Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
25
Efri myndin sýnir Antonsbragga, heimili Gústa. Hinar eru teknar í
setustofu kristniboðans, þar sem hann er að blaða í erlendum sendi-
bréfum og af rúmbálki hans þar sem hann biður með starfsfélögum
sínum v(ða um heim Byssa veiðimannsins hangir fyrir ofan rúmgaflinn.
mörgum löndum. Það er ekki svo
nauið með landið, orðið er allra
landa. Fyrir nokkru sendi ég
nokkur hundruð þúsund krónur til
Brezka Bibliufélagsins og þannig
fer þetta i ýmsar áttir. Ég hef stutt
kristniboð i heiminum siðan 1950
og það sem ég hef aflað fyrir á
sjónum'hefur farið i það.“
„Það hefur verið drjúgur pen-
ingur,“ skaut ég inn i.
„Nei, það er voða litið, voða
litið. En það var blessað þegar það
kom til útlanda, blessað hjá heið-
ingjunum og þar varð það mikið,
þvi þar er viðmiðunin allt önnur.
Þetta var sáðgjöf. Ég set pening-
ana sem sæði inn i kristniboðið
svo að það deyi ekki út og þannig
geta jafnvel 100 dollarar hér og
þar i heiminum orðið að gagni svo
um munar. Það sem lifir af ellilif-
eyrinum ásamt aflafé fer i þetta.
Hér er bréf frá Aron. Ég veit
ekkert hvaða trúflokki hann fylgir,
en hann fylltist af heilögum anda i
kringum 1960 i Noregi og fór út á
akurínn, lagði fótspor Meistarans
yfir Afriku.“
„Fer eftir því hvern-
ig Guð gefur styrk
þann dag”
Talinu vék nú að sjósókn Gústa.
„Já, vélin er búin að vera biluð
hjá mér i eitt ár og ég býst við að
ég verði að fá mér vél i bátinn eða
hætta bara. Maður er orðinn svo
slappur, 80 ára. Það er erfitt að róa
með árum á miðin, en ég hef nú
gert þaö siðan vélin bilaöi og áöur
rérí ég alltaf hluta leiðarinnar með
„Hitti Guð
á Akureyri”
árunum til þess að spara oliuna.
Það kostar nokkur þúsund áratog
að róa 2—3 milur og þann kraft
sækir maður i orðið, en peningana
sem sparast set ég i kristniboðið.“
„Þetta hlýtur að vera erfitt?“
„Já, ja, það veit ég ekki. Það fer
eftir þvi hvemig Guð gefur styrk
þann dag. Hann gefur stanzlaust
styrk og nýjan þrótt og þótt gigtin
hafi stundum verið að drepa mig,
þá hefur hún hjaðnað niður þegar
ég hef róið og einkanlega þegar ég
hef gengið skart og mikið. Liklega
rennur blóðið ekki nógu skart i
gegnum æðarnar, það getur ver-
ið.“
„Þú lýtur handleiðslunni?“
„Já, það hefur aldrei brugðizt.
Einu sinni var ég i svartnætti uppi
á heiði, svartaþoku og snjór á
veginum. En Guð visaði mér. Svo
gegndi ég ekki að fara nógu hátt i
hliðina og allt I einu veit ég ekki
fyrr en ég svif fram af hraunbrún,
hafði runniö á svelli og sveif nú
bara i loftinu, en það er ekkert
með það, mér er hreinlega kippt
aftur inn á bakkann og allt i þessu
fina. En þetta er ekki nema það
sem er alvanalegt, þvi Guð hefur
gætt min svo vel og látið engla
sina gæta min á öllum leiðum.
Þetta atvik var einmitt þegar ég
var að koma frá þvi að biðja
Sigurgeir biskup um Nýja testa-
mentið til dreifingar. En það gekk
nú ekki þá, að vantaði bækurnar.
„Tregur í lallið
fyrir Guð fyrst”
En svo sagði Guð mér að fara i
nóvember 1946 að Markarfljóti i
Hlið og aðvara fólkið fyrir eldgos-
ið sem kæmi. Ég var þá að koma
frá prédikun i Hnappadals- og
Dalasýslu og Barðaströnd. Guð
fór þá að tala til min og segja mér
að fara i þessa för. Ég var ósköp
tregur til að fara þetta lall: En þá
tók hann bara frá mér matarlyst-
ina til þess að knýja á, það var
ekkert annað, svo það endaði með
þvi að ég sagði: „Já, Drottinn, ég
skal fara þetta, en þú verður að
skaffa mér nóg af Nýja testament-
um. „Svo sagði hann mér að það
kæmi mikill vikur yfir, en ef fólkið
treysti Guðs orði þá myndi hann
bægja virkinum frá þannig að
hann yrði ekki eins mikill. Þetta
kom allt fram árið eftir i Heklu-
gosinu 1947. Já, hann kvaðst
mundu senda sunnanstorm og
feykja öllum vikrinum svo það
sæist ekki urmull eftir af honum.
Nú voru þessir ungu menn að
spotta þetta, náttúrulega, en
gömlu konumar og eldri menn
gerðu það ekki. Sérstaklega var
einn ungur meður i spottinu, mál-
ari, en móðir hans var trúuð og
trúði þessu vel. Hún átti Guðs orð
svo að það þurfti ekki að bæta við
hana og hún sagöist búa sig undir
það að taka á móti þessu og biðja
Guð að lægja.“
Og áfram streymdu bréfin upp
úr kössunum, eitt frá Ástraliu,
annað frá Bolivíu, land af landi,
yfirlit yfir ársstarfið, persónulegar
frásagnir, farsæld i starfinu.
„Já, það er eiginlega á Akureyri
sem Guð kallaöi mig til kristni-
boðs,“ hélt Gústi áfram. Ég var á
leiðinni norur frá Reykjavik þegar
hann sagði mér að fara til Akur- |
eyrar. Ég hitti svo Guð á Akureyri
og þar sagöi hann mér að ég ætti
að fara i kristniboð með bát og
hann skyldi gera okkur út. Þar
með var ég kominn i fast pláss hjá
honum. Það var i Glerárhverfinu
sem hann benti mér á bátinn,
sagði að hann yrði dýr, en ég
skyldi samt kaupa hann og fara
norður til Siglufjarðar þar sem
útgerðin átti að hafa aðsetur til
þess að koma orðinu um heim-
inn.“
„Hvenær frelsaðist þú?“
„Þá var ég 13 ára, 1910. Ég var
óþægur i skólanum, svona strákur
sem aldrei vildi gefa sig, en hefði
snemma þurft að fá aga. Það vant-
aði agann, þennan aga sem nægði
sko. Sumir geta skilið það. En
þetta kom allt saman og upplaukst
fyrir mér. Þá orti ég ljóðið sem ég
sagði þér frá i rigningunni úti á
Torgi i gær. Ég var þá endurfædd-
ur og hafði talað um Guð ég veit
ekki hvað lengi, en þegar ég sá
Jesúm á krossinum fékk ég Ijóðið
þegar heilagur andi opnaði það:
Lofaður veri og lofsunginn,
(þá er það sem andinn fer
aö tala)
mannkynsfrelsarinn Jesú minn.
Huggi og hressi mig hveija
stund,
efli og magni kvikka lund.
Hann styrki minn vilja svo ég
sjái
að stærsta sælan er að honum
ég nái
og veki mér skilning og sér-
hvem minn þrótt
i hans heilaga orði dag hvem
og nótt.
(„Þetta er nokkurn veginn úr
Bibliunni, eins og talað er um i
103 sálmi,“ skýtur Gústi inn i
upplestur sinn)
Lofsyngi siðan minn munn-
ur og mál
þann himneska föður
af alhuga sál.
Lofa þeim dásemdum hönd min
og fætur,
tökur og blóðæð um daga og
nætur.
Svo að mig hungri og þyrsti
i hans vilja
i huganum áköllun Drott-
ins aö skilja.
Þvi það að lifa þér er hér
i heimi,
æðsta mark, sálin, að frá
henni streymi.
Orð þitt að lesa, gefi mér
hjarta,
er hjá mér bærist
i ljósinu bjarta.
Og þig að finna, i gjartanu
búa,
vekja mér skilning, að sál-
inni hlúa.
Það er sá straumur af sæt-
leikans friði,
sem sál minni lyftir á há-
leitara sviði,
og mátt þann svo stóran, sem
hana i heldur,
himneski Jesú við sál mina
stendur.
Já, þetta er ekkert
nema hlýðnin þetta starf, aðeins
hlýðni. Við getum ekki neitt, heil-
agur andi getur allt. Og oft þegar
mesta mótstaðan hefur verið,
einkanlega þegar ég var að préd-
ika meðal Færeyinga, þá gerðu
þeir allt til þess að eyðileggja það
með spotti. Þá lagðist ég oft á hné
hér við beðið og fór svo aftur til
þeirra samdægurs, alveg eins og
Páll gerði þegar hann sneri aftur
inn i borgina, galvaskur. Maöur
verður aö taka á móti mótlætinu,
takast á við það, og þetta varð til
þess að þeir tóku á móti Guðsorð-
inu, það er lifsseigt, hitt gefst upp.
Að snúast gegn hinu andlega og
veraldlega grjótkasti, hvort sem er
i borg eða bæ, i fjöru eða á fjalli,
það er að leggja Guðs orð fyrir
fólk og fá það til að meðtaka það.“
„Hún er gegnum-
streymandi af
heilögum anda”
Á meðan við töluðum saman
fletti Gústi stanzlaust bréfum til
að sýna mér. Þama var eitt frá
Nýju-Guineu þar sem Gústi hefur
lagt hönd á plóginn i rekstri yfir
100 trúboðsstöðva, annað frá
Alaska þar sem hann styrkti boð-
un orðsins meðal Indiána og
Eskimóa með nokkur hundruð
dollurum. Hann fletti bréfi sem
sagði frá starfinu i Nýju-Guineu.
Ég spurði hann um eigin upp-
runa.
„Dýrfirðingur," svaraði hann,
„fæddur á Hvammi fyrir innan
Þingeyri, en var alinn upp á tsa-
firði þar til ég fór til sjós suður.“
„Aldrei kvænzt?"
„Nei, nei, nei, nei, nei, er þetta
ekki gott bréf, hann er ágætur
þessi sem stjómar þama i Nýju-
Guineu og hann á huggulega konu
sem getur sett sitt kristilega hugar-
far svo vel fram að hún er gegn-
umstreymandi af heilögum anda.
Hún er sekratere, ritari hans.“
„Prédika til
að halda mér við”
Hann talaði stundarkorn um
hana Margit i Bungaraville, eyju i
Kyrrahafinu, en svo var aftur
rennt i höfn á Siglufirði.
„Það var þorskur hér i firðinum
áður fyrr, en þeir em löngu búnir
að uppræta hann, algjöriega. Ann-
ars hef ég alltaf verið algjörlega
óháður allri vinnu hér og geri
ekkert á þeirra kostnað. Þeir eru
lika algjörlega andstæðir kristni-
boðinu, en Siglufjörður er bara
litill hluti af minu umdæmi.“
„Er þér ekki leitt hve fáir hlusta
á þig á Torginu til jafnaðar?“
„Nei, mér er alveg sama, ég
prédika bara til þess að halda mér
við, minnst einu sinni i viku svona
álika lengi og messutimi stendur
yfir. Maður verður að halda sér
við i andanum, það er fyrir öllu.
Það þarf ekki að vera nema eitt
bam sem gripur orðið og fer með
það heim, þá er það gott. Ég segi
bömunum oft sögur, þau eru svo
ljómandi bömin. Það var til dæm-
is stúlkan i Oklahoma sem lenti i
þurrkunum. Ég er svo þyrst, sagði
hún við foreldra sina, ég þarf að fá
vatn. Svo fóm þau að biðja um
regn, en litla stelpan hlustaði á og
segir siðan: Góði Jesú, þar sem þú
ekki viit gefa okkur regn, viltu þá
ekki vera svo góður að gefa okkur
vatn i brunninn okkar. Og þetta
gerir Jesú á svipstundu. Hann lét
æð úr jörðinni opnast inn i brunn-
inn. Bamið gerði meira heldur en
heildin, 8 ára bam. Trúin var þvi
eins og Biblian segir, fyrir trúna
þú öðlast það, þetta var nákvæm-
Sjá nœstu
síðu A