum, sem
þar eru, og Kröfluvirkjun.
Eins og nú standa sakir
virðist byggðin við Mývatn
og mannvirki þar vera á
meira hættusvæði heldur
en Kröfluvirkjun. Kísiliðj-
an hefur nú þegar orðið
fyrir verulegum áföllum.
Umtalsverðar skemmdir
hafa orðið á verksmiðjunni
enda þótt þær hafi ekki
enn sem komið er valdið
tjóni á vélabúnaði hennar,
heldur fyrst og fremst
skrifstofuhúsnæði og
geymsluþróm fyrir hrá-
efni. Ekki liggur enn fyrir,
hvort Kísiliðjunni mun
takast að safna nægilegu
hráefni fyrir veturinn til
þess að rekstur hennar geti
gengið snurðulaust af þeim
sökum fram á næsta vor.
Hitt er alveg ljóst, að það
mundi verða mikið áfall
fyrir byggðarlögin á þessu
svæði, ef Kísiliðjan yrði
fyrir slíkum skemmdum af
völdum náttúruhamfara,
að verksmiðjurekstur legð-
ist niður. Slík þróun mála
mundi ekki aðeins hafa
neikvæð áhrif i þessu norð-
lenzka byggðarlagi heldur
mundi alvarleg truflun á
starfsemi þessa fyrirtækis
hafa víðtækari áhrif. Slíkt
atvinnufyrirtæki þarf á
margvíslegri þjónustu að
halda, sem skapar víða at-
vinnu fyrir fólk.
Næstu þrjá mánuði þarf
að nota til skipulagðra að-
gerða í því augnamiði að
verja byggðina við Mývatn
og mannvirki og þ.á m. Kís-
iliðjuna fyrir áföllum, ef
nýjar og alvarlegri nátt-
úruhamfarir láta á sér
kræla. Sá er munurinn nú,
að vísindamenn geta sagt
fyrir um hvað líklegt er að
gerist og jafnvel nokkurn
veginn hvenær. Þess vegna
er hægt að undirbúa varn-
araðgerðir, sem byggðar
eru á mun meiri vitneskju
en ella. Sambúð okkar við
náttúruöflin í þessu landi
hefur gert það að verkum,
að við höfum hlotið umtals-
verða þjálfun í að umgang-
ast þau og fást við þau.
Vestmannaeyjagosið var
stórkostleg reynsla fyrir
þjóðina alla í þeim efnum
en þó fyrst og fremst Vest-
manneyinga. Þá reynslu,
sem fékkst í Vestmanna-
eyjum, eigum við að not-
færa okkur til þess að verja
byggðina og mannvirkin
við Mývatn, ef til alvar-
legri atburða dregur þar.
Kannski, og vonandi, kem-
ur ekki til þess, en allur er
varinn góður. Það er betra
að gera slíkar varúðarráð-
stafanir, jafnvel þótt þær
kosti nokkurt fé, enda þótt
þeirra verði kannski ekki
þörf en láta það vera og
sitja svo uppi hjálparvana,
ef eitthvað ber að höndum.
Þetta er mál sveitar-
stjórna fyrir norðan, al-
mannavarna og ríkisstjórn-
ar. Þessir aðilar eiga nú
þegar að skipuleggja starf,
sem miðar að því að verja
byggð og mannvirki við
Mývatn, ef á þarf að halda.
Til þess þarf að leggja þá
fjármuni, sem duga. Þekk-
ing vísindamanna, reynsl-
an frá Vestmannaeyjagos-
inu, starfsreynsla al-
mannavarna og fjármunir
eiga að stuðla að því að
draga úr hugsanlegu tjóni
af nýjum Mývatnseldum.
Með þessum orðum vill
Morgunblaðið ekki efna til
ótta meðal íbúa við Mývatn
enda veit Morgunblaðið, að
þessi varnaðarorð verða
ekki tekin á þann veg. Ná-
býli okkar við náttúruöflin
hefur hert þessa þjóð og
hún tekur því, sem að
höndum ber. Hún hefur í
gegnum aldir orðið fyrir
miklum búsifjum af völd-
um náttúruhamfara en
herzt við hverja raun. Svo
mun einnig verða nú. En
við skulum beita þeirri
þekkingu og tækni, sem við
höfum yfir að ráða, til þess
að draga eins mikið úr
hugsanlegu tjóni og mögu-
legt er.
Nýir Mývatnseldar?
j Reykjavíkurbréf
l ♦♦♦♦♦♦♦♦♦-Laugardagur 10. september*
Undirbúningur
kosninga
Starf stjórnmálaflokkanna
mótast nú í æ ríkara mæli af því,
að tvennar kosriingar verða á
miðju næsta ári. Allir hafa
flokkarnir bersýnilega tekið þá
ákvörðun að ganga snemma frá
framboðum til alþingiskosninga
og má gera ráð fyrir, að nokkuð
almennt iiggi fyrir hvernig þing-
framboðum verður háttað fyrir
áramót. Þetta eru skynsamleg
vinnubrögð, sem bæði er ætlað að
gefa þingframbjóðendum kost á
að kynna sig og síefnumál sín
fyrir kjósendum með góðum fyr-
irvara og ekki síður, að komast
hjá því, að uppstilling til þings og
sveitarstjórna fari fram á sama
tíma. Sjálfsagt verða ekki veru-
legar hreyfingar í sambandi við
sveitarstjórnakosningar fyrr en
upp úr áramótum
Prófkjör eru að breiðast út og
verða almennari innan
flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn
er frumkvöðull þeirra almennu
og opnu prófkjara, sem nú ryðja
sér æ meir til rúms. Slík prófkjör
höfðu tíðkast innan Sjálfstæðis-
flokksins í sambandi við borgar-
stjórnarkosningar áratugum
saman, með nokkrum hléum þó,
en fyrir sveitarstjórnakosningar
1970 og þingkosningar 1971 var
efnt til skipulegra, opinna
prófkjöra með mjög víðtækri þátt-
töku. Til marks um þann mikla
undirbúning sem liggur að baki
slíkum prófkjörum má nefna, að
til þess þarf á þriðja mánuð. Ekki
er óliklegt, að prófkjör til þíng-
lista Sjálfstæðismanna i Reykja-
vik fari fram í nóvembermánuði
n.k. en til þess að svo megi verða
þarf undirbúningur að hefjast
nánast strax og er sá mála-
tilbúnaður allur mjög opinn og
lýðræðislegur, allt frá því að
undirbúningur að kosningu kjör-
nefndar hefst og þar til prófkjör-
um lýkur.
Framsóknarflokkurinn fylgdi á
eftir Sjálfstæðisflokknum með
takmarkaðri prófkjör — skoðana-
kannanir — sem'fram fara innan
mun takmarkaðri hóps. Engu að
síður sýndu prófkjör í Sjálf-
stæðisflokknum og skoðana-
kannanir Framsóknarflokksins,
að báðir stóru flokkarnir fundu
mjög sterka þörf fyrir að taka upp
lýðræðislegri vinnubrögð við upp-
stillingu framboðslista og gefa
þar með hinum almenna flokks-
manni tækifæri til að hafa meiri
áhrif en ella á val frambjóðenda.
Öðrum þræði hefur þessi þörf
líka vafalaust sprottið af óánægju
kjósenda með það fyrirkomulag
kjördæmaskipunar, sem nú ríkir
og gefur kjósendum fá tækifæri
til að hafa meiri áhrif en ella á val
frambjóðenda. Öðrum þræði
hefur þessi þörf líka vafalaust
sprottið af óánægju kjósenda með
það fyrirkomulag kjördæma-
skipunar, sem nú ríkir og gefur
kjósendum fá tækifæri til þess að
láta hug sinn í ljós í garð ein-
staklinga á framboðslistum. Nú
hefur Alþýðuflokkurinn fylgt í
kjölfarið o;f tekið upp opin og
almenn prófkjör. Það er skynsam-
leg ákvörðun hjá Alþýðuflokkn-
um og likleg til þess að efla
flokkinn á ný. Prófkjör skapa lif
og starf innan flokkanna og i
tengslum við þá og þeir leysa úr
læðingi í flokkanna þágu krafta,
sem þar hafa ekki áður komið við
sögu. Þau skapa áhuga
almennings á viðkomandi flokki
og hleypa í hann nýju lífi.
Alþýðuflokknum veitti ekki af, að
svolitlum lífsanda yrði blásið í
brjóst hans og það hefur undir-
búníngur að prófkjörum innan
hans sannarlega gert. þótt próf-
kjörum fylgi líka ókostir eins og
síðar verður að vikið. Þetta þýðir
hins vegar, að nú er aðeins eftir
einn stjórnmálaflokkur á íslandi,
sem ekki gefur stuðningsmönnum
sinum tækifæri til að taka á lýð-
ræðislegan hátt þátt i vali fram-
bjóðenda. Það er Alþýðubanda-
lagið, sem allra flokka mest hefur
á orði nauðsyn „atvinnulýð-
ræðis“, „virks lýðræðis“ „lýð-
ræðislegra vinnubragða" o.sv.
frv. Ef gerð væri sérstök rann-
sókn á notkun orða í málgögnum
stjórnmálaflokka og meðal stjórn-
málamanna mundi vafalaust
koma í ljós, að engum er tamara
að lýsa í orði stuðningi við lýð-
ræði og lýðræðisleg vinnubrögð
— og engum er tamara að sýna i
verki fyrirlitningu á slíkum
vinnubrögðum en einmitt
Alþýðubandalaginu. Þetta er
ekkert einstakt fyrirbrigði með
Alþýðubandalagið á íslandi.
Þvert á móti er það svo, að þeir,
sem berjast fyrir sósialisma og
þeir, sem telja sig hafa byggt upp
sósíalískt þjóðskipulag tala allra
manna mest um lýðræði og allir
hafa þeir það að engu í verkum
sínum. Val frambjóðenda Alþýðu-
bandalagsins við næstu þing-
kosningar stendur yfir og nú
þegar hefur raunar verið tilkynnt
um einn framboðslista. Að
þessum ákvörðunum standa ekki
innan Alþýðubandalagsins
þúsundir flokksmanna og
stuðningsmanna eins og í Sjálf-
stæðisflokknum, Framsöknar-
flokknum og Alþýðuflokknum
heldur örfáir menn, fámennar
flokksklíkur. Ekkert er við því að
segja, þótt í stöku kjördæmum
verði niðurstaðan sú, að beita
ekki prófkjöri eða skoðana-
könnunum eins og vafalaust
verður i sumum kjördæmum hjá
fyrstnefndu þremur flokkunum
en þetta er algild stefna hjá
Alþýðubandalaginu. Þar er þess
vendilega gætt, að engir komist
að til þess að taka þátt í vali
frambjóðenda nema fámennar
flokksklíkur. Ástæðan er
auðvitað sú að Alþýðubandalagið
er, eins og allir stjórnmála-
flokkar, sem kenna sig við
sósíalisma, einræðissinnaður
flokkur, það prédikar lýðræðisleg
vinnubrögð, hampar lýðræðis-
legum flokkslögum (alveg eins og
Sovétrikin hampa lýðræðisleg-
ustu stjórnarskrá heims!) en í
verki er það einræðishugarfarið
ng fámennisstjórnin, sem ræður
ríkjum. Er það þetta, sem hin
unga vinstri sinnaða æska hefur
áhuga á? Eru þetta hennar hug-
myndir um ,,virkt“ lýðræði? Tæp-
lega.
Annmarkar
prófkjöra
Enginn skyldi halda, þótt hér
hafi verið bent á kosti hinna
almennu og opnu prófkjöra og
lýst velþóknun á þeirri ákvörðun
Alþýðuflokksins að taka upp slik
prófkjör, að þau séu gallalaus.