Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
STANLEY
Verkfærin
sem fara vel í hendi
Góð verkfæri þurfa að fara vel í hendi,
að öðrum kosti standa þau ekki undir
nafni sínu og merki.
STANLEY verkfærin hafa frá
upphafi verið talin með bestu
verkfærum, sem völ er á. Sumir
fagmenn vilja alls ekki önnur
verkfæri, hvort sem það heitir hefill,
hamar, skrúfjárn eða surform, —
meðal annars vegna þess hve
STANLEY fer vel í hendi!
STANLEY
Hjálmar
Jónsson-
Fæddur26. mar\ 1905.
I)áinn 2. septembt'r 1977.
Á morgun, mánudaginn 12.
september, verður Hjálmar Þórð-
ur Jónsson lagðurtil hinztu hvílu.
Hann lézt i Borgarspítalanum 2.
september, eftir langvarandi
veikindi.
Hann var uppalinn á Stokks-
eyri, en bjö lengst af hér i Reykja-
vík. Hjálmar var einn af mörgum
sinnar kynslóðar, sem ekki hafði
tækifæri til skölagöngu, en
menntaður var hann þrátt fyrir
það. Hann var sérlega góðum gáf-
uni gæddur, var sílesandi og fróð-
ur um svo ótal marga hluti og
hafði mjög einarðar skoðanir á
hinum ýmsu málum.
Hjálmar starfaði á fjórða tug
ára hjá Olíuverzlun Islands, við
ýmis störf, sem hann innti af
hendi af samvizkusemi. Hann lét
mál verkalýðshreyfingarinnar
mikið til sín taka, var t.d. lengi
trúnaðarmaður Dagsbrúnar á
vinnustað og sat mörg A.S.Í. þing.
Hjálmar var virtur og elskaður
af fjölskyldu sinni, en þó mest að
sinni góðu konu, Kristínu Ingi-
marsdóttur, en betra og gæfu-
legra hjónaband, er vart hægt að
hugsa sér. Þau voru gift í rúmlega
hálfa öld og stóðu ætið saman, í
blíðu og stríðu. Þau eignuðust 4
börn, 3 þeirra komust upp, barna-
börnin eru allmörg og barna-
barnabörnin sömuleiðis.
Við kveðjum hann með trega,
en minningin um hann er svo
hrein og þægileg; hún mun lifa
um ókomna tíð.
Fyrir hönd okkar efkomend-
anna, þakka ég elskulegum afa
mínum fyrir allt, sem hann hefur
okkur gott gert. Hann hjálpaði
okkur, þegar mikið lá við og er
það sérstaklega þakkað hér.
Megi göður guð styrkja elsku
ömmu, sem sýnt hefur einstakan
dugnað á þessum erfiðu timamót-
um.
Guð blessi minningú góðs
drengs; honum er örugglega vel
tekið í hinum æðra heimi.
Kristín Árnadóttir.
Þegar ég nú að leiðarlokum
kveð vin minn Hjálmar Jónsson,
afgreiðslumann, er vissulega
margs að minnast og margt að
þakka. Við Hjálmar ásamt fjöl-
skyldum okkar bjuggum í sama
húsi í hart nær 20 ár. Við slíkar
aðstæður fer vart hjá því, að náin
kynni skapist við daglega um-
gengni og úrlausn sameiginlegra
verkefna, sem sambýlið jafnan
kallar á.
Sagt er, að lengi skuli manninn
reyna, en mér og fjölskyldu minni
reyndist, að þess þurfti ekki varð-
andi Hjálmar og fjölskyldu hans.
Betra og ljúfara sambýlisfólk er
vart hægt að hugsa sér enda eru
minningar minar og fjölskyldu
minnar sérstaklega hugljúfar
varðandi kynni öll við Hjálmar og
hans ágætu konu og börn. Það
þakka ég og við og munum lengi
muna.
Hjálmar var Árnesingur að ætt,
en fluttist til Reykjavíkur 1926,
og þá kvæntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni Kristínu Ingi-
marsdóttur, sem ættuð er úr Eyja-
firði, ágætri konu, sem var manni
sínum mjög samhent í öllu. Þau
stofnuðu heimili hér í Reykjavík
og hafa búið þar allan sinn bú-
skap. Þau eignuðust fjiigur börn,
eitt þeirra dö ungt. en þrjú kom-
ust upp hvert iiðru efnilegra og
líkjast vissulega foreldrum sín-
um, sem sérstaklega elskulegt
fölk.
Hjálmar og Kristín hófu hér
Þóröur
-Minning
búskap i Reykjavik rétt fyrir
kreppuna miklu. Hann var lengi
ævi sinnar ekki heilsuhraustur en
frá upphafi vega varð hann að
brjöta sér braut, sér og fjölskyldu
sinni til bjargar. Þetta tókst hon-
um með mikilli prýði vegna dugn-
aðar, samviskusemi ásamt mörg-
um öðrum ágætum hæfileíkum.
Mörg síðustu árin starfaði
Hjálmar hjá Olíuverzlun Islands
og naut þar, eins og annars staðar
virðingar og trausts vinnufélaga
sinna og var valinn trúnaðarmað-
ur á vinnustað.
Hann var traustur félagi í stétt-
arfélagi sínu Dagsbrún og gegndi
þar trúnaðarstörfum.
Minningar mínar um Hjálmar
eru tengdar minningunni um góð-
an mann. Heilsteyptan og sann-
gjarnan í skoðunum um menn og
málefni, fordómalausan mann
sem færði allt tii betri vegar.
En lengst minnist ég hans þó,
sem sambýlismannsins, þegar við
saman litum yfir garðinn okkar
og sáum biómin vaxa á vori og
sumrí Tilfinning hans fyrir
gróðri og lífi, fegurð náttúrunnar
og landsins voru einstök. Nú er sá
árstími, að brátt fölnar gróður og
blikna blóm, en við vitum þó öll
að aftur kemur vor á ný. Hjálmar
var maður vorsins og lífsins og
var svo hamingjusamur að njöta
þess í ríkum mæli. Þrátt fyrir
ýmsa skugga á lifsleið hans, eins
og flestra annarra manna.
Hjálmar horfði til lífsins í öllu
lífi sínu og því lifði hann ham-
ingjusömu lífi. Eg trúi þvi, að
ljósið haldi áfram að lýsa honum,
þó hann sé farinn héðan og það
sama ljós lýsi eiginkonu hans og
börnum og öðrum ástvinum á
öförnum ævivegum.
Gunnar Helgason
Starfsmenn í
heimilishjálp
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar
eftir því að ráða starfsfólk til heimilishjálpar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður heim-
ilishjálpar Tjarnargötu 1 1, sími 1 8800.
V,____________________________________________
151 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar
Hafnarfjörður —
í smíðum
Til sölu 2ja herb. íbúðir ca. 40 — 50 fm. Verð
kr 7 millj , og ein 74ra fm íbúð, verð kr. 8
millj íbúðunum verður skilað fullkláruðum með
öllum innréttingum á næsta ári. Beðið eftir
húsnæðismálaláni kr. 2.5 millj. Mismunur
greiðist á 14 —16 mánuðum. Nánari upplýs-
ingar og teikningar á skrifstofunni.
Árni Grétar Finnsson hr/.
Strandgötu 25 Hafnarfirði
sími 5 1500.