Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 Giísti hitti Guð á Akureyri 1948 og þar samdist svo um með þeim að hann keypti bát með Guði og fœri í útgerð með honum til kristniboðs. Siðan héldu þeir báturinn og Gústi Guðsmaður til Siglufjarðar og hófu kristniboð viða um heim. / Siglufirði þekkja allir Gústa Guðsmann, það er hans nafn i samfélaginu, en fœrri vita að hann er Gislason, fœddur 29. ágúst 1897 i Dýrafirði og varð þvi 80 ára fyrir skömmu. Hann hefur haldið sinu striki fram hjá spotti heimsins, nœgjusamur og hlýðinn útvegsbónda stnum. Hann býr við fábrotið atlceti, hefur engan sima, þvi hann er i beinu sambandi við heilagan anda og meira þarf hann ekki, en viða um heim hefur sent alla sina peninga til þess að hlúa að öðrum. Hann prédikar ekki fyrir fagnandi hópum, en prédikar samt, vinnur sitt starf og ávaxtar pund Drottins. Gústi Guðsmaður gætir þess vandlega að taka ekki þátt i gal- skap heimsins. Hann ferðast um heiminn i bæninni, hittir hina strákana sem eru i kristniboðinu á vettvangi bænarinnar og þannig vinna þeir saman. Hann hefur pré- dikað á Torginu á Siglufirði í 30 ár og sótt sjóinn til þess að afla fjár i kristniboðið. Viða um heim sendir hann peninga til starfsins, boðunar orðsins. Hann hefur að staðaldri sent peninga til margra landa Af- riku, Asiu og Suður-Ameriku, Ástraliu og tii Bibliuútgáfu i Bret- landi. Til dæmis hefur han'n kost- að 50 Indiánaböm til náms i Boli- viu. Hann hóf að styrkja þau kom- ung til náms, en nú eru þau orðnir stúdentar og farin að vinna fyrir sitt fólk. Gústi Guðsmaður er 80 ára gamali og oft hafa þeir Sigur- vin sótt fast sjóinn til þess að afia fyrir kristniboðið. Síðasta árið hef- ur Sigurvin verið vélarvana, en þá hefur Gústi bara róið með árun- um, sungið sálma og dýrð Drottni tii þess að auka kraft sinn og þrótt við erfiðar aðstæður. I ýmsum veðraskiptum hefur hann lent til sjós og lands, en ávallt hefur Guð ieitt hann i geg um þrautir og þykkni. Hann býr í Antonsbragga, i risinu. Þar eru hvorki þægindi né þykkar voðir á gólfum. Hann vill heldur hlúa að þvi litla i heimin- um, villuráfandi manneskjum og sem þakklætisvott hefur hann fengið þúsundir sendibréfa frá fólki um allan heim, alls konar fólki úr öllum þrepum þjóðfélags- ins. í koffortinu hjá Gústa Guðs- manni liggja saman bréf frá villi- mönnum og, prófessorum, andleg- um konum og trúarleiðtogum. Guð hefur séð um útgerðina og siðan þeir hófu róðurinn saman hefur Gústi ekki þurft að hafa áhyggjur af neinu. Hann hefur haft bátinn, búið í bragganum og skilað sinu pundi samvizkusam- lega. Einn maður hrópandi á Torginu Það var laugardagskvöld, úr- hellis rigning og enginn á ferli um miðbæ Siglufaarðar. Gústi Guðs- maður var þó mættur til leiks með svörtu, snjáðu leðurtöskuna sina, ræður og Guðsorð i bunkum. f liðiega klukkustund flutti hann mál sitt með miklum tilþrifum og innblásturinn þaut upp, einn mað- ur hrópandi á torginu. Húsin voru i kvöldmat og létu ekki raska ró sinni. Hann lifði sig inn i orðið og frásögn hans varð spennandi og athyglisverð. Svo söng hann há- stöfum, hærra en óperusöngvarar á bezta aldri. Gústi fletti sálma- bókinni. „Páskar, það hlýtur að vera hægt að nota eitthvað úr þvi.“ Hann þeifaði lagið og söng Guði dýrð, andanum sem einn skiptir í risherbergi Gústa I Antonsbragga. Gústi situr hjð pappakössum fullum af sendibréfum víða að úr heiminum. Prédikarinn á leið á Torgið með handritatöskuna sína. máli. Holdið er hismið sem hann rekst stundum á, i blótsyrði, ásjón lostafullrar konu eða holdlegum dansi þar sem bláir vitislogar leika undir. Nei, það er vissara að kon- an sé undurfædd, dansinn i tign- um anda og kærleikurinn i fyrir- rúmi. Gústi Guðsmaður er svip- mikið ankeri Siglufjarðar með sitt strik til Guðs og góðvildar. Sunnudagurinn rann upp, úr- hellið gengur yfir, og það var bjart og tært i firðinum. Bærinn var enn I blundi, en rankaði þó við sér, fótur færðist við fót. Gústi kom stássklæddur á Torgið, seltan úr yfirskegginu, sixpensarinn á sinum stað og innan tiðar hóf hann upp orðið: „Þeir sem eru frelsaðir og frjálsir i dag og trúa á Jesúm, þeir eru frjálsir, eiga frið og gleði hvernig sem heimurinn veltir sér. Þekkir þú Jesúm Krist, er hann nú i hjarta þínu?“ Svo vatt prédikarinn sér yfir i 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.