Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977
22
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
þakkir
Innilegar þakkir öllum þeim sem glöddu
mig á 70 ára afmælinu 28. sept. s.l. með
blómum, skeytum og ýmsum góðum
gjöfum.
Sérstaklega þakka ég hjartanlega Borg-
hildi, Smáraflöt 2 sem gerði mér daginn
ánægjulegan.
Guð blessi ykkur öll.
Reykjavík 28. sept. 1977
Jón Guðni Pá/sson
Skarðsh/íð 16, a
Akureyri.
Öllum þeim, sem heiðruðu mig með
komu sinni, gjöfum og skeytum, á níræð-
isafmæli mínu 24 september, og gerðu
mér daginn ógleymanlegan, sendi ég
mínar alúðar þakkir.
He/gi Jónsson,
Krókatúni 15,
Akranesi.
Ibúð
Til sölu er hjá byggingafélagi Alþýðu í
Hafnarfirði 4ra herb íbúð við Öldugötu
Uppl. í síma 53590.
Iðnaðar- skrifstofu-
verzlunarhúsnæði
Ca. 900 —1000 fm til leigu á mjög
góðum stað. Leigist í einu lagi eða smærri
einingum.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. október
merkt: ,,l — 4302".
fundir — mannfagnaöir
Árensingar
Steinþór Gestsson alþingismaður verð-
ur staddur í Sjálfstæðishúsinu á Sel-
fossi n.k. föstudag W. 4 — 7 s.d.
Reykjaneskjördæmi
Fundur verður haldinn í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi sunnudaginn 9. október kl. 15 að Hlé-
garði í Mosfellssveit.
Fundarefni: Á að viðhafa prófkjör til vals frambjóðenda á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi við næstu alþingis-
kosningar?
1 . Prófkjörsreglur.
2. Ákvörðun um prófkjör.
3. Ákveðinn prófkjörsdagur ef samþykkt verður að viðhafa
prófkjör.
4. Kosning kjörnefndar.
5. Almennar stjórnmálaumræður. Framsögumaður fjármála-
ráðherra. Matthías Á. Mathiesen.
Fulltrúar mæti vel og stundvíslega.
Stjórn kjördæmisráðs.
Landsmálafélagið Vörður:
Ráðstefna
um skóla- og menntamál
^ Landsmálafélagið Vörður, samband félaga Sjálfstæðis-
manna í hverfum Reykjavíkur efnir til ráðstefnu um skóla- og
menntamál laugardaginn 8. október kl. 14 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
% A ráðstefnunm verður fjallað um einstaka þætti skóla- og
menntamála og verða fluttar fjórar framsöguræður en síðan
fara fram frjálsar umræður og fyrirspurnir.
Framsögumenn.
Guðmundsson Hannes Gissurarson,
verkfræðingur. háskólanemi.
9 Allt áhugafólk um skóla- og menntamál er sérstaklega
boðið velkomið.
0 Kaffiveitingar verða á boðstólnum.
LAUGARDAGUR 8. OKT. — KL. 14:00 —
VALHÖLL
Stjórn Varðar.
Vesturland
Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisflokksins i vesturlands-
kjördæmi verður haldinn i Hótel Stykkishólms laugardaginn 8.
október n.k. og hefst kl. 14
Dagskrá:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri kynnir málefm Stykkis-
hólms.
3. Rætt um undirbúning alþingiskosninga 1978.
Stjórnm
Fella og Hóla-
hverfi
Aðalfundur
Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í
Fella og Hólahverfi verður haldinn
mánudaginn 10. október '77 kl. 8.30
að Seljabraut 54 (húsi Kjöt og Fisks).
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Á fundinn kemur Ragnar Júlíus-
son, borgarfulltrúi og mun hann ræða
um borgarmálefni.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Kjördæmisráð
Norðurlands-eystra
heldur aðalfund sinn á Hótel Varðborð sunnudaginn 16.
októberkl. 13.30. Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Framboð til alþingiskosninga.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfé-
laganna í Eyjafirði,
heldur aðalfund sinn á skrifstofunni,
Kaupvangsstræti 4, laugardaginn 8.
október kl. 14. Fundarefm:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Jón G. Sólnes alþingismaður mætir á
fundinum.
Stjórnin.
Aðalfundur Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í
Norður-Þingeyjarsýslu
verður haldinn laugardaginn 8. októ-
ber kl. 1 6 á Hótel Norðurljós.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Lárus Jónsson og Halldór Blöndal
mæta á fundinum.
Stjórnin.
— Minning
Sæmundur
•- Framhald af bls. 13
þegar getið sér það orð, að þar
færi eínn af duglegustu stýri-
mönnum togaraflotans, og voru
þar þó engir aukvisar á ferðinni,
úrvalsmenn í hverju plássí, og
ekki heiglum hent að stunda tog-
arasjómennsku á þessum árum
frekar en endranær,
Það, sem vakti þó ennfremur
athygli mína, auk hins mikia
dugnaðar, var einstök heiðurs-
mennska prúðmannlég framkoma
og hin mikla athyglisgáfa. Hann
var manna veðurglöggastur, hafði
reyndar alist upp við sjómennsku
frá unga aldri. Og hin mikla þekk-
ing, sem hann hafði aflað sér, um
allt það er laut að sjómennsku og
á fyrirbærum náttúrunnar, bæði
á legí og láði, var á þann veg að
minnti á vísindamennsku.
Hann kenndi mér snemma að
þekkja merkustu stjörnukerfi
himinhvolfsins og bentí mér á
þann stórkostlega heim, sem þar
er að finna. Svipað var seinna
þegar við fórum sanan í skoðunar-
ferðir eða á kræklingafjöru, alltaf
sá hann eitthvað nýtt i skauti
náttúrunnar og benti mér á hvað
dýralífið var margbrotið og ein-
stakt. Ég hefi aldrei farið með
nokkrum öðrum í ferðir, sem opn-
aði augu mín jafnvel fyrir hinum
ýmsu dásemdum móður náttúru.
Þess vegna hafði ég stundum orð
á því við hann, að vísinda-
mennska hefði staðið honum nær
en sjómennskan, sem honum var
þó í blóð borin.
Sæmundur varð fyrir þeirri
þungu reynslu, aðeins 15 ára gam-
all, að lenda í strandi á b/v Skúla
fógeta, og sjá þar á eftir mörgum
skípsfélögum sínum hverfa í haf-
ið, en sjálfur bjargaðist hann við
illan leik. Á stríðsárunum varð
B/v Vörður fyrir árás þýzkrar
sprengjuflugvélar, og var einn
maður skotinn til bana. Þá gerði
hann það, sem réttast var, sneri
skipinu ýmist hart i stjórn eða
bak, þannig að erfiðara var fyrir
vélina að hitta skipið, en vélbyss-
urnar skutu látlaust á meðan,
þanníg að þrátt fyrir allt sluppum
við tiltölulega vel. Sama haust,
1942, urðum við á Verði þó fyrir
því happi að bjarga 4 mönnum af
enskri herflugvél, það var mið-
nætti og svartaþoka. Vélin sendi
neyðarmerki með vasaljósi, allt
annað var bilað. Það tók alllangan
tíma að finna mennina, sem voru í
gúmbát, enda svartamyrkur, og
þar held ég að Sæmundur hafi átt
ejnn stærsta þátt í því, hversu vel
tókst til, með árvekni og snar-
ræði.
Allt þetta, og margt margt
fleira, varð til þess, að vinátta
okkar hélzt, allt til hins sviplega
fráfalls hans. Og þá átti hann ein-
ungis 5 daga eftir til að ná sex-
tugsaldri.
Fjölskylda mín og ég sendum
konu hans, Arndísi Thoroddsen
og börnunum, Auðunni og Ingi-
,björgu, og allri hini stóru fjöl-
skyldu hans. systrum og bræðrum
djúpar samúðarkveðjur fyrir
langa og trygga vináttu.
Kristján Jónsson
loftskeytamaður.
„Fótmál dauðans fljótt er stijíið
fram af myrkum grafarreit
mitt er hold til moldar hnigið
ihaske fvrr en af eg veit.“
(B. Ilalldórsson)
Þegar lífsbók Sæmundar Auð-
unssonar hefur lokast er mér efst
í huga bakklæti fyrir að fá að
kynna.st og starfa með sjómannin-
um Sæmundi Auöunssyni.
Okkar kynni hófust fyrir 30 ár-'
um er ég gerðist háseti á b/v
Kaldbak frá Akureyri vorið 1947,
en það vor hóf Utgerðarfélag
Akureyringa starfsemi sína og
var Sæmundur fyrsti skipstjóri
þess félags. Tel ég að á engan sé
hallað þótt ég fullyrði að með
aflasæld. reglusemi og góðri
stjórnun hafi hann átt sinn stóra
þátt í að móta og byggja upp út-
gerðarfélagið, því lengi býr að
fyrstu gerð. Árið 1964 lágu leiðir
okkar saman að nýju er hann var
framkvæmdastjóri fyrir útgerðar-
félagið Blakk h.f er gerði út b/v
Bjarna Ólafssön og var ég þar
stýrimaður en skipstjóri var Þor-
steinn Auðunsson bróðir hans.
Þetta voru erfið ár í togaraútgerð,
en þá kom best í ljós hans góða
stjórnsemi.
Síðastliðin 4 ár höfum við haft
náið og gott samstarf um borð í
r/s Bjarna Sæmundssyni. Þar
kynntist ég honum best, hann var
mikill bókamaður, víðlesinn og
vel heima á flestum sviðum, skák-
maður með ágætum.
Að mínu mati var hann afburða
skipstjóri, afar gætinn gagnvart
áhöfn sinni og skipi, hélt uppi
góðum aga og var sérstaklega
veðurglöggur maður.
Að lokum vil ég þakka honum
samveruna á liðnum árum, frú
Arndísi Thoroddsen og börnum
þeirra sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur og bið þess að hann
hljóti gott leiði að landi lifenda.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Árnason.
Terylenebuxur frá kr. 2400.00.
Leðurlíkijakkar kr. 5500.00.
Terylenefrakkar kr. 5500.00.
Skyrtur nýkomnar o.fl. ódýrt.
Opið til kl. 7 á föstudag og 12 laugardag.
Andrés Skólavörðustíg 22.