Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 32
p
\uí;lvsim;asíminn er:
22480
2H*rgimbIabit>
AUGLÝSINíiASÍMINN ER:
22480
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977
Kjaradeila BSRB;
Sáttafundur í dag eft-
ir nær mánaðarhlé
SÁTTASEMJARI ríkisins bodadi
í gær deiluaðila í kjaradeilu
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja vió fjármálaráðherra til
sáttafundar árdegis í dag klukkan
10. Fundarboö þetla kom í kjölfar
viðræðufundar, sem ráðherrarnir
Matthías A. Mathiesen og Halldór
E. Sigurðsson áttu við formann
BSRB, Kristján Thorlacius. A
fundi hjá BSRB var í gær sam-
Karpov:
Sé ekki fram
á þátttöku mína
í Reykjavík-
urskákmótinu
„ÉG sé ekki fram á að ég komi
því við að taka þátt í Reykja-
víkurskákmótinu í febrúar,
því miður, því mig langar
mjög að tefla á Íslandi," sagði
Anatoly Karpov, heimsmeist-
ari í skák, er Mbl. ræddi við
hann í gærkvöldi eftir sigur
hans á Interpolis-skákmótinu í
Hoilandi. Karpov sagði að úr-
slitin, hvað hann sjálfan
snerti, hefðu ekki komið sér á
óvart, en hins vegar hefði
slæleg frammistaða Friðriks
Olafssonar komið sér mest á
óvart í mótinu, en Friðrik
hafnaði í neðsta sæti. Þá sagði
Karpov, að Miles hefði „teflt
mjög vel“ og að Timman hefði
„verið óheppinn að missa af
þriðja sætinu".
Þegar Mbl. spurði Karpov,
Framhald á bls 18.
þykkt að koma á fót verkfalls-
vörzlu, ef til verkfalls kemur og
ennfremur var óskað eftir sam-
vinnu við kjaradeilunefnd um
þau atriði verkfallsmálanna sem
háðir aðilar fjalla um.
Sáttafundurinn i dag verður í
Háskóla íslands, m.a. í hátiðar-
salnum. Á sameiginlegum fundi
stjórnar, samninganefndar og
verkfallsnefndar BSRB var hins
vegarákveðiði gær að skipuleggja
víðtæka verkfallsvörzlu bæði á
vegum bandalagsins, svo og ein-
stakra bandalagsfélaga. Skipulag
og yfirstjórn verður nánar
ákveðin af verkfallsnefnd BSRB.
í fréttatilkynningu frá BSRB,
sem Morgunblaðinu barst í gær,
segir m.a.: „Hlutverk verkfalls-
vözlunnar verði að koma í veg
fyrir verkfallsbrot bæði af hálfu
viðsemjenda bandalagsins og
annarra og fylgjast með því að
hvergi sé farið út fyrir löglegar
ákvarðanir kjaradeilunefndar eða
undanþáguheimildir verkfalls-
nefndar.
Samkvæmt lögum á kjaradeilu-
Framhald á bls 18.
Ljósm.: RAX.
STEFAN tSLANDI átti sjötugsafmæli í gær og af þvf tilefni voru sérstakir afmælistónleikar í
Þjóðleikhúsinu honum til heiðurs. Fjölmargir söngvarar komu fram á tónleikunum og þrír kórar.
Fyrst söng Karlakór Reykjavíkur islenzk lög undir stjórn Páls P. Pálssonar. Síðan söng Jón
Sigurbjörnsson, Guðrún A. Símonar, Guðmundur Jónsson, Þuriður Pálsdóttir, þá sungu Þuríður og
Guðmundur dúett, og síðan söng Þjóðleikhússkórinn. Þá söng Magnús Jónsson, Sigurveig Hjaltested,
Kristinn Hallsson, þá Magnús og Kristinn saman dúett, og loks söng Skagfirzka söngsveitin undir
stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Undirleikarar voru Carl Billich og Agnes Löve. Að loknum
tónleikunum flutti Sveinn Einarsson þjóðleikhússstjóri ávarp til afmælisbarnsins, sem kallaður var
upp á sviðið og hylltur með ferföldu húrrahrópi. Myndin er tekin í Þjöðleikhúsinu i gærkveldi, er
Stefán tslandi var hylltur.
Stöðva húsverðir rekst-
ur æðri menntastofnana?
Lífeyrisþegar
fá lífeyrinn
fyrir verkfall
LJÓST varð síðari hluta dags i
gær, að starfsfólki Trygginga-
stofnunar ríkisins tækist að
undirbúa útborgun lífeyris-
greiðslna til lífeyrisþega áður
en til verkfalls kemur hinn 11.
október næstkomandi. Sam-
kvææmt upplýsingum Sigurð-
ar Ingimundarsonar, forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins,
var Ijóst að unnt yrði að greiða
60% lífeyrisþega, sem fá
Framhald á bls 18.
NOKKUR vafi er nú á því hvernig
háttað verður starfsemi mennta-
skóla, fjölbrautaskóla og Háskól-
ans, ef til verkfalls Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja kemur
eftir helgina. Kennaraliðið við
þessa skóla mun allt teljast til
Bandalags háskólamanna en hins
vegar eru húsverðir í skólum
þessum auk skrifstofuliðs innan
BSRB. Hefur því vaknað sú
spurning hvort verkfall þessara
aðila skuli lama algjörlega starf-
semi þessara skólastofnana.
Arni Gunnarsson, deildarstjóri
hjá menntamálaráðuneytinu,
sagði i samtali við Morgunblaðið i
gær að verið væri að kanna þetta
mál af hálfu ráðuneytisins en
kvaðst vænta þess að málin skýrð-
ust í kringum helgina. Að öðru
leyti vildi hann ekki tjá sig um
þetta atriði en benti á að af hálfu
ráðuneytisins væri að sjálfsögðu
talið óeðlilegt að aðeins fámennur
hópur lamaði starfsemi heilla
stofnana þar sem yfirgnæfandi
meirihluti starfsliðsins væri í
öðru stéttarfélagi og ekki í verk-
falli.
Morgunblaðið spurði Harald
Steinþórsson framkvæmdastjóra
BSRB um þessi vandamál í sam-
bandi við menntaskólana, fjöl-
brautaskólana og Háskóla Is-
Framhald á bls 18.
Varnir fluttar í Guðmundarmálinu í gær:
Verjendur
rannsókn
□
□
Sjá nánar á bls. 16 «g 17.
gagnrýna
harkalega
VERJENDUR Tryggva Rúnars
Leifssonar og Sævars Marfnós
Ciesielskis, hæstaréttarlögmenn-
irnir Hilmar Ingimundarson og
Jón Oddsson fluttu varnarræður
sínar í Guðmunarmálinu fyrir
sakadómi Reykjavíkur í gær.
Krefjast báðir að skjólstæðingar
þeirra verði sýknaðir af ákærum
um að hafa orðið Guðmundi Ein-
arssyni að bana.
Gligoric í samtali við Mbl.;
Ihuga að draga til
baka framboð mitt til
forsetastarfs FIDE
„JÚ. ÉG er að hugsa um að
draga framboð mitt til forseta-
embættis FIDE til baka, en
endanlega ákvörðun í málinu
mun ég ekki taka fyrr en eftir
áramót," sagði júgóslavneski
stórmeistarinn Svetosar
Glicoric í samtali við Mbl. f
gærkvöldi. Gligoric sagði, að
það hefði aldrei verið sin ósk að
fara í framboðið, en hann hefði
orðið við eindregnum óskum
skáksambands sfns þar um.
Síðan framboðið var tiikynnt
hefðu svo önnur framboð litið
dagsins ljós, þar á meðal fram-
boð Friðriks Ólafssonar, og þar
sem hann væri viss um að eftir
embættinu sæktust menn, sem
gætu ekki síður en hann orðið
verðugir forsetar FIDE, þá
myndi hann nú endurskoða af-
stöðu sfna til eigin framboðs.
Þegar Mbl. spurði Gligoric,
hvort hann myndi styðja fram-
boð Friðriks, ef hann sjálfur
tæki sitt aftur, svaraði hann:
„Ég er aðeins einstaklingur, en
ekki skáksamband. En Friðrik
Ölafsson er góður vinur minn
og ég met hann mjög mikils og
ber mikla virðingu fyrir hon-
um.“ Framhald á bls 18.
Gligoric ásamt Karpov.
í ræðum beggja verjenda kom
fram mikil gagnrýni á fram-
kvæmd rannsóknar Guðmundar-
málsins og sérstaklega á frum-
rannsókn málsins. Til dæfnis lét
Hilmar Ingimundarson þau orð
falla, að við rannsóknina hefðu
verið þverbrotnar allar þær meg-
inreglur, sem eigi að tryggja rétt
hinna grunuðu.
Málflutningi verður haldið
áfram í dag i Guðmundar- og Geir-
finnsmálum.
Nálarstungu-
aðferð beitt
á knattleik
HAUKAR léku handknattleik við
kfnverskt handknattleikslið í
íþróttahúsinu f Hafnarfirði í gær-
kveldi. Þegar leikurinn stóð sem
hæst féll einn áhorfenda skyndi-
lega niður f flogaveikiskasti. Með
kfnverska liðinu voru læknar,
sem brugðu skjótt við og
aðstoðuðu þeir flogaveikis-
sjúklinginn með nálastungu-
meðferð.
Framhald á bls 18.