Morgunblaðið - 11.09.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
19
Guðrún Guðjónsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 2. desember 1891.
I)áin 3. september 1977.
Ég kynntist henni fyrst, þegar
ég kom heim frá námi. Það var
1935. A milli heimilanna að Öldu-
götu 17 og Ránargötu 21 lágu
gangvegir. Þar bjó Guðbjörg
Jónsdóttir með börnum sinum og
fósturbörnum. Hún hafði þá misst
mann sinn fyrir stuttu. Öldugötu-
hjónin báru mikla virðingu fyrir
húsmóðurinni að Ránargötu 21,
frú Guðbjörgu Jónsdóttur Þess
vegna var ég mjög feiminn, þegar
ég var leiddur til þessarar konu
sem sýningargripur. Ekkert þótti
gott, nema frú Guðbjörg legði
blessun sína yfir það. Mér er
minnisstætt, þegar ég gekk innúr
dyrunum: við mér blasti öldruð,
virðuleg kona á drottningarstóli.
Ég gekk að henni, heilsaði og
kynnti mig. Hún sagði: „Vertu
velkominn. Guð blessi þig.“ Við
töluðum lengi saman. Hún spurði
um fjarlæg lönd, siði þar og háttu.
Hún virtist kunna skil á flestu og
var sérstaklega fróðleiksfús. Það
var fyrri kona mín, Karítas
Jochumsdóttir, sem leiddi mig á
fund frú Guðbjargar. Hún trúði á
blessun hennar, enda hefur sú
orðið raunin. Þetta var móðir
Guðrúnar. Hún á ekki langt að
sækja tryggð, höfðingslund og
vináttu.
Bræðrum Guðrúnar, Jóni og I
Þorbirni, kynntist ég mjög vel. |
Fór vel á með okkur enda voru
þeir eins og Guðrún, góðir tryggir
og umburðarlyndir. Minninguna
getur enginn frá manni tekið.
A æviferli minum hefi ég ekki
kynnzt slíkri öðlingslund, sem
Guðrúnar. Hún var alltaf bæt-
andi, á hverju sem bjátaði.
Guðrún hefur reynzt mér og
mínum betur en orð fá lýst.
Hjartahlýja hennar í minn garð
verður aldrei fullþökkuð.
Kona min og börn sakna góðs
vinar. Ég votta Ólafiu Jochums-
dóttur mágkonu minni, samúð
mina. Þær voru uppeldissystur og
bjuggu saman meirihluta ævinn-
ar. Svo lengi sem ég man voru
þær samstilltar í prúðmennsku og
háttvísi.
Með hjartans þökk fyrir það, að
hafa átt þvi láni að fagna að kynn-
ast Guðrúnu, þá kveð ég hana í
bili. Gústaf A. Ágústsson.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HJÁLMARSÞÓRÐARJÓNSSONAR,
Efstasundi 7
verður gerð frá Fossvegskirkju, mánudaginn 1 2 september kl 15
Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd
Kristín Ingimarsdóttir,
Anna Hjálmarsdóttir, Baldvin Magnússon,
Aðalsteinn Hjálmarsson, Margrét Árnadóttir,
Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Pétur Þorleifsson,
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÓLAFSSON
vörubflstjóri,
Sæviðarsundi 21,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik, mánudaginn 12
september kl 13.30 Þeim, sem vilja minnast hans er bent á
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra ög lamaðra
Helga Oddsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
BirgirR. Gunnarsson,
Sigurður Gunnarsson,
og fjölskyldur.
Erlendur Erlendsson,
Auður H. Finnbogadóttir,
Elin Magnúsdóttir,
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR SVEINGJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
verður jarðsungin þriðjudaginn 13 sept kl 10.30 árdegis frá
Fossvogskirkju
Skarphéðinn Eyþórsson, Sigurmunda Guðmundsdóttir,
Sigurður Skarphéðinsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Hólmfríður Skerphéðinsdóttir, Agnar Magnússon,
Sigmunda Skarphéðinsdóttir,
og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir sendum við þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem
á margvíslegan hátt auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar. tengdamóður og ömmu
LÚÐVÍKU LUND,
Einnig þökkum við félagasamtökum á Raufarhöfn, í Garðabæ og
Reykjavík auðsýnda virðingu og vinsemd í þessu sambandi
Leifur Eiríksson
Eysteinn Leifsson ína Guðmundsdóttir
Rannveig Leifsdóttir Haraldur Sigurjónsson
Ingibjörg Leifsdóttir
Erlingur Leifsson Arndis Gunnarsdóttir.
og barnabörn
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og
hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐLAUGS RÓSINKRANZ
fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra,
Guð blessi ykkuröll,
Sigurlaug Rósinkranz og börn. Kristín S. Rósinkranz
Gunnar Rósinkrans Mikael Magnússon,
og börn.
Jóhanna Rósinkranz
og böm
Bergljót Rósinkranz.
Þegar þú kaupír
málningu fyrir
tugþúsundir
þarf hún aó vera
peninganna virði
Nýtt Kópal
er ný plastmálning frá Málningu hf., framleidd eftir
nýjustu forskrift Dyrups.
Nýtt Kópal
býdur nýtt litakerfi meó fjölbreyttari tónalitum en
nokkru sinni fyrr.
Nýtt Kópal
er níösterkt og eftir því endingargott!
Nýtt Kópal
hylur betur en aörar sambærilegar málningartegundir.
Nýtt Kópal
er létt í vinnu, og gefur fletinum fallega áferö.
Nýtt Kópal
lengirtímann þartil þú málarnæst!
Þegar þú leggur saman verö, gæöi og endingu ^
veróur útkoman peninganna virói: Nýtt Kópal! |
málnínglf