Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977'
17
Guðmundur Stefánsson skrifar frá Osló:
„Valið fremur milli
manna en málaflokka
Osló, 10. september frá Guð-
mundi Stefánssyni fréttaritara
Morgunblaðsins.
Á morgun, sunnudag, og
mánudag verða þingkosningar
hér í Noregi. Kosningabaráttan
hefur á köflum verið allhörð,
en það sem hefur einkennt
hana sérstaklega er fyrst og
fremst fjöldi hneykslismála,
sem komið hafa upp nú siðustu
vikurnar. Ber þar að sjálfsögðu
hæzt Ny Tids-málið og önnur
mál tengd því.
Þeir málaflokkar, sem ann-
ars hafa sett mestan svip á
kosningabaráttuna, eru at-
vinnumál, umhverfis- og auð-
lindamál. olíumál og skatta-
mál. Að auki má nefna fóstur-
eyðingar og ellilífeyrismál.
Skoðanakannanir fram til
þessa hafa bent til að borgara-
flokkarnir færu með sigur af
hólmi og mynduðu nýja stjórn
undir forsæti Lars Korwalds,
formanns Kristilega þjóðar-
flokksins. Hins vegar breyttist
þetta nokkuð í gær, er birt var
skoðanakönnun, sem benti
fremur til sigurs sósíalistísku
flokkanna. Skv. henni myndi
Verkamannaflokkurinn fá
44.5% og sósíalíski Vinstri-
flokkurinn 4.9% eða samanlagt
49.4% atkvæða. Borgaraflokk-
arnir þrir fá hins vegar saman-
lagt aðeins 40.6% skv. könnun-
77
Teikning úr norsku blaði: Oddvar Nordli forsætisráðherra með rýting gegnum sig og íeioiogar
borgaraflokkanna þriggja, Hægri, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins bfða eftir að hann gefi
upp öndina svo að þeir komist að stjórnarstólnum.
inni. Hægriflokkurinn 20.2%,
Kristilegi þjóðarflokkurinn
10.3% og Miðflokkurinn 8%.
Þá hefur það komið í ljós f
skoðanakönnunum, að Odvar
Nordli forsætisráðherra nýtur
mestrar hylli meðal kjósenda af
þeim mönnum, sem helzt kæmu
til greina sem forsætisráðherra-
efni eftir kosningar.
Arbeiderbladet fagnar að
vonum niðurstöðum þessarar
siðustu skoðanakönnunar og
bendir í leiðara í dag á ráða-
leysi og samstöðuleysi borgara-
flokkanna þriggja. Blaðið segir
að ástæðan fyrir því að þessir
þrír flokkar hafi ekki skýrt frá
sameiginlegri stefnu sé sú, að
flokkarnir hætti sér ekki út í
umræður þar sem samstaða
þeirra hangi á bláþræði. Hins
vegar séu Verkamannaflokkur-
inn og stefna hans öllum ljós og
engin leynd yfir þvi hvað flokk-
urinn ætli sér að gera næstu 4
árin. Kjöroró flokksins sé „at-
vinna handa öllum“ og því sé
um að gera að tryggja áfram-
haldandi meirihluta Verka-
mannaflokksins og þar með
Nordlistjórn. Leiðari Dagblad-
ets fjallar einnig um kosning-
arnar. Segir þar að valið standi
um hvaða ríkisstjórn fari með
völd næstu 4 árin. Segir blaðið
að það hafi einkennt kosninga-
baráttuna hve stöðugt þjóðfé-
lagið sé, alls konar bólur, sem
komið hafi upp i kosningabar-
áttunni, háfi fljótlega sprungið
og hægriröddin, sem hafi hald-
ið því fram, að sósíaldemókrat-
ar væru ógnun við lýðræði hafi
einnig þagnað fljótt. Segir blað-
ið að munurinn á þeim flokkum
sem valið standi um sé ekki
meiri en svo, að kosningarnar
snúist fremur um val milli
manna en málefna.
Þvert á móti eru gallar á prófkjör-
um miklir eins og Sjálfstæðis-
menn hafa kynnzt eftir að hafa
efnt til t.d. í Reykjavík þriggja
mjög víðtækra prófkjöra fyrir
tvennar borgarstjórnarkosningar
og einu sinni fyrir þingkosningar. ■
í fyrsta lagi spyrja menn sjálfa
sig þeirra spurninga, hvort próf-
kjörin tryggi þjóðinni hina hæf-
ustu menn til setu á Alþingi.
Innan Sjálfstæðisflokksins hefur
þess orðið vart, að miklir hæfi-
leikamenn eru ófáanlegir til þess
að gefa kost á sér til þingmennsku
vegna þess, að þeir hafa ekki geð i
sér til að ganga í gegnum próf-
kjörsleikinn. Prófkjörum fylgir
mikill undirbúningur og áróður
af hálfu þeirra einstaklinga, sem
gefa kost á sér og leggja einhverja
áherzlu á að ná kjöri. Stundum
hefur sá áróður farið út fyrir öll
skynsamleg mörk og bersýnilega
töluverðum fjármunum varió i
því skyni að tryggja viðkomandi
kosningu. Það er óheilbrigt og
flokkarnir þurfa að reyna að setja
leikreglur, sem koma í veg fyrir
óheilbrigð og óeðlileg vinnubrögó
einstakra frambjóðenda í slíkum
kosningum.
Menn hafa lika velt fyrir sér
áhrifum félagasamtaka á próf-
kjör. Það hefur komið i ljós t.d.
innan Sjálfstæðisflokksins, að
menn, sem starfað hafa innan öfl-
ugra félagsmálahreyfinga hafa-að
ýmsu leyti sérstöðu i prófkjörum
og eiga möguleika á að virkja þau
í sina þágu. Þetta getur út af fyrir
sig verið í lagi en engu að síður
hefur þetta og ýmislegt fleira
vakið upp spurningar um það,
hvort prófkjörin tryggi þjóðinni
beztu og hæfustu mennina til
þingsetu eða hvort þau stuðli
kannski fyrst og fremst að þvi, að
stundarvinsældir eða tímabundin
aðstaða fleyti mönnum inn á þing
en eins og allir vita þarf ekkert
beint samband að vera á milli
vinsælda og hæfni.
Ef Alþýðubandalagið hefði
hafnað prófkjörum á málefna-
legum forsendum af þessu tagi og
einfaldlega komizt að þeirri
niðurstöðu að fenginni reynslu,
að prófkjör dugi ekki til þess að
velja hina hæfustu frambjóð-
endur, væri ekki ástæða til að
gagnrýna flokkinn fyrir að fara
ekki þessa leið. En þvi fer fjarri
að Alþýðubandalagsmenn hafi
hafnað prófkjörum á þessum
forsendum. Þeir hafa aldrei reynt
þau og þess vegna hafnað þeim á
allt öðrum forsendum, nefnilega
þeim, að þeir einf-aldlega vilja
láta fámennar flokksklíkur ráða
framboðum.
Málefnaleg
umbrot
Vafalaust mun athygli almenn-
ings næstu mánuði beinast mjög
að prófkjörum og niðurstöðum
þeirra. í stjórnmálum skipta per-
sónur miklu máli en málefnin ekki
siður. Þess vegna er fróðlegt nú.
þegar fyrsti kosningatitringurinn
er að fara um hið pólitiska svið að
athuga málefnalega stöðu stjórn-
málaflokkanna. Við slíka athugun
kemur í ljós, að öll málefnaleg
umbrot og allar hreyfingar í þeim
efnum fara fram innan stjórnar-
flokkanna tveggja og á vettvangi
ríkisstjórnarinnar.
Það er með ólíkindum hve mál-
efnasnauðir stjórnarandstöðu-
flokkarnir tveir eru. Þegar mál-
flutningur Alþýðubandalagsins
síðustu þrjú ár er athugaður, kem-
ur i ljós, að hann hefur nær ein-
göngu beinzt að því aó berjast
gegn samningum, sem tryggðu
endanleg yfirráð Íslendinga yfir
200 mílna fiskveiðilögsögu og
brottför brezkra togara af islands-
miðum og að þvi að berjast gegn
þeirri stóriðjustefnu, sem Alþýðu-
bandalagið sjálft markaði í rikis-
stjórn! Auk þessara tveggja „mál-
efna“ hefur málflutningur Al-
þýðubandalagsins í efnahagsmál-
um einkennzt af þvi, að hægt sé að
verða við öllum kröfum allra hags-
munahópa i þjóðfélaginu um betri
kjör og í gegnurn slikan málflutn-
ing sér auðvitað allur almenning-
ur. Ekki tekur betra við ef farið er
að kanna málefnalega stöðu Al-
þýðuflokksins. i raun og veru er
ekki hægt að finna neitt, sem hægt
er að kalla því nafni. Málefnaleg
staða Alþýðuflokks sýnist einfald-
lega ekki vera til. Hið eina, sem
hægt er að festa hendur á, er að
flokkurinn hefur sameinast um
það að telja Kröfluvirkjun
hneyksli. Öðru er ekki til að dreifa
hjá Alþýðuflokknum. Gagnvart
þessari málefnasnauðu stjórnar-
andstöðu sitja svo stjórnarflokk-
arnir tveir, sem vissulega hafa
ekki átt rólega daga siðustu þrjú
árin. Það hefur ekki verið tekið út
með sældinni að sitja við stjórnvöl-
inn á íslenzku þjóðarskútunni
þennan tima. En hvað hefur áunn-
izt? i fyrsta lagi hefur festa skap-
ast á ný í utanrikis- og öryggismál-
um þjóðarinnar. i öðru lagi hefur
unnizt mesti sigur í sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar frá stofnun
lýðveldis á Islandi 1944. Sá sigur
vannst, þegar brezku togararnir
sigldu á brott af íslandsmiðum í
siðasta sinn 1. desember 1976. 1
þriðja lagi hefur tekizt að koma
efnahagsmálum þjóðarinnar á
réttan kjöl og finna fast land undir
fótum, þótt við séum ekki komin á
þurrt enn. i fjórða lagi hefur kom-
izt festa og ró í þjóðlífið á ný eftir
óróleika og öryggisleysi vinstri
stjórnar tímabils. En jafnframt
þessum málefnalega árangri er öll-
um ljóst, að mikil málefnaleg um-
brot eiga sér nú stað innan stjórn-
arflokkanna beggja sem líkleg eru
til þess að setja mark sitt á stjórn-
málaþróunina á næstu árum. Það
sem helzt hefur vakið athygli i
þessum efnum eru í fyrsta lagi
þær miklu umræður um fisk-
verndarmál, sem orðið hafa á
þessu ári, sumpart vegna þeirra
viðtæku ráðstafana, sem rikis-
stjórnin hefur gripið til i fisk-
verndarmálum og að öðru leyti
vegna óánægju í einstökum lands-
hlutum með suma þætti þeirra ráð-
stafana. Fiskverndarmálin eru eitt
stærsta mál þjóðarinnar i dag. Þau
eru viðkvæm og margslungin. En
ríkisstjórnin hefur undir forystu
Matthiasar Bjarnasonar, sjávarút-
vegsráðherra, markað ákveðna
stefnu í þeim málum. Sú stefna
fellur ekki öllum í geð og til þess
er ekki ætlast og við því var ekki
búizt. En stefnumótunin og fram-
kvæmd hennar hefur verið hik-
laus og ákveðin. Stjórnarandstað-
an hefur enga stefnu i fiskvernd-
armálum og hefur aldrei haft.
i öðru lagi má nefna þær miklu
umræður, sem orðið hafa um
byggðastefnu og suðvesturhornið
undanfarna mánuði. Þessar um-
ræður rista mjög djúpt hjá fólki i
öllum landshlutum og skoðanir
eru bæði sterkar og skiptar. En er
ekki ljóst i hvaða farveg þessar
umræður munu falla en þær munu
setja svip sinn á stjórnmálin
næstu misseri. Þær sýna, að menn
telja timabært að stokka spilin
upp, sjá hvaða árangur hefur
náðst og hvert næst á að stefna.
Spá Morgunblaðsins er sú, að
smátt og smátt muni nást samstaða
um að leggja stóraukna áherzlu á
samgöngubætur og uppbyggingu
félagslegrar aðstöðu í dreifbýlinu
og atvinnuuppbyggingu á suðvest-
urhorninu, ekki til þess að forða
frá yfirvofandi atvinnuleysi vegna
vanrækslusynda, þvi er ekki til að
dreifa, heldur til þess að koma i
veg fyrir, að vandi skapist i fram-
tiðinni, eins og borgarstjórinn i
Reykjavík, Birgir isl. Gunnarsson,
bendir réttilega á í athyglisverðri
grein í Morgunblaðinu í dag.
Stjórnarandstaðan hefur enga
stefnu í þessum málum. Hún hef-
ur það eitt til málanna að leggja að
allt það sem aflaga fer sé Sjálf-
stæðisflokknum að kenna. Það er
ekki málefnaleg afstaða og mun
þvi engu skipta í augum kjósenda.
í þriðja lagi er sýnt, að baráttan
við verðbólguna og efnahagsvanda
sem leiðir af henni mun enn
standa yfir næstu árin. Rikis-
stjórnin hefur náð verulegum
árangri og þarf að ná enn meiri
árangri. Sá er munurinn á þessari
ríkisstjórn og t.d. þeirri, sem á
undan fór, að þessi rikisstjórn
gefst ekki upp við vandann, hún
seiglast áfram í stríðinu við verð-
bólguna, þótt hægt fari og stund-
um verði hún fyrir áföllum. Hún
hefur ákveðna stefnu í efnahags-
málum, sem hún fylgir fram smátt
og smátt, þótt hægt fari á stund-
um. Hún mun að lokum ná því
marki, sem að er stefnt. Stjórnar-
andstaðan hefur allt kjörtimabilið
verið gersamlega stefnulaus í
efnahagsmálum.
Hér hafa aðeins verið nefnd
þrjú stór málefnasvið en af mörgu
fleiru er að taka. Kjarni málsins er
sá, að hin málefnalegu umbrot og
þær málefnalegu umræður, sem
einhverju máli skipta fara fram i
herbúðum stjórnarflokkanna. Það
sem frá stjórnarandstöðunni heyr-
ist eru hávaðasöm upphlaup og
hjóm eitt. Og það er þessi staö-
reynd, sem mun skipta sköpum,
þegar að kosningum kemur.