Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 1977 10 Vicente Aleixandre Jóhann Hjálmarsson: SPÆNSKT BAROKK- SKÁLD TÁKNMYND GULLALDAR Vicenle Aleixandre fæddist 1898 sama ár og Federico García Lorca. Sá síðarnefndi var myrtur i borgarastyrjöld- inni 1936. Aleixandre mun hafa verið lýðveldissinni, en hann hé!t kyrru fyrir á Spáni eftir sigur Francos. Önnur skáld flýðu land, meða! þeirra Antonio Machado og Rafae! Alberti. Miguel Hernández lét lifið ifangelsi. Kynslóð Aleixandres lagði mikið af mörkum til spænskr- ar Ijóðlistar. Ekki er úr vegi að imynda sér að sænska aka- demian hafi viljað heiðra þessa merku kynslóð með Nóbelsverðlaunum, valið Aleixandre fulltrúa hennar. Um leið-er athygli heimsins beint að Spáni þar sem nú er stefnt að frjálsari stjórnarhátt- um en áður, að þvi er virðist með umlalsverðum árangri. En við skulum láta öðrum eftir hugleiðingar um tilgang Nóbelsverðlauna og snúa okkur að skáldinu sjálfu. Ifyrstu var Aleixandre und- ir áhrifum frá súrrealisma. Ljóð hans hafa alltaf verið mœlsk og iburðarmikil, enda hefur hann verið kallaður bar- okkskáld. Súrrealisk stefna sem leggur áherslu á mynd- rika Ijóðlist og orðaflóð átti þvi vel við Aleixandre. Aftur á móti var það Ijóst snemma að Aleixandre var svo persónu- legt skáld að verk hans gátu ekki orðið að eftirhermum franskrar Ijóðlistar. Skáldið Luis Cernuda sagði um Aleix- andre: „Með honum eignaðist súrrealisminn það sem hann fór á mis við heima fyrir: mikið skáld. “ Eins og bók- menntafræðingar hafa bent á er þetta mat Cernuda yfirdrif- ið, vissulega þarf franskur súr- realismi ekki að kvarta yfir þvi að hafa ekki notið mikilla skálda. Hvað um Eluard til dœmis eða Tzara? í Ijóðabókum eins og Espadas como labios (Sverð sem varir, 1932), La destrucción o el amor (Eyðingin eða ástin, 1935), Sombra de Paraiso (Skuggi Paradisar, 1944) og Nacimi- ento último (Siðasta fæðing, 1953) verður rödd skáldsins rödd náttúrunnar, skáldið eitt með náttúrunni. Algyðistrú setur svip sinn á þessar bækur. Maðurinn er ósköp litill og veikburða gagnvart náttúr- unni. Lifssýn skáldsins er myrk. Maðurinn er fullur ör- væntingar, hann er einmana, enga huggun er að fá. Ljóðlist Aleixandres tekur nýja stefnu með Historia del corazón (Saga hjartans, 1954) . Maðurinn og tilgangur lifsins verður höfuðyrkisefni. Það er i skáldinu sem allir menn eiga bágt. Skáldið talar um nakið hjarta mannsins, manninn sem er sár og að þvi kominn að bugast. íhygli kemur i stað tilfinningalegs myndmáls sem reynir að likja eftir náttúruöflunum. Ljóð skáldsins verða lágværari og um leið markvissari, hreinni ef svo mætli að orði komast. Skáldið kemur til móts við manninn i gleði sinni, en þó einkum sorgum. Hann hverfur frá himneskum englum til jarðneskra eins og til dæmis annað mikið skáld, Rafael Al- berti, gerði. Eflaust hafa örlög Spánar ráðið hér mestu um þróun skáldskapar A leixandr- es. Hann hefur sjálfur skil- greint viðleitni sina sem stranga ferð móti birtu jarð- nesks lifs. Aleixandre er ekki einn i hópi spænskra skálda sem ort hafa um mannlega samhygð. Spænsk skáld voru og eru sum enn turnbúar þar sem fagurfrœðileg efni ráða rikj- um. Að gera Ijóðið sameign fjöldans, að einhverju sem fólk getur tileinkað sér, er ekki svo auðvelt á Spáni. Þetta hefur þó skáldum eins og Antonio Machado tekist og meðal yngri skálda má nefna Blas de Otero. Saga hjartans var upphaf nýs timabils i skáldskap Vicentes Aleixandres. En hann hafði ekki sagt skilið við hinn gamla söng um ástina og dauðann eða öllu heldur eyð- inguna og dauðann sem eru i fyrri verkum hans greinar af sama meiði. Eftir Sögu hjart- ans varð skáldskapur hans kraftmeiri, i senn margræðari og einfaldari. Hann höndlaði það Ijós skáldskaparins sem úrslitum rœðir um varanleik Ijóðs. Hann er orðinn gamall maður, eins konar táknmynd gullaldar spœnskrar Ijóðlistar, en um leið er orð hans lifandi og hann nýtur virðingar ungra spænskra skálda sem lita á hann sem einn af lœrimeistur- unum. Þeir sem mestu hafa ráðið um nútimaljóðlist á Spáni eru aftur á móti löngu dánir, en orð þeirra hafa sem fyrrum merkingu. Skákmótið í Tilsburg: Karpov vann Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák varð sigurvegari á alþjóðlega skákmótinu í Tilsburg í Hollandi, sem lauk í gær Karpov hlaut átta vinninga af ell- efu mögulegum, heilum vinningi á undan næsta manni, Englendingn- um Miles Miles átti reyndar mögu- leika á efsta sæti fyrir síðustu um- ferð, en Svíinn Ulf Andersson gerði út um allar vonir hans i síðustu umferð með því að leggja hann að velli í snaggaralegri skák. Karpov tryggði sér því sigur í gær með því að gera stutt jafntefli við Hort í gær átti Friðrik Ólafsson í höggi við hollenska stórmeistarann So- sonko Skák þeirra varð tuttugu og sex leikir Þar með hafnaði Friðrik í neðsta sæti, öllum íslenskum skák- unnendum til sárra vonbrigða Hafa ber þó i huga að gæfudisin var honum ekki hliðholl á mótinu og greinilegt var að sumar skákir sínar tefldi hann langt undir styrkleika Það er þó mannlegt að vera mistæk- ur og á næsta stórmóti mætir Friðrik vafalaust tvíefldur til leiks Önnur úrslit í síðustu umferð urðu þau að Balashov vann Timman, Húbner vann Gligoric og þeir Smyslov og Kavalek gerðu jafntefli. Lokastaðan á mótinu varð þannig: 1 Karpov 8 v 2 Miles 7 v 3 — 6 Húbner, Kavalek, Hort og Timman 6 v 7. Gligoric 516 v 8—9 Balashov og Andersson 5 v 10 Smyslov 416 v 11. Sosonko 4 v 1 2. Friðrik Ólafsson 316 v Hvítt: Friðrik Ólafsson, Svart: Gennadi Sosonko. Drottningarindversk vöm. 1.d4- Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e3 — Bb7, 5. Bd3 — c5, 6 0-0 — Be7, 7. Rc3 — cxd4, 8. exd4 — d5, 9. cxd5 — Rxd5, 10. Re5 — 0-0, 11. Dg4!? — Rf6 12. Df4 — Rc6, 13. Hd1 — Rb4 (grófur afleikur var 13 Rxd4 vegna 14 Be3 — Bc5, 15 b4) 14. Bb1 — Rbd5, 15. Dg3 — Rxc3, 16. bxc3 — Hc8, 17. c4 (17 Bh6 — Re8, 18 Dd3 — Rf6, 1 9 Rg4 lítur vel út, en kemur engu til leiðar eftir 19 Re4) Be4 (Svartur reynir að létta á stöðu sinni með uppskiptum) 18. Bb2 — Dc7, 19 Bxe4 — Rxe4, 20. Dd3 — Rd6, 21 d5 — Rf5, 22 Rc6 — Bd6, 23. g3 — Hfe8, 24. Hac1 — Dd7, 25 Df3 — e5. 25. Dg4. Jafntefli. Hvítur hefur að vísu rýmra, en Friðrik hefur sennilega verið búinn að fá meira en nóg af mótinu Einnig skulum við líta á þá skák sem raunverulega gerði út um efsta sætið á mótinu. Ef Miles hefði unn- ið, hefði hann orðið jafn Karpov i efsta sæti og skipt með honum fyrstu • verðlaununum, sem voru tæpar áttahundruð þúsund íslenzkar krónur í stað þess varð hann að láta sér nægja annað sætið, sem vissulega er þó frábær árangur, og 550 þús- und krónur. Hvitt: Ulf Andersson Svart: Anthony Miles Enski leikurinn 1. c4 — c5, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. Rc3 — Rc6, 5. e3 — Rh6, 6. Rge2 — Rf5, 7. b3 — a6. 8. Bb2 — 0 0. 9. d3 — d6, 10 0-0, — Bd7, 11. Dd2 — Hb8, 1 2. Re4 — Da5?! (Senmlega var betra að leika hér einfaldlega 12 Bxb2, 1 3 Dxb2 — b5) 1 3. Bc3 — Bxc3, 14. R4xc3 — b5, 15. Hfe1 — Hfc8, 16. Had1 — (Hvítur undir- býr d3—d4) Dd8, 17. Rd5 — Df8? (Betra var 17 . . e6 Drottn- ingin hefur ekkert erindi yfir á kóngsvænginn) 18. d4 — bxc4, 19. dxc5 — dxc5, 20. bxc4 — Be8 (Slæmt var 20 Be6, 21 Ref4) 21. Rec3 — (Hvítur hefur nú örugga stjórn á miðborðinu) Dg7, 22. Re4 — Kh8, 23. Hb1 — Re5, 24. Hxb8 — Hxb8, 25. Da5! — Rd3. (Eða 25 Rxc4, 26 Dxc5 — Rd6, 27 Rxe7!) 26. Hd1 — Rb2, 27. Dc7! (Nú er aðeins tíma- spursmál hvenær svarta staðan Skák eftir MARGEIR PÉTURSS0N hrynur til grunna) Ha8, 28. Hcl — Rd3, 29. Hc3 — Rb4, 30 Rb6 — Rd6, 31. Hcl — Db2, 32. Hfl — Bc6, 33. Rxd6 — Bxg2, 34. Kxg2 — Hf8, 35. Dxe7 — Kg7, 36. Rd7 og svartur gafst upp. Þar með varð eina vinningsskák Anderssons á mótinu að staðreynd Þegar loka- tafla mótsins er athuguð vekja i fljótu bragði hin mörgu jafntefli sumra keppenda mikla athygli Svo verður oft á stórmeistaramótum Þegar mótstaðan er svo sterk sem hér draga margir stórmeistarar sig hreinlega inn í skel sina og taka alls enga áhættu. Friðrik Ólafsson tók oft áhættu á þessu móti og þar sem heppnin var ekki með honum fór oft illa Ef hann hefði hins vegar teflt eins og hræddur héri allt mótið, er ekki að efa að hann hefði lent í þeim sætum, sem jafntefliskóngarnir Kavalek og Hort sitja núna Þrír efstir og jafnir FIMM umferðum er nú lokið á Haustmóti Taflfélags Reykjavik- ur. Jafnir og efstir i A flokki eru þeir Jónas P. Erlingsson, Stefán Briem og Björn Þorsteinsson, all- ir með fjóra vinninga. Fjórði er Margeir Pétursson með þrjá og hálfan vinning og fimmti Þröstur Bergmann með þrjá vinninga. Úr- slit i fimmtu umferð urðu þessi: Gunnar Gunnarsson vann Jón Þorsteinsson, Björn Jóhannesson vann Júlíus Friðjónsson, Þröstur Bergmann vann Hilmar Viggós- son og Björn Þorsteinsson vann Jóhann Örn SigUrjónsson. Jafn- tefli gerðu Asgeir Þ. Árnason og Margeir Pétursson, Jónas P. Erlingsson og Stefán Briem. Sjötta umferð mótsins verður tefld í kvöld og hefst hún kl. 19.30 í Skákheimilinu við Grensásveg. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Nr. 1 Karpov 1 v2 V2 V2 1 1 v2 1 1 v2 V2 8 1 2 Miles 0 1 1 1 1 v2 v2 1 0 V2 V2 7 2 3 Sosonko v2 0 \ 0 v2 V2 v2 V2 V2 0 V2 4 ii 4 Smyslov V2 0 1/ '2 v2 0 v2 v2 % h '2 v2 v2 4\ 10 5 Gligoric V2 0 1 V2 1 0 V2 % v2 v2 v2 5‘2 7 6 Ralasjov 0 0 v2 1 0 v2 '2 v2 l/2 V2 1 5 8-9 7 Hiibner 0 v2 V2 v2 1 v2 1 1 v2 0 6 3-6 8 Kavalek v2 '■2 V2 V2 V2 V2 \\ 1 v2 \ v2 6 3-6 9 Friórik 0 0 v2 V2 V2 l/2 0 (U V2 X 0 3 12 1« Anderson 0 1 V2 V2 1/ '2 v2 0 V2 1/ 2 V2 v2 5 8-9 11 Hort 1/ '2 '/2 1 1/ '2 h 2 V2 1/ 2 v2 V2 V2 6 3-6 12 Timman v2 V2 v2 V2 v2 0 1 v2 1 V2 V 6 3-6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.