Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 5

Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977 5 Afmælisrit Verzlunar- ráðs íslands komið út I TILEFNI af 60 ára afmæli Verzlunarráðs tslands er komið út afmælisrit ráðsins. Fjöldi greina er í ritinu, lýst er stefnu- málum og starfsemi Verzlunar- ráðsins og sagt frá helztu verkefn- um fyrr og nú. Ritstjóri var Pétur Eiríksson. Verz|unarráð Islands 60ára Forsfða afmælisrits Verzlunar- ráðs íslands. Af efni ritsins má nefna viðtal við Gisla Einarsson, formann Verzlunarráðsins, þar sem hann lýsir tilgangi með starfsemi ráðs- ins; að vinna að hagsmunamálum viðskiptalifsins og efla skilyrði fyrir frjálst framtak einstaklinga og samtaka og stuðla að frjálsum viðskiptaháttum i landinu, eins og segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda. Þá greinir Þorvarður Eliasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, fráýmsum þáttum i starfseminni og skýrt er frá starfi upplýsingaskrifstofu ráðsins, en forstöðumaður hennar er Grímur Jósafatsson. Þá er greint frá viðskiptaþingi Verzlunarráðs er haldið verður 12. og 13. okt. n.k. og fjallar um skipulag og starfsemi fjármagns- markaðar á Islandi. Að lokum má nefna upplýsingar um ýmsar stofnanir tengdar Verzlunar- ráðinu, svo sem Verzlunar- bankanum, Lifeyrissjóði verzlunarmanna, Tollvörugeymsl- unni, Fjárfestingafélaginu, Verslunarskóla Islands og fyrir- huguðu húsi verzlunarinnar. Nýlega var lokið malbikunarframkvæmdum við Austurmörk I Hvera- gerði, en hún liggur til austurs út frá Breiðumörk. Gatan er 7 m breið og um 500 m löng og eru þetta því alls um 3500 fermetrar. Að sögn Magnúsar Magnússonar tæknifræðings er þetta ein af mestu umferðar- götum þorpsins, aðallega ekin af ferðamönnum, fremur en Hveragerð- ingum og sagði Magnús að um helgar á sumrin gæti umferð um þorpið komist upp í 15—20 þúsund bifreiðar. Magnús sagði að nú væri unnið að undirhúningi malbikunar I vesturhluta þorpsins og yrði malbikað þar í haust ef tíðarfar leyfði. Ljósm CieorR Höskuldur Skagfjörð með bamaskemmtanir UM NÆSTU helgi hefst annar áfangi hringferðar Höskulds Skagfjörðs leikara um landið þar sem hann heldur barna- og ungl- ingaskemmtanir. Fyrsta skemmt- un hans að þessu sinni verður á Kirkjubæjarklaustri á laugar- dagskvöld og á sunnudag verður Höskuldur Skagfjörð. hann í Ilöfn og uni kvöldið I Suðursveit. A síðast liðnum vetri og fram á vor var Höskuldur á ferð um Vestur- og Norðurland og skemmti hann þá á samtals 40 stöðum, þorpum og bæjum og gerði Höskuldur ráð fyrir aö í þessum áfanga, sem veröur Suð- urland nú fram að áramótum og siðan Austurland eftir áramót, veíiði skemmtanirnar hátt í 40. Á dagskrá hjá Höskuldi eru tvær kvikmyndir, bandarískar og rússneskar verðlaunateiknimynd- ir og síðan eru fimm atriði þar sem Höskuldur skemmtir og-fær til liðs við sig áheyrendur. Selfoss: Sýningu Péturs Friðriks að ljúka Málverkasýningu Péturs Friðriks í Safnhúsi Árnes- sýslu á Selfossi lýkur n.k. sunnudagskvöld. 45 málverk eru á sýningunni, en 11 myndir hafa selzt. Aðsókn hefur verið góð aö sýningunni sem opnuð var laugardaginn 1. okt. Sýningin er opin daglega frá 4—10, en 2—10 um helgina. Dömufötin margumtöluðu nú komin með buxum eða pi/si Fjöibreytt úrva/efha, /ita og sniða TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Tifif.Wi.'Wíl AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155 Hausttískan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.