Morgunblaðið - 07.10.1977, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977
— Lífeyrisþegar
Framhald af bls. 32.
greidslur sínar í gegnum
banka, en erfiðara viðfangs
var, er fólk sækir greiðslur
sínar til Tryggingastofnunar-
innar.
Sigurður kvað tölvuvinnslu
hafa verið komna það langt í
gær, að ljóst væri að lífeyris-
þegar gætu komið og sött pen-
inga sína í dag og næstkom-
andi mánudag. Er þetta 40%
lífeyrisþega, sem sækir lífeyri
sinn mánaðarlega. Kvað Sig-
urður að takast ætti að greiða
út lífeyrinn fyrir 11. október,
sem er f.vrsti verkfallsdagur-
inn. Sigurdur kvað lífeyris-
þega mikið hafa hringt í
Tryggingastofnunina til þess
að spyrjast fyrir um þetta, en
það var sem sagt ekki fyrr en
síðdegis í gær, að ljóst var að
útborgun myndi takast.
— Stöðva
húsverðir;..
Framhald af bls. 32.
lands. Haraldur kvað þessi atriði
óleyst, en um það myndi verk-
failsnefnd BSRB fjalla. Hún er
enn ekki farin að ræða þessi mál,
en hins vegar barst á fund BSRB í
gær sérstakt bréf frá Bandalagi
háskólamanna, þar sem þeir lýsa
því yfir, að þeir styðji kjarabar-
áttu BSRB og hvetja félagsmenn
sína til þess að gæta þess vei að
ganga ekki inn á starfssvið félags-
manna BSRB, ef til verkfalls
kemur. Kaus BHM nefnd til þess
að fjalla um hugsanleg vafaatriði
í þessu sambandi. Haraldur kvað
BSRB fagna þessari yfiriýsingu
BHM. Hins vegar kvað hann eftir
að ræða þessi vandamál gagnvart
Al (il.VSINOASÍMINN Klt:
^22480
j jRiorflimbtnbiíi
hinum æðri skólum og þvi kvaðst
hann ekki geta fullyrt neitt á því
stigi, sem máiið væri á nú.
— Gligoric
Framhald af bls. 32.
Mbl. spurði Gligoric þessu
næst, hvort úrslit Interpolis-
skákmótsins sýndu að Karpov
væri sterkasti skákmaður
heimsins nú, og svaraði hann
þá, að Karpov væri tvímæla-
laust sá sterkasti þeirra skákr
manna, sem tefidu opinberlega.
Hann kvaðst leggja möguleika
Spasskys og Kortsnojs á áskor-
andaréttinum að jöfnu og að-
spurður um möguleika þeirra
gegn Karpov, sagði Gligoric, að
þeir ættu sína möguleika gegn
honum, þannig að hvorugur
væri fyrirfram dæmdur til að
tapa einvígi við heimsmeistar-
ann.
Um Interpolis-skákmótið
sjálft sagði Gligoric, að það
hefði verið mjög sterkt og erfitt
möt. „Það var greinilegt, að
Friðrik Olafsson fann aldrei
sjálfan sig, en þetta mót var svo
sterkt, að með minnsstu mistök-
um gátu menn sveiflast milli
efstu sæta og þess að lenda neð-
arlega i mótinu.
Árangur Karpovs er eins og
við mátti biíast, en hins vegar
kemur frammistaða Miles á
óvart og einnig tefldi Timman
mjög vei. Um aðra keppendur
má segja að frammistaða þeirra
hafi verið að vonum og um
sjálfan mig get ég sagt, eð ég er
alls ekki svo óánægður með ár-
angurinn," sagði Svetosar
Glicoiric.
— Karpov
Framhald af bls. 32.
hvorn hann teldi líklegri
áskoranda, Spassky eða
Kortsnoj, sagðist hann álíta þá
hafa jafna möguleika. Karpov
sagði, að hann myndi ekki taka
þátt i fleiri skákmötum á þessu
ári, en ef til vill myndi hann
taka þátt í einhverju móti áður
en að heimsmeistaraeinviginu
kæmi.
Þegar Mbl. spurði Karpov
um keppnina að forseta-
embætti FIDE, kvaðst hann
hafa mikið álit á bæði Friðrik
Ólafssyni og Gligoirc, en
kvaðst ekki treysta sér tíl að
gera upp á milli möguleika
þeirra til embættisins
innbyrðis eða á móti öðrum.
Spurningu um það, hvort hann
teldi æskilegra að næsti forseti
Alþjóðaskáksambandsins
kæmi úr röðum skákmanna en
ekki, svaraði Karpov: „Það er
erfitt að setja dæmið upp á
þennan hátt, en þó held ég að
það hefði fleiri kosti en
ókosti."
— Nálarstungu-
aðf erðin...
Framhald af bls. 32.
Einn viðstaddra tjáði Morgun-
blaðinu, að furðulegt hafi verið að
sjá hve krampaköstin hættu
skyndilega, er læknarnir tóku tii
sinna ráða með nálunum. Þetta
mun vera fyrsta sinni, sem slikri
nálarstunguaðferð er beitt á
mannamóti sem knattleik
hérlendis. Lögreglan flutti
sjúklinginn í sjúkrahús.
Leiknum mun hafa lokið með
sigri Kínverja, 32 mörkum gegn
25.
— Sáttafundur
Framhald af bls. 32.
nefnd að tryggja „að haldið verði
uppi nauðsynlegri öryggisvörzlu
og heilsugæzlu". Hún skal ákveða
„hvaða einstakir menn skuli
vinna í verkfalli."
I greinargerð með lagafrum-
varpinu er þetta verksvið þrengt
ennþá meira, því að þar er
einungis miðað við ,,að öryggi og
heilsu fólks verði ekki stefnt í
hættu“.
BSRB teiur allar undanþágur
umfram þetta tilheyra samtökun-
um og vill leggja áherziu á, að góð
samvinna takist milli BSRB og
kjaradeilunefndar um lausn
þessara mála og um mörkin í
verkaskiptingunni þeirra á milli.
frasteffens
V E ft 21U HIN
Laugavegi 58-Slmi 11699
Allar beiðnir um undanþágur
þurfa að berast skrifstofu BSRB
skriflega, og munu þær
afgreiddar á vegum verkfalls-
nefndar bandalagsins að fenginni
umsögn bandalagsfélaganna.“
Sáttafundurinn í dag er fyrsti
sáttafundurinn i tæplega mánuð,
en síðasti fundur var föstudaginn
9. september.
— Gengur þriðji
maðurinn laus?
Framhald af bls. 17
skýrt frá því að Gunnar Jónsson hefði
tekið þátt í bollaleggingum um hvar
bezt væri að fela lík Guðmundar
Einarssonar Spurði verjandinn hvers
vegna ákæruvaldið teldi þetta ekki upp
í sókn sinni i málinu Kannski vegna
þess að þá væri hægt að nota fram-
burð hans sem vitnis en ekki ákærðs,
og væri það miklu sterkara sönnunar-
gagn. ..Fannst ákæruvaldinu
Gumundarmálið kannski komið i
óefni?” spurði Hilmar
Hver er
þriðji maðurinn?
Hilmar Ingimundarson kvað veiga-
miklar likur komnar fram i málinu sem
bentu til sakleysis Tryggva Rúnars.
Veigamikil atriði bendi til þess að
Tryggvi sé ekki þriðji maðurinn, sem
Erla talar um. Gengur kannski þriðji
maðurinn ennþá laus og hefur Erla
dregið Tryggva inn í málið til þess að
hafa töluna rétta? Þannig spurði
verjandinn í varnarræðu sinni i gær-
morgun.
í varnarræðunni krafðist verjandi
sýknu i meintu nauðgunarmáli
Tryggva Rúnars, en réttarhald í því fór
fram fyrir luktum dyrum. Þá krafðist
hann vægustu refsinga i sambandi við
íkveikjuna i Litla-Hrauni og þjófnaðar-
málin þrjú. Varnarræða Hilmars Ingi-
mundarsonar tók tvær og hálfa klukku-
stund Eitt sinn sló í brýnu milli
verjandans og Braga saksóknara og
bað verjandinn dómsforsetann að sjá
til þess að hann yrði ekki truflaður í
varnarræðu sinni.
— SS.
— Vörn
Sævars...
Framhald af bls. 17
fór til útlanda 1 9 janúar s.á og komið
heim 23 janúar Þann dag fór hann
ekki til heimilis þeirra Erlu, þar sem
honum hafi fundist sambúð þeirra tak-
ast illa — Hann flytur þó til hennar
aftur i byrjun febrúarmánaðar.
Vitni um verustað Sævars
23. jan — 1. febr. 1974?
Á þessu tímabili bjó Sævar hjá
stúlku sem starfaði á Kópavogshælinu,
skv samhljóða framburði hans og
stúlkunnar Á þessu tímabili var hann
einnig undir eftirliti lögreglunnar að
einhverju leyti og var handtekinn á
Hamarsbraut 4 febrúar 1974 vegna
rannsóknar á meintum fíkniefnabrotum
hans
Stúlkan í Kópavogi og einn annar
aðili sem Sævar kveður hafa komið til
þeirra, sagði verjandinn ekki hafa verið
látin vitna um þennan framburð
Sævars.
Sævar hélt því fram í byrjun að hann
hefði ekki komið á Hamarsbraut fyrr en
að kvöldi 27 janúar 1977 og þá með
öðrum manni Við þennan framburð
heldur hann aftur nú. Verjandinn benti
þpssu til stuðnings á skýrslu sem tekin
var af Erlu Bolladóttur 29 janúar
1974 fyrir fíkniefnadómstólnum og
aftur 7 febrúar s á., þar sem hún
skýfði svo frá, að hún hefði ekki hitt
Sævar frá því hann fór til útlanda fyrr
en 27 janúar Verjand sagði síðan að
ferðir Erlu aðfaranótt 27. janúar væru
ekki fullkannaðar Hann tók það skýr^
lega fram að enginn annarra íbúa húss-
ins að Hamarsbraut hefði orðið, varir
við hávaða greinda nótt, né annan
sérstakan umgang íbúar efri hæðar-
innar hefðu aðgang að sama salerni og
sakborningarnir og þá á neðstu hæð
hússins.
Engin sjálfstæð
frásögn Sævars?
Hann sagði að eftir að gögnin í
málinu hefðu verið unnin í tölvu, hefði
komið í Ijós, að um sama og enga
sjálfstæða frásögn af atburðum hefði
verið að ræða af hendi Sævars Allt
sem fram hefði komið frá honum,
hefðu einhverjir aðrir sakborninganna
áður sagt við yfirheyrslur Hann benti
ennfremur á ósamræmið í frásögnum
þeirra allra
Vitnisburð Erlu um atburði nætur-
innar sagði verjandinn vera ótrúlega,
þegar tekið væri tillit til þess, að hún
setti þá ekki í samband við þann mann
sem auglýst var að væri týndur
Höfuðpaurinn?
Verjandinn deildi harðlega á ákæru-
valdið i ræðu sinni fyrir hve skýrlega
að sínu mati það kæmi fram í öllu
orðavali m.a í ákærunum, að Sævar
væri „höfuðpaurinn" í öllum þessum
brotum sem þar er getið og benti hann
á ýmis atvik, sem mæltu gegn því að
svo væri
Hann vísaði einnig í óstöðugan
framburð Alberts Klahn, þar sem mörg
atriði fá sannanlega ekki staðist
Verjandinn reifaði einnig meint sam-
skipti sakborninganna við Guðmund
Einarsson, og nefndi það m a að
Sævar hefði á þessum tíma ekki skort
peninga
Undir lokin í ræðu sinni í gær tók
hann fyrir aðra liði fyrri ákærunnar, en
málflutningi var slitið kl 4 og framhald
hans ákveðið kl 9 30 í dag, og mun
verjandinn þá taka fyrir síðari ákær-
una
Jón Oddsson hefur þegar áskilið sér
rétt til frekari lögfræðilegra íhugana
um mál skjólstæðings síns og heim-
færslu meintra brota hans Til laga-
ákvæða í síðari umferð málflutnings-
ins
Á.J.R.
— Sprengjugabb
Framhald af bls. 1
Lögreglan vildi ekki segja á
hvaða tungumáli var skrifað
en gefið var í skyn að þar hefði
og verið hótun til flugstjórans
um að láta farþegana fara
brott og fljúga siðan velinni til
Mexico.
Kenningar eru uppi um að
félagar úr Rauða hernum hafi
staðið að þessu, enda gerðist
þetta örskömmu eftir að þeir
höfðu hótað forsætisráðherra
Japans, Takeo Fukuda, öliu
illu í hefndarskyni fyrir að
vilja að flugræningjarnir frá
Dacca og fangarnir sem þeir
fengu lausa í skiptum fyrir
gísla yrðu sendir aftur til
Japans.
— Virða ekki
mannréttindi
Framhald af bls. 1
skiptir máli. Ég hef viljað heyra
meira um afvopnun og hernaðar-
stöðuna í Evrópu almennt," sagði
hann. Vorontsov sagðist ekki telja
að andrúmsloftið hefði breytzt
vegna þessa og sagðist vonast til
að ekki kæmi til neinna beinna
deiina milli aðila. Hins vegar væri
eðlilegt að andrúmsloftið á ráð-
stefnunni væri nokkuð þungt, þar
sem viðfangsefni hennar væru
mikilsháttar.
Orðunum auðljóslega beint að
Kremlar bændum
I ræðu sinni sagði Arthur Gold-
berg að skylt væri að rísa öndvert
gegn því þegar ráðstafanir væru
gerðar í hvaða landi sem væri er
beindust gegn einstaklingum og
minnihlutahópum sem væru að
vinna að því einu að framfylgja
eðlilegum hugsjónum og ná tak-
mörkum sem viðkomandi ættu
rétt á.
Sögðu fréttaskýrendur engan
vafa leika á að þessum orðum
væri beint til ráðamanna i Sovét-
ríkjunum, sem hafa sett allmarga
andófsmenn i fangelsi, er þeir
hafa verið að reyna að kanna
hvort Sovétmenn mundu standa
við ákvæði Helsinkisáttmálans.
Goldberg sagði að stjórnin í
Washington vildi forðast illdeilur
og aldrei var neitt land nefnt til
sérstaklega þótt engum gæti dul-
ist við hvað væri átt. Aður en þeir
Goldberg og Vorontsov töluðu
höfðu þeir skipzt á ræðum, svo að
hvor vissi hvað hinn hafði til mál-
anna að leggja.
Goldberg ftrekaði einnig þá
skoðun sem Carter Bandaríkja-
forseti hefur margsinnis sett
fram að viðhorfin hefðu ekki
breytzt nægiiega mikið sums stað-
ar í Evrópu til að vera í anda
Helsinkisamningsins. En ekki
væri fært að skiija mennréttinda-
mál frá framförum í velferðar-
málum almennt.