Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 31 STJÖRNUBÍÓ: TAXI DRIVER Robert DeNiro dregur snilldarlega upp dökka mynd af einmana leigubilstjóra i New York sem hverfur i vitstola hugarheim takmarkalauss ofbeldis i mynd Martin Scorsese, sem lýsir hér næmlega þeim hluta New York borgarsem mætti likja við jarðneskt helvíti. GAMLA BÍÓ: ELVIS Þokkalega gerð heimildarmynd um hljóm- leikaferð rokkstjörnunnar miklu og er „endursýnd i minningu um hinn fræga söngvara", (sic). NÝJA BIO: lUCKY LADY Stórmynd n,eð viðfrægu stjörnuliði en tilgangurinn og mestöll fyndnin hefur því miður orðið eftir heima. ANÆSTUNNI HÁSKOLABÍÓ: MAN ON THE SWING Áður en lagt um líður, mun Há- skólabió taka til sýningar mynd sem vakti talsverða eftirtekt erlendis á sinum tima, Bandarisku sakamála- myndina MAN ON THE SWING. Hún er gerð af kvikmyndagerðarmannin um Frank Perry, sem gerði m.a. DAVID AND LISA og THE SWIMMER, sem sýnd var i sjónvarp- inu eigi alls fyrir löngu. Með aðalhlutverk fara ágætisleik ararnir Cliff Robertson og Joel Grey i Viðtal við meistara JOHN HUSTON Snöggur nú: hver af myndum John Huston, er þér minnisstæðust? (hann hefur reyndar leikstýrt hvorki meira né minna en þrjátíu og þrem myndum á þrjátíu og sex árum!) Láttu samt ekki á þig fá þó að svarið vefjist fyrir þér: svo margar af myndum þessa langreynda leik- stjóra hafa verið bendlaðar við orðið „sigild“, að erfitt er að velja eina út úr hópn- um. En þrátt fyrir að John Huston sé þekktastur fyrir leikstjórnina, þá snéri hann sér þó ekki að henni fyrr en hann hafði verið atvinnuhnefaleikari, leik- ari, rithöfundur og ævin- týramaður í 15 ár. Engan skyldi undra árangur hans í störfum sínum, né hina miklu listrænu hæfileika sem velflest verka hans bera gott vitni því móðir hans var þekktur blaða- maður en faðirinn enginn annar en hinn virti leik- sviðs- og kvikmyndaleikari Walther Huston. En fyrsta ást hans var samt sem áður hnefaleikarnir. Þegar for- eldrar hans lifðu í þeirri trú að sonur þeirra væri við nám i virtum gagn- fræðaskóla á vesturströnd- inni, þá var kauði reyndar öllum stundam í Lincoln High, L.A., þjálfunarstöð beztu hnefaleikamanna borgarinnar. Meðan John var enn á táningsárunum átti hann sína frumraun á fjölum Broadway, en hann segir reyndar, að þetta fyrsta hlutverk sitt hafi fært sér heim sanninn um að það sem hann þráði væri ekki leiksviðið. Arið 1925, þá enn 19 ára, strauk John til Mexico og gerðist þar liðs- maður í riddaraliðinu. Þar dvaldist hann á þriðja ár, og á meðan skrifaði hann leikritið Frankie and Johnny, sem var svo fært upp á Broadway nokkrum árum síðar. Eins varð hann frábær hestamaður, og skrifaði smásögur og hug- leiðingar í vinsælasta tíma- rit Bandarikjanna á þeim tíma, the American Mer- cury. 1 byrjun fjóróa áratugs- ins hóf John störf i Holly- wood, i fyrstu einkum við lagfæringar á kvikmynda- handritum. Og fljótlega varð til fyrsta, heila, frum- samda kvikmyndahandrit- ið, Law and Order, (1932). Siðan, eftir nokkur ár á flakki um Evrópu, við list- málun og leikstörf, gerðist hann samningsbundinn handritahöfundur hjá WarnerBros. (1937). Árið 1941 var vöknuð sterk löngun hjá Huston til að leikstýra handritum sin- um sjálfur, svo Warner bræður lofuðu honum þvi, að ef hann skrifaði kvik- myndahandrit eftir sög- unni High Sierra, þá fengi hann að skrifa og ’st’jórna sinni næstu mynd. Árang- urinn varð The Maltese Falcon, óumdeilanlegt listaverk, sem hinn ungi Huston lauk við á tveim mánuðum og kostnaðurinn var aóeins 300.000 dalir. Hinar gífurlegu vinsældir og einstök hrifning gagn- rýnenda yfir The Maltese Falcon, myndaði mynstur hjá Huston, sem hefur löngum einkennt verk hans: hið eðlislæga, óskeik- ula val á verkefnum sem bæði hafa til að bera mikil bókmenntaleg og drama- tísk gæði; meistaralegt handbragð við kvikmynda- gerðir þeirra og hæfileik- inn að ná þvi bezta fram i leikurunum. Þó að Huston hafi leik- stýrt handritum, sömdum af öðrum rithöfundum, (líkt og The Misfits, e. Arthur Miller), og sínum eigin, (t.d. Beat The Devil, sem hann skrifaði í sam- vinnu við Truman Capote árið 1954), þá eru flestar mynda hans eigin kvik- myndagerðir þekktra bók- menntaverka og leikrita. Að öllum líkindum er The Treasure of Sierra JMadre viðkunnast verka hans og það sem mest hefur verið lofað. Myndin, sem var gerð árið 1948, var valin það árið mynd ársins og sú bezt leikstýrða, af einum kröfuhörðustu samtökum gagnrýnenda, The New York Drama Critics Society. Þá hlaut myndin tvenn Oscarsverðlaun, fyr- ir handritið og leikstjórn- ina. Sjálf var myndin einn- ig tilnefnd, en tapaði fyrir Hamlet Oliviers. Af öðrum þekktari myndum Hustons má nefna Key Largo, (48), The Asphalt Jungle, (59), The African Queen, (51), Moulin Rouge (53), Moby Dick(56), Heaven Knows, Mr. Allison (57), The Roots of Heaven (58), The Unforgiven (60), Night of The Iguana (64), Re- flections In a Golden Eye, (ein af uppáhaldsmyndum undirr.), (66), The Life and Times Of Judge Roy Bean, (71), Fat City (73), og hin rómaða, nýja mynd meistarans, The Man Who Would Be King (75). Auk þessa hefur Huston gert þó nokkuð af þvi að leika i myndum annarra og er eftirsóttur skapgerðar- leikari. Hann hefur m.a. leikið í eftirfarandi mynd- um: The Cardinal, Myra Breckenridge, Chinatown, The Far Side Of The Moon, Breakout, The Wind And The Lion og í sínum eigin; The List Of The Adrian Messenger og The Bible — In The Beginning. Nú, 71 árs, gengur Huston enn að vinnu sinni af þeirri eljusemi og kost- gæfni sem gera árafjöld- ann ærið lygilegan. Siðan 1953 hefur hann búið á Ir- landi, (af írsku bergi brot- inn), og gerðist írskur rík- isborgari árið 1965. Þar el- ur hann kynbótahross og stundar veiðiskap auk þess sem hann les reiðinnar ósköp, „ekki af þvi að ég sé að leita mér að verkefnum, heldur fyrir ánægjuna". Hér á eftir fara glefsur úr viðtali sem blaðamaður- inn David Barnes átti við leikstjórann fyrir nokkru, Ug birtist í Filmmakers No. 9, í ár. David Brandcs: Hr. Huston, þú ert rithöfund- ur, leikstjóri og leikari. Og frægur á öllum sviðum. Hvað velurðu öðru frem- ur? John Huston: Eg geri engan greinarmun á skrift- um og leikstjórn. En það verður tæpast á betra kosið en að leikstýra eigin hand- riti. Leikstjórnin er eins- konar útþensla ritsmíð- anna. Hvað leiknum við- víkur, þá er hann nokkurs- konar glettni — vel borguð glettni, verð ég að bæta við — til að létta á ábyrgðinni sem fylgir leikstjórninni. DB: Hversvegna valdi skapandi maður eins og þér kvikmyndabrautina, frekar en, t.d. aó gerast skáldsagnahöfundur? JH: Ég var alinn upp í arfsögn kvikmyndanna, líkt og svo mörg önnur ungmenni af minni kyn- slóð. Við settumst niður í kvikmyndahúsi í leit okkar að hetjum; við öpuðum eft- ir og reyndum að jafnast á viö William S. Hart; menn eins og Hart og Chaplin voru guðir. Kvikmyndir voru að öllu leyti jafn lif- andi og bókmenntir, og ég hreifst ætíð af kvikmynd- um. Ég hóf listamannsferil minn sem rithöfundur, en mér varð ekki ljóst að ég hefði löngun til að verða leikstjóri fyrr en ég hafði skrifað kvikmyndahandrit i nokkur ár. Þá varð ég þess fullviss að ég gæti sjálfur stýrt minu eigin efni jafnvel betur en aðrir. Svo segja má að það hafi rekið mig inni leikstjórn- ina. DB: Þegar þú ert að lesa sögu og segir, „Þarna kem- ur það, þetta er verk seni að talar til min“, hvað ger- irðu næst? JH: I fyrsta lagi les ég heilmikið, en aldrei í leit að verkefnum. Ég les ein- göngu ánægjunnar vegna. Og það gerist yfirleitt nokkrum árum eftir lestur einhvers, að ég segi við sjálfan mig, „Sjáum til, þetta gæti orðið að mynd“. Þetta gerj- ast með mér yfir langt timabil. DB: Þegar þú segir, „ ... þetta gæti orðið mynd“, áttu þá við „orðið mynd fyrir mig“, eða „þetta efni gæti slegið í gegn á markaðnum"? JH: Ég á við fyrir mig. DB: Hvernig og hvenær ertu þess fullviss að eitt- hvað gæti orðið myndefni „fyrir þig“? JH: Þegar það hefur hugmynd og þegar ég get séð þá hugmynd fyrir mér í mínum eigin hugarheimi. Þetta verður allt að tengj- ast saman í huga mér áður en endarnir ná saman á tjaldinu eða fyrir framan kvikmyndatökuvélina. DB: Þegar þú vinnur að kvikmyndagerð, sérðu þá myndskeiðin fyrir þér? JH: Já. Þegar ég skrifaði The Maltese Falcon, þá tók skriffinnskan þrjár vikur og ég teiknaði auk þess upp sviðssetningar hvers myndskeiðs. Ég held, að alltaf ein 75% hafi ég not- að óbreytt, frá frumskyss- unum staðsetningar leik- ara, muna og myndavélar. DB: Vinnurðu ennþá á þennan hátt? JH: Ég er hættur að teikna, en það er hugsun- arfræði að mynd, sem senu. Eftir fyrsta mynd- skeiðið, þá fellur allt sam- an. Og að mynda á staðn- um, frekar en í stúdíói, þá segja aðstæðurnar þér venjulegast hvernig á að standa að fyrsta mynd-^ skeiðinu. En meðal annarra orða, þá langar mig að skjóta inní smá athugasemd hér. Það kemur ákaflega sjald- an fyrir að áhorfendur gera sér grein fyrir því hvað þú ert að gera með myndavélinni. Þegar myndavélin vinnur hvað bezt, þá veita áhorfendur þvx yfirleitt enga eftirtekt. Það gengur svo nærri hugsanaganginum að fylgj- ast með atburðarásinni, ekki hreyfingum mynda- vélarinnar — skiptir ekki máli hverskonar ballet hún dansar. Ég hef fyrir reglu að hugsa um myndavélina sem hluta af senunni. Það er myndavélin sem er aðal- persónan. Þú nálgast atrið- ið i gegnum auga mynda- vélarinnar. Þetta er líf- eðlisleg starfsemi. Ekki ósvipuð lifeðlisfræði klipp- ingarinnar. Reyndu þetta litla bragð á sjálfum þér. Horfðu á eitthvað sem er beint framundan þér. Littu siðan á eitthvað sem er þér beint á hægri hönd. Þú hefur myndað fullkomið hægra myndhorn. En taktu eftir þvi, að á meðan á þvi stóð blikkaðirðu augunum. Með öðrum orðum, af þvi að af þvi að þú ert kunnug- ur öllum fletinum á milli hornanna, þá myrkvar þú hann og ferð beint frá punkti A til punkts B. Það er klipping. Aðeins ef þetta millisvæði, samteng- ingin á milli þessara tveggja hluta, er þér nxikil- væg, þá „panarðu". Ef það er það ekki þá klippii'ðu. — Niðurlag í næstu viku. David Brandes er frétta- spyrjandi hjá CBC, kvik- myndargerðarmaður í Los Angeles. Leikstjórinn John Huston vi8 myndatöku THE MAN WHO VOULD BE KING.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.