Morgunblaðið - 07.10.1977, Síða 8

Morgunblaðið - 07.10.1977, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977 Fimmtugur: Björn Jónsson sókn- arprestur á Akranesi Séra Björn Jónsson, sóknar- prestur á Akranesi, er fimmtugur í dag. í tilefni þessara tímamóta i lifi hans langar mig til að senda honum kveðju mína og alúðar- þakklæti fyrir margþætt samstarf og vináttu síðustu árin. Séra Björn er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Þverá i Blönduhlíð hinn 7. október árið 1927. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi, látinn fyrir tæpu ári, og kona hans, Gunnhild- ur Björnsdóttir frá Miklabæ, sem enn er á lífi. Hún er í hópi hinna mörgu, fjölgáfuðu og glæsilegu Miklabæjarsystkina, barna séra Björns Jónssonar prófasts og konu hans, frú Guðfinnu Jens- dóttur. Séra Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949 og kandidatsprófi i guðfræði við Háskóla íslands þremur árum síðar, þá aðeins 24 ára gamall. Hann var ágætur námsmaður, enda gæddur góðum og fjölþættum gáfum og miklu starfsþreki. En séra Björn lauk guðfræði- prófi vorið 1952, höfðu nýlega verið gerðar lagabreytingar um skipan prestakalla í landinu. Ein þeirra breytinga var sú, að Út- , .Smáauglýsingaþjónusta” heitir nýja þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu í Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku í síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Tilboðin afhendum við þér svo á lista þegar þér hentar að sækja þau. Upplýsingar í síma. Við veitum fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þína sem best. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. BIAÐIÐ Er smáauglýsingablaðið þverholti T1 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld skálaprestakalli var skipt og stofnað nýtt prestakall í Keflavík og Njarðvíkum, enda þá þegar orðið fjölmennt á þeim slóðum. Um þetta nýja prestakall sótti hinn ungi kandidat ásamt nokkr- um reyndum og góðum prestum. Kosningabaráttan þótti hörð, og úrslit voru talin tvísýn. Úrslit urðu þó þau, að séra Björn sigraði keppinauta sína með yfirburðum og var vígður til Keflavíkur- prestakalls hinn 27. júlí 1957. Með glæsilegum hætti hófst fer- ill unga prestsins í helgri þjón- ustu, og síðan hefur leið hans verið frægðarferill og sigurganga. Sú ganga hefur ávallt verið geng- in í heilagri trú og öruggri fylgd með Kristi. Séra Björn þjónaði Keflavíkurprestkalli við miklar vinsældir og af miklum glæsibrag nokkuð á þriðja tug ára, unz hann sótti um Garðaprestakall á Akra- nesi í lok ársins 1974 og hlaut kosningu með miklum yfirburð- um. Séra Björn Jónsson er tvimæla- laust i hópi fremstu presta á Is- landi í dag og einn af skörungum stéttarinnar. Hann er mikill ræðumaður, flóðmælskur og frjór og flytur mál sitt mað orðsins krafti og kynngi. Þá er séra Björn prýðilega ritfær. Hann hefur rit- að fjölda greina um kirkjumál og fleira og flutt fjölda erinda i út- varp. Séra Björn hefur jafnan verið manna ötulastur og virkastur i starfi. Hann hefur ávallt gegnt annasömu embætti og haft víðan og starfsmikinn verkahring. Auk prestþjónustu í fjölmennum prestaköllum hefur hann lengst af haft með höndum kennslustörf og hefur enn. Þá hefur hann unn- ið mikið að félagsmálum, einkum á sviði bindindismála, þar sem hann hefur innt af höndum mikið og fórnfúst starf. Hann er mikill og starfsfús félagsmálamaður, ráðhollur, réttsýnn og tillögugóð- ur. Séra Björn er i rauninni margra manna maki til allra starfa. Afköst hans og starfsgeta verða meðal annars skýrð með því, að honum lætur einkar vel að vinna á siðkvöldum og jafnvel vaka og vinna um nætur, þá aðrir sofa. Þá eins og endranær er hugsunin skýr og frjó, hugurinn opinn og viljinn sterkur og ein- beittur. Séra Björn Jónsson er haldinn einni áráttu umfram flesta aðra menn. Sú árátta er fólgin í því að safna bókum, enda er nú svo kom- ið, að hann á eitt af mestu og beztu bókasöfnum í einkaeigu hér á landi. Og allar þessar bækur, ekki sízt þær gömlu og þær, sem hafa að geyma trúarboðskap og ljóð, eru miklir vinir hans, sem honum þykir inniiega vænt um og umgengst af einstakri nærfærni og alúð. Auk þess að vera mjög bókelskur, er séra Björn með bók- fróðustu mönnum þessa lands. Um sumt hefur hann sérþekkingu fram yfir flesta aðra, svo er til dæmis um allt, er lýtur að vestur- íslenzkum ritum og vestur- íslenzkri kristni. Hann hefur afl- að sér mikillar þekkingar um kristnisögu landa okkar vestan hafs og flutt gagnmerk erindi um þau efni. Séra Björn er einnig mjög fróóur í sögu yfirleitt, ekki sizt íslenzkri kirkjusögu. Hann er einnig vel að sér í guðfræði og hefur aflað sér viðbótarþekking- ar, meðal annars með framhalds- námi í Þýzkalandi. Kona séra Björns er frú Sjöfn Jónsdóttir, prófasts á Akranesi Guðjónssonar. Við hjónin færum þeim Birni og frú Sjöfn, börnum þeirra og fjölskyldunni allri, innilegustu hamingjuóskir á þessum heilla- degi. Við þökkum hlýhug þéirra og góðvild í okkar garð og biðjum þeim blessunar Guðs um framtíð alla. Jón Einarsson, Saurbæ. Þegar ég lít til baka, einkum til bernsku— og æskuáranna, finn ég vel, að fáir vinir hafa skipað hærri sess í huga mínum, en Björn Jónsson, frændi minn. Við erum jafnaldrar, ég fæddur að vori, hann að hausti. Við kynntumst snemma á bernsku- dögum, vorum um tíma á sama heimili og lengst af í sömu sveit, og síðast en ekki sísi áttum vió, að mig minnir, ætíð sömu áhuga- málin. Það er margs að minnast frá þessum gömlu, góðu dögum. Ein fyrsta bernskuminning mín er sú, að Björn gerðist prestur, fór í pils af ömmu og messaði yfir okkur krökkunum, mér og Ragnheiði frænku minni. Við sátum hljóð á kofforti fram í skála, en Björn klifraði upp á stól og hóf upp raust sína .. . Á bernskudögum áttum við frændurnir ætið sömu áhugamál. Við upptendruðum hvor annan. A timabili voru það hetjur lslendingasagnanna, sem heill- uðu hugann, í annan tíma grísk goðafræði eða herkóngur ' sög- unnar: Gústaf Adólf, Karl 12 og Napóleon. Það voru engin smá- menni, sem hugurinn snerist um. Þetta var skemmtilegur tími. Við fundum myndir af hetjunum okkar, Björn tálgaði grisku goðin i stein, og átti hann og við mikið safn steinmynda, og allt fékk þetta lit og líf, svo að úr varð ævintýraheimur, sem ennþá ber Ijóma á í minningunni. Engir dag- ar eru eins bjartir og fagrir og heiðir og bernskudagarnir, hugurinn er þá svo ósnortinn af allri tilgerð eða mannasetningi, sem síðar kann að koma og spilla. Þegar æskudögum sleppti Nýlega voru teknar ( notkun 48 nýjar fjölskylduíbúðir hermanna á Keflavfkurflugvelli. Þetta er annar áfangi f byggingu samtals 180 fbúða sem samið var um 1974 milli Islands og Bandarfkjanna. Myndin sýnir þegar Captain Jack T. Weir opnar íbúðirnar formlega að viðstöddum gestum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.